Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
11
MacLean
Philby
Burgess
Blunt
Andrew Boyle meö bókina,
sem kom af stað Blunt-
hneykslínu.
stofnuðu með sér samtök og
kölluðu sig „Ppstulana" —
postula Blunts. Á þessum ár-
um hafði Blunt það hlutverk
að finna menn, sem heppilegir
væru til njósna fyrir Sovétrík-
in.
Fyrir allmörgum árum kom
út bók eftir brezkan höfund,
Cyril Connolly. Þar er gerð
tilraun til að skilgreina sál-
fræðilega ástæðurnar fyrir því
að á árunum fyrir síðari
heimsstyrjöldina átti sér stað
í Cambridge hugarfarsþróun
hjá mörgum ungum mönnum,
sem síðar leiddi til landráða.
Connolly bendir á, að auk þess
sem „postularnir" hafi verið
hrokafullir, kynvilltir og helzt
ekki umgengizt aðra en valda
klíkubræður, þá hafi þeir upp
til hópa átt á bak að sjá
feðrum sínum á unga aldri.
Maclean og Burgess hafi til
dæmis misst feður sína í
bernsku, og Philby hafi aldrei
hitt föður sinn, sem hafi verið
í stöðugum ferðalögum erlend-
is. „Kommúnisminn kom í
staðinn fyrir föðurímyndina,
hann lét þessum ungu
mönnum í té nýtt „yfir-sjálf“,
nýja réttlætingu, — réttlæt-
ingu þess strangleika, sem
þeir höfðu farið á mis við í
bernsku og uppvextinum.
Sumir fundu þetta kennivald í
kaþólskunni, flestir fundu það
í kommúnismanum, eða eins
og Koestler hefur sagt: „Kom-
intern rak hvíta þrælasölu og
fórnarlömbin voru ungir hug-
sjónamenn, sem léku sér að
Dr. Wilfried Mann — er hann
„fimmti maóurinn“? Hann er
sagöur maöur hæglátur og dag-
farsprúöur — með kynvillutil-
hneigingu.
hugmyndinni um ofbeldi."
„Postularnir" frá Cambridge
fóru ekki út í þjóðfélagið til að
boða þessa nýju trú sína. Þeir
notuðu þessa sjálfsdýrkun
samsærisklíkunnar, sem upp-
haflega var skemmtileg
dægradvöl í háskólanum, til
að grafa undan þjóðfélaginu."
Hvar eru
þeir nú?
Guy Burgess, sem ásamt
Donald Maclean flúði til
Moskvu árið 1951, undi aldrei
hag sínum sem eftirlauna-
njósnari í „óskalandinu".
Hann andaðist fordrukkinn í
íbúð, sem hann hafði ásamt
vini sínum í Moskvu árið 1963.
Á því sama ári flúði Kim
Philby til Moskvu, þar sem
hann er nú kvæntur rússn-
eskri konu. Maclean stafar í
þeirri deild sovézka utanríkis-
ráðuneytisins, sem hefur
Bretland sem sérsvið.
Rétt eftir andlát Burgess
hurfu skjöl úr íbúð hans í
Moskvu. Þar á meðal var
uppkast hans að bók. Getum
er að því leitt að þessi skjöl
hafi haft að geyma upplýs-
ingar, sem hafi átt þátt í því
að afhjúpa „fjórða manninn",
Anthony Blunt. BurgeSs var
þekktur fyrir hirðuleysi. Vitað
er að hann var orðinn beizkur
í lund, þannig að ætla má að
hann hafi ekki borið hag síns
gamla lærimeistara mjög fyrir
brjósti, enda þótt getgátur um
þessar heimildir hafi ekki
fengizt staðfestar.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
UTSALAN
stendur
yfir í dag
og a morgun
Hjá okkur urðu
lítilfjörlegar
skemmdir vegna reyks í verzluninni
Þrátt fyrir það
höfum við ákveðið að gefa m
afslátt af vörum verzlunarinnar.
Nú er gott tækifæri til
að ná í ódýrar jólagjafir.