Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 44 Atli Heimir Sveinsson: Ekki ber að greiða sama verð fyrir alla tónlist Nýstofnuð samtök poppara, sem nefnast SATT, hafa að undan- förnu gert atlögu í fjölmiðlum að Tónskáldafélagi íslands og STEFi. Stjórn STEFs hefur jafnóðum leiðrétt skrif poppara, sem all- mjög hafa einkennst af misskiln- ingi og staðleysum. Popparar hafa haldið því fram að „alvarleg“ tónskáld lifi á því fé sem poppararnir hafa unnið inn. Einnig finnst poppurum það órétt- læti að mismunandi gjald er greitt til höfunda fyrir hinar ýmsu tegundir tónlistar, og telja sig mjög afskipta. Nú hefur STEF sýnt fram á með tölum, sem ekki verða véfengdar, að popparar fá sinn hlut af innheimtufé STEFs til jafns við aðra rétthafa. Höfundarréttur er flókin grein lögfræði og forsendur hans liggja víða. Réttur þessi tryggir höfund- um, og erfingjum þeirra greiðslu 'fyrir hugverk. Hann verndar einn- ig höfunda gegn misnotkun á verkum þeirra, tryggir þeim yfir- ráðarétt yfir .verkum sínum o.s.frv. Hinir fjárhagslegu hags- munir — vissulega mikilvægir — eru aðeins einn þáttur af mörgum sem höfundarréttur er ofinn úr. Skapandi listamenn eru yfirleitt verr settir í þjóðfélaginu en þeir túlkandi, og höfundarrétturinn er hið eina, sem tryggir þeim nokkra þóknun fyrir vinnu sína. En þessi réttur er veikur, og á langt í land til þess að geta talist fullnægj- andi, þótt veruleg réttarbót hafi fengist með setningu íslensku höf- undariaganna 1972. Grundvallarhugsun höfundar- réttar í tónlist er sú, að sérhver tónhöfundur fái, sem sanngjarn- asta greiðslu fyrir það verk sem hann semur. Það tekur mislangan tíma, andiega áreynslu, einbeit- ingu og þjálfun til þess að semja hinar ýmsu tegundir tónlistar. Akaflega erfitt er að dæma um þetta í einátökum tilfellum, en hvar sem er í heiminum gilda svipaðar reglur, sem færustu sér- fræðingar á sviði höfundarréttar hafa komið sér saman um eftir mikla umhugsun. Reglur þessar eru raunar í sífelldri endurskoðun vegna nýrra sjónarmiða og af- brigða, sem alltaf eru að koma fram. Tónlist er flokkuð, nokkuð mismunandi eftir löndum, en í meginatriðum eins. Ekki er farið eftir því hvort músik er „létt“ eða „alvarleg", (ég hef aldrei kunnað við þessi hugtök) heldur er aðeins reynt að meta þá vinnu, sem liggur að baki henni. Það er augljóst, að minni vinna er að semja einnar mínútu söngvísu með gítarhljómum, heldur en eina mínútu fyrir 80—100 manna sin- fóníuhljómsveit. Það er einnig meiri vinna að semja eina mínútu af kammermúsík, en eina mínútu af sönglagi með píanóundirleik. Þetta er meginhugsunin sem ligg- ur að baki flokkuninni, en vissu- lega er málið allt flóknara. Ekki er beitt listrænu mati, ekki gert upp á milli stíltegunda, Menntun, frægð, viðurkenning, þ.e.a.s. markaðsgildi höfundar, er ekki tekið með í reikninginn. Sem sagt: ef poppari semur sinfónískt verk fær hann ná- kvæmlega jafnmikið greitt og ég fyrir samskonar verk. Ef ég geri diskóplötu fæ ég jafnmikil höf- undarlaun og poppari. En hvernig er flokkunin? Hún verður best sýnd með dæmi: ég fæ fjórum sinnum meira greitt fyrir hverja mínútu af flautukonsert mínum, heldur en greitt er fyrir poppmúsik. Og ég fullyrði að það tekur að jafnaði meira en fjórum sinnum lengri tíma að semja mínútu af slíkri tónlist, en popp- tónlistariðnaði. Það er ótrúlega mikil vinna að skrifa niður eina mínútu af jullkominni hljómsveit- arraddskrá, miklu meiri vinna en almenningur gerir sér í hugar- lund. Fyrir utan alla þá vinnu, sem tekur að undirbúa verkið, setja það saman, heyra það innra með sér, gera uppköst og ótal- margt fleira. Nú sem ég ekki alltaf, fremur en aðrir starfsnauta mínir, „dýra“ hljómsveitartónlist. Fyrir mig og þá, er listræn tjáning mikilvægari en gróðamöguleikar. Þegar ég sem kammermúsik, t.d. strokkvartett, sem er eitt erfið- asta form tónlistar, fæ ég aðeins helmingi meira greitt fyrir mínút- una en greitt er fyrir popptóniist. Og vissulega er miklu meiri vinna sem liggur að baki hverri strok- kvartettsmínútu en diskómínútu. Hljómsveitar- og kammerverk hafa miklu minni útbreiðslumögu- leika en afþreyingartónlist. „Al- varleg" tónlist höfðar til minni hóps manna en sú „létta“, en aftur á móti von um lengra líf von um að ná til óborinna kynslóða. Ein afþreying tekur aftur á móti við af annarri. Dægurlag getur verið flutt í Ríkisútvarpinu allt að 120 sinnum á ári meðan nýtt tónverk „alvar- legs“ eðlis er flutt þar hæsta lagi einu sinni til tvisvar, þrátt fyrir punktakerfið gefur dægurflugann af sér 15—60 sinnum meira á árinu heldur en „alvarlega" verkið. Skapandi list eða framúrstefnu- list í dag er eðlisskyld þeim rannsóknarvísindum, sem gefa arð síðar, móta umhverfi og hugs- un mannkynsins á morgun. Til eru annars konar vísindi, sem lifa á gömlum uppfinningum, og breyta þeim í söiuvöru iðnaðar. Hið sama er upp á teningnum í tónlist. Popparar lifa, að miklu leyti, á landvinningum brautryðjenda fyrri tíma, njóta aðstoðar vold- ugra og fjársterkra fyrirtækja til að breyta þeim í söluvöru, með tilheyrandi auglýsingarherferð- um, og útvatna oftlega hina list- rænu hugsun um leið. Það er meiri vinna og erfiðari að semja tónverk, „alvarlegs" eðl- is, heldur nn að framleiða staðlað- an iðnað. Þess vegna er óréttlátt að greiða sama gjald fyrir alla mús*k. Hærra gjald ber að greiða fyrir þá tónlist sem krefst mikils tíma, þjálfunar, einbeitingar, að búa til. EIVC Nú geta allir eignast alvöru hljómtæki Jólatilboö frá JVC og EPICURE L-A11 plötuspilari Hálfsjálfvirkur. Beltis-drifinn. Wow and flutter: 0,06. Vökvaiyfta. Magnetískur tónhaus. Svið 10-25.000 HZ. EPICURE TEN 75 RMS wött (sinus). Tían er cá vinsælasti frá Epi- cure enda ekki furöa þegar nákvæmni hans, kraftur og gæöi eru höfði í huga. 4 4 4 4 4 4 ATH. Tilboöiö sendur aöeins til jóla RS7 Útvarpsmagnari 2x50 RMS (sinus) wött á sviö- inu 20—20.000 riö 8 ohm. 150 músik-wött. Bjögun á fullum styrk 0,03. Signal to Noise: Plötuspilari 82 db. Tape 100 db. Útvarp: FM sterio, 0,9 UV AM. Laugavegi 89, simi\l3008 KD-A5 Metal kassettutæki Tekur allar spólur. Sviö: Metal 20-18000 HZ. Crome 20—18000 HZ. Normal 20—17000 HZ. Wow and flutter 0,04. 2 mótorar. Elektrónískt stjórnborð. Metal er framtíöin. Tett 1 R-S7 L-A11 2xEPI-10 KD-AS Verð: 729.500,- staögr. Sett II: (an kassettu) R-S7 L-A11 2xEPI-10 Verö: 495.400.- etaögr. JVC Lalðtogi á $vlðl nýjumga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.