Morgunblaðið - 21.12.1979, Side 9

Morgunblaðið - 21.12.1979, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 9 Pólverji í Gallerí Suðurgötu 7 Það er ekki á hverjum degi, sem við fáum Pólverja í heim- sókn með listaverk sín. En nú yfir jólatíðina er einn slíkur á ferli með myndir sínar í Suð- urgötu 7. Hann hefur verið við nám í Lundi, og því hefur honum tekist að ferðast hingað og gera nokkrar mynd- ir hér á landi í kompaníi við móður náttúru, samkvæmt fregnum í blöðum okkar ef mér skilst rétt. Það er undir- titill á þessari sýningu, svo- hljóðandi: „The universe is the greatest piece of art“. Þetta er í sjálfu sér ágæt setning, en margir eru nú þeirrar skoðun- ar, að náttúran sé ekki lista- verk, fyrr en maðurinn hafi raskað svolítið við henni og þá fyrst verði hugtakið list til. Ekki fer ég meira út í þá sálma, svo að ég haldi höfði, en missi ekki andlitið. JACEK TYLICKI heitir þessi Pólverji. Hann hefur sérstæðan hátt á myndgerð sinni, sem er unnin í samvinnu Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON við vatnsföll í að minnsta kosti þrem löndum: Svíþjóð, Póllandi og á íslandi. Ymis fljót koma þarna við sögu, og af hérlendum eru það Elliða- árnar, sem brillera. Oft nær listamaðurinn myndrænum tilþrifum með lit og veðrun á pappír, en það fer heldur ekki millum mála, að nokkuð virð- ast hlutirnir verða tilviljun- arkenndir á stundum. Það er ekki aðeins litur og vatn, sem gerir þessar myndir, einnig er í þessum verkum að finna eins og steingervinga eftir ýmis- legt, aðallega gróður og lauf. Stráin leika einnig sinn þátt í myndsköpun Jacek Tylicki. Það eru nokkuð mörg verk á þessari sýningu, en samt er ekki um mjög auðgugan garð að gresja. Þessi verk eru dálítið líkt tilkomin og því ekki fjarri að um endurtekn- ingar sé að ræða. Aðallega á ég þar við, að allt er þetta gert á sama máta, enda þótt fljótin séu í mismunandi löndum og auðvitað gróðurinn í samræmi við það. Þessi sýning er ekki alveg í þeim anda, sem einna mest hefur verið á ferðinni í Gallerí Suðurgata 7. En hún er gott frávik frá hugmynda- fræði og öðru sem þar hefur verið til sýnis. Jólatíð á íslandi er ekki góður tími til að sýna mynd- list. Sú var tíðin, að engum datt til hugar að sýna í desember. En nú er annað. Ekki man ég eftir jafn mörg- um sýningum á þessum tíma árs og einmitt nú. Er þetta til góða eða? Þessu verður að svara, en reynsla hefur veru- lega fengist fyrir sýningum á þessum árstíma. Pólverjar hafa verið mjög athafnasamir í myndlist að undanförnu, og væri gaman að fá að sjá meira af list þeirra. Það eru ekki svo mörg ríki fyrir austan tjald, sem akkur er í að sjá myndlist frá, en Pólland hefur þar sérstöðu, hvað þessu veldur vita menn mæta vel, og ef til vill þurfa menn að komast úr landi til að geta haldið sýningar sem þessa í Suðurgötu 7. 43466 MIÐSTÖÐ FASTEIGNA- VIÐSKIPTANNA, GÓÐ , ÞJÓNUSTA ER TAK- MARK OKKAR, LEITIÐ UPPLÝSINGA AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Aóalstræti 6 sími 25810 29277 EIGNAVAL n 2ja herb. — Kópavogur Til sölu falleg 2ja herb. íbúð á neðri hæö í tvíbýlishúsi við Löngubrekku í Kópavogi. Sér- inngangur. Verð 17,5—18 millj. Útborgun 13 milljónir. Allar nánari upplýsingar um íbúð þessa eru gefnar í dag í síma 20134 EIGNAVAL./I Miöbæjarmarkaöurinn Aöalstræti 9 sími: 29277 (3 línur) Grétar Haraldsson hrt. Biami Jónsson s. 20134. 29555 Háaleitishverfi — Fossvogur Höfum kaupanda aö raðhúsi, sérhæö eöa einbýlishúsi í ofangreindum hverfum, fleiri staöir koma til greina. Greiösla viö kaupsamning allt aö 25 millj. útb. á einu ári allt aö 40—42 millj. Mosfellssveit Höfum til sölu mjög vandaöa 3ja—4ra herb. risíbúö 80 ferm í tvíbýlishúsi, bflskúr, ný gler í gluggum. Hagkvæm lán áhvflandi. Höfum kaupendur aö 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúöum í Reykjavík, Kópavogi, Garöabæ og Hafnarfiröi. Leitiö upplýsinga um eignir á söluskrá. Eignanaust v/Stjörnubíó. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU UGI.YSINGA- SIMINN KR: 22480 • Hægt aö tengja viö 2 aukahátalara. • Tveir microphonar innbyggöir. • Hægt aö tengja beint viö magnara. • Svona er hægt aö halda áfram aö þylja upp en sjón og heyrn er sögu ríkari. • TVC feröatækin bíöa eftir þér. Þau eru ófeimin. , , _________ JVC ferðaútvarps- og kassettutækin eru löngu iandsfræg fyrir mikil gæöi, fallegt útlit og síðast en ekki sízt mikla endingu. Meöal atriöa má nefna: • 4—6 bylgjur, FM stereó. • Ganga fyrir rafmagni, rafhlööum + 9—12w fyrir bílinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.