Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 HEIMS LIST ¦ ¦ H/j&O .y ¦¦ --.¦'.. -¦¦ -,'¦• • fc-t . HOFUÐBORGINNI Rudolf Hausner (1914): „Eva". 1972. Litógrafía. Myndllst eftirBRAGA ÁSGEIRSSON Jim Dine (1935): „Blue haircut", 1972. Koparstunga og offset Það eru einstakir hlutir, sem getur að líta í hálfum vestri sal Myndlistarhússins á Miklatúni þessa dimmu desemberdaga. Er hér um að ræða 70 myndir, sem gerðar eru í hinum ýmsu aðferð- um listþrykksins eða grafík-listar- innar, sem okkur er tamara að nefna aðferðirnar. Hér er fyrir- tækið Myndkynning enn á ferð og er þetta fjórða grafíksýningin er það stendur fyrir á þessum stað og sem allar hafa vakið mikla at- hygli. Á hinni fyrstu sýningu fyrirtækisins var Erró kynntur myndarlega á þessu sviði og vakti það framtak óskipta athygli, og átti vissulega sinn þátt í því að opna augu manna fyrir því hve þessi listamaður hafði verið af- ræktur meðal landa sinna. Um leið jók það áhuga manna fyrir því að kynnast verkum þessa lista- manns stórum nánar og hefur m.a. átt sinn þátt í hinni stóru yfirlitssýningu Erró að Kjarvals- stöðum á síðustu listahátíð. Sýn- ingar Myndkynningar hafa einnig vakið upp deilur og er ekki nema gott um það að segja, því að umræður um þessa listgrein hljóta að auka þekkingu manna á eðli og tilgangi hennar. Aðferðirnar eru margar og er ekki nema heilbrigt að listamenn noti nútímatækni til að fjölfalda myndir sínar og í framhjáhlaupi má geta þess að ýmsir mestu snillingar tækninnar hafa farið iangt út fyrir svið þrykklistarinn- ar og meðal þeirra má telja Edvard Munch, sem hikaði ekki við að mála með vatnslitum ofan í sum þrykk sín og það hafa einnig nútímalistamenn svo sem Andy Warhol gert svo að einhver stór- bógurinn sé nefndur. Ég minnist á þetta vegna deilnanna um myndir Salvador Dali, sem sýndar voru á sama stað fyrir ári en hér skal ekki farið nánar út í þá sálma. Uppgjör um þá hluti, áframhald- andi deilur og rökræða eru annar grundvöliur er bíður betri tíma. Forsíðu þessa aukablaðs Morg- unblaðsins prýöir stórfræg mynd snillingsins Pablo Picassos úr myndflokknum „Lysistrata", og nefnist „Kinesías og Myrrína", unnin í koparstungu árið 1934, og er með frægustu myndum þeirra, myndraðar. Einfaldar og svifmikl- ar iínur eínkenna þessa mynd og eru svo tjáningarríkar í einfald- leika sínum, að eitt strik til viðbótar hefði einungis ofaukið heildinni. Hér sér maður svart á hvítu hve einfaldleikinn getur sagt mikið og hve mikilvægt það er að heildin komi skorinort til skila. Annar snillingur línunnar Henri Matisse, sagði eitt sinn, að línan væri framlenging sálarinn- ar, tjáning handarinnar og við- auki sjónarinnar. Betur verður þetta naumast sagt. Sennilega er sýningin á Kjar- valsstöðum að þessu sinní áhugaverðasta framtak Mynd- kynningartil þessa því að hér sjáum við myndir margra gæð- aflokka, sumt af hinu besta sem gert er á þessu sviði en einnig miðlungsmyndir og gefur þetta ágæt tækifæri til samanburðar. Um leið fáum við hér beint framan í okkur afleiðingar brengl- aðs mats á andlegum verðmætum á tímum óðaverðbólgu í þjóðfélag- inu. Menn gapa af undrun yfir því að dýrasta mynd sýningarinnar „Bonjour sur Paris", eftir Joan Miro, samlanda Picasso, skuli kosta nær 5 miljónir króna og er þó gerð í fjölda eintaka. En það færir okkur um leið blessunarlega heim sanninn um það, að verk okkar bestu málara eru vanmetin í verðbólgubáli og í raun og veru ættu helstu verk meistara okkar, Ásgríms, Jóns Stefánssonar og Kjarvals, ekki að fara undir 20 miljónum ef allt væri á heilbrigð- um grundvelli um menningarlegt verðmætaskyn. Grafísk verk Edvard Munchs, og bestu myndir Picassos sem eru einna verðmæt- ust á heimsmarkaðinum í dag, fara gjarnan á 15—20 milljónir króna á uppboðum. Jafnframt fara smámyndir þeirra á milljónir króna því að hér er um andleg menningarverðmæti í sérflokki að ræða en engin Hong Kong sjón- armið fjöldaiðnaðarins. Og ei heldur sjónarmið jafnlaunastefn- unnar né hinnar vinsælu félags- hyggjustefnu jólasveina hins póli- tíska markaðar og atkvæðasmala. En þetta eru einungis hugleið- Max Walter Svanberg (1912): „Hybridens Parringstecken" 1972. Þurrmál. ingar, sem koma sýningunni í sjálfu sér harla lítið við, — hún stendur fyrir sínu sem merkileg sýning sem verðskuldar fyllstu athygli þeirra sem listum unna hér á landi því að það er ekki á hverjum degi sem slíkar myndir rekur á fjörur okkar og hér fyllir fyrirtækið Myndkynning upp visst tómarúm og auðgar um leið vett- vang alþjóðlegrar myndlistar á þessu auðnaðarlega útskeri þar sem margur keppist við að ná tæknilegri fullkomnun á kostnað tilfinninga hjartans. Vita margir það, að fjölda platna er snillingurinn Goya út- færði fékk hann aldrei séð sjálfur í þrykkingu og kona Diirers gekk um og seldi grafík-myndir manns síns á sama hátt og t.d. börn selja Vísi og Dagblaðið í dag. Flestar fóru þær forgörðum líkt og dag- blöðin en dagblöð verða verðlítil miðað við verk meistaranna á öllum öldum. Tímarnir breytast og mennirnir með en verk meist- aranna standa af sér öll óveður því að þótt háar öldur brotni á grýttum ströndum og úfið haf verði skipum að fjörtjóni þá ríkir undir yfirborðinu djúp ró og þögn. Við skulum líta yfir þessa sýn- ingu og þá sjáum við fjölda frábærra mynda m.a. eftir Pi- casso, Chagall, Miro, Jim Dine, einn af þekktustu nútímalista- mönnum Ameríku, mynd eftir Rudolf Hausner, Austurríkis- manninn, sem lifði mesta hluta lífs síns í sárustu neyð en selur nú myndir sínar, málverk á allt að 150.000 þýsk mörk stykkið og ekur um í Rolls Royce bíl. Margar þessara mynda eru sennilega undir raunvirði, en það er hvers og eins að uppgötva það. Hér læt ég staðar numið en skora á njótendur myndlistar að fjölmenna á Kjarvalsstaði og at- huga af eigin raun hvað þar er að gerast. Myndkynningu þakka ég fram- takið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.