Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 Dag skal að kveldi lofa Nú eru kosningar afstaðnar. Sig- urvegarar kosninganna eru fram- sóknarmenn. Sjálfstæðisflokkurinn bætti það litlu fylgi við sig, að ekki er unnt að tala um neinn sigur fyrir hann. A-flokkarnir töpuðu verulegu fylgi- Foringjar flokkanna hafa nú kom- ið fram í sjónvarpi og útvarpi og túlkað niðurstöður kosninganna. Mér eru sérstaklega minnisstæð orð Steingríms Hermannssonar, og mun ég gera þau að umtalsefni í þessari grein. Steingrímur sagði m.a.: „Kjós- endur hafa metið stefnu okkar og málflutning". Formaður Framsókn- arflokksins var að gefa skýringu á kosningasigrinum. I „Tímanum“ 5. desember segir formaðurinn enn- fremur: „Einnig er ég ákaflega ánægður með, að við vinnum þennan sigur á málefnalegum grundvelli en ekki með hasar eða æsingaskrifum og málflutningi“. — Þessar yfirlýs- ingar formannsins eru það fjar- stæðukenndar, að ég get ómögulega látið hjá líða að gera nokkrar athugasemdir. Ósanngjarn mál- flutningur og stundum ósannur Þórarinn Þórarinsson tyggur upp hvað eftir annað ýkjur og hálfsann- leik um viðreisnartímabilið 1959— 1971. í leiðara „Tímans" 8.11. sl. segir Þ.Þ. t.d.: „Vill þjóðin fá aftur kreppuástandið, sem var hér á árun- um 1967—1971, þegar þessir flokkar fóru saman með stjórn?" (þ.e. Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur). Síðan telur Þ.Þ. upp vonda hluti eins og verðbólgu, verkföll og landflótta þetta tímabil. Þá segir hann einnig: „Þannig var stjórnarfarið 1967— 1971. Þannig myndi það verða, ef þessir flokkar fengju aftur völd, og þó að öllum líkindum verra, því að markaðsstefnan, sem þeir boða nú, er enn meiri íhaldsstefna en sú, sem þeir fylgdu þá.“ Og aftur og aftur veltir Þ.Þ. sér upp úr þessu sama. (11.11. 15.11. og reyndar oft áður). Síðan endurtaka þetta framsóknar- forkólfar hver á eftir öðrum. — Þetta er eitt það ósanngjarnasta, sem samvizkulausir stjórnmála- menn hafa sagt á Islandi. Enginn þeirra framsóknarmanna minntist á það einu orði, að útflutningstekjur Islendinga minnkuðu frá 1967 um nálægt þriðjung á tveimur árum, vegna hruns síldarstofnsins, Biafra- stríðsins (lokun skreiðarmarkaða) og verðfalls á frystum fiskafurðum. Viðreisnartímabilið einkenndist af lítilli verðbólgu, afnámi hafta og stöðugri lífskjarasókn allt fram til 1967, þegar ósköpin dundu yfir þ.e. mesta efnahagsáfall, sem landið hefur orðið fyrir. Þegar viðreisnar- stjórnin fór frá völdum 1971, voru vandamálin að mestu yfirstigin, og margir sjóðir landsmanna voru þá digrir. — Aðalatriði málsins verða svo lítil í augum framsóknarmanna, að þeir bara sleppa þeim. Var það sannleikurinn, sem kjósendur kunnu að meta í málflutningi ykkar framsóknarmanna, Steingrímur Hermannsson? Og ekki var Jón Sigurðsson betri og reyndar mun verri en Þ.Þ. J.S. segir í leiðara „Tímans" 14.11. sl. „Önnur furðuleg uppákoma í þessari kosningabaráttu er sú yfirlýsing forystumanna Sjálfstæðisflokksins, að þeir ætli að hefja leifturstríð gegn lífskjörum og hag almennings í landinu." — Menn geta að sjálfsögðu deilt um það, hversu gagnleg „leift- ursókn" sjálfstæðismanna hefði ver- ið til að hemja verðbólguna, en ofangreint orðalag skipar J.S. á bekk með verstu skriffinnum Þjóðviljans, og er þá mikið sagt. J.S. segir ennfremur: „Með einu pennastriki hyggjast þeir (þ.e. sjálfstæðismenn) t.d. rýra almennar tekjur heimil- anna um tæpan tíunda hluta með því að skera niður niðurgreiðslur bóta- laust." — Þetta er ekkert nema þvætt- ingur. Ætlunin var að hækka tekju- tryggingu á móti. Auk þess var stefna Sjálfstæðisflokksins sú, að kjarasamningar yrðu frjálsir. Þá yrðu stéttarfélögin að meta það hvert um sig, hversu þungt þau vega hækkun á vissum landbúnaðarafurð- um. Ofan á alit saman gleymir J.S. að minnast á, að niðurgreiðslur kosta ríkissjóð um 23 milljarða á ári, en það þýðir skattheimta upp á 100 þúsund kr. á mann á ári! Svo til að kóróna allt saman reiknar J.S. með því, að dilkakjöt og mjólkurafurðir séu jafn þungar í núverandi neyzlu- mynstri og framfærsluvísitalan frá 1964/65 segir til um. — Menn geta verið á móti þessari ráðstöfun, en lygi, útúrsnúningar og ýkjur eru ekki veganesti, sem heilbrigð stjórn nærist á. Jón Sigurðsson gerir þetta allt af ásettu ráði. Málflutningur hans alla kosningabaráttuna var með þessum ósköpum, og kemst ég ekki yfir að tíunda nema fáein dæmi að sinni. — Jón Sigurðsson segir einnig: „Þeir ætla ekki að koma á skynsamlegu verðbótakerfi launa, heldur taka vísitöluna einhliða og án samráða úr sambandi." í stefnu Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir, að kjarasamningar verði frjálsir og gerðir á ábyrgð iaunþega og vinnuveitenda. Það er eins og J.S. geti ekki sagt satt. — Og aldeilis var ég gáttaður, þegar ég sá J.S. hafa eftirfarandi eftir Jónasi Haralz. (leiðari Tímans 30.11. sl.). „Það getur ekki verið takmark okkar í atvinnumálum, að allir menn geti hvenær sem er fengið atvinnu af einhverju tagi.“ Síðan segir J.S.: „Hann (þ.e. J.H.) lætur að því liggja, að atvinnuleysi í bráð geti orðið undirstaða atvinnu í lengd." Þar með telur J.S. Jónas Haralz styðja kenn- ingu framsóknarmanna um atvinnu- leysi, ef stefna Sjálfstæðisflokksins komi í framkvæmd. — Þetta er hreint svínarí og útúrsnúningur á góðri grein Jónasar Haralz í Mbl. 28.11. Næstu setningar Jónasar aft- an við þá setningu, sem J.S. sleit úr samhengi voru þessar: „Takmarkið hlýtur að vera, að um lengri tíma séð geti allir, sem þess óska, fengið atvinnu við arðbær störf, sem skila lífskjörum, sem fólk sækist eftir. Þetta getur ekki gerzt, haldi sú verðbólga áfram, sem hér hefur verið." Kjarni þessa máls er auðvit- að sá, að störf verða að vera arðbær í samræmi við kröfur um lífskjör. Hér er ekki verið að ýja að neinu atvinnuleysi. Ég get vel skilið Jónas Haralz að vilja ekki vera að elta ólar við J.S. Bjarni Einarsson, stórpólitíkus hjá Framkvæmdastofnun ríkisins, vildi hafa reiknað út, að niðurskurð- artillögur Sjálfstæðisflokksins á ríkisútgjöldum þýddu niðurskurð launatekna þriggja þúsund vinnandi manna í landinu. Jón Sigurðsson, ritstjóri talaði síðan strax um at- vinnuleysi þrjú þúsund manna, og aðrir spámenn flokksins löptu það hver upp eftir öðrum. Gefið var í skyn, að þessar tölur kæmu frá Framkvæmdastofnun til að gefa þeim meiri þunga. Það er augljóst, að með þessu er Bjarni að berjast fyrir atvinnu sinni hjá Fram- kvæmdastofnun. Jónas Bjarnason: Ef einhver snefill hefði verið af sanngirni hjá þessum kumpánum, hefðu þeir látið þess getið, að niðurskurður á ríkisútgjöldum skv. tillögum Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst tilfærsluaðgerð fjár- magns og vinnuafls frá ríkinu til atvinnuveganna og minnkar að sjálfsögðu ekki atvinnu heldur færir atvinnu til. Bjarni Einarsson hefði þá e.t.v. orðið að leita sér að atvinnu hjá einhverju framleiðslufyrirtæki, og hefði hann gott af því. Jónas Haralz hafði svarað þessu neðan- máls við grein sína áðurnefnda í Mbl. 28.11, en framsóknarsnillingar fara létt með slíkt. Óteljandi atriði af sama toga má tína til. Verða nokkur í viðbót látin nægja að sinni. Þar er í fyrstu sjálfur höfuðpaurinn á ferð, Steingrímur Hermannsson. Það má segja, að jörð hafi skolfið, þegar meistarinn mikli opinberaði skoðun sína á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Steingrímur segir: „Þegar ég sá þetta slagorð þeirra fyrst, þurfti ég að lesa nokkuð oft til þess að trúa því, að þeir opinberuðu svo þennan uppvakning sinn, ómengaða íhalds- stefnu, sem hefur verið reynd og olli heimskreppunni 1929. Hún var reynd á Italíu og olli 20% atvinnu- leysi og hefur verið reynd í ísrael og olli þar 90% verðbólgu á einu ári.“ Þetta er ekki efnileg byrjun fyrir stjórnmálaforingja. Hvernig var það Steingrímur, olli ekki stefnan stóru- bólu líka og verðbólgu hjá herfor- ingjastjórnum í Chile á sjöunda áratugnum? Svona þvættingur kein- ur til með að hefna sín! Vitanlega voru vandamál heimskreppunnar af öðrum ástæðum. Þetta er svipað og að ásaka Framsóknarflokkinn fyrir samskonar stefnu og Pol Pot rak í Kampútseu. Steingrími væri nær að reyna að halda sig við vandamál heimalandsins og reyna ekki að „hrókera útaf skákborðinu". Það skín í gegn, að Steingrímur hefur ekki hugmynd, hvað hann er að tala um. Um skýringar á 100% (ekki 90%) verðbólgu í ísrael 1979 getur Steingrímur m.a. lesið í Der Spiegel nr. 25 1979, en þar er að finna stutta yfirlitsgrein, sem hæfir óprúttnum stjórnmálamönnum á harðahlaup- um. Vandamálin í ísrael stafa fyrst og fremst af stöðugu stríðsástandi, og aukin verðbólga 1978 og 1979 stafar ekki af stefnu eins og þeirri, sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði heldur hinu gagnstæða, þ.e. gífur- legri skuldasöfnun erlendis og óseðj- andi ríkisbákni. „Við erum að veð- setja framtíð okkar,“ sagði social- demokratinn Gad Jakobi. Auk þess hefur landnámsstefnan í Negev leitt til gífurlegs byggingakapphlaups, en 200 ný byggingafyrirtæki hafa sprottið upp bara þess vegna. Viður- kennt er, að landnámskapphlaupið er stærsti verðbólguvaldurinn. Það væri miklu nær fyrir Steingrím að líkja framkvæmd efnahagsmála í ísrael við stefnu eða stefnuleysi Framsóknarflokksins. — Vandamál- in í Ítalíu eru mun flóknari, en atvinnuleysi hefur herjað á Ítalíu í mörg herrans ár og það af ástæðum, sem Steingrímur hefur ekkert inn- grip í. — Steingrímur minnist ein- hvers staðar á Bretland einnig í sama tilgangi og verðbólguna þar eins og ýmsir aðrir framsóknar- menn. Guðmundur G. Þórarinsson blaðraði t.d. illa af sér um frú Thatcher á fundi með viðskipta- fræðinemum í Háskóla íslands 19.11. á þann hátt, sem þeim framsóknar- mönnum er lagið. Þeim herrum til upplýsingar má segja það, að vanda- málin í Bretlandi eiga sér margar rætur, og léleg fjármálastjórn Ho- wes skrifast á annan reikning en stefnu frjálshyggjumanna. Peninga- magn í umferð í Bretlandi hefur aukizt verulega. Howe ætlaði að skera niður ríkisútgjöld en tókst ekki og prentaði bara nýja seðla til að mæta halla í ríkisbúskapnum. Til þess að draga úr eftirspurn á peningamarkaði hækkaði Howe vexti verulega, en það jók verðbólg- una gífurlega. Ríkisútgjöld í Bret- landi eru gífurlega há og að miklu leyti lögbundin. Svigrúm til fjár- málastjórnunar eru því mjög lítið og vöxtur þjóðartekna er einnig mjög lítill. — Ef þetta er skoðað, kemur í ljós, að 17% verðbólga í Bretlandi og önnur vandamál þar eru svipuð og hér á landi á margan hátt, en vaxandi verðbólgu síðustu mánuðina má að töluverðu leyti skýra með hækkun vaxta og seðlaprentun, þ.e. vegna ástæðna, sem ganga á skjön við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ól- afslög hafa haft svipuð áhrif og ráðstafanir Howes. „Framsóknar- menn, það er verra að veifa röngu tré en engu.“ Stefnuleysi og hælbítapólitík Svo er það stefnan góða, sem kjósendur kunna að meta. Þegar grannt er skoðað, kemur í ljós, að Framsóknarflokkurinn setti niður nokkra punkta um verðbólguna í tenglsum við kjarasamninga og verðlagshækkanir. í fyrstu segir: „Meginmarkmiðið er að verðbólgan verði undir 30% árið 1980 og undir 18% 1981. Til þess að verðbólgan verði undir 30% árið 1980, mega ársfjórðungslegar hækkanir ekki verða meiri en: 1. marz 8%, 1. júní 7%, 1. sept. 6%, 1. des. 5%.“ Þetta er eins og að vísa hundi til sætis. Bara banna verðbólguna. Stefnan segir: „Lögfest verði hámark verðhækkana á vörum og þjónustu" og „Leitað verði samkomulags við launþega um óbreytt grunnkaup á árinu 1980 og um lögfest hámark verðbóta í sam- ræmi við leyfðar verðhækkanir". Síðan segir: „Kaupmáttur almennra launa verði varinn og síðan aukinn, þegar líður á verðhjöðnunartímabil- ið.“ Kjarninn í þessu er, að leita á samkomulags við launþega um lög- festingu á áframhaldandi kjararýrn- un árið 1980 vegna takmarkaðra verðlagsbóta og engra grunnkaups- hækkana. Sá, sem fengi frið núna til að gera þessa hluti, er enginn aukvisi og ekki sízt í ljósi þess, að nú vantar á milli 10—20% upp á að kaupmáttur launa sé sá, sem sól- stöðusamningarnir gerðu ráð fyrir. — Síðan fer Framsóknarflokkurinn nokkrum almennum orðum um skattheimtu, fjárfestingar og pen- ingamál. Þetta er að sjálfsögðu engin stefna i ljósi þeirra gifurlegu vandamála, sem nú steðja að efna- hags- og atvinnumálum íslendinga. Til þess að unnt verði að hemja verðbólguna, mesta kjaraþjóf og óréttlætisvald á íslandi, þarf að horfast í augu við vandamálin og taka um rætur verðbólgunnar og slíta þær upp. Það er engin lausn að ætla sér að miðstýra efnahagslífinu í smáatriðum með tilskipunum eða dagskipunum um það, hvað má og hvað má ekki. Rætur verðbólguvand- ans eru í ríkisfjármálunum, seðla- prentuninni, ofvexti ríkisbáknsins, óraunhæfum kjarasamningum, rangri vaxtastefnu, erlendri skulda- söfnun, sveiflum í sjávarútvegi og stjórnleysi almennt svo og stöðnun í lífskjarasókn. Þegar tekið er í alvöru á þessum málum, er óhjákvæmilegt að einhverjir reki upp vein eins og t.d. Bjarni Einarsson. Það er einmitt þess vegna, sem Framsóknarflokk- urinn rabbar bara í almennum orðum .— Þegar litið er á atvinnustefnu Framsóknarflokksins, tekur ekki betra við. Yfirskriftin nægir í raun: „Við erum vaxandi þjóð. Vinnufæru fólki fjölgar ár frá ári. Rauntekjur verða að vaxa og vinnuálag að minnka. Því þarf arðsemi atvinnu- veganna að aukast. Vegna afkasta- aukningar þarf nú störf fyrir marga af þeim, sem nú eru í vinnu!" Það mætti líka segja, að fólk ætti að vera gott við hvert annað! Síðan kemur: „Auðlindir íslands eru miklar. Við eigum að vinna jafnt og þétt að nýtingu þeirra". Og sjáið þetta: „Verulegir möguleikar felast enn í landbúnaði í hinum eldri búgrein- um sem nýjum". í þessum orðum eru að sjálfsögðu cngin leiðbeinandi atriði hvað á að gera og hvernig. Það gæti alveg eins staðið: Landið er fagurt og frítt o.s.frv.! I ljósi þeirra vandamála, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir, er stefna Framsóknarflokksins hrein móðgun fyrir skynsamt fólk. Hvern- ig á að leysa gífurleg vandamál landbúnaðarins? Hvernig á að stjórna fiskveiðum? Hvernig á að gera fisksókn hagkvæmari? Hvernig á að búa til ný störf handa nýju vinnuafli? Hvaða störf? Hvernig á að tryggja það, að lífskjör geti orðið sambærileg hér á landi og tíðkast í nágrannalöndum, þ.e. hvernig á að stöðva landflótta? Hvernig á að ná verðbólgunni niður? (þ.e. ekki með því að banna hana eða stinga hausnum í sandinn). Hvernig á að stöðva útþenslu ríkisbáknsins? Hvernig á að nýta orkuauðlindirnar? Stefna Framsóknarflokksins fjallar nánast ekkert um þau atriði, sem mestu máli skipta á íslandi. Þegar gerð er úttekt á Tímanum síðustu þrjár vikur fyrir kosningar, kemur í ljós, að 29 af 38 pólitískum megin- greinum eru níðskrif og útúrsnún- ingar um stefnu Sjálfstæðisflokks- ins en 9 fjalla um stefnu Framsókn- arflokksins eða um það, sem hann ætlar að beita sér fyrir sjálfur. Það má segja, að þetta sé sannkölluð „hælbítapólitík". Niðurlag Þegar málflutningur og stefna Framsóknarflokksins síðustu vik- urnar eru skoðuð, kemur í ljós, að áðurnefnd ummæli formannsins um kosningasigurinn eru í hæsta máta vafasöm svo ekki sé meira sagt. Persónulega finnst mér, að fram- sóknarmenn hafi fært stjórnmála- umræðuna um áratugi til baka og orðbragð hafi einkennzt af skætingi og áróðri. Um Alþýðubandalagið þarf ég ekki að fara mörgum orðum, það hefur ekkert breytzt. Stjórn- málaumræða af þessu tagi er sízt af öllu það, sem íslendingar áttu nú skilið. Þeim mun meiri er nú ábyrgð Steingríms Hermannssonar að hafa notfært sér ásamt öðrum framsókn- armönnum þá stöðu, að bezt er oft á atkvæðaveiðum að forðast vanda- málin og beina umræðunni inn á ímyndaðar eða upplognar hliðar á tillögum andstæðinga, sem reyna að horfast í augu við vandamálin. Þeim mun meiri verða vonbrigði kjósenda, þegar í ljós kemur, að Framsóknar- flokkurinn hafði ekki ráð við helztu vandamálunum. Hræðslupólitík Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagins hefur tvímælalaust fælt marga frá því að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Eg varð var við það á mörgum vinnustaðafundum, að ótti við atvinnuleysi og efnahagsráðstaf- anir á kostnað láglaunafólks hafði mikil áhrif á fólk, og ég fann hvaðan sá áróður kom. Vitnað var í Bretland og ísrael og því haldið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn ræki sömu stefnu og þar sé í framkvæmd. Sumir virtust trúa þeim öfugmæl- um, að viðreisnartímabilið væri versta efnahagsskeið á íslandi í áratugi. Ég er þeirrar skoðunar, að Sjálf- stæðisflokkurinn geti þrátt fyrir allt vel við unað. Með djarfri og ein- beittri stefnu er hann búinn að leggja drög að sigri, sem kann að vera skammt undan. Tími vannst ekki til fyrir kosningar að gera fólki grein fyrir öllu inntaki í stefnu flokksins og að mæta illskeyttum áróðri andstæðinganna. En það er: allt í lagi, allur góður málflutningur skilar sér með tímanum og upp| komast svik um síðir. Reykjavík, 6.12.1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.