Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 29
LANDSPÍTAU — FRAMTÍÐflBHUGMYNDIR 3
Viðtöl:
Fríða Proppé
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
29
Vísindalega sannað að
byggingarkostnaðurinn skil-
ar sér til baka á 3—5 árum
„HÚSNÆÐISMÁLIN eru meginvandamál Landspítalans í dag,“ sagði Davíð Á.
Gunnarsson framkvæmdastjóri stjórnarnefndar ríkisspítalanna, er Mbl. leitaði
álits hans. „Þróunin í heilbrigðismálum hefur verið og er mjög hröð og húsnæðið
hefur ekki fylgt eftir þeirri þróun. í dag má líta á Landspítalann sem taflborð með
64 reitum. Við höfum neyðst til að taka einn og einn reit undir aökallandi verkefni,
en reitunum fjölgar ekki, þannig að öðrum þáttum starfseminnar er á meðan vikið
af borðinu og er það slæmt. Það hefur verið vísindalega rannsakað erlendis og
talið sannað, að það tekur aöeins 3—5 ár að greiða niöur fjárfestingu í
sjúkrahúsbyggingum, þ.e. byggingarkostnaðurinn kemur til baka á þeim tíma í
bættum og ódýrari rekstri. Fjárveitingaramminn er og hefur verið það þröngur
hérlendis að ekki er fyrirséð að neinar alvörulausnir komi til á næstunni.“
En ég tel nauðsyn aö byggja
fyrst um kjarnann, sem ríkis-
spítalarnir eru og síðar minni
einingarnar. Kjarninn, þar
sem fullkomnasta þjónustan
er, hlýtur ætíð að taka við,
þegar allt annað þrýtur.
— Eru fyrirhugaðar ein-
hverjar breytingar á rekstri
sjúkrahúsanna á næstu ár-
um?
Erfitt að
vera fátækur
Það er erfitt að vera fá-
tækur og fjárskortur kemur
sífellt í veg fyrir fullkomnu6tu
þjónustu og tækni sem völ er
á. Ég held að rekstrinum
verði ekki svo auðveldlega
breytt. Við teljum okkur gæta
ítrasta aðhalds. Framundan
tel ég að mest bylting verði í
krabbameinslækningum og
kallar það á meira pláss og
meiri tækni — ný tæki á
hvaða sviði sem er bæta
rekstrarhliöina. Ef fyrirtækiö
Landspítalinn væri rekiö af
viðskiptaaðilum í frjálsu
markaðskerfi væri auðvitað
búiö aö kaupa fullkomnustu
tæki fyrir löngu.
Það er spurning, sem
varpa mætti hér fram, hvort
almen,ningur er ekki tilbúinn
aö greiða meira til heilbrigö-
iskerfisins og eiga þar á móti
kost á fullkomnustu þjónustu
eins og hún þekkist bezt í
veröldinni og aftur kemur þá
spurningin hver þörfin er.
Það hefur alla vega sýnt sig,
að almenningur er tilbúinn að
greiöa svo til hvað sem er
fyrir lækningu meina sinna.
Indónesíuferðirnar á vit
„skurðlækna" þar eru bezta
dæmið. Það er a.m.k. nauð-
synlegt að mínu mati að
almenningi sé gerð full grein
fyrir, hvað heilbrigðisþjónust-
an kostar og þeir peningar
eru auðvitað teknir af al-
menningi. En þaö er nú einu
sinni mannlegt eðli að finna
aö og tala um bruöl en
krefjast um leið fullkominnar
þjónustu, sér í lagi þegar viö
eöa okkar nánustu eiga í
hlut.“
— Hvar krepþir skorinn
mest að þínu áliti?
„Þar má fyrst nefna rann-
sóknaraðstöðuna. Hún er nú
dreifö um alla stofnunina og
veldur það mjög lélegri nýt-
ingu á vinnuafli og tækjabún-
aöi. Þá má einnig tiltaka
aöstöðuleysi lækna, ritara og
annars starfsliðs. Ómældur
tími dýrra starfskrafta fer í
hlaup eftir skýrslum o.fl., og í
annaö snatt. Samvinna verð-
ur erfiðari og getur það
kostað mikla fjármuni. Við
höfum einnig dregist nokkuð
aftur úr með ýmsa þjónustu
vegna húsnæðisleysisins.
Þá vil ég sérstaklega nefna
aö húsnæði vantar fyrir
krabbameinslækningar og
síðast en ekki sízt skurð-
stofuaðstöðuna, sem mikil
nauðsyn er að auka og sam-
ræma öðrum deildum. í dag
höfum við aðalskurðstofurn-
ar í miðri aðalbyggingunni og
kvensjúkdómaskurðstofu í
fæðingardeildarhúsnæðinu
nýja. Samkvæmt Weeks-
áætluninni er fyrirhugað, að
skurðstofurnar verði í fram-
tíðinni í nýju húsnæði ofan til
á lóðinni. Það er að mínu
mati mikil nauðsyn að skurð-
stofur og þjónusta þeim
tengd séu í nálægð hvort við
annað og á ég þar við
gjörgæzlu, röntgen, geymslu
á blóði o.fl. Allt þarf þetta að
vera í nánustu tengslum og
langar vegalengdir kalla á
aukinn starfskraft og lélega
nýtingu hans.
— Nú hefur mikið verið
deilt á rekstrarhliö sjúkrahús-
anna og sagt, aö þar sé mikið
bruðlað með opinbert fé.
Hvaö viltu segja um það?
„Ádeilan á upptök
sín í lestri
íslendinga á
erlendum tímaritum“
Eg er þess fullviss, að á
íslandi er meiri og betri
Leiðrétting
í VIÐTALI við prófessor Hjalta
Þórarinsson í fyrsta kafla um-
fjöllunar um Landspítalann, sem
birtist s.l. sunnudag, féll niður
einn liður í upptalningu hans á
aðgerðum, sem framkvæmdar
eru á skurðstofum Landspítal-
ans. Féll þar niður lýtaskurð-
lækningar, en þær hafa verið
framkvæmdar á Landspítalan-
um í rúma tvo áratugi. Síðustu
árin hefur verið þar sérstök
legudeild vegna þessara lækn-
inga, sem auk allra almennra
lýtalækninga hefur einnig til
meðferðar sjúklinga með meiri
háttar brunamein.
Er beðist velvirðingar á þess-
um mistökum.
Davið Á. Gunnarsson
þjónusta fyrir minni peninga
en víðast erlendis. Ég tel að
þessi ádeila eigi upptök sín í
auknum lestri íslendinga á
erlendum fræöi- og fréttarit-
um. Það er staðreynd, að t.d.
í Bandaríkjunum er heilbrigð-
iskerfið svo að segja að
yfirkeyra þjóðlífið. Þar er
heilbrigöisþjónustan orðin
gróðavænlegur atvinnuvegur
lækna og heilbrigðisstofn-
ana. Rannsóknum fjölgar þar
dag frá degi og sama er að
segja um uppskurði o.fl. Tal-
að er um mikla ofnotkun á
vissum þáttum heilbrigðis-
þjónustunnar. Heilbrigðis-
þjónustan er óhemjudýr og
tækjabúnaöur einnig, en þar
greiðir fólk fyrir að fá að
fara í tækin. Hérlendis er að
mínu mati ekki um að ræða
„óheilbrigðan kostnað á heil-
brigðissviðinu" eins og víða
erlendis.
En það má e.t.v. fremur
deila á ráðstöfun fjár innan
heilbrigðisþjónustunnar í
heild síðustu árin. Þaö, aö
uppbygging ríkisspítalanna
og þá Landspítalans hefur
dregist þetta aftur úr er að
mínu mati sú staðreynd, að
óhemjufé hefur verið varið í
uppbyggingu heilsugæzlu-
stöðva vítt og breytt um
landiö. Hver landshluti og
hvert byggðarlag hefur talið
nauðsyn á slíkum stöðum
hvert á sínu umráðasvæði og
auðvitað er margt rétt í því.
Dr. Grétar ólafsson
Stefna heilbrigð-
isyfirvalda hef ur
komið í veg fyrir
eðlilega þróun
„Landspítalinn ó nú að baki nær hálfrar aldar sögu og hefur á þeim
tíma orðiö stærsta og sérhæfðasta sjúkrahús landsins. Hann hefur
jafnframt verið aðalkennsluspítali heilbrigðisstétta og þar fer nú fram
kennsla læknanema, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, röntgen- og
meinatækna, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Grétar Ólafsson yfirlæknir og
formaður Læknaráðs Landspítalans og Rannsðknarstofu Háskóla
íslands, er Mbl. leitaði álits hans.
Sérfræðiþjónusta, sem veitt er á Landspítalanum, er orðin geysilega
fjölþætt og fer stöðugt vaxandi, enda er þróun læknisfræðinnar ör og
hefur Landspítalinn reynt að fylgjast þar með. En þetta krefst sífellt
aukinnar sérmenntunar og mannafla, vaxandi rýmis og nýrra tækja.
Kostnaður helmingi
lægri hér
— Hefur að þínu áliti tekist
sem skyldi aö fylgja framþróun í
læknavísindum innan Landspítal-
ans?
Hingað til hefur sérfræðiþjón-
usta, sem veitt er á Landspítalan-
um, staðist faglegan samanburð
við sams konar þjónustu í ná-
grannalöndum okkar. Sé kost-
naður þessarar þjónustu á Land-
spítalanum aftur á móti borinn
saman viö kostnaö erlendis, eins
og stjórn læknaráðs geröi í grein-
argerð, sem birt var í fjölmiölum á
s.l. vetri, kemur í Ijós, aö þessi
kostnaöur er a.m.k. helmingi lægri
hér. Þessi samanburður sýnir, að
rekstur sjúkrahússins er góöur, en
auösýnt er að verði fjárframlög til
sérfræðiþjónustu ekki aukin veru-
lega munum við óhjákvæmilega
dragast aftur úr.
Síöast liðinn áratug hefur stefna
heilbrigðisyfirvalda hérlendis
komiö í veg fyrir eðlilega þróun
Landspítalans og vil ég í því
sambandi nefna einkum tvennt:
A. Mikil uppbygging heilsugæslu-
stööva og sjúkrahúsa utan
Reykjavíkursvæðisins.
B. Nýbyggingarfjármagn Land-
spítalans hefur s.l. ár runnið til
byggingar geðdeildarhúss á Land-
spítalalóö, en við það hefur bygg-
ingaráætlun Landspítalans, skv.
tillögum arkitektsins John Weeks,
stöðvast.
Hvað snertir fyrri liðinn þá er
ekki nema gott eitt um þaö aö
segja aö heilbrigöisþjónusta dreif-
býlisins sé bætt, sé þaö gert
þannig aö þaö komi ekki niður á
sérfræöiþjónustu, sem ætluö er
landinu í heiid. En því miður hefur
svo orðið. Það er sama hversu vel
er að heilbrigöisþjónustu dreifbýl-
isins staðið. Það mun ávallt þurfa
aö veita sérhæföa iæknisþjónustu
á stærstu sjúkrahúsum Reykja-
víkursvæðisins.
— Hvers konar þjónusta er
þaö sem þú átt hér við?
„Ég vil í því sambandi benda á
krabbameinslækningar, sérgrein-
ar í skurölækningum og lyflækn-
ingum, s.s. blóðsíun í gervinýra,
hjartarannsóknardeild, brjósthols-
aðgerðardeild, bæklunarlækn-
ingadeild og síðast en ekki sízt
sérhæföar rannsóknardeildir, svo
sem ísótóparannsóknir og sér-
hæföar hormónamælingar svo
eitthvaö sé nefnt.“
Veröur aö hefjast
handa nú þegar
Grétar sagði, að afleiöingar af
stöðvun byggingaráætlunarinnar
væru nú aö koma í Ijós. „Stjórn
læknaráös taldi þær þaö alvar-
legar, aö þaö væri skylda lækna-
ráðs að vekja athygli á þeim
opinberlega og var það gert með
ítarlegri greinargerö, sem birt var
efnislega í fjölmiðlum, en í heild
sinni í Morgunblaðinu í febrúar s.l.
og fjallaöi hún um öll þau atriði,
sem hér hefur verið drepið á.
Yfirstjórn mannvirkjagerðar á
Landspítalalóö hefur nú hafiö
hönnun á næsta byggingaráfanga
Landspítalans í samvinnu viö John
Weeks arkitekt í þeirri von að
nýbyggingarfjármagn fáist. í þess-
um þyggingaráfanga er áætlað aö
húsnæði verði fyrir krabbameins-
deild og tækjabúnað hennar,
rannsóknardeild og skurödeild.
Þessi byggingaráfangi veröur að
hefjast án tafar. Þó svo verði þá
kemur fyrsti hluti ekki til nýtingar
fyrr en um áramótin 1982 til 1983
samkvæmt áætlun, ef bezt lætur.
Ef dráttur verður enn á nýbygg-
ingum Landspítalans þá stöndum
vlö frammi fyrir þeirri staöreynd í
náinni framtíð að neyöast til að
senda sjúklinga utan til sérmeð-
feröar í mun ríkara mæli en nú er,
ef við viljum að þeir fái sömu
möguleika til heilbrigöis og lífs og
gerist meðal nágrannaþjóða okk-
ar. Við læknar trúum því ekki, aö
ráöamenn heilbrigöismáia láti svo
fara," sagði Grétar í lokin.