Morgunblaðið - 19.12.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 19.12.1979, Síða 2
_2______________ Geir for- maður utanríkis- mála- nefndar GEIR Ilallgrímsson var í gær kjörinn formaður utanríkismála- nefndar Alþingis. Hlaut Geir 4 atkvæði sjáifstæðismanna og Árna Gunnarssonar, fulltrúa Al- þýðuflokksins, en Steingrímur Hermannsson hlaut 3 atkvæði framsóknarmanna og Alþýðu- bandalags. Árni Gunnarsson var einróma kjörinn varaformaður nefndarinnar og Jóhann Ein- varðsson ritari. Geir Hallgrímsson setti fundinn sem efsti maður af lista Sjálf- stæðisflokksins. Steingrímur Her- mannsson óskaði eftir frestun á formannskjöri, þar sem Fram- sóknarflokkur og Alþýðubandalag vildu leita eftir samvinnu við Alþýðuflokkinn þar um. Geir Hallgrímsson kvaðst vilja fallast á þessa ósk, en þá gaf Árni Gunnarsson yfirlýsingu um það, að Alþýðuflokkurinn hefði sam- þykkt að styðja Geir Hallgríms- son til formennsku í nefndinni. Steingrímur tók þá aftur beiðnina um frestun og var þá gengið til formannskjörs. Maðurinn sem fórst ! MYNDIN er af Gísla Dan Daní- elssyni, Teigaseli 1, sem beið bana í vinnuslysi í Kópavogi s.l. laugar- dag. Gísli heitinn var 22ja ára gamall. Hann lætur eftir sig unnustu. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 Cessnan TF-EKK á slysstað á Mosfellsheiði í gærkvöldi. Ljósmynd Mbl.: RAX Steingrímur skilar af sér á morgun, eða á föstudag STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins skýrði forseta íslands frá gangi stjórnarmyndunarvið- ræðnanna í gærmorgun, en í gærkveldi var búizt við því, að Steingrímur skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar til forsetans á morgun eða föstu- dag. Enginn stjórnarmyndun- arfundur var haldinn í gær, þar sem mönnum var heitt í hamsi eftir að kratar höfðu kosið Geir Hallgrímsson formann utan- rikismálanefndar Alþingis. „Ég tel nauðsynlegt, að lofa mönnum að kólna niður áður og sjá hvort samkomulag tekst um formannskjör í nefndum,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið í gær. Ingvar Gislason, formaður þingflokks Framsóknarfiokksins sagði í samtali í gærkveldi, að ekkert Alþýðubanda- lagið neitaði að láta Þjóð- hagsstofnun reikna út tillögur sínar formlegt samkomulag væri milli vinstri flokkanna um formannskjör í nefndir, en hins vegar mætti gera ráð fyrir, að í reynd yrði um að ræða tak- markað samkomulag til þess að koma í veg fyrir að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi af sjálfu sér fleiri formenn. Steingrímur Hermannsson átti stuttan fund í gær með formönnum hinna flokkanna tveggja. Þar bað Steingrímur um skriflegar tillögur flokkanna í efnahagsmálum eða skriflegar athugasemdir við tillögur Fram- sóknarflokksins. Jafnframt bauðst Steingrímur til að senda tillögur Alþýðubandalagsins, sem áður hafa verið lagðar fram í viðræðunum, til Þjóðhagsstofn- unar til útreiknings. Því hafnaði Alþýðubandalagið. Morgunblað- ið spurði í gær Kjartan Jó- hannsson, varaformann Alþýðu- flokksins, hvort þeir myndu verða við ósk Steingríms um skrifleg gögn, en til þessa hefur Alþýðuflokkurinn ekkert lagt fram. Kjartan sagði: „Við erum ekki búnir að ákveða, hvað við gerum. Hugsanlega munum við gera hvorutveggja, að leggja fram tillögur og athugasemdir. Út af fyrir sig er okkur ekkert að vanbúnaði að gera þetta skrif- lega og ég hygg að það verði tilbúið, þegar á þarf að halda.“ Morgunblaðið spurði Ragnar Arnalds um það í gær, hvort nú væri borin von, að úr vinstri stjórn yrði. Hann svaraði: „Það er borin von úr þessu, grundvöll- ur er ekki fyrir hendi og Alþýðu- flokkinn skortir viljann. Ljóst er að atburðarás síðustu daga hef- ur eindregið sýnt, að þessi stjórnarmyndunartilraun er dæmd til að mistakast." > Þegar Morgunblaðið spurði hann, hvaða stjórnarmynstur kæmi þá helzt til greina, svaraði hann: „Ég held ég verði ekki með neinar getgátur um það.“ Sjá nánar um stöðu stjórnar- myndunarviðræðnanna á bls. 18. Benedikt Gröndal um viðskiptakjörin: Ekki hægt að reikna með bata næsta ár „EINS og nú horfir er alls ekki hægt að reikna með viðskipta- kjarabata á næsta ári, og eru fremur horfur á frekari rýrnun þeirra,“ sagði Benedikt Gröndal forsætisráðherra í skýrslu til Alþingis í gær. Forsætisráðherra flytur ekki stefnuræðu fyrir ára- mót að þessu sinni vegna hins óljósa ástands í stjórn landsins. í ræðu sinni sagði Benedikt einnig, að útlit væri fyrir óefni- lega olíuverðsþróun í heiminum á næsta ári. Síðar í ræðu sinni sagði Benedikt: „Um þessar mundir læt- ur nærri, að allur viðskiptakjara- batinn, sem við nutum fram til 1973 og endurheimtum að mestu 1977 og 1978, sé genginn til baka og viðskiptakjörin séu í reynd óbreytt frá 1970,“ og síðar sagði ráðherrann: „í heild er fram- leiðsluaukningin 2—3%, og er það minni hagvöxtur en í fyrra. Raun- ar er það minna en meðalhagvöxt- ur síðustu tíu árin, en á þeim tíma hefur þjóðarframleiðslan á mann vaxið um nálægt 4% á ári til jafnaðar." Ennfremur sagði forsætisráð- herrann í skýrslu sinni: „Við verðum að viðurkenna, að aðgerðir stjórnvalda á síðustu árum hafa ekki verið þess megnugar að draga úr verðbólgunni. Skýringin á þessu ári er sú sama og mörg undangengin ár, fyrst og fremst sú, að það hefur hvorki tekist að stjórna ríkisfjármálum né pen- ingamálum, né heldur hefur nægu aðhaldi verið fylgt á sviði verð- lags- og launamála. Erlendar lán- tökur hafa farið úr böndum, lán- veitingar til framkvæmda hafa farið fram úr áætlun, og þannig mætti lengi telja. Þessi verkefni bíða úrlausnar á þessu þingi og er brýnt að tekið verði á þeim sem allra fyrst. Að lokinni ræðu ráðherra tók Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins til máls. Sagði hann skýrsluna sanna það sem sjálfstæðismenn hefðu sagt fyrir kosningar og ljóst væri, að stefndi í stöðvun atvinnuveganna og atvinnuleysi ef yrði ekki skjótt brugðið við. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði að allt væri það satt og rétt sem forsætisráðherra hefði sagt um efnahagsástandið og hefði það raunar legið fyrir þegar í ágúst síðastliðnum. Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, sagði að það væru Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem bæru ábyrgð á því stjórnleysisástandi sem hér ríkti. Friðrik Sophusson, einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins, sagði að þingmenn ættu heimtingu á því að vita hvernig stjórnarmyndun- artilraunum miðaði, og hvað ylli því að Steingrímur væru nú svo svartsýnn eftir að hafa verið bjartsýnn fyrir skömmu á mynd- un nýrrar vinstri stjórnar. Fjögurra sæta Cessna-flugvél og björgunarþyrla frá Varnarliðinu hröpuðu í gær á Mosfellsheiði og hefur verið merkt X inn á kortið þar sem slysin urðu, skammt sunnan Þingvallavegarins. Smygl í leiguskipinu Borre TOLLVERÐIR fundu í vikunni áfengi og tóbak í norska leiguskip- inu Borre, en skipið liggur í Reykjavíkurhöfn. Alls fundust 24 flöskur af áfengi, 14 kassar af bjór og 6 lengjur af vindlingum. Norsk áhöfn er á skipinu og áttu skip- verjar varninginn. Varningurinn hafði ekki verið innsiglaður þegar skipið kom til landsins og var því farið með hann eins og hvern annan smyglvarning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.