Morgunblaðið - 14.12.1979, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
Jt'jnfyimason fn> (ivósvik
Víð ætlumst tíl að þú
gerir miklar kröfur tíl
matvælanna sem
þú neytír.
erumvið
anphjá
framleiðendum, sem
skara fram úr!
Svínakjðt:
Allt okkar svínakjöt kemur frá Þorvaldi í Síld og Fisk. Honum þykir vænt
um svinin sín og veitir þeim fyrirmyndar uppeldi.
Nautalqöt:
Fáum við úr Skagafirðinum og af Austurlandi. Kjöt, sem við erum óhræddir
að mæla með.
Dilkakjöt:
Magnús í Þykkvabæ velur dilkana okkar. Magnús er sérfræðingur, sem
tryggir að hlutfall kjöts og fitu sé eins og best þekkist. Reykhúsið hans er
landsþekkt, ‘og að sjálfsögðu er allt okkar hangikjöt reykt þar.
Kjúklingar, unghænur
Við veljum þessar vörur frá Holtabúinu og frá Miðfelli.
Ströngustu gæðakröfur tryggja úrvals vörur.
Við erum stoltir af úrvalinu, sem við bjóðum af ferskum og frosnum fiski.
Innkaupin gerum við víða um land frá fiskverkendum, sem kunna sitt fag.
Þegar kemur að framleiðslu úr hráefnunum, slökum við að sjálfsögðu
hvergi á kröfunum. Við rekum fullkomna kjötvinnslu þar sem Tómas
Kristinsson og Magnús Jakobsson, kjötiðnaðarmeistarar, framleiða
kjötvörur eftir ströngustu kröfum.
Verðið okkar - eins og reykhúsið hans Magnúsar - þarfnast engra meðmæla,
hvort tveggja er landsþekkt.
Líttu inn og gerðu samanburð á verði og gæðum - vöruvalið kemur þér
á óvart.
Við erum alltaf tilbúnir að veita þér hvers konar upplýsingar um matvöru-
innkaup.
Þjónusta er sérgrein okkar.
V0[lsi
Siguröur Tryggvason .verzlunarstjóri
X~/*X]á
Daníel Gíslason.afgrelöslustjórl
Vörumarkaöurinn hl.
þoóvcjí fcmyoróó
o&haringjiejpjf
vcxsfca xnonns
íkkcfciramb i auxisííxs
Bænda-
blóð
Um elskulegt
samfélag við
menn og dýr
HINN kunni Norðlendingur og
húmoristi. Jón Bjarnason frá
Garðsvík. hefur á vegum Bókaút-
gáfunnar örn og örlygur gefið
út fyrsta bindi æviminninga
sinna og nefnir bókina BÆNDA-
BLÓÐ.
Jón segir frá fátæku fólki,
bjargálna fólki, duglegu fólki, ein-
kennilegu fólki og umfram allt
góðu fólki. Hvergi segir frá vondu
fólki né leiðinlegu. Þá er sagt frá
baðstofulífi með tilheyrandi
hljómsveit rokka, kamba og vef-
stóls, svo og heimsóknum bráð-
skemmtilegra flóa, sem sumir
kunnu þó ekki að meta.
Alltaf er eitthvað að gerast og í
frásögnina er fléttað gamansögum
og vísum sem höfundur hefur tínt
upp af götu sinni og vill bjarga á
þrykk, áður en lok glatkistunnar
fellur yfir þær.
Jón segir frá uppruna sínum og
bernsku, leik að legg og skel og
elskulegu samfélagi við hunda,
sauðfé og hross. Einnig frá hinum
margbreytilegu störfum í þjón-
ustu við stórt bú þar sem smáar
hendur leituðust snemma við að
verða að gagni og margt manna
var á heimili.
Bókin er filmusett, umbrotin og
prentuð í prentstofu G. Bene-
diktssonar en bundin í Arnarfelli
hf. Kápumynd gerði Ernest
Bachmann.
Nýjar Nancy-
og Löbbubækur
BÓKAÚTGÁFAN Leiftur hefur
sent frá sér tvær nýjar bækur í
flokknum um Nancy eftir Caro-
lyn Keene, „Nancy og skakki
strompurinn“ og „Nancy og
gamla albúmið“. Hafa þá samtals
komið út 28 Nancybækur á ís-
lenzku. Nancy er einkadóttir
frægs málafærslumanns og hún
er líka hálfgerður leynilðgreglu-
maður og notar hæfileika sína
óspart.
Gunnar Sigurjónsson þýddi
báðar Nancybækurnar.
Einnig hefur Leiftur sent frá
sér tvær nýjar Löbbu-bækur og
eru þá komnar út átta bækur um
þessa söguhetju eftir Merri Vik.
Þessar nýjustu heita „Labba fær
sér snúning" og „Labba lætur allt
fjúka".
Gísli Ásmundsson þýðir Löbbu-
bækurnar.
J ÁRMÚLAIa
S: 8 6111
MYNDAMÓTHF.
PRCNTMYNDAGERÐ
AÐALSTR4CTI • SÍMAR: 17152-17355