Morgunblaðið - 19.12.1979, Síða 10

Morgunblaðið - 19.12.1979, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 Rabbað viö Sigmund Jónas- son um Sigmund á Skopöld SIGMUND hefur teiknað um 3000 myndir í Morgun- blaðið og um árabil hefur hann teiknað mynd í blaðið hvern dag. Nú hefur Prenthúsið gefið út vandaða bók með 150 teiknihgum úr Morgunblaðinu eftir Sigmund í talsvert stærra broti en myndirnar birtast þar. Sigmund er mikill þúsundþjalasmiður. Auk þess að teikna eins og raun ber vitni í Morgunblaðið fyrir hvern dag, stundar maðurinn uppfindingar á tækjum fyrir þróaðri fiskvinnslu og sitthvað fleira eftir þvi sem tilefni gefst til, hann málar bæði með olíu og vatnslitum, stundar orgelleik og er þó aðeins fátt tínt til sem maðurinn býr yfir. Það er ekki aðeins að hann hafi hugmyndaflug umfram það sem gengur og gerist, heldur leysir hann hugmyndir sínar í reynd og kemur þeim í verk ef hann vill það við hafa. Sigmund teiknaði sina fyrstu mynd i Morgunblaðið þegar Surtseyjargosið stóð yfir og sú mynd var af því þegar dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur tapaði húfunni sinni góðu. Það má þvi segja að Sigmund hafi komið upp i Morgunblaðinu með Surtseyjargosinu. vegar er það nú svo að það iw heldur manni við efnið þegar ^ maður finnur að það er ætlazt til einhvers af manni." „Það undrar marga að þú skulir geta skilað mynd á dag ár eftir ár með þeirri vinnu sem þú leggur í myndirnar. Er ekki vandfundin hugmynd á dag til jafnaðar?“ „Því er nú verr að maður getur ekki treyst á eitt símtal á dag við Alþingi til þess að fá hugmynd. Þetta byggist hins vegar allt á umhugsun og lestri og svo teikningunni. Hugurinn verður alltaf að vera í „Auóvelt að hafa endaskipti á gamni og alvöru" L.-ÍI,. *■ 00 Við spjölluðum stundar- korn við Sigmund í tilefni af útkomu bókarinnar Sigmund á Skopöld og það var byrjað á léttu tónunum og spurt hvernig það væri að vera fastur liður fyrir landsmenn. „Blessaður, spurðu þá í útvarpinu að því, þeir þekkja föstu liðina miklu betur, eru búnir að vera með þá síðan útvarpið byrjaði," svaraði Sigmund hlæjandi, „en hins gangi, annað er þetta nú ekki. Stundum er tregt en svo kemur stundum rokafli svo að ekki ræðst neitt við neitt þann daginn og maður kemur að- eins hluta hugmyndanna á blað. Þetta er eins og gengur og gerist hér í Eyjum, við erum vanir misjöfnum afla. Ef það er tregt í hugmyndunum þá er það vegna þess að það er svo einfalt að detta út úr rull- unni.“ „Þú minntist á Alþingi, ósjaldan sækir þú myndefni á þau mið?“ „Ýmsir líta á Alþingi sem leikhús og kalla þingmennina leikara, en það tel ég vera mikinn misskilning, þar sitja nefnilega leikstjórarnir. Við heimtum rullur og verðum síðan að fara eftir því sem leikstjórarnir segja hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er nú það sem er.“ „Hvernig hagar þú vinnu þinni við teikningarnar?" „Það er oft slungið að eiga við þetta. Maður vill fara einfaldari leiðina, en myndin getur verið að þróast í marga daga og orðið allt öðruvísi en maður ætlaði raunverulega í upphafi. í meginatriðum bygg- ist þessi vinna á því að maður sezt niður og les blöðin því þangað sæki ég mest af mynd- efninu. Þar er allt sagt og maður er nánast að myndskreyta það sem aðrir hafa sagt, að vísu með sinni eigin túlkun og ekki er víst hægt að segja að hún sé alltaf á sömu bylgjulengd og það sem áður hafði verið sagt í ræðu og riti. Daglega milli klukkan 5 og 7 verða hugmyndirnar að fæðast, því á þeim tíma vil ég frumvinna teikningar og ákveða hvað ég ætla að gera í hverri teikningu. Stundum vill þetta starf teygjast fram á kvöldin, en ég fer snemma á fætur á morgnana, milli klukkan 6 og 7 og fer þá af fullum krafti í það að teikna hverja mynd í endanlega út- gáfu.“ „Hvað ef fátt er um fína drætti í hugmyndum?" „Ég hef sem betur fer aldrei lent í þroti með hug- myndir, en dagur getur brugðist og þá bjargar það mér að ég vinn fyrirfram og með því móti er minni pressa á verkinu." „Er misjafnlega skemmtilegt að teikna við- fangsefnin?" „Það er alltaf skemmti- legra að teikna ef maður finnur að heldur betur hafi tekizt til, en þótt maður sé að vinna með gamansömu hug- arfari þá er það ekki svo einfalt því það er auðvelt að hafa endaskipti á gamni og alvöru. Sú mynd sem maður gerir er séð með þeim augum sem hún sýnir.“ „Skemmtir þú þér jafn mikið yfir myndunum eins og flestir þeirra sem fylgjast með þeim daglega?" „Það er allt öðruvísi fyrir mig. Það er oft skemmtilegt að móta hugmyndina, en það er ef til vill ekki fyrr en löngu seinna ef maður sér mynd- irnar aftur að maður sér á þeim aðra hlið og það getur verið skemmtilegt." „Samkvæmt myndum þín- um þá ert þú vel inni í því sem er að gerast í þjóðfélaginu." „Það er vegna þess að ég les öll blöðin vendilega og það er mikið verk. Þetta þarf ég að gera til þess að vita hvað er að ske, til þess að ég geti tínt saman mörg atriði sem ég túlka ef til vill síðan á minn hátt í einu atriði í mynd með mörgum öðrum atriðum. Maður þarf því oft að vita eitt og annað til þess að smáatriði í teikningu geti túlkað langa sögu.“ - á.j. Alþjóðleg teikni- samkeppni barna 10 myndir sendar frá íslandi Á s.l. vori var íslenskum börnum, 11 ára og yngri, gefinn kostur á að taka þátt í alþjóðlegri teikni- samkeppni sem efnt var til af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN- ESCO), Barnahjálp S.Þ. og Flóttamannastofnun S.Þ. Samkeppni þessi tengdist alþjóðaári barnsins, en við- fangsefni myndanna skyldi vera „líf fólks árið 2000“. Nokkur hundruð mynda bárust í samkeppnina hér á landi. Skipuð var dómnefnd til að velja 25 bestu myndirnar, en af þeim voru 10 valdar til að senda utan til aðalstöðva UNESCO til þátttöku í keppni um alþjóðleg verðlaun. Ein mynd frá hverju þátttökulandi var síðan valin til að vera á farand- sýningu á vegum UNESCO. í íslensku dómnefndinni áttu sæti Þórir Sigurðsson, námsstjóri, myndlistarkennararnir Guðrún Nanna Guðmundsdóttir og Jón Reykdal og grunnskólanemend- urnir Dagur Eggertsson, Freydís Kristjánsdóttir og Pétur Gautur Svavarsson. Höfundar þeirra 10 mynda sem sendar voru utan til þátttöku í alþjóðlegu samkeppninni eru: Ardís Olgeirsdóttir, Reykjavík, nemandi í Árbæjarskóla, Ás- mundur Örnólfsson, Sigmundar- stöðum, Þverárhlíð, nemandi í Varmalandsskóla, Baldur Gunn- arsson, Hafnarfirði, nemandi í Víðistaðaskóla, Guðmundur Er- lendsson, Kópavogi, nemandi í Kópavogsskóla, Jóhanna Kristó- fersdóttir, Akranesi, nemandi í Barnaskóla Akraness, Kristján Kristmannsson, Sandgerði, nem- andi í Barnaskólanum í Sandgerði, Margrét Valdimarsdóttir, Hafnar- firði, nemandi í Víðistaðaskóla, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Hafnarfirði, nemandi í Víði- staðaskóla, Snorri Páll Einarsson, Kópavogi, nemandi í Kópavogs- Verðlaunahafarnir ásamt Vilmundi Gylfasyni menntamálaráðherra. skóla, og Þórir Jónsson, Kópavogi, nemandi í Kópavogsskóla. Mynd Guðmundur Erlendssonar var valin sem íslensk mynd á farandsýningu UNESCO. Höfundar þessara 10 mynda, svo og þeirra 15 sem næstar komu að mati íslensku dómnefndarinn- ar, hljóta viðurkenningu frá UN- ESCO. Fimmtudaginn 13. þ.m. var þeim börnum sem gert höfðu myndirnar tíu, er sendar voru utan, boðið í menntamálaráðu- neytið ásamt myndmenntakenn- urum þeirra og börnunum afhent sérstök bókaverðlaun frá ráðu- neytinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.