Morgunblaðið - 19.12.1979, Page 8

Morgunblaðið - 19.12.1979, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 ,Jíomi þeir sem koma vilja“ Jólasveinn- inn Stekkja- staur styðst þarna við staurinn sinn kank- vís á svip, en myndina teiknaði Halidór Pét- ursson. Jólasveinarnir: íslendingar hafa löngum haft ákveðna siði á jólunum. Ekki má leika sér á jólanóttina, hvorki spila né dansa. Sögn er til um börn sem voru ein heima á jólanóttina og fóru að spila sér til afþreyingar. Þá kom maður til þeirra og spilaði með þeim þangað til eitt barnið fór að raula sálmavers. Þá hvarf maðurinn, en sagt er að þar hafi kölski sjálfur verið á ferð, en að sjálfsögðu þoldi hann ekki sálmasðnginn. Ekki mátti heldur dansa, því síður rífast eða blóta. Jólanóttin er í augum al- mennings helgasta nótt ársins og víðast er ennþá sá siður að kveikja ljós um allan bæinn, á hverju heimili, svo hvergi beri skugga á og sérstaklega var þessi siður viðhafður á meðan Islendingar höfðu takmörkuð ljósfæri. Þá var það einnig siður þegar búið var að sópa út fyrir jóiin að húsfreyjan gekk kring um bæinn og „bauð álfum heim“. „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu." Fremur mun þessi venja þó hafa verið viðhöfð á gamlárs- kvöld. Sumir létu ljós lifa í bænum alla nóttina og víða á Islandi er .sú venja viðhöfð ennþá. Jólin hafa löngum verið mesta hátíð barnanna og líklega eru þau óvefengjanlega mesta hátíð ársins vegna þess að þá vaknar barnið í hverjum manni og einlægur friður fæð- ingarhátíðar frelsarans fær samhljóm með mannanna börnum. — á.j. Tveir litlir jólasveinar á leið til byggða úr Helgafelli i Eyjum. Kjörið í fasta- nefndir efri deildar Alþingis KJÖRIÐ var í fastanefndir efri deildar Alþingis á mánudaginn og voru eftirtaldir þingmenn kjörnir: Fjárhags- og viðskiptanefnd: Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Lárus Jónsson. Tómas Árnason. Guðmundur Bjarnason. Ólafur Ragnar Grímsson. Eiður Guðnason. Samgöngunefnd: Lárus Jónsson. Eiður Guðnason. Stefán Jónsson. Jón Helgason. Guðmundur Karlsson. Egill Jónsson. Helgi F. Seljan. Landbúnaðarnefnd: Eyjólfur Konráð Jónsson. Helgi F. Seljan. Egill Jónsson. Jón Helgason. Davíð Aðalsteinsson. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Eiður Guðnason. Sjávarútvegsnefnd: Guðmundur Karlsson. Lárus Jónsson. Egill Jónsson. Stefán Guðmundsson. Guðmundur Bjarnason. Geir Gunnarsson. Karl St. Guðnason. Iðnaðarnefnd: Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Gunnar Thoroddsen. Egill Jónsson. Stefán Guðmundsson. Davíð Aðalsteinsson. Stefán Jónsson. Karl St. Guðnason. Félagsmálanefnd: Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Salóme Þorkelsdóttir. Guðmundur Karlsson. Guðmundur Bjarnason. Stefán Guðmundsson. Karl St. Guðnason. Ólafur Ragnar Grímsson. Heilbrigðis- og trygginganefnd: Helgi Seljan. Karl St. Guðnason. Gunnar Thoroddsen. Salóme Þorkelsdóttir. Lárus Jónsson. Ólafur Jóhannesson. Jón Helgason. Menntamálanefnd: Gunnar Thoroddsen. Salóme Þorkelsdóttir. Eyjólfur Konráð Jónsson. Davíð Aðalsteinsson. Ólafur Jóhannesson. Ólafur Ragnar Grímsson. Eiður Guðnason. Allsherjarnefnd: Eyjólfur Konráð Jónsson. Gunnar Thoroddsen. Salóme Þorkelsdóttir. Ólafur Jóhannesson. Tómas Árnason. Stefán Jónsson. Karl St. Guðnason. Álfaskeið — Endaíbúð Til sölu 5 herb. endaíbúö ca. 120 ferm. viö Álfaskeiö í Hafnarfirði. 3 svefnherb. eru í íbúðinni, húsbónda- krókur, stofa, borðstofa, skápar í öllum herb., vandaðar innréttingar, suður svalir, bílskúrsréttur, stór geymsla m. glugga í kjallara, bein sala (ákveðiö í sölu, eigandinn búinn að finna íbúð). Verö 34 millj., útb. 24 millj. Miðborg fasteignasala í Nýja bíó húsinu Símar 25590 og 21682. Jón Rafnar heima 52844. Guðmundur Þóröarson hdl. óskar eftir blaðburðarfólki Uppl. í síma 35408 Austurbær Miðbær Hverfisgata 4—62 Úthlíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.