Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 43 telja þau félög, sem hann hefði fiskað upp að ég væri í. Ég sá strax, að þótt skráin væri löng, þá vantaði mikið á að hún væri tæmandi. Ef bókhaldið hjá þér er þessu líkt, þá er það nú ekki upp á marga fiska, sagði ég og bætti við einum fjórum félögum. Ég held að þau hafi komizt yfir tuttugu. Hvað er til dæmis maður eins og ég að vasast í flugmálum? Hvers vegna er ég að lifa í geysilegum áhuga á geimferðum? Og hvað er ég að hyggja að æðarrækt eða fiskirækt, svo ég nefni eitthvað? Hygginn maður hefði í mínum sporum einbeitt sér að færri atriðum en ekki þanið sig svona út yfir of margt, eins og ég hef gert, máske til einskis. En ég myndi engu breyta. Gæti það heldur ekki, þótt ég vildi. Núllið má alltaf vera mitt tákn. Það er fljótt að breyt- ast með réttri tölu. Við það sætti ég mig.“ Það verður löng þögn í skrifstof- unni. Teið, sem Hafsteinn hefur búið til eftir sínum kúnstum er orðið kalt. Titilblöðin úr 70 bóka Hólaflokki liggja á borðinu. Haf- steinn blaðar í þeim annars hugar. Ég fletti einhverjum bókum, sem hann hefur sótt í hillurnar. Þjóð- háttunum, afmælisútgáfunni, Gullregni, Saltkornunum, að ógleymdum sögum Jónasar og kvæðum, sem heimasæturnar gengu með á milli brjóstanna. — Segðu mér meira um þig og draumana, Hafsteinn. „Draumar mínir eru mér engin trú. Þeir eru staðföst vissa. Þeir hafa verið færðir mér eins og vitni í máli. Ritningunni hef ég alla tíð velt fyrir mér og oft hefur efinn verið á næsta leiti. Yfir það er ég kominn fyrir löngu. Hver einasti maður gæti tileinkað ser draum- skynið, ef hann aðeins legði það á sig að draga þá saman í vitsmuna- knippi; leggja þá á minnið og skrá þá helztu hjá sér. Þegar hann er búinn, þá glað- vakna ég. Ég hugsa með mér að ég geti beðið með þennan draum til morguns, því hann sé svo lifandi í huga mínum. Annars geymi ég alltaf ritföng á náttborðinu. Svo vakna ég aftur um morguninn og man drauminn. En hver var sálm- urinn? Ég flýti mér niður í skrifstofu og fletti upp í sálma- bókinni. Og ég finn strax sálminn, því melódíuna mundi ég. Sálmur- inn var Ó þá náð að eiga Jesúm. Þar með verður draumurinn allur ein áminning. Hvað er ég að sífra út af einhverjum smáhlutum, arg- asta hégóma, þegar ég má vita, að yfir mér er vakað og mér fylgt eftir? Hlátur fólksins var þarna tákn hégómans. Ég leit ekki við. Ég söng sálminn á enda. Og þegar ég skildi þetta, varpaði ég frá mér öllum áhyggjunum. Enda reynd- ust þær ástæðulausar. Svona getur maður búið við það sem í manni býr. Það borgar sig að leita í sjálfum sér og finna þá sannfæringu, sem er manni eigin- leg í vissunni á veganestið og hin fjölþættu skynfæri sem öllum eru gefin. Við höfum þetta öll í okkur. Þú eins og ég. Það er bara þessi spurning, hvort við viljum raun- verulega leita þess, og þegar það er fundið, hvort við viljum viður- kenna það og lifa samkvæmt því. En við skyldum ekki ætla, að allt sé manni til þæginda, er snertir skynvitið. Það getur komið fyrir að návist sumra geti verið svo óþægileg að ekki sé annað að gera en draga sig í hlé og það eins þótt um margt fólk sé að ræða. Það getur verið aðeins einn, sem slíku veldur. Þessari vanlíðan er erfitt að lýsa en henni valda neikvæðar hugarsveiflur. Þetta er erfitt. En slíka hæfileika skyldi maður aldrei nota nema til varn- aðar sér og umhverfi sínu. Aldrei sér til fjárhagslegs ábata. Ég skal segja þér kirkjudraum- inn minn. Þegar mig dreymdi hann, var ég búinn að ganga með daglegar starfsáhyggjurí nokkurn tíma. Svo dreymdi mig eina nótt- ina að ég sé kominn niður í Dómkirkju. Ég sit þar á fimta bekk hægra megin, þegar gengið er inn, og orgel kirkjunnar er á loftinu fyrir ofan. Á hljóðfærið er leikinn sálmur, er ég þekki, og áður en ég veit af, er ég staðinn upp og farinn að syngja fullum hálsi með orgelinu. Eg finn þá að ég fylgi ekki alveg hljóðfærinu. Ég er aðeins á eftir. Þá heyri ég að fólk fyrir aftan mig fer að hlæja. Þetta er allt í lagi, segi ég við sjálfan mig. Ég syng fyrsta erind- ið svona og laga mig í næsta erindi. Ég skipti mér ekkert af þessu fólki og lít ekki við. Svo syng ég áfram og þegar ég er búinn að rétta skekkju mína af, þá heyri ég að fólkið, sem var að hlæja, hverfur út úr kirkjunni og ég heyri í því allt út undir Alþingis- hús. Síðan heyri ég ekki meir og ég lýk sálminum. Ég tek mark á öllum mínum draumum. Stundum þegar ég vakna, læðist að mér sú hugsun að fara nú ekki að heiman í dag. En ég hrindi henni alltaf frá mér, því mér finnst það svo lítilfjörleg ástæða að hræðast. Samt haga ég mér samkvæmt draumnum, sem ómögulegt er að festa hug eða auga á á stundinni. Það getur legið í framtíðinni. Því hættir okkur við að segja að draumar séu mark- leysa. Dreymi mig eitthvað, sem ég tek sem vísbendingu, bíð ég eftir svarinu. Stundum þarf ekki nema óþægilega orðasennu við einhvern. Það er þá ekki meira í það skiptið, þótt við skulum ekki láta okkur detta í hug, að lítil orðasenna geti ekki dregið annan dilk á eftir sér, ef beint tilefni gefst til. En að því slepptu líður þessi dagur svo inn í sitt kvöld eins og aðrir dagar". Og sá dagur, sem við Hafsteinn tölum saman, líður inn í sitt kvöld. -fj. allt ftjrir litlitib Frábærar vörur úr náttúrlegum efnum m.a. 82 teg. af jurta- kremsájmm fyrir all- ar húögerbir, ásamt ilm- og baövörumfrá Crabtree, Fvelyn og Village. DESEMBER 1979 ] Mánudagur 3 1 0 ] 17 24 31 ] Þriðjudagur 4 11 ] [8 25 DESEMBER flutningamánudur? Desember er meiri háttar flutningamánuður. Fjölskyldur taka til í geymsl- unni og bílskúrnum og flytja rusl á haugana. Framleiðendur og innflytj- endur flytja óvenju mikið vörumagn til verslana. íallt snattið.fram og aftur um allan bæ, er hagstætt að nota lipra og neyslugranna flutningabíla. Bíla sem þú hefur full umráð yfir meðan á notkun stendur. Slíka bíla bjóðum við þér til leigu um lengri eða styttri tíma. LOFTLEIDIR BÍLALEIGA SÍM211S0-21188 GYLMIR ♦ G&H 5.2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.