Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
„Yið lofum ekki gulli
og grænum skógmn_“
f
Salome
Þorkelsdóttir
heimsótti í
gær fyrirtæki í
Mosfellssveit
Friðrik Sophusson á fundi mcð starfsmönnum LandssmiAjunnar í x*r.
Ljósm. Mbl. RAX.
„Eðlilegt að starfsmenn hefðu
forgang um að kaupa fyrirtækið
ef ríkið á annað borð tæki ákvörðun um að selja það“
Friðrik
Sophusson
á fundi með
starfsmönnum
Lands-
smiðjunnar:
„SAGAN segir okkur. að fyrir-
tæki í einka- eða samvinnurekstri
hafa jafnan skilað meiri arði
heldur en fyrirtæki í eigu ríkis-
ins,“ sagði Friðrik Sophusson
fyrrverandi alþingsimaður og
frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins i komandi alþingiskosningum
á fundi með starfsmönnum
Landssmiðjunnar í gærdag en
Friðrik hafði frumkvæði að því
að hann var haldinn. „Því tel ég
eðliiegt að sem allra flest fyrir-
tæki í eigu ríkisins verði færð
yfir í önnur rekstrarform. T.d.
tel ég eðlilegt að starfsmenn
Landssmiðjunnar hefðu forgang
að því að eignast sitt fyrirtæki ef
það yrði selt.
Það er mér ennfremur hulin
ráðgáta hvers vegna ríkið á að
vera með bundið fé í einu fyrir-
tæki fremur öðru. Hvers vegna á
ríkið að eiga Landssmiðjuna, en
ekki Hamar eða Héðin? Spurning-
in er ekki um að selja fyrirtækið
ef það gengur vel eða illa. T.d.
hefur Landssmiðjan verið rekin
með ágóða síðustu árin og ég er
þess vegna sannfærður um að þar
sitja góðir stjórnendur og starfs-
menn fyrirtækisins eru starfi sínu
vaxnir," sagði Friðrik ennfremur.
„Það hefur komið fram sú skoð-
un í blöðum andstæðinga okkar
sjálfstæðismanna að við teldum
sölu Landssmiðjunnar vera einn
þáttinn í því að lækka verðbólg-
una í landinu. Þetta er auðvitað
fullkominn misskilningur. Sú
stefna sjálfstæðismanna að leggja
eigi áherzlu á breytt rekstrarform
hinna ýmsu ríkisfyrirtækja kemur
fram í öðrum hluta stefnu okkar
nú fyrir kosningar, en alls ekki í
þeim hluta sém fjallar um „Leift-
ursókn gegn verðbólgunni".
Spurningin um að selja Lands-
smiðjuna eins og önnur fyrirtæki í
eigu ríkisins kemur fram í þeim
hluta stefnu okkar sem fjallar um
bætt lífskjör og aukna atvinnu-
uppbyggingu," sagði Friðrik
ennfremur.
Fjölmargar spurningar voru
bornar fram til Friðriks á fundin-
um: í tillögum frá Sjálfstæðis-
mönnum og öðrum hefur oft
komið fram að Landssmiðja skuli
lögð niður og húsnæðið nýtt til
annars en smiðjureksturs, þetta
var meðal annars niðurstaða
nefndar sem skipuð var af Matthí-
asi Á. Mathiesen árið 1977. Hefur
starfsfólk Landssmiðjunnar
nokkra tryggingu fyrir því að hafa
atvinnu í Landssmiðjunni eftir að
ríkið hefur sett hana á söluskrá
eins og lagt er til í stefnuskrá
Sjálfstæðisflokksins og samanber
grein þxna í Mbl. 14. nóvember s.l.?
„Ég tel að starfsfólkið hafi þar
jafnan rétt og það fólk sem hjá
einkafyrirtækjum vinnur, það er
alltaf fyrir hendi sá möguleiki að
einkafyrirtæki gangi kaupum og
sölum. Ég tel hins vegar að leggja
eigi áherzlu á að gera starfs-
mönnum fyrirtækisins sjálfum
kleift að kaupa fyrirtækið og njóta
sjálfir þess ágóða sem af rekstrin-
um verður. í því sambandi mætti
nefna að til gæti komið sameign-
araðild viðkomandi lífeyrissjóða
og jafnvel viðkomandi sveinafé-
laga járniðnaðarmanna."
Þá var eftirfarandi spurning
borin fram: í grein þinni í Mbl. 14.
nóvember s.l. og í stefnuyfirlýs-
ingu Sjálfstæðisflokksins kemur
fram að ríkisfyrirtæki skuli seld
og andvirði þeirra notað til að
kaupa hlutabréf í nýjum, áhættu-
sömum fyrirtækjum. Einnig
stendur: „Rétt nýting fjármagns
er einn mikilvægasti þátturinn í
lífsbjargarviðleitni einstaklinga
og þjóða". — a) Telur þú það rétta
nýtingu á almannafé að nota það
til þess að styrkja fyrirtæki með-
an um taprekstur er að ræða en
láta síðan einstaklinga hirða
hagnaðinn? — b) í blaðinu „Bákn-
ið burt“, dagsett 1. marz 1977,
segir í grein sem ber yfirskriftina
„Urelt skipulag og enginn at-
hafnavilji": „Þessi stefna leiðir
líka til þess að reynt er öðru
fremur að fá ríkisvaldið til þátt-
töku í oft varasömum fyrirtækjum
þeim til bjargar". Hvernig sam-
ræmist þetta sjónarmið því að
ríkið leggi fé í áhættusöm fyrir-
tæki? — „Varðandi fullyrðingu
um að leggja fé í áhættusöm
fyrirtæki er því til að svara að þar
voru skilyrðin mun fleiri eða fimm
talsins, svo sem að þau skiluðu
arði og væru á allan hátt þjóð-
hagslega hagkvæm. Varðandi lið a
í spurningunni svara ég „Nei“.
Varðandi lið b vil ég segja að það
sem fyrir okkur vakir er einfald-
lega það að fyrirtæki séu rekin á
hagkvæmnisgrundvelli. í dag er
málum þannig komið, að það getur
verið vandkvæðum bundið að fara
á hausinn. Þetta er auðvitað
fráleitt, illa rekin fyrirtæki verða
að rúlla, annað er aðeins byrði á
þjóðfélaginu," sagði Friðrik.
HMM:792 TNR:7 JU:0,7 Þá var
Friðrik að því spurður hvort hann
hefði kynnt sér starfsemi Lands-
smiðjunnar og hvort hann hefði
kynnt sér skoðanir þeirra sem
Landssmiðjan hefur veitt þjón-
ustu sína á því hvort óhagstætt
væri að skipta við hana og hvort
ætti að selja hana. Ennfremur
hvort hann vissi hversu mikinn
gjaldeyrissparnað framleiðsla
Landssmiðjunnar hefði í för með
sér. — „Ég hef auðvitað kynnt mér
starfsemi Landssmiðjunnar eftir
föngum og tel mig þekkja starf-
semi hennar mæta vel. Lands-
smiðjan er auðvitað ekki eina
fyrirtækið sem ég hef kynnt mér,
heldur hef ég kappkostað að
! kynna mér rekstur þeirra sem
flestra. Varðandi viðskiptavini
Landssmiðjunnar get ég sagt að
ég hef við þá rætt og veit að þeir
eru ánægðir með þá þjónustu sem
þeir þar fá, eins og t.d. Skipaút-
gerð ríkisins. Ég hef hins vegar
ekki spurt þessa aðila hvort æski-
legt væri að selja hana, ég er eigi
að síður sannfærður um að þeir
ættu eftir sem áður viðskipti við
hana hvort sem hún væri ríkisfyr-
irtæki eða einkafyrirtæki. Um
spurninguna hvort ég viti hversu
mikið gjaldeyrissparandi fram-
leiðsla Landssmiðjunnar sé, get ég
aðeins sagt, að mér er fullljóst að
frameiðslan er mjög gjaldeyris-
sparandi, en hversu mikið veit ég
ekki.
Þá var eftirfarandi spurning
borin fram: „í grein í blaðinu
„Báknið burt“, frá 1. marz 1977,
sem Heimdallur og SUS gáfu út
meðan þú varst formaður SUS, er
eftirfarandi málsgrein: „í ríkisfyr-
irtækjum einkennast viðhorf
starfsmanna frekar af því að fá
sem mest fyrir sem minnst, því
þeir þykjast vissir um að fyrir-
tækið þoli öll þau áföll sem á því
kunna að dynja, vegna hins sterka
aðila sem á bak við stendur. Eins
sjá þeir að úreltu skipulagi og
rekstri er haldið til streitu gegn-
um þykkt og þunnt og því ekki um
annað að gera en að dingla með og
sleppa sem bezt frá öllu saman“.
— Þessi ummæli virðast eiga við
ríkisfyrirtæki almennt og þar af
leiðandi starfsmenn þeirra líka.
Fjórtán af starfsmönnum Lands-
smiðjunnar eru ríkisstarfsmenn.
Eiga þessi ummæli við þessa hópa,
eða getur þu bent á einhvern úr
hópi starfsmanna hér sem þessi
ummæli eiga við? Ef þessi um-
mæli eiga ekki við starfsfólk
Landssmiðjunnar, í hvaða ríkis-
fyrirtækjum vinnur það starfsfólk
sem við er átt? — „Þarna er
auðvitað ekki átt við neina starfs-
menn sérstaklega heldur er verið
að reyna að gera glöggan mun á
þeim aðstæðum sem starfsmenn
einkafyrirtækja annars vegar búa
við og starfsmenn ríkisfyrirtækja