Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 fHnrgiwiMítóiífo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Unga fólkið og Sjálfstæð- isflokkurinn Unga fólkið ræður miklu um úrslit þeirra kosninga, sem fram fara um næstu helgi. Það skiptir líka meira máli fyrir æsku þessa lands hversu til tekst um landsstjórnina næstu árin en flesta aðra. Allan þennan áratug upplausnar og óðaverðbóigu höfum við hjakkað í sama farinu. Verðum við að þola óbreytt ástand næstu árin eða tekst okkur nú að rífa okkur upp úr þessu feni? Úrslit kosninganna um helgina munu ráða miklu um það. Halldór Blöndal, sem skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, gerði afstöðu unga fólksins sérstaklega að umtalsefni í viðtali við Morgunblaðið sl. laugardag. Halldór Blöndal sagði m.a: „Vorið 1978 batt unga fólkið vonir sínar við Alþýðuflokkinn. Hann hefur nú brugðist þeim öllum. Vaxtaokrið, óhagstæð lánskjör og lánsfjárskortur hafa komið mörgum húsbyggjendum á kaldan klaka. Alþýðuflokkurinn lofaði að setja samningana í gildi, hann lofaði niðurfellingu tekjuskatts og auknum kaupmætti. Samningarnir voru ekki settir í gildi. Tekjuskattar hafa hækkað og verið lagðir á tvisvar sinnum í stað einu sinni áður. Og kaupmátturinn hefur dregist saman. Þetta veldur því, að möguleikar ungs fólks til að koma sér fyrir hafa minnkað verulega. Þess vegna horfir ungt fólk nú til Sjálfstæðisflokks- ins. Ég er ekki að segja, að það sé afskaplega vongott, en það gerir sér grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er eina haldreipið nú.“ Ungt fólk ætti að hugleiða þessi orð Halldórs Blöndals. Þær vonir, sem aðrir flokkar gáfu ungu fólki fyrir einu og hálfu ári, hafa ekki orðið að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn einn hefur nú lagt til, að reyndar verði nýjar leiðir í verðbólgubaráttunni, sem skiptir miklu um framtíð lands og þjóðar. Er ekki ástæða til að gefa Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að framkvæma leiftursóknina og standa eða falla með gerðum sínum? Hitaveituskatt- ur Ólaf s Olafur Jóhannesson reynir í athugasemd í Morgunblaðinu í dag að snúa sig út úr ummælum sínum um verðjöfnun á hitunarkostnaði og heldur því fram, að hann hafi alls ekki átt við sérstakan hitaveituskatt heldur vilji hann, að hitunarkostn- aður þeirra heimila, sem búa við olíukyndingu, verði jafnaður til móts við hitunarkostnað annarra landsmanna, annaðhvort með hækkun olíustyrks eða með öðrum sambærilegum hætti. Þessar tilraunir Ólafs Jóhannessonar til þess að snúa sig út úr eigin ummælum duga ekki. Skv. frásögn Tímans á sunnudag sagði hann orðrétt: „Ég verð að svara þessu persónulega fyrir mig. Ég er með verðjöfnun, þótt kannski sé hættulegt fyrir mig sem frambjóðanda í Reykjavík að vera svo. En sannfæring mín er ekki föl fyrir atkvæði og það er mín sannfæring, að verðjöfnun á upphitunarkostnaði þurfi að koma til.“ Verðjöfnun þýðir, að verði á hitunarkostnaði er jafnað út yfir alla landsmenn þ.e. að þeir sem búa við lágan hitakostnað greiði hærra verð til þess að hægt sé að lækka verðið hjá þeim sem búa við háan hitakostnað. Nú þykist Ólafur Jóhannesson hafa átt við almenna skattlagningu til þess að hækka olíustyrk en hvað hefði verið svo „hættulegt" fyrir hann sem frambjóð- anda í Reykjavík við slíkar hugmyndir? Ekkert. Það er því alveg ljóst, að í Tímanum á sunnudag kveðst Ólafur Jóhannesson vilja sérstakan skatt á hitaveitugjöld og endurtekur það raunar í gær en dregur svo í land, þegar hann verður var við reiði kjósenda í Reykjavík vegna þessara áforma hans. Stjórnskipuð nefnd, sem hans eigin ríkisstjórn setti á fót, segir að leggja þurfi 40% gjald á hitaveitugjöld til þess að fullur jöfnuður náist og það sýnir, að hugmyndir Ólafs Jóhannessonar þyða 40% hitaveituskatt á Reykvíkinga og aðra þá, sem búa við ódýra hitaveitu. VINSTRI STJÓRNAR RIFIÐ Hvernig skyldi nú ríkisstjórn vinstri flokkanna hafa skiliö viö launafólkiö í landinu? í sárum, auövitaö. Ekki einungis vegna kaupránsstefnunnar, heldur einnig og ekki síöur vegna skattpíningar, sem er allt aö því jafnmerkilegt heimsmet og óöa- verðbólgan. Raunar þarf ekki fleiri orö um þetta. Kratarnir eru til aö mynda orðnir svo hræddir viö eigin stefnu í kaupgjalds- og efnahagsmálum aö þeir mega vart vatni halda, ef minnst er á hana. Þaö er eins og þeir upplifi gamlar endurminningar um sjálf- an Þorgeirsbola. Þaö er líka margt líkt meö vinstristjórninni og bola. Þjóðin hefur horft á hann í gervi Ólafslaga berjast viö Húsavíkur-Lalla Alþýöubanda- lagsins og Eyjafjarðar-Skottu Al- þýöuflokksins og hafa þaö verið sviptingar miklar. Húöin er laus á bola, en skrokkurinn nýfleginn og blóörlsa. En nú er í bígerö, aö þjóöin vísi þeim öllum til neöstu byggöa. Hún hefur fengiö nóg af aö horfa upp á hamfarirnar: boli hefur tekiö á sig ýmsar myndir eins og í þjóösögunni, „þótti hann æriö Ijótur og voru flestir rnenn viö hann hræddir“, eins og Ólafslög. Hann var ýmist í mannslíki eöa hunds, „en oftast í nautslíki meö horn...“ En ekki er þess þó getiö, aö hann hafi tekiö á sig hákarlslíki. Þaö kom ekki fyrr en meö Jaws. Önnur þjóösaga hefur veriö skrifuö um vinstri stjórnina af framsýni mikilli. Hún fjallar um skattpíningarstefnu stjórnarinnar og er hún í gervi karls nokkurs, sem haföi þann siö aö taka allan mat og skammta konu sinni út á pottinn í þaö og þaö sinniö. Var konunni mikil raun af nirfilskap hans, en þau hjón áttu mörg börn og voru vel viö álnir. Dag einn þykist karl þurfa aö fara aö heiman og er tvo daga í burtu. Lætur þá konan smalann á bænum skera besta sauöinn og er hann boröaöur á heimilinu meö góöri matarlyst, en þá kemur karlinn heim öllum að óvörum og fyrr en gert haföi verið ráö fyrir. Hann sér, aö barn þeirra hélt á kroþpuöu sauöarrifi. Karl tekur þaö, skoöar í krók og kring og segir eins og tollheimtu- maöur í guösspjöllunum: „Af hverju er rifiö aö tarna?" Kona kveöst ekki vita þaö, en kari spyr sömu spurningar oftsinnis eins og þeir, sem eiga engin ráö önnur en aö leggja á nýja og nýja skatta — og þá ávallt meö þessa sömu spurningu á vörum: „Af hverju er þá rifiö?“ Karl háttar án þess aö fá svar, en vaknar meö háhljóðum næsta dag og deyr nokkrum dögum síöar. Konan lætur þrest jarö- syngja hann, eins fljótt og fram- ast er unnt, en þegar hann er kominn í gröfina, heyrist kallaö úr kistunni: „Af hverju er þá rifiö?“ Ekki vildu menn kviksetja bónda og drógu hann upp aftur úr gröfinni, en eftir þaö bar hann konu sína aldrei ofurráöa um nokkurn hlut. Hann spuröi jafnvel aldrei framar um rifið, þangaö til hann dó í annað sinn skaplega og skikkanlega. En sá er eini munurinn á karli og vinstri stjórninni, aö hún hefur nú dáiö þrisvar sinnum og ávallt meö harmkvælum, svo að há- hljóöin heyrast um allar trissur. En aldrei tekur hún samt stakka- skiptum eins og bóndi og ávallt spyr hún skattpíndu þjóðina, eftir aö jaröarförin hefur fariö fram: „Af hverju er rifiö aö tarna?“ En aö hugsa sér aö enn þá skuli vera til fólk á íslandi, sem talar um nýja vinstri stjórn — og þaö í fúlustu alvöru! Einhvern tíma var sagt aö útför heföi fariö svo vel fram, aö þaö væri ástæöa til aö endurtaka hana. En þaö veröur ekki sagt um viöskilnað vinstri stjórnar. Nú eru sauöirnir margskornir og gengiö á fóð aö ööru leyti. Þaö er vá fyrir dyrum. En löngu eftir aö þjóöinni veröa allar bjargir bannaðar og fólk stynur undir skattþíningunni munu Þorgeirsboli Framsóknar, Húsa- víkur-Lalli Alþýöubandalagsins og Eyjafjarðar-Skotta Alþýöu- flokksins slást um rifiö að tarna. Eöa mundi ekki vera kominn tími til að gera leiftursókn gegn uppvakningum þessum. 'CtlAUKJV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.