Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 15
--- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1919- okkar bækur bregöast ekki þú getur bókaö þaö Ólafur Jóhann Sigurðsson: Ritsafn Ólafur Jóhann Sigurösson hefur fyrir löngu skipaö sér á bekk meö okkar fremstu rithöfundum. Margar af hans bestu bókum hafa verið ófáanlegar um langt skeið, en nú meö þessari nýju og glæsilegu útgáfu á ritsafni Ólafs Jó- hannserbættúrbrýnniþörf. Áttabækur: Fjalliö og draumurinn, Vorköld jörö, Þrjár sögur, Út á þjóðveginn (sögur 1935—1940), í gestanauð (sögur 1940—1945), Margs aö gæta (sögur 1945-1962), Gangvirkið og Seiður og hélog. Verö til áramóta aöeins kr. 65.000. Eftir þann tíma veröur safniö seltá kr. 94.400. John Steinbeck: Þrúgur reiðinnar Ein af skærustu perlum heims- bókmenntanna. Steinbeck (Nóbels- verðlaun 1972) segir hér sögu amer- ískrar bændafjölskyldu sem flosnar upp í kreppunni miklu, selur búslóð sína fyrir notaðan bílgarm og heldur af stað yfir meginlandið, lokkuð af óprúttnum gylli- boðum. Bókin er í snilldarþýðingu Stef- áns Bjarman. Verð kr. 10.005. Félagsverð kr. 8.505. Tryggvi Emilsson: Fyrir sunnan Þriðja og síðasta bindi æviminninga Tryggva. Hér segir hann frá því þegar hann flyst til Reykjavíkur, lýsir harðri lífsbaráttu í höfuðstaðnum, segirfrá ná- grönnum, vinnufélögum og verkalýðs- átökum. í lokin er bokarauki um syst- kinin frá Hamarkoti. Fyrri bækur Tfyggva, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið vöktu fádæma hrifningu og voru báðar tilnefndar til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Verð kr. 12.200. Félagsverð kr. 10.370. riiv««vi FYlUll SUMAN William Heinesen: Sigurður A. Magnússon: Árni Bergmann: Undir kalstjörnu Miðvikudagar í Moskvu í morgun- kulinu Einstaklega falleg og um leið átakanleg uppvaxtarsaga, sem fjallar um æskuár ungs drengs í fátækra- og jaðarhverfum Reykjavíkur á kreppuárunum. Bókin hefur nú þegar hlotið frábærar viðtökur, enda um að ræða einstæðan bók- menntaviðburð. Verð kr. 9.945. Félagsverð kr. 8.455. Fáir íslendingar hafa kynnst sovésku samfélagi eins náið og Árni Bergmann, sem fór ungur að árum í háskólanám til Moskvu. Hér segir hann frá reynslu sinni, frá kynnum af jábræðrum skipu- lagsins, andófsmönnum og öllu þar á milli, um leið og hann gerir úttekt á þjóðlífi og þjóðskipulagi þar eystra. Afar fróðleg og hreinskilin bók. Verð kr. 9.945. Félagsverð kr. 8.455. Samtímasaga frá Færeyjum. Sögu- sviðið er ofurlítiðeyjarsamfélag í Færeyj um milli stríða. Ýmsar sviptingar ganga yfir undir merki Mammons, Erosar og Drottins allsherjar. Þriðja bók Heine- sens í afburðasnjallri þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Verð kr. 11.285. Félagsverð kr. 9.500. Norma E. Samúelsdóttir: Næstsíðasti dagur arsins Beta, húsmóðir í Breiðholtinu, situr við dagbókarskriftir. Með frjálsu dagbókar- formi, þar sem renna saman endurminn- ingar, hugleiðingar og frásagnir frá líð- andi stund,tekst höfundi að bregða upp skýrri mynd persónu og umhverfis af hispursleysi og listrænni dirfsku. Verð kr. 9.720. Félagsverð kr. 7.880. Snorri Hjartarson: Hauströkkrið yfir mér Fjórða Ijóðabók Snorra Hjartarsonar - stærsti viðburður á íslenskum bóka- markaði í ár. Hinn listfengasti af núlif- andi Ijóðskáldum kveður sér hljóðs eftir þrettán ára hfé. Verð kr. 8.540. Félagsverð kr. 7.260. Magnús Kjartansson: Elds er þörf Úrval af greinum og ræðum sem Magnús hefur samið og flutt af ýmsum tilefnum síðustu þrjá áratugi þegar hann var í eldlínu íslenskra stjórnmála sem ritstjóri, alþingismaður og ráðherra. Verð kr. 11.000. Félagsverð kr. 9.435. Mál og menning \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.