Morgunblaðið - 19.12.1979, Page 23

Morgunblaðið - 19.12.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER, 1979 23 Pólland: 75 enn í haldi Varsjá, 17. desember. AP. 75 PÓLSKIR andófsmenn voru áfram í fangelsi í dag, á níu ára afmæli óeirðanna miklu, þegar að minnsta kosti 55 manns létu lífið í mótmælaaðgerðum gegn verðhækkunum á nauðsynja- vöru, en í kvöld fara fram sálumessur í Varsjá og Wroclaw. Formlegar hand- tökuheimildir voru gefnar út vegna 11 þeirra 75, sem hand- teknir hafa verið síðustu daga, en alls hefur lögreglan haft afskipti af 108 manns. Tilgangur yfirvalda með þessari áreitni er að reyna að koma í veg fyrir minningar- athafnir og mótmæli. Anka Kowalska, sem er í hópi þeirra, sem skipuleggja andófið, sagði að þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að koma í veg fyrir hvers konar aðgerðir, hefði and- ófsmönnum tekizt að koma fyrir 14 þúsund veggspjöldum í Varsjá, en á spjöldunum eru hvatningar- orð og tilmæli um að koma til sálumessu í minningu þeirra, sem létu lífið í Gdansk og Gdynia fyrir níu árum. Misheppnað geimskot ^ París, 16. des. AP. Reuter. Á LAUGARDAGINN mistókst að skjóta á loft frá Kourou-geim- rannsóknastöðinni i Frönsku Guiana evrópsku eldflauginni Ariane, sem flytja átti f jarskipta- hnött út í geiminn. í Ijós kom bilun á eldsneytisleiðslu í einum af fjórum hreyflum flaugarinnar, og er viðgerð nú hafin, en við- gerðin tekur að minnsta kosti viku. Ariane-eldflaugin er 47 metra há og vegur hlaðin um 200 tonn. Það eru nokkur lönd í Vestur- Evrópu, sem standa að smíði hennar, en stærstu aðilarnir eru Frakkar og Vestur-Þjóðverjar. Hefur undirbúningur eldflaugar- innar staðið í 18 ár, og fyrirhugað er að skjóta fjórum flaugum á loft í tilraunaskyni. Heppnist að minnsta kosti tvö skotanna, er ætlunin að koma upp kerfi fjar- skiptahnatta frá og með árinu 1981. Völdu Kambódíu Camp Rehou, Kambódíu, 17. desember. Reuter. TUGÞÚSUNDIR kambód- ískra flóttamanna, sem áttu um það að velja að fara í flóttamannabúðir í Thai- landi eða þjappa sér saman innan landamæra tóku síðari kostinn, en að undanförnu hefur þetta fólk dreifzt um allstórt svæði beggja vegna landamæranna. Forstöðumenn mjög fjöl- mennra flóttamannabúða í Knao-I-Dang 12 kílómetra innan, við landamærin, Thai- landsmegin, segjast uggandi um að flóttafólkið verði ekki til frambúðar í Kambódíu, þar sem yfirvofandi sé stór- sókn Víetnama, eða leppa þeirra, í Norðvestur-Kambó- díu. Húsgögn sem aöeins fást í Vörumarkaðinum Furuhjónarúm 8 tegundir. Falleg og vönduö. Verð viö allra hæfi. Furueinstakl. rúm 3 stærðir, á góöu veröi. Furuskápar ólitaöir eöa bæsaðir brúnir. Verð frá kr. 113.500- Furusófasett-áklæöi einlitt brúnt. 3ja sæta - 2ja sæta-stóll kr. 270.000.-. Sófaborð kr. 49.800,- Hornborð kr. 35.600,- Brúnbæsuö furuskrifborð. Stærð 60x120 kr. 59.000,- Nýkomin leóursófasett leð furugrind Pinnasólar og borö í úrvali. Bambus og tágahúsgögn. Létt bambussett sófi - 2 stólar +1 borð frá kr. 122.200,- Falleg bambussófasett með pullum 3 teg. Bambusrúm brún og Ijós. Bambus og tágahillur, bambusspeglar. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Sími 86112. © J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.