Morgunblaðið - 14.12.1979, Page 19

Morgunblaðið - 14.12.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 19 Guðrún Árnadóttir — Minningarorð Fædd 4. október 1920. Dáin 4. desember 1979. Við hjónin kvöddum okkar kæru systur og mágkonu á Landspítal- anum, þar sem hún var í rannsókn til undirbúnings skurðaðgerðar sem gerast átti í London. Komið hafði í ljós við rannsóknina að hún hafði meðfæddan galla í hjarta, sem alla tíð hefir skert hennar lífsþrek og nú meir en áður. í von og trú á að færustu skurðlæknar á þessu sviði gætu læknað hana, kvöddum við hana og eiginmann og óskuðum þeim jafnframt góðrar heimkomu. En það fór á annan veg. Heimkoman varð til æðri heimkynna. Hún vaknaði ekki til þessa lífs eftir aðgerðina og dó að kvöldi þess dags 4. desember. Guðrún eða Gunna eins og hún var ávallt kölluð í okkar hópi var fædd á Akri á Eyrarbakka 4. október 1920. Foreldrar hennar voru þau Árni Helgason, þekktur og vel metinn formaður á Bakkan- um og Kristín Halldórsdóttir. Árni dó í hárri elli fyrir 2 árum síðan, en Kristín móðir hennar dó er Gunna var barn að aldri. Hún ólst upp með systkinum sínum í föðurhúsum og tók við búsforráð- um með föður sínum er systir hennar Guðfinna, sem nú er látin giftist 1948. Annaðist hún föður sinn og dóttur þar til hún sjálf giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristjáni G. Magnússyni málarameistara 6. desember 1953. Við hjónin eigum því láni að fagna að hafa átt samleið með Gunnu og Kristjáni og sjá ástríkt og farsælt hjónaband þeirra eflast og dafna í 26 ár. Tvo mannvæn- lega syni áttu þau saman, þá Magnús Jónas húsasmið og Árna nemanda í tónlistarskóla. Magnús hefir nú fastnað sér konuefni, Hrafnhildi Hlíðberg, og hafa þau hafið búskap saman í eigin húsi. Eina dóttur átti Gunna fyrir, Kristínu Þórðardóttur. Hún er gift Sævari Ö. Kristjánssyni vél- stjóra. Henni hefir Kristján svili minn reynst göfuglyndur faðir í alla staði. Kristín og Sævar eiga tvo syni. Gunna var ein af þeim konum sem kalla mætti ljósbera meðal manna. Svo mikinn yl og birtu veitti hún hverjum þeim er henni kynntist. Brosmild, gædd fágaðri kímni, ávallt leitandi þess hvernig hún gæti glatt og létt undir með öðrum. í sjálfu sér þurfti hún ekki að leita þess, því hún gladdi mann bara með nærveru sinni. Orð- heppni og greindarleg tilsvör voru eftirtakanleg í fasi hennar. Ham- ingjudís í hjónabandi með Krist- jáni sem var henni göfugur og nærgætinn eiginmaður. Eftirsótt voru þau af vinum og kunningjum fyrir viðmót sitt og glaðlyndi, hvar og hvenær sem mannfagnað skyldi halda. Unun var þau heim að sækja á þeirra fallega heimili, þar sem smekkvísi og listfengi var áberandi og hlýða á velhugsuð orð og ályktanir Kristjáns með ívafi af kímni Gunnu. Þrátt fyrir þennan galla í hjarta sem nú hafði komið í ljós og sem að sjálfsögðu skerti líkamlegt þrek hennar hafði Gunna mikið sálarþrek til að bera. Lýsir það sér ekki hvað síst í því æðruleysi er hún sýndi og hversu reiðubúin hún var að mæta örlögum sínum, hver svo sem þau yrðu, þegar hún bað Kristján mann sinn kvöldið fyrir aðgerðina að fletta upp fyrir sig í Nýja-testamentinu. Hann fletti upp Jóhannesarguðspjalli 14. versi og hún las: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru mörg híbýli, væri ekki svo mundi ég þá hafa sagt yður að ég færi burt og búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem ég er. Og veginn þangað sem ég fer þekkið þér.“ í dag þegar við skilum líkama hennar til móður jarðar og kveðj- um hana hinstu kveðju er Gunna ljóslifandi í minni okkar og huga með sinn fallega lífsferil. Við vitum að æðruleysi hennar og styrkur verður okkur, systrum, bróður og öðrum aðstandendum fyrirmynd og gerir okkur söknuð- inn léttbærari. Sárastur söknuður og harmur er hjá eiginmanni, sonum og dóttur. Biðjum við þeim guðsblessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Þórarinn G. Sigurjónsson. Guðrún var einstök kona að því leyti, að hún tók alltaf málstað þeirra, sem minna máttu sín, og dæmdi aldrei nokkurn mann. Fyrir það verður hún okkur, sem vorum svo lánsöm að eiga hana að, ógleymanleg. Hún var kona, sem gott var heim að sækja. Ekki sízt fyrir þá, sem áttu um sárt að binda. En það fólk átti hún sérstaklega auðvelt með að gleðja. í félagsskap var hún afar skemmtileg kona vegna orðheppni sinnar og græzkulausrar glettni. Þau hjónin Guðrún og Kristján voru sannir vinir. Alúð þeirra, greiðvikni og örlæti er ógleyman- leg þeim sem þekktu þau. Og börnin þeirra þrjú hafa erft þessa góðu eiginleika foreldra sinna. Kristján, Kristín, Magnús, Árni, tengdabörnin og litlu ömmubörn- in, guð blessi ykkur og styrki ykkur öll. Hlín Magnúsdóttir. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 100% ull Wilton- of i n. U rv a I sg a->ð a f I Einniq handunndr svnllf'ykkdi kínvoiskar mottur BASTMOTTUR Teppahreinsarar Teppasjampó_____ Teppahreinsari er þarfaþing ekki sízt fyrir jól. I i mi ii TEPPALANDS-ÚRVAL Gangadreglar frá kr. 6.500 per meter Strigadreglar frá kr. 7.500 permeter Þykkir kókosdreglar, kókosdyramottur o.fl. o.fl. Verö frá kr. 3000,- Tilvaldar jólagjafir. lEPPBLRND Grensásvegi 13 Símar 83577 og 83430 Stórfallegar ódýrar smámottur meö ömmu- mynstrum Margar stæröir. Tilvaldar jólagjafir. Verö frá kr. 9.800.- Þvottekta Baðmottusett 6 litir Verö aöeins kr. 11.800.- GRENSASVEGI 13 SIIVIAR 83577 OG 83430 -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.