Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
3
ætlum að endurtaka vinnubrögð
okkar frá árinu 1960, þau eru
flestum kunn og í fersku minni.
Við ætlum ekki að brenna okkur
á soðinu frá 1974—1978 þegar
framsóknaraðferðin var notuð,
að taka með mýkt á verðbólg-
unni. Þá mistókst okkur og við
hlutum refsingu í síðustu kosn-
ingum. Þess vegna höfum við nú
myndað okkur trausta stefnu
sem fólk í vaxandi mæli metur
að verðleikum.
Eg boða hér sparnað og
harkalegan samdrátt. Atvinnu-
öryggið er fyrir öllu og ég er
sannfærður um það, að það má
draga saman án þess að hætta
sé á atvinnuleysi. í þvi sam-
bandi getum við bara litið á
þann mannafla sem þarf í
Sverrir Hermannsson í samtali við Morgunblaðið:
Yið verðum að virkja stórt í
Fljótsdal og selja meirihluta ork-
unnar til stóriðju á Reyðarfirði
fiskiðnaðinum ef sinna á honum
að óbreyttum aðstæðum. Það
hefur þráfaldlega komið fram
hér á fundum að andstæðingar
okkar telja það firru að hægt sé
að spara, en þá getum við bara
litið á undirbúning fjárlaga-
gerðar fyrir árið 1979. Þá lagði
Alþýðuflokkurinn til 30%
niðurskurð, Framsóknarflokk-
urinn 22%, en kommar segjast
nú ekki hafa lagt til nema 10%.
Eg hef hins vegar eftir öðrum
leiðum að þeir lögðu til 16,2%.
Mennirnir vissu að það var
lífsnauðsyn að draga saman
seglin, en þeir komu sér bara
ekki saman um hvað ætti að
spara og hvað ætti að skera
niður því þeir gátu ekkert unnið
vegna óeiningar.
Hér rifjum við upp okkar
fastmótuðu stefnu í samgöngu-
málum, um lagningu vega með
bundnu slitlagi. — Við leggjum
hins vegar höfuðáherzlu á orku-
málin, þar sem ég ætla að
leggja pólitískt líf mitt að veði
fyrir því að virkja verði stórt í
Fljótsdal og við vitum að við
verðum að selja meirihluta ork-
unnar til stóriðju á Reyðarfirði.
Þannig ráðum við gátuna sem
nú er hvað harkalegust af öllu,
en það er hitun híbýla fólks.
Það er að setja heimilin á
hliðina sá óheyrilegi kostnaður
sem er við húsahitunina, en það
er umfram orkan, ódýra orkan,
sem leysir þetta bráðhættulega
vandamál.
Þá boðum við skattalækkun,
því skattpíningin er með þeim
hætti, að það er verið að ræna
menn fjárhagslegu sjálfstæði.
Andstæðingar hreykja sér hins
vegar að því að hafa tekið
föstum tökum þetta mál, þeir
sleppa hins vegar því, að þeir
notuðu olíuverðshækkanirnar
til þess að margfalda álögurnar
á fólk og auka innstreymi í
ríkissjóð. Það sem mér finnst
nú gróflega daprast af þessu
öllu saman er boðun andstæð-
inga okkar um myndun nýrrar
vinstristjórnar, það er ekki nóg
með að þeir tilkynni nýja
vinstristjórn með alveg
óbreyttri stefnu, það er engin
stefnubreyting fundin í þeirra
orðum. í þessu sambandi þurfa
kjósendur ekki annað en að líta
á efndir loforða þeirra fyrir
síðustu kosningar og sjá þá
hvers konar firra þetta er. Þá
var lofað skattalækkunum, af-
námi tekjuskatts af lágtekjum,
varðveislu íslenzku krónunnar
og svo framvegis. Þetta hafa
þeir auðvitað svikið.
Að lokum vil ég segja að ég er
bjartsýnn. Ég trúi ekki öðru en
að fólk sjái nú að nauðsynlegt
er að að taka nú harkalega til
höndum. — Við erum komin
fram á yztu nöf og verðum að
snúa við og það er þýðingar-
laust að halda því að fólki að
það sé hægt að gera það án þess
að menn verði að leggja eitt-
hvað af mörkum," sagði Sverrir
Hermannsson að síðustu.
\
Ajax - hvílíkur munur
Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax i forþvotti.
Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög
viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta-
stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum o^
blettalausum þvotti. 1
Ajax lágfrcyoandi
þvottacfni fyrirallan þvott
.