Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 5 Vegleysur og vinstri stjórn Ráðherrarnir létu gabba sig RÁÐHERRAR Alþýðubanda- lagsins voru í fyrstu mjög óánægðir með frumvarp ólafs Jóhannessonar um stjórn efna- hagsmála. er hann lagði það fram í marzmánuði siðastliðn- um og hafði Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins m.a. haft á orði, að samþykktu alþýðuflokksmenn og fram- sóknarmenn ekki breytingu á frumvarpinu, væri stjórnarsam- starfið úr sögunni. Mikið var fundað um efni frumvarpsins á fundum í Al- þýðubandalaginu og hinn 26. marz fengu ráðherrarnir og Lúðvík umboð til þess að hefja samningaviðræður við Ólaf Jó- hannesson um breytingar á frumvarpinu, þeim atriðum er lutu að kjaraskerðingarhug- myndum frumvarpsins. Fund- armenn, sem sátu fundinn í Alþýðubandalaginu voru hins vegar sannfærðir um það, að ráðherrar flokksins, Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson hefðu látið samráðherra sína gabba sig, þeir hefðu verið búnir að samþykkja frumvarpið í heild, án þess að átta sig á því, hvað í því fælist. Hinn 27. marz hófu svo ráð- herrarnir ásamt formanni flokksins tilraunir sínar til þess að semja við Ólaf Jóhannesson um áðurnefnd atriði frumvarps- ins. Ólafur var stuttur í spuna við samráðherra sína og kvaðst ekki vera til viðtals um neinar breytingar, hann væri þegar búinn að leggja það fram, og ef þeir vildu ræða breytingar, skyldu þeir tala við Jón Helga- son í Seglbúðum, formann fjár- hags- og viðskiptanefndar efri deildar. Átti svo Lúðvík viðræð- ur við Jón og Ágúst Einarsson, fulltrúa Alþýðuflokksins í nefndinni, þar sem hann skýrði sjónarmið Álþýðubandalagsins. Rétt undir mánaðamótin tókst síðan samkomulag í ríkisstjórn- inni. Niðurstaðan varð, að kjara- skerðingu á laun undir 210 þúsund krónum á mánuði var frestað fram til 1. desember 1979. Þá átti skerðingin að koma á láglaun líka. Það hefur nú minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins leiðrétt og fá öll laun um næstu mánaðamót sömu pró- sentuhækkun eins og áður hefur komið fram. Islenzki blásarakvintett inn á hádegistónleikum ÍSLENZKI blásarakvintettinn kemur í dag fram á hádegistón- leikum Söngskólans, en þeir hefj- ast kl. 12:10 í tónleikasal skólans. Kvintettinn var stofnaður sumar- ið 1976 og hefur hann haldið tónleika í Reykjavík og víðar. Islenzka blásarakvintettinn ............- flautuleik- ari, Kristján Þ. Stephensen óbó- leikari, Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari, Stefán Þ. Steph- ensen hornleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru kvintett eftir Anton Reicha og sautján tilbrigði eftir Jean-Michael Da- mase. íslenzki blásarakvintettinn kemur fram á hádegistónleikum Söng- skólans kl. 12:10 i dag. „Landnám fyrir landnám44 síðasta bók Arna Ola KOMIN er út ný bók eftir Árna Óla og jafnframt hin síðasta. Nefnist hún „Land- nám fyrir landnám". Útgef- andi er Setberg. Árni Óla segir m.a. sjálfur um bókina: „Með móðurmjólkinni drakk ég í mig hina rótgrónu sögu um landnám íslands: Það voru þrír norrænir sæfarar er sinn í hverju lagi rákust á eyðiland norður í reginhafi, en þangað höfðu engir menn komið áður. Engum kom til hugar að vefengja þessa sögu. Svo liðu árin og 1000 ára afmæli Al- þingis var haldið hátíðlegt 1930. Þá vaknaði tortryggni mín á að allt væri með felldu Árni óla. um landnámssöguna. Afleið- ing þessara heilabrota varð sú að ég tók að lesa Landnámu af kappi og um mörg ár las ég hana tvisvar og þrisvar á ári. Misbrestir hrúguðust upp þar til ég varð að viðurkenna með sjálfum mér að landnámssag- an væri með öllu óskiljanleg eins og hún er sögð í Land- námu. Ég hef verið að fást við þetta í hjáverkum síðan ég hnaut um hina miklu ráðgátu á Alþingishátíðinni." Árni Óla lézt sem kunnugt er á s.l. sumri. Hafði hann þá nýlega lokið frágangi þessarar bókar. D-listann vantar bíla kjördagana Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík skortir bíla til starfa fyrir D-listann á kjördag, og eru þeir sem reiðubúnir eru til að lána bifreiðar eða til að aka sjálfir, beðnir að hafa sam- band við skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins. Símar skrifstofunnar eru 82927 og 82900. Bifreiðamiðstöðvar verða starfræktar á fjórum stöðum í borginni báða kjördagana, og verða þær á eftirtöldum stöðum: Grandavegi 5, fyrir Vest- urbæ og Miðbæ. Reykja- nesbraut 12 fyrir Austur- bæ, Hlíða- og Holtahverfi. Sigtún við Suðurlands- braut fyrir Háaleitis-, Fossvogs- og Laugarnes- hverfi. Seljabraut 54 fyrir Breiðholtshverfin. Al tilASINt;ASIMINN KR: J»'»vo«nI)Tní)ib Italskir skor Úrval af kvenskóm: Litur Stærðir Ljóst 36—41 Ljóst . 36-41 Grátt, Svart, Bordeaux 36—41 Drapplitað 36—41 Vínrautt, Bordeaux 36—41 Brúnt 36—41 Dökkbrúnt 36—41 Verö 45.000,- 43.900, - 31.600.- 29.800,- 28.900- 31.900. - 33.500,- Austurstræti 10 sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.