Morgunblaðið - 19.12.1979, Side 19

Morgunblaðið - 19.12.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 19 ÓliValur Hansson: Getur þú hugsað þér jól án lifandi blóma? Hýasintur hafa lengi verið kjörblóm íslenskra heimila á jólahátíðinni. Hvers vegna? Þær hafa unaðslega ilmrík blóm. Þær varpa hátíðarblæ á umhverfið. Þær auka jólastemmn- inguna. Blóma framleióendur NU eru aðeins fáir dagar til jóla og jólaundirbúningur á heimilum í fullum gangi. í því sambandi hafa ýmsar venjur fest hér rætur, sem gegna því hlutverki að gera há- tíðahaldið sem eftirminnilegast. Hér er nærtækast að nefna hið hefðbundna jólatré með kertaljós- um og tilheyrandi skrauti. Mörgum þykir einnig ómissandi að hafa ekki einhverjar skreyt- ingar á borðum til augnayndis og hátíðarbrigða. Slíkar skreytingar geta í sjálfu sér verið margskonar og á marg- víslegan hátt gerðar. Aðaluppistaðan í sumum jóla- skreytingum er kertaljós umvafið greni, mosa, könglum og öðru litríku skrauti. í öðrum skreyting- um eru það lifandi blóm sem leysa kertaljósin af hólmi. Á jólahátíðinni, þegar mesta skammdegið grúfir yfir, kjósa mörg heimili að njóta lifandi blóma. í þessu sambandi er um sitthvað að velja að þessu sinni eins og undanfarin jól, þótt úrvalið sé ætíð takmarkaðra en á öðrum árstímum. Það er þá fyrst að nefna hýas- intur sem smám saman eru að verða aðal-jólablómin. Svo bundin eru þessi litmildu og ilmsætu blóm við jólin, að utan þess tíma sjást þær lítið í blómabúðum hérlendis. Mörgum þykir sem snotur hýas- intuskreyting setji meiri há- tíðablæ á jólahaldið en aðrar skreytingar megna, laði betur fram jólastemmninguna. Hvort sem slík skreyting hefur verið gerð með eigin höndum eða unnin af fagfólki, þá skilur hún ætíð góðar minningar eftir sig. Það gera reyndar öll lifandi blóm, því þau minna ætíð á hina undursamlegu og fjölbreytilegu náttúru sem nærir og fóstrar mannveruna og hljóta þannig að snerta tilfinningarnar. Fyrir utan hýasintu, sem einnig nefnist goðalilja, eru oftast fáan- legir litríkir afskornir túlipanar, ilmandi margblóma hátíðaliljur, tilkomumiklar riddarstjörnur auk hins fágæta kóralviðar. En allt eru þetta afskorin blóm sem taka sig vel út í hæfilega stórum blómavasa, og varpa há- tíðarljóma á vistarverur manna, Ýmsar pottaplöntur sem á þess- um tíma eru í blóma eru einnig glaðleg jólablóm. Þar ber hæst hina tígulegu jólastjörnu, en ekk- ert síðri eru í sjálfu sér nóvem- berkaktus og jólakaktus eða þá kóraltoppur (ástareldur) og stofu- alparós sem án þess að vera raunveruleg rós er þegar byrjuð að skarta sínum rauðu og rauð- bleiku blómum og mun reyndar halda því áfram fram eftir vetri. Hvernig á svo að hirða um jólablómin svo þeirra verði notið sem lengst? Um öll afskorin blóm gildir að þau lifa lengst ef þau búa ekki við allt of mikinn hita. Sérstaklega er það atriði að geyma þau á svölum stað á næturnar. Gildir þetta einnig um hýasintuskreytingar. Hýasintur standa á lauk, en rætur hans eru svo takmarkaðar að þær eiga erfitt með að ná miklu vatni. Vökvið þær því aldrei mjög mikið í senn svo laukurinn komi ekki til mað að standa í vatni, hins vegar er nauðsynlegt að sæmilegur raki haldist ávallt umhverfis hann. Fylgist því með þessu daglega. Sama gildir um vatnið í vösum með afskornum biómum. Fyrir laukblóm er ekki æskilegt að hafa mjög mikið vatn í blóma- vösum. Ágætt er að setja Chrysal plöntufæðu í vatnið, en í hennar stað má nota l teskeið af sykri og annað eins af ediki í hvern 'k lítra. Hvorutveggja lengir líf af- skorinna blóma. Síðan má bæta í þetta vatni eftir þörfum, en sé engin plöntu- fæða notuð, er best að endurnýja vatnið annan hvern dag. Um pottablómin er það að segja að þau þarf að vökva með gætni. Jólastjarnan þolir ekki ofþornun því þá skrælna blöðin. Moldin má þó heldur ekki vera að staðaldri blaut, því þá fá ræturnar ekki nægilegt súrefni. Blöðin falla þá af. Alparósin stendur oftast í mjög torkennilegum jarðvegi, sem þolir aldrei að þorna alveg. Skal daglega aðgæta með vökvun, en samt forðast ofvökvun. Einkum ber að varast að láta vatn standa að staðaldri í undirskálum undir plöntum. Gleðileg jól. ÓIi Valur Hansson. Briflge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Stjórn BSÍ hefsta handa Fyrir skömmu hélt nýkjörin stjórn Bridgesambandsins fund og hófst hann með því að forseti bauð stjórnarmeðlimi velkomna til starfa. Þá skipti stjórnin með sér verkum. Varaforseti verður Ríkarður Steinbergsson, gjaldkeri Aldís Schram, ritari Guðmundur Sv. Hermannsson og Jakob R. Möller mun annast erlendar bréfaskriftir. Jón Páll Sigurjónsson sat í fyrrverandi stjórn og skýrði hann hinni nýju stjórn frá undirbún- ingi fyrir íslandsmót 1980. Und- anúrslit sveitakeppni verða spiluð á hótel Loftleiðum 2.-4. apríl og úrslitin á sama stað 30. apríl til 4. maí. Þá er enn verið að athuga með húsnæði fyrir tvímenninginn. Keppnisgjöld fyrir sveitakeppn- ina voru ákveðin kr. 50 þúsund. Samþykkt var að taka þátt í Evrópumóti unglinga sem fram fer í Tel Aviv ef kostnaður verður innan hæfilegra marka. Bridgefélag Reyðarfjarðar & Eskif jarðar Meistaramóti félagsins í tvímenningi lauk h. 11. des. 15 pör tóku þátt i keppninni og voru spilaðar 5 umferðir. Félagsmeist- arar urðu Jóhann Þorsteinsson og Hafsteinn Larsen með 956 stig. Röð hæstu para: Ásgeir — Þorsteinn 876 Hallgrímur — Kristján 853 Friðjón — Jónas 827 Aðalsteinn — Sölvi 807 Áskell — Guðmundur 797 Bogi — Kristmann 795 Guðmundur — Hermann 784 I annarri umferð (14 pör) fengu Jóhann og Hafsteinn 230 stig, meðalskor 156. Sveitakeppni félagsins hefst 8. janúar 1980. Bridgefélag Hornafjarðar Nú stendur yfir 5 kvölda aðal- tvímenningur hjá Bridgefélagi Hornafjarðar. Staðan eftir 3 kvöld er: stig Jón G. Gunnarsson — Eiríkur Guðmundsson 568 Karl Sigurðsson — Ragnar Björnsson 527 Björn Júlíusson — Ragnar Snjólfsson 505 Árni Stefánsson — Jón Sveinsson 490 Gunnhildur Gunnarsdóttir — Svava Gunnarsd. 487 Kolbeinn Þorgeirsson — Gísli Gunnarsson 487 Skeggi Ragnarsson — Ingvar Þórðarson 487 Björn Gíslason — Kristján Ragnarsson 486 Birgir Björnsson — Sigfinnur Gunnarsson 472 Högni Kristjánsson — Ármann Guðmundsson 460 Magnús Pálsson — Friðþór Harðarson 424 Næst verður spilað 3. janúar 1980. Jólablómin í ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.