Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 Jens í Kaldalóni: Hin vísindalega miðstýring í straumelfu allra þeirra mið- stýringa þessa lands, sem hér ráða lögum og lofum í stjórnmálum, fjármálum og lögvísindum, verður manni á yfir að líta eina agnar- litla kvísl, sem frá fyrstu upptök- um virðist ekkert stórfljót, — en safnar þó þeim ógnarframburði af fásinnu og vanþekkingu í skjóli lærdóma vísinda og valds, — á leið sinni í hið stóra haf, að þá er sprænan orðin að ógnvekjandi mengunarfljóti sem skaðvaldur til stóráfalla þeim frjálsu höndum sem lífssagan hefur kennt að traustast hafa staðið í fararbroddi til bjargar, sjálfum sér og þjóð allri, svo framarlega að selja mætti til verðgildis afrakstur þeirrar iðju sem upp væri skorin. Um pólitíkina ræði ég ekki að sinni, þótt ýmsir sérgóðir frama- gosar troði sér þar innum hverja smugu, og sér helst til ágætis vinna að flá hrygglengjuna af andstæðingum sínum, og jafnvel eigin meðbræðrum. Það vizkupróf þeirra vísu manna, að spara 500 milljónir í einni ruslakörfunni, en færa svo 300 miljónir yfir í þá næstu til snjómoksturs í svartasta skammdegi vetrarfreðans vegna pólitísks umrenningsháttar kosn- ingamanna, — sýnir svo ekki verður um villst hversu neðarlega slíkur hugarferill markar dóm- greindarleysi og vizkusnautt hug- arafl þeirra, sem trúað er fyrir forsvari til mikilla verka og nyt- samra. Það sem ég mun helst leiða hugann að er sú mikla bylgja, sem eins og stórelfa til sjávar rennur, sú ofstopa kenning „lærðra“ manna, að fiskurinn í sjónum sé svo rétt talinn, að þar skeiki litlu meira en þá er bóndinn telur ærnar sínar inní húsakróna að kvöldi dags, og veit alltaf ef eitthvað vantar, hvað sem ærnar eru margar. Nú á haustnóttum þá rosinn hamlar 250 tonna skipum að kæfast útí eldingarnar, að ég nú ekki segi útá björgin, — leggja þá bara lóðirnar sínar frá Hnífsdalshólunum út og norður undir Grænuhlíðina, og laust við ritin, afla þar uppí 20 þúsund pund í því hörmungarástandi þeg- ar talið er að síðustu fiskarnir í hafinu syndi á milli trollpokanna til að láta drepa sig. Það er nokkuð annað en á mínum ungl- ingsárum, að róið var hér haust eftir haust fyrir einar börur, eða 200 pund, á tálbeitu, kúfisk og krækling, með pundslínulóðir og járn nr. 8. Ef mikið fiskast nú til dags, er talið að allur fiskurinn hópi sig svo saman í göngutorfur, að þar sé hann allur kominn, en ef lítið fæst úr sjó, er hreinlega allur fiskur steindauður, að sagt er, margbúið að drepa hann allan til hópa. Þótt vitanlega hafi ég enga hugmynd um tölu fiskanna í sjónum, frekar en fiskifræðingarnir vita um það, þá þýðir ekki að leyna því, að allur sá austur af fiski sem dreginn er úr hafdjúpinu, kemur ekki úr dauðum sjó. Það er sama hvar veiðarfæri er kastað fyrir borð- stokkinn hringinn í kring um landið, að þá er fullt af fiski. Og enda þó trollopin séu nú stærri en áður var, skríður ekki fiskur í þau nema hann sé til í sjónum, og fullir trollpokar fást ekki nema í miklum fiski. Við sem áður stunduðum sjó- mennsku vissum af og munum eftir fiskleysi og rýrum hlut. Við munum það að vetur eftir vetur þýddi ekki að leggja lóð útaf Isafjarðardjúpi. Isafjarðarbær greiddi eitt sinn heimflutnings- styrk úr bæjarsjóði til þess að fá fiskinn til vinnslu heima. Kaupfé- lag ísfirðinga og Jónas Tómasson tónskáld og bóksali á ísafirði lögðu einnig fram fjármuni frá sinni verzlunarstarfsemi til styrktar heimflutningi á fiski á ísfirska bátaflotanum, — sem róa varð á sunnlensk fiskimið þá er hér útaf var algert aflaleysi. Jónas Tómasson taldi hag í þessu, því enginn ræki verzlun í steindauð- um atvinnulausum bæ. ísfirsku bátarnir reru öll vor suður undir jökul í útilegu, þar sem hér var ekkert að fá. Akur- eyringar gerðu út báta sína suður í Sandgerði og víðar, þar sem algert aflaleysi var fyrir öllu Norðurlandi, og enginn taldi að fiskurinn væri horfinn úr sjónum. En hvað skeður svo, ekkert annað en það, að Akureyringar senda báta sína til róðra hér vestur á ísafjörð, þar sem hér var þá allt í einu komið mokfiski 15 og 20 tonn í hverjum einasta róðri, svo að talað var um að fiskurinn ætlaði að drepa mann, enda ekkert slegið slöku við sóknina, þá frekast að fært var. Nei, það var bara hin gamalkunna eðlishneigð þorsks- ins, þótt vitlaus sé talinn, sem dró hann að sínum heimaslóðum, þeg- ar lífsskilyrði sjávarins veitti hon- um þann munað, að mega lifa á þeim slóðum, sem eðli hans hafði áráttu til, og þá voru engir uppmálaðir reiknistokkar fiski- fræðinga á hverju götuhorni til að bægja frá að nota björgina, þegar hún gafst í færi. Þá er mikið rætt um að Vest- firðingar drepi smáfiskinn. En muna það ekki allir gamlir sjó- menn hér um slóðir, að aldrei hefur verið hér stórþorskafiskirí? Átján tommu fiskur var hér talinn og flokkaður sem málfiskur, að ' \ ggg£ Jens Guðmundsson. kallaður var, og greiddur hærra verði, en af slíkum fiski voru ekki nema nokkrar viktar í róðri, en uppistaðan í fiskinum var 14—16 tommur, kallaður sprotafiskur, — eða labradorfiskur. Nú, eitt sinn voru allar trillur af Suðurnesjum fluttar norður á Steingrímsfjörð um vor, þar sem ekki nokkur fiskivera fannst í suðurlandssjó. Ég man vel eftir þessum aragrúa af sunnlenskum trillum á Steingrímsfirði, þar sem ég reri einnig þetta vor frá Hafnarhólmi á bát frá Hnífsdal. Enda átti Jónas Þorvarðsson á Bakka í Hnífsdal útgerðarstöð á Hafnarhólmi í Steingrímsfirði. Nú ekki þarf langt aftur í tímann að rekja til að finna þá staðreynd, að fólk af öllu Norður- og Áustur- landi leitaði í ver suður á land, og byggðist þeirra útgerðarveldi þá á aðkomnu vertíðarfólki, og fiski- leysi kringum landið. Nú er aftur á móti svo mikill fiskur í sjónum, að hann virðist ekki komast þar fyrir nema að dreifa sér um allan sjó hringinn í kringum landið, m.ö.o. sjórinn er krapaður af fiski kringum allt ísland og útá hafs- auga. Þessir fáu togarar sem eru til hérna eru eins og nokkur krækiber á hafdjúpinu öllu, og sést ekki skip tímum saman, nema allir séu í einum hnapp, því hvað eru 80—100 skip á öllu því víð- feðmi sem hafið okkar er 200 mílur út frá ystu nesjum. Vísindi eru góð og þekking nauðsyn, ef hvort tveggja er notað af viti, en ef á að nota slíka visku til að telja fiskana í sjónum af nokkru raunsæi, þá kemur sú fiskifræði aldrei í askinn okkar, heldur miklu frekar stuðlar það að því, að hann verður alltaf tómur og innansleiktur. Að reka fiski- flotann inn í hafnarkrær lands- byggðarinnar frá því ástandi þeg- ar hver fleyta fyllir sig af fiski, og hafa enga hugmynd um hvað verið er að gera, aðra en ágiskun út í loftið, og telja svo fólkinu trú um að flotinn sé allt of stór með því að deila tonnatölu fisks þess sem að landi er dreginn á bátafjöldann og stærðina, eru slíkar sjónhverf- ingar, að maður getur orðið myrk- fælinn um miðjan dag yfir þeim átrúnaði sem slíkur verknaður byggist á. Hörmungar eldri tíma, þá eng- inn bátkoppur fékkst fluttur til landsins eru okkur eldri mönnum svo rík í minni, að manni blöskrar að heyra að kippa mætti helmingi af bátaflota landsmanna út úr starfi, vitandi að slíkir menn gera sér enga grein fyrir þeim óviðráð- anlegu úrtökum, sem hér á landi að komið geta til hömlunar út á að sækja hið úfna haf, sem vikum saman geta staðið hér þeir stór- garðar, sem engri fleytu er fært um haf að renna, þótt nú um skeið hafi slíkum ósköpum ekki verið til að dreifa. Mætti ekki síður þar í renna huga sínum yfir þann heil- aga boðskap að bændur landsins séu um helmingi of margir, þótt með herkjum í besta góðæri magafylla megi landsmenn af matarþörfum, en sultarólin hangi svo yfir höfðum þeirra, ef meðal- kuldagjólu leggur yfir heiðar og tún, hvað þá ef um samfellda hörkukafla væri að ræða, sem engan veginn eru gleymdir þeim sem telja sig nokkurn veginn vita hvar á jarðarkringlunni þeir búa. Jens í Kaldalóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.