Morgunblaðið - 14.12.1979, Side 17

Morgunblaðið - 14.12.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 17 Peningar og kókaín, sem danska lögreglan fann hjá nokkrum íslendingum, þegar hún gerði áhlaup á gistiheimilið „5 Svanir“ í Kaupmannahöfn snemma á þessu ári. Kannabisplöntur, sem fíkniefnadeildin hefur lagt hald á i heimahúsum. Talsverð brögð eru að því að ungt fólk afli sér fíkniefna á þennan hátt. Fíkniefnavandamálið verður síf ellt alvarlegra á Islandi Þróun í fíkniefnamálum hefur verið nákvæmlega eins hér á landi og erlendis, hún hefur bara verið hægari. Og því mið- ur eru engin teikn á lofti um annað en þessi þróun haldi áfram og ástandið eigi eftir að verða ennþá alvarlegra á næstu árum. Þetta mælti Guðmundur Gigja lögreglufulltrúi hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um ástandið i fikniefnamálum, en hann á að baki margra ára starf við þenn- an málaflokk. Og hvernig verður þá ástandið á næstu árum að mati Guð- mundar. — Það mun berast sífellt meira af efnum inn í landið og sífellt fleiri ungmenni munu ánetjast fíkniefnum. Sterku efnin verða meira áber- andi á markaðnum, t.d. heróín, og æ fleiri íslenzk ungmenni verða heróínsjúklingar. Til að byrja með kynnast þeir heróíni erlendis og byrja að neyta þess og þeir koma svo hingað sem sjúklingar. Síðan mun notkun á heróíni hefjast hér innanlands. Afbrotum tengdum fíkniefna- neyzlu mun fjölga og síðast en ekki síst munu æ fleiri íslenzk ungmenni deyja vegna notkunar fíkniefna, en nú þegar vitum við um nokkur dauðsföll íslenzkra ungmenna, sem beinlínis má rekja til fíkniefnaneyzlu. Þetta er að gerast allt í kringum okkur, t.d. á Norðurlöndunum, þar sem hundruð ungmenna deyja árlega vegna sterku fíkniefnanna. Ég get ómögulega séð hvers vegna þetta ætti að verða öðru vísi hjá okkur. Meiri löggæzlu og meiri íræðslu Þetta er vissulega ískyggileg lýsing en hvað er þá hægt að gera til þess að sporna við þessum ófögnuði. Guðmundur er spurður þeirrar spurningar. — Það er margt hægt að gera. Til dæmis þarf að auka mjög lög- gæzlu og tollgæzlu og búa betur að þessum fyrirbyggjandi þátt- um, t.d. er ekki vansalaust að ekki skuli vera til hasshundar í landinu. Ennfremur þarf að stórauka fræðslu um fíkniefnin og skaðsemi þeirra, bæði meðal unglinga og foreldra. Margt af því unga fólki, sem komið hefur í yfirheyrslu til okkar hefur ein- mitt minnst á það að það hafi enga fræðslu hlotið um fíkni- efnamál í skólunum. Þá höfum við rekið okkur á það að í mörgum tilfellum fá foreldrarn- ir vitneskju um það síðastir allra að börn þeirra neyta fíkniefna. Þeir eru alveg grunlausir þótt margt í fari unglinganna bendi til þess að þeir noti fíkniefni. Úr þessu mætti bæta með öflugri fræðslu. 4000 ungmenni haía komið við sögu hjá ííkniefnadeildinni Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar hafa um 500 manns verið til yfirheyrslu hjá fíkniefnadeildinni á þessu ári og frá upphafi hafa um 4000 manns komið við sögu hjá fíkniefna- deildinni, að langmestu leyti fólk á aldrinum 18—30 ára. Sá yngsti, sem komið hefur við sögu vegna fíkniefnamála var 15 ára en sá elzti rúmlega fertugur. Þetta eru skuggalegar háar tölur hjá ekki fjölmennari þjóð. Guð- mundur var spurður að því hvort einhverjar breytingar hefðu orð- ið á innflutningi og dreifingu á fíkniefnum á síðustu árum. — Já, þetta hefur talsvert breytzt. Fyrir nokkrum árum eða á árinu 1976 og þar um kring voru hópar sem stunduðu inn- flutning á miklu magni, sem dreift var til fjölmargra aðila. Núna hefur þetta breytzt, flutt er inn minna magn í einu og því dreift í þrengri hópa sem eru lokaðir hver frá öðrum. Þetta er auðvitað gert til þess að gera okkur erfiðara fyrir við að upp- lýsa málin og þetta er orðin miklu meiri vinna fyrir okkur en áður var. Er fíkniefnunum smyglað inn í landið eftir öðrum leiðum en áður tíðkaðist? — Okkar reynsla er sú að menn skortir ekki hugmynda- flugið þegar kemur að því að reyna að smygla fíkniefnum inn í landið. Það eru allar aðferðir reyndar, smygl með skipum og flugvélum, í bréfum, og farangri og jafnvel í þeim einstaklingum, sem að smyglinu standa og á ég þá við tilraunir til þess að fela efnin uppi í sér, í endaþarmi og jafnvel kynfærum. Guðmundur Gígja lögreglu- fulltrúi. -Þaðþarfað gera stórátak ef ekki á illa að fara, segir Guðmundur Gígja lög- reglufulltrúi Hvaðan koma fíkniefnin? — í langflestum tilfellum frá Hollandi og Kaupmannahöfn ef um er að ræða hass og hassolíu, kókaín, heróín og LSD en mari- huana kemur yfirleitt frá Bandaríkjunum. Söluverð hér á íslandi er 2—4 falt það verð sem greitt var fyrir efnið erlendis svo að hagnaðurinn er mikil ef fíkniefnin komast inn í landið. Enda vitum við.dæmi þess að fólk hafi haft atvinnu af dreif- ingu á fíkniefnum. Heróínið komið til íslands Hefur nýjum tegundum fíkniefna skotið upp á markaðn- um hér? — Kannabisefnin eru yfir- gnæfandi á markaðnum eins og áður og notkun á hassolíu hefur greinilega farið vaxandi. Þá hef- ur notkun á ofskynjunarlyfinu LSD einnig farið vaxandi upp á síðkastið en það var sáralítið notað um tíma. Við höfum nokk- ur dæmi um innflutning og notkun á kókaíni og loks höfum við fengið staðfest að heróín hefur verið flutt inn í smáum skömmtum á þessu ári og þess neytt. Heróín hefur ekki áður komið hingað svo við vitum en aftur á móti höfum við haft fregnir af því erlendis frá að fleiri og fleiri íslendingar hafi þar kynnst heróíni. Þetta sem hefur verið að gerast í fíkniefna- málunum hérna er því miður það sama sem hefur verið að gerast annars staðar í Evrópu. Við erum hættir að hrökkva við þótt við heyrum heróín nefnt og það segir talsverða sögu. Nú vantar ekki nema staðfestingu á einu af hættulegu efnunum, svonefndu PCP eða englaryki. Það er efni ekki ósvipað LSD en talið ennþá hættulegra og það mun vera tízkulyf í Bandaríkjunum um þessar mundir. PCP mun koma hingað eins og önnur fíkniefni og þá verðum við komnir á heims- mælikvarða. Ég tel víst að það sem helst hafi dregið úr inn- flutningi hættulegustu efnanna, þ.e. kókains og heróíns, sé verð- ið, því að eitt gramm af þessum efnum kostar hundruð þúsunda króna. Kanna bisplön tur ræktaðar í heimahúsum Eru einhver brögð að því að reynt sé að rækta kannabis- plöntur hér á landi? — Já, það eru talsverð brögð að því og í fyrra gerðum við t.d. upptækar 60—70 plöntur af kannabis sativa og á þessu ári höfum við einnig lagt hald á margar plöntur og síðast fjórar plöntur fyrir nokkrum dögum. Þessar plöntur lifa vel við stofu- hita og það er enginn vafi á því að ýmsir verða sér úti um kannabisefni með því að rækta þær. Nú hafa íslendingar verið ansi áberandi í fíkniefnamálum er- lendis á þessu ári. Hver er skýringin að þínu mati? — Um 1977 fór að bera á því að íslenzkir fíkniefnaneytendur fóru að flytja út, aðallega til Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta fólk var orðið þekkt fyrir fíkniefnamisferli hér heima og átti yfir höfði sér dóma. Brátt fóru að berast fregnir af því að þetta fólk stundaði viðskipti með fíkniefni erlendis og það jafnvel í stórum stíl. A þessu ári hafa fjölmargir Islendingar verið handteknir erlendis, flestir vegna tveggja mála sem voru mikið í fréttum fyrr á árinu, þ.e. kókaínmálsins svokallaða í Dan- mörku og fíkniefnamálsins í Gautaborg. Alls hafa 25 íslend- ingar verið teknir erlendis fyrir fíkniefnasölu og fíkniefnameð- höndlun á árinu. Fíkniefnabrot tengjast öðrum afbrotum Guðmundur Gígja sagði að lokum að sú breyting hefði nú orðið að önnur afbrot tengdust fíkniefnaafbrotum en það hefði verið nánast óþekkt áður. Nefndi hann sem dæmi að fyrir tveimur árum hefði verið stolið talsvert miklu af gjaldeyri frá fyrirtæki einu í Reykjavík og var þýfið notað til þess að fjármagna fíkniefnakaup erlendis. Sagði Guðmundur að nokkur innbrot hefðu verið upplýst á þessu ári vegna rannsóknar á fíkniefna- brotum. — Það er augljóst, sagði Guð- mundur, að fíkniefnaneyzla fer vaxandi. Þetta er vandamál, sem hefur verið gefinn of lítill gaum- ur, því miður. Það þarf að gera stórátak í fíkniefnavandamálinu ef ekki á illa að fara. - SS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.