Morgunblaðið - 14.12.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 14.12.1979, Síða 1
64 SÍÐUR 277. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Odvar Nordli hótar afsögn Jólasvipur er að færast á höfuðborgina. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Ósló, 13. des. Frá Jan Erik Laurie. (réttaritara Mbl. og Reuter. STJÓRNARKREPPA kann að vera í aðsigi í Noregi og segir þá Odvar Nordli af sér embætti for- sætisráðherra. Það er ágreiningur um frumvarp sem boðar viðnám gegn verðbólgu sem kann að verða ríkistjórninni að falli. Nordli kallaði saman skyndifund í dag í stjórn- inni eftir að honum hafði ekki tekizt að tryggja frumvarpinu meirihluta- stuðning í þinginu. Hann hvatti þingið til að fallast á stefnu sína eftir umræður á laugardag og á þriðjudag í næstu viku, og berjast gegn verðbólgu og viðhalda efna- hagslegu jafnvægi. í september sl. ár setti stjórnin á launa- og verð- stöðvun til loka þessa árs og segir Nordli að það hafi gefið góða raun. Hann sagði að þessi binding hefði dregið veru- lega úr framleiðslukostn- aði, aukið útflutningstekjur og dregið úr verðbólgunni og væri búizt við að hún yrði naumast yfir 4,8 pró- sent á þessu ári, en það er einhver minnsta verðbólga í Evrópu. Boði Khomeinis um að nefnd vitji gíslanna tekið með fyrirvara TALSMAÐUR Hvíta hússins sagði í kvöld að Bandaríkjamenn tækju með íullum fyrirvara tilboði Khomeinis klerks um að leyfa erlendum óháðum aðilum að vitja gíslanna í sendiráðinu. Þetta yrði aðeins máli KÍslanna til framdráttar ef ákveðnum skilyrðum yrði fullna'gt. tryggt yrði að unnt yrði að ræða við gíslana af fyllstu einlægni og í næði, að læknir fengi að skoða þá ok sömuleiðis yrðu Bandaríkjamenn að viðurkenna þessa aðila sem hæfa og hlutlausa. Gullverð fór yfir 460 dollara London, 13. des. Reuter. VERÐIÐ á guili sem hefur verið að hækka stöðugt síðustu daga fór yfir 460 dollara únsan í dag, samtíma því að fréttir bárust af nýjum og miklum hækkunum á olíuverði. Síðdegis i dag var gullúnsan í London seld á 458,80 og var það met. Nokkru seinna hækkaði gullið enn og varð 462,25 dollarar. Fyrir þremur dögum var gull- únsan liðlega 440 dollarar sem var metverð, hafði áður hæst verið 437 dollarar. Dollarinn féll gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum á erlendum mörkuðum, og sterlingspundið styrktist töluvert víða í Evrópu. Teheran. Tahriz. 13. des. Reuter. AP. Khomeini bar þetta tilboð fram nokkru áður en lét þess ekki getið hvenær til stæði að leyfa þetta. Sagði frá þessu í Teheran- útvarpinu á þá leið að ayatollahnn hefði skipað utanríkisráðherra sínum að setja á laggirnar alþjóð- lega nefnd eins fljótt og unnt væri til að „rannsaka hina yfirgangs- sömu stefnu Bandaríkjanna í Iran einkum meðan hin viðbjóðslega svikastjórn keisarans var við völd. Og til að svara öfgafullum áróðri Bandaríkjamanna varðandi gíslana getið þið leyft alþjóðlegu eftirlitsmannaliði að vitja þeirra," sagði í orðsendingunni. Um svipað leyti var haft eftir fyrrverandi saksóknara landsins, Sadegh Khalkhali, í símtali að hann teldi ekki að gíslana ætti að taka af lífi, jafnvel þótt þeir yrðu fundnir sekir um njósnir „skyldu þeir heldur látnir lausir“ bætti Khalkhali við, en hann hefur iðulega talað mikið um grimmd og illmennsku Bandaríkjamanna. í Tabriz fór um hálf milljón manna um göturnar í dag og í för þeirra slógust margir einkenn- isklæddir hermenn og létu allir í ljós mjög eindreginn stuðning við ayatollah Shariat Madari, en hann er óopinber leiðtogi Azerbaijan- héraðs. Þetta er mesta mótmæla- ganga sem farin hefur verið í Iran síðan Khomeini kom heim, en göngumenn létu óspart í ljós andúð sína á alræði Khomeinis og Kröfðust þess að stjórnarskránni yrði breytt, þar sem hún léti nánast allt vald í hendur Kho- meinis. Mannfjöldinn hafði uppi mikil hróp til stuðnings ayatollah sínum og sérstaklega var fagnað þegar hrópað var í hátalara: „Shariat- Madari við styðjum hann og berjumst fyrir hann til okkar síðasta blóðdropa". Ekki hafa bor- izt neinar fregnir af því að til átaka hafi komið í sambandi við gönguna og fundinn í Tabriz, en Salisbury, 13. des. Reuter. LÖGREGLULIÐ dreifði fundi sem boðaður til stuðnings Joshua Nkomo, leiðtoga Þjóðernisfylk- ingarinnar, í Salisbury í dag og var það gert að skipan Soames sýnt þykir, að sögn fréttaskýrenda að nú geti farið að hitna i kolunum svo að um muni og Khomeini sé nú farinn að missa tök fyrir alvöru á fólki sínu. Þá sagði í fréttum frá Brussel í kvöld að Bandaríkin mundu fara fram á það við Öryggisráðið að íran yrði beitt efnahagslegum þvingunum ef gíslarnir í sendiráð- inu yrðu ekki snarlega látnir lausir. landstjóra Rhódesíu. Fundurinn var haldinn til að krefjast þess að aflétt yrði banni á flokki Nkom- os. Samkvæmt samkomulagi því sem gengið var frá í London á dögunum hefur Soames lávarður nánast alræðisvald í stjórnun Rhódesíu unz kosningarnar fara fram. Meðal þess sem Soames verður fljótlega að ákveða er hvort af- numið skuli bann Ródesíu á að maísinnflutningur til Zambiu frá Suður Afríku fari í gegnum Ró- desíu. En þaðan hefur einnig verið margsinnis gerð skæruliðahríð inn í Rhódesíu eins og alkunna er. Þá er búizt við að Soames fyrir- skipi mjög hert eftirlit með slíkum árásum, en síðdegis í dag sagði talsmaður Soames að engar sérstakar ákvarðanir hefðu enn verið teknar. Þá ræddi Soames í dag við ýmsa forystumenn landsins, þar á með- al Muzorewa biskup. Ian Smith, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í dag að Soames lávarður yrði að horfast í augu við það að hann yrði að taka ákvarðanir án tafar um það hvort hann hygðist stemma stigu við árásunum hand- an landamæranna. N óbelsverðlaunahaf ar skora á Brezhnev Stokkhólmi. 13. des. AP. TÍU Nóbelsverðlaunahafar sendu í dag áskorun til Brezhnevs forseta Sovétríkjanna um að leyfa Tatyönu Lozansky og ungri dóttur hennar, að fara frá Sovétríkjunum og til eiginmanns síns Edwards Lozanskys sem er prófessor í eðlisfræði við Rochester- háskólann í New York. Allir Nóbelshafar að einum undanteknum skrifuðu undir bænarskjalið, en forgöngu um það hafði Herbert Brown, sem fékk Nóbelsverðlaun í efnafræði. Brown sagði á blaðamanna- fundi, sem Lozansky prófessor var einnig á, að þeir hefðu miklar áhyggjur af ungu kon- unni sem hefði nú reynt í þrjú ár að fá leyfi til að fara úr landi og komast til manns síns. Edward Lozansky er gyðingur, en kona hans ekki. Hann fékk að fara frá Sovétríkjunum fyrir þremur ár- um, þó svo að hann hefði tekið þátt í leynilegum rannsóknum á sviði kjarnorku. Konan hans er dóttir þriggja stjörnu hershöfð- ingja í Sovétríkjunum, Ivan Yershov. Sá eini Nóbelshafanna sem ekki skrifaði undir áskorunina til Brezhnevs var Theodore Schultz, Nóbelshafi í hagfræði, og var sagt að hann hefði í hyggju að rita Brezhnev beint. Þeir hinir sem undir bréfið skrifuðu voru Nóbelshafarnir í eðlisfræði, Abdul Salam frá Pakistan, Sheldon Glashow og Steven Weinberg frá Bandaríkj- unum, Brown og Georg Witting frá Þýzkalandi, báðir verðlauna- hafar í efnafræði, Móðir Teresa friðarverðlaunahafi, læknaverð- launahafarnir Hounsfield frá Bretlandi og Allan Mc Cormack frá Bandaríkjunum, Sir Arthur Lewis frá Bretlandi og gríska skáldið Oddysseus Elytis. Leystu upp fund Nkomos

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.