Morgunblaðið - 19.12.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979
29
5VAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég er ekkja, ok ég er haldin óstjórnlegri löngun til að
kaupa nýja hluti, hvort sem þarfnast þeirra eða ekki.
Hibýli mín eru full af óþörfu glin>cri. Af hverju geri ég
þetta? í raun og veru hef ég ekki ráð á þessu.
Sálfræöingar segja, aö óstjórnleg þörf á að eignast
hluti stafi af öryggisleysi. Þaö er eölilegt að kaupa sér
hluti, sem okkur vanhagar um, en óeðlilegt aö kaupa
það, sem við þurfum ekki á að halda, og enda svolítið
kjánalegt.
Margar nútímakonur eru haldnar þessu kaupæði.
Það er skemmtilegt að fara í búðir og verzla. Ég skal
ekki draga dul á það, að ég hef gaman af því. En ég
leyfi mér ekki neinar öfgar, og eins er um allt
heilbrigt fólk. Þessi eftirsókn í alls konar muni er
einkenni á veraldarhyggju okkar tíma, og það eru
hliðarverkanir þessa sjúkdóms að sanka að sér glingri
og fötum.
Sá, sem haldinn er kaupæði, fær aldrei nóg, ekki
frekar en eiturlyfjasjúklingurinn. Hver verzlunar-
ferðin rekur aðra, alveg eins og einn „Skammtur“
örvar sjúklinginn til næsta „skammts“.
Maður, sem hendist á milli verzlana, ætti að lesa
með íhugun og bæn þessi orð Jesú: „Þótt einhver hafi
allsnægtir, þá er líf hans ekki tryggt með eigum hans“
(Lúk. 12,15). Hjartað hlýtur ekki saðning af hlutum.
Þrá þess er í raun og veru hungur eftir Guði.
Davíð sagði: „Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir
sál mín þig, ó, Guð“. Hlutir eru góðir og nytsamlegir,
en þeir eiga sinn tiltekna sess. Þeir mega aldrei ganga
fyrir Guði.
Minning:
Júlíus Alexand-
er Hjálmarsson
Fæddur 31. júlí 1892.
Dáinn 10. desember 1979.
Hinn 10. desember dó á Landa-
koti afi minn Júlíus Alexander
Hjálmarsson. Hann var fæddur
hinn 31. júlí 1892 að ísólfsskála í
fluttur í flýti á Landakotsspítal-
ann í Reykjavík mjög veikur.
Hann lá þar á spítalanum í
u.þ.b. einn mánuð. Svo kom að því
að Guð tók hann til sín og nú er
hann þó á góðum stað.
Eg kveð elsku afa minn og
þakka honum fyrir alla samfylgd-
ina.
Og mig langar til að láta þetta
ljóð fylgja.
Sýn mér, sólar faðir,
sjónir hœrri en þessar,
málið mitt er síðast
miklar þig og blessar.
Sýn mér sœtt i anda
sæla vini mina,
blessun minna barna
burtfór mina krýna.
(M.J.)
Aslaug Gunnarsdóttir.
MYNDARLEGAR
JÓLAGJAFIR
LJOSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.
LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SlMI 85811
5NI
Grindavík. Foreldrar hans voru
Helga Guðmundsdóttir og Hjálm-
ar Guðmundsson. Þegar hann var
sex ára gamall fluttist hann með
foreldrum sínum að Þórkötlu-
stöðum í sömu sveit. Þar ólst hann
upp við venjuleg störf til sjós og
lands. Hann giftist eftirlifandi
konu sinni Áslaugu Theódórsdótt-
ur hinn 22. nóvember 1936. Þau
áttu saman tvö börn: Hjálmar
Júlíusson, 4. nóvember 1937, og
óskírða dóttur, 16. desember 1944
en hún dó 8. febrúar 1945, aðeins
þriggja mánaða gömul. Hann átti
einnig tvö fósturbörn, Bryndísi
Björgvinsdóttur, 25. janúar 1936
og Helga Theódór Anderssen, 15.
maí 1933.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja afa og ömmu og mest þótti
mér gaman að sjá kindurnar og
lömbin hans afa og eitt sinn gaf
hann mér fallegt svart lamb.
Afi var mjög góður við okkur
krakkana og ég held honum hafi
þótt eins vænt um okkur eins og
okkur um hann.
Svo breyttist allt, hann veiktist
og lá í rúminu þangað til hann var
BÓKMENNTAVIÐBURÐUR
‘Sjnn’
Hannes Rétursson 0,71 ^^kapeftir
KVÆEAFYLGSNl HALUMtesoN
í þessari bók er brugðið upp
eftirminnilegum svipmynd-
um af Jónasi Hallgrímssyni,
lifi hans og list. Og Hannes er í senn nógu kröfuharð-
ur fræðimaður og listfengur rithöfundur til að fjalla
um þetta efni á þann hátt sem því er samboðinn. Bók
hans er reist á viðtækri heimildakönnun og snilldarvel
rituð.
- Bræðraborgarstíg 16 Slml 12923-19156
„...lestur bókarinnr er skemmtun og hátíð sem
heldur áfram allt kvöldið og alla nóttina og langt
fram á morgun, og allt uns síðasta blaði er flett.“
(JS/Tíminn). „Útkoma Kvæðafylgsna er mikill bók-
menntalegur viðburður.“ (Jón Þ. Þór/Tíminn).
„Eins og vænta mátti er öll bók Hannesar hin læsileg-
asta enda skrifar þar skáld af umhyggju og ástúð um
annað skáld.“ (Heimir Pálsson/Helgarpósturinn).
„Vinnubrögð Hannesar eru einstaklega vönduð og
oft til hreinnar fyrirmyndar.“ (Helga Kress/Dag-
blaðið).
— í einu orði sagt: KJÖRGRIPUR
: 1 I
I .