Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
? ? ?
Já, Fúad litli. — Hér eru
nokkrir ættingjar hennar
mömmu þinnar.
Ég vissi bara ekki aö Tóm-
stundaþátturinn væri svona
skemmtilegur?
Sportveiðar
í Grímsnesi
„Þegar fénu var sleppt út í
haga eftir sauðburð í vor, bar
lambadrottningin af öllum lömb-
um að fríðleik og þroska, gull-
falleg gimbur. Það verður gaman
að sjá hana aftur í haust, sagði
fólkið á bænum, börn og fullorðn-
ir. Það væsir ekki um þær, mæðg-
urnar, í hagagirðingunni.
— En það fór nú á annan veg.
Hryggðarmynd var að sjá hana,
lítill, magnþrota vesalingur var
hún orðin, ekki nema skinnið og
beinin. Hvað hafði komið fyrir.
Hún hlaut að vera mjög sjúk. Og
henni var slátrað. — Kom þá í
ljós, hvað að henni gekk. í báðum
lungum lambsins voru riffilkúlur
og holgrafið kringum þær, auk
þess nokkrar í kviðarholi. Hafði
lambið verið skotið frá báðum
hliðum og mörgum skotum. Þessi
skot hefur lambið fengið snemma
sumars, og mikil hefur þjáning
þess verið.
— Ljótur var sá leikur. En
kappinn, skotmaðurinn, sem
drýgði þessa dáð, má gæta sín.
Hann má ekki taka sér byssu i
hönd, meðan hann stendur á sama
þroskastigi. Það er ekki nóg að
hafa byssuleyfi, því að hvorki
kann hann með byssu að fara né
hefur hann andlegan þroska á því
stigi, að honum sé trúandi fyrir
skotvopni. Hann er sekur orðinn
um þann ljóta glæp að misþyrma
skepnu sér til ánægju. — Hér er
um mikið alvörumál að ræða, því
að það er ekkert einsdæmi að
lýður af þessu tagi vaði yfir
heimalönd bænda með skothríð
sér til skemmtunar, án nokkurs
veiðileyfis landeigenda. Menn hér
telja, að þessi muni hafa verið
gæsaskytta.
Ingólfur Ástmarsson.“
Víst er, að ekki hefur þetta verið
fallegur leikur og má undirstrika
þá ábendingu bréfritara að ekki sé
nóg að hafa byssuleyfið, menn
þurfa líka að kunna með skotvopn-
ið að fara og fara að lögum,
skráðum og óskráðum.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Það er mannlegt að skjátlast
og gildir það eðlilega í bridge
eins og í öðru. Og velgengni við
spilaborðið ekki að svo litlu leyti
háð frammistöðu andstæðing-
anna. Geri þeir fáar villur getur
árangurinn ekki orðið stórkost-
iegur nema. að gripið sé til þess
ráðs, að beiniínis láta þá gera
villur.
Norður gaf, allir utan hættu.
Norður
S. G1052
H. ÁG5
T. D97
L. ÁG2
Vestur Austur
S. 86 S. KD973
H. K107 H. D643
T. 42 T. 6
L. 1098654 l. D73
Suður
S. Á4
H. 982
T. ÁKG10853
L. K
Eftir opnun norðurs á einu laufi
sagði austur einn spaða. Dálítið
glannalegt og aðeins réttlætanlegt
utan hættu. Á daginn kom, að
strögglið hafði áhrif, suður stökk í
þ já tígla með sín góðu spil og
varð að lokum sagnhafi í sex
tíglum.
Utspil: Spaðaátta.
Spaðaátta, tía, drottning og ás
mynduðu fyrsta slaginn. Tapslag-
inn í spaðanum mátti losna við í
laufásinn og sagnhafi sá strax, að
erfitt yrði að komast hjá tveim
tapslögum í hjartanu. Ég verð að
plata þá til að hjálpa mér, hugsaði
suður og hóf strax undirbúning-
inn.
Laufkóngur, tvisvar tromp, end-
að í blindum, laufás og spaðinn af
hendinni og að lokum laufgosinn
trompaður heima.
Síðan hjartaátta. Og þegar vest-
ur lagði ekki á var hann sigraður.
Sagnhafi lét lágt frá blindum og
austur fékk slaginn en var um leið
endaspilaður. Hann gat ekki spil-
að spaða án þess, að tían yrði
slagur og bæði hjarta og lauf yrði
í tvöfalda eyðu. Tólf slagir takk.
Sama var hvort vestur léti tíuna
eða kónginn þegar suður spilaði
áttunni. Bæði spilin hefðu hnekkt
samningnum. En eflaust hefði
vestur lagt á hjartaníuna hefði
suður valið að spila henni.
^ 1 a "W'V a Eftir Evelyn Anthony
Lausnargjald 1 Persiu
139
eina sem var fast í minni hans
var Eileen borin á sjúkrabörum
inn á spitalann. Hann mundi
ekki hvernig hann hafði komizt
niður að höfninni. Ilann sá
fyrir sér önnur andlit — en
oftast þó andiit Eileen og hún
brosti til hans. Svo birtist and-
lit móður hans — þú taiar um
að elska mannkynið — sjálfur
geturðu engan elskað.
Hann varð reiður við, kallaði
hana lygara og andlit hennar
leystist upp. Faðir hans —
hann kom líka. Og hann sá
Madeleine hvar hún lá dáin i
garðinum. Hann lokaði augun-
um. Hann fann ekkert. Móðir
hans sagði hann væri tilfinn-
ingalaus. Gæti engan elskað.
Hann reyndi að kalia Eileen
aftur fram og barðist gegn
hvíslinu og iðinu kringum
hann.
Dyrnar opnuðust og yngri
maðurinn kom inn. Hann hafði
heyrt Peters kalla.
— Er allt i lagi? spurði hann
á frönsku. — Get ég gert
eitthvað?
Peters reyndi að lyfta höfð-
inu frá koddanum. ítalinn var
dökkhærður og með gróskumik-
ið yfirskegg og vinaleg augu.
Peters langaði að segja eitthvað
en allt í einu varð sár og ærandi
— sekúndubrot skynjaði hann
þegar blæðingin læstist um allt
höfuðið. Hann féil aftur á bak
og kallaði út þetta eina orð.
Ungi maðurinn hljóp upp og
náði i skipstjórann. Ilann
siökkti á vélinni og kom með
honum niður.
— Hann hefur áreiðanlega
verið miklu slasaðri en við
gerðum okkur grein fyrir sagði
hann og hristi höfuðið nokkuð
dapur á svip.
— Sagði hann eitthvað?
— Ég held það hafi verið
konunafn.
— Hann dó fyrir málstaðinn,
sagði eldri maðurinn. Hann
kreppti hnefann yfir líki Peters
í heiðursskyni. — Við getum
ekki farið með hann i land. Við
búum honum gröf hér.
Eileen vaknaði af djúpum
svefni á þeim hinum sama tíma
og þetta gerðist. Herbergið var
fullt af blómum. Ilún fann ekki
til neinna þrauta nú, en óskap-
leg ókyrrð í henni — eins og
eitthvað voðalegt væri að ger-
ast. Hjúkrunarkonan sat með
prjónana sína i stól skammt frá
rúminu. Hún sá að tárin
streymdu niður vanga Eileen.
Hún hraðaði sér til hennar.
— Hvað er að, vina mín. Eru
verkirnir svona sárir? Ég skal
útvega þér töflur.
Hún gat ekkert skýrt. Hún
gat ekki skýrt þessa gagntak-
andi sorg sem heltók hana. Hún
tók töflurnar og hún sofnaði
aftur. Hún vissi ekki að á sama
andartaki og hún hafði vaknað
var Peters að gefa frá sér
siðasta andvarpið i hundruð
milna fjarlægð.
Um haustið hélt Logan
blaðamannafund i heldri-
mannasalnum á Lundúnaflug-
velli. Hann var að koma frá
Teheran og hann sat þarna i
makindum með viskiglas og
tugir fréttamanna, ljósmynd-
ara og sjónvarpsfóiks í kring-
um hann. Hann las upp stutta
yfirlýsingu. Það var hið síðasta
sem.James hafði gert áður en
hann hætti. Yfirlýsingin var
stuttorð og þar kom fram að
gengið hafði verið frá samning-
um við Imperialoliufélagið.
— Hittuð þér keisarann? hr.
Field.
Logan leit á spyrjanda.
— Ég sá hans keisaralegu
tign i gær. sagði hann. — Ég
átti langan fund með honum.
— Mynduð þér segja að hann
væri vinveittur Vesturlöndum?
Logan hristi höfuðið.
— Ég myndi orða það svo að
hann hefði hagsmuni lands síns
og þjóðar í fyrirrúmi.
James hafði sagt honum að
orð þetta á þessa leið. Honum
leið mæta vel. Og honum fannst
allt ganga fjarska vel. Þegar
komið var að því þegar átti að
kúga hann til að láta Imshan af
hendi var hann hvergi smeyk-