Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
Upphafiö að þessu öllu saman
er þaö, að við Snædís dóttir mín
fórum í bæinn og fengum hvergi
keypt ævintýrið um Tíu litla
negrastráka. Eg hafði verið að
raula vísurnar fyrir hana heima
og nú átti að festa kaup á
bókinni, en við gripum í tómt.
Mér datt þá bara í hug að gefa
negrastrákana út. Afi minn var
höfundur textans og teikn-
ingarnar voru eftir Mugg,
ömmubróður minn, þannig að
þegar hugmyndin var fengin,
voru hæg heimatökin varðandi
höfundarréttinn. Ég fékk svo
Hafstein Guðmundsson í Þjóð-
sögu í lið með mér og það var
ákveðið, að gróðinn af fyrirtæk-
inu skyldi fara í veizluhald fyrir
eigendur höfundarréttar og af-
komendur þeirra. Og það var í
þessari veizlu, sem Helga föður-
systir mín, kona Rögnvalds Sig-
urjónssonar, færði það í tal við
mig, að ég skrifaði sögu Rögn-
valds því hann væri hættur að
spila. Satt að segja leizt mér
afleitlega á hugmyndina. En
þetta var ágætis veizla og ég gat
ómögulega fari að eyðileggja
hana með þveru neii. Það leiddi
svo hvað af öðru, að íslenzk æska
fékk sína negrastráka, Rögn-
valdur fór aftur að spila og ég er
orðin alvörurithöfundur, eða að
minnsta kosti tveggja bóka
manneskja.
Sjálf verð ég þó að þakka þetta
fleirum en negrastrákunum.
Líka Indriða G. Þorsteinssyni.
Þegar ég var blaðamaður á
Tímanum var Indriði upp á sitt
bezta sem ritstjóri, alltaf upp-
fullur af hugmyndum. Honum óx
í augum það pláss, sem minn-
ingargreinarnar tóku, og einn
góðan veðurdag kom hann með
hugmyndina um íslendingaþætt-
ina. Brotthvarf minningargrein-
anna úr Tímanum þýddi svo það,
að þar opnaðist heilmikið pláss á
hverjum degi. Og þá voru menn
sendir í viðtöl út og suður. Ég
var slökust í fréttunum. Það var
haft til marks úm frétta-
mennsku mína, að ég hefði spurt
um það hvernig útgerðin á Hellu
gengi. Ég fékk því viðtölin á
mína könnu og satt að segja var
ekki með neinu móti hægt að
neita honum Indriða, þegar
hann kom og sagði: Bjargaðu
mér, gamla hross. Ég sit uppi
með tómar innsíður. Maður
bráðnaði eins og smjör og viðtöl
urðu mín kvöl og mín ástríða.
Þess vegna hafa persónuviðtöl
alltaf átt ítök í mér.
Ég hugsa, að það hafi haft
einhver áhrif á það, að ég gat
ekki neitað henni Helgu> þótt ég
hafi verið hætt blaðamennsk-
unni, þá fannst mér alltaf erfitt
að detta alveg út úr henni. Ég
gekk lengi með þessa hugmynd
og velti henni fyrir mér. Ég
stúderaði hin og þessi ævisagna-
rit og fyrir rest komst ég að því,
að ég gæti með blaðamennsk-
unni ef til vill gert ýmsa
skemmtilega hluti með Rögn-
valdi. Svona samtalsbækur eru
að vissu leyti sköpun. Það er ekki
bar að skrifa niður eitthvað sem
menn segja. Það þarf að toga
ýmislegt út með töngum, annað
verður að sækja með sálfræði-
legum brögðum. Og umfram allt
verður maður að skynja þann,
sem rætt er við. Upplifa persónu
hans.
Það er eitt sem ég tamdi mér
fljótlega í mínum blaðaviðtölum,
og það er að halda sjálfri mér
utan við samtalið. Gjörsamlega.
Ég er ekki að segja, að það sé
eina rétta aðferðin, en fyrir mig
hentar hún bezt. Mér finnst ég
persónulega ekki koma þessu
við, nema þá sem miðill fyrir
þann, sem hefur orðið. Ég á
mjög erfitt með að skrifa frá
eigin brjósti. Hann Björn Vignir
á Helgarpóstinum var til dæmis
að biðja mig að gerast blaða-
maður í einn dag. Ég settist
niður og ætlaði að skrifa
Spjallað við
Guðrúnu Egilson
í tilefni af tveimur
samtalsbókum við
Rögnvald Sigurjónsson
saman
skemmtilega grein um jólastúss-
ið á heimilinu. Það bara gekk
ekki.Ég þvældist bara fyrir
sjálfri mér. Svo valdi ég annað
viðfangsefni og þá var ég óstöðv-
andi.
Blaðamennska og bókmenntir
eru auðvitað náskyld fyrirbæri
enda þótt stundum sé talað með
upphafningu um annað en fyrir-
litningu um hitt. Munurinn er
fyrst og fremst sá, að blaða-
maðurinn skrifar undir tíma-
pressu, en rithöfundur getur
gælt við viðfangsefnið og snur-
fusað það á alla kanta, áður en
hann lætur það frá sér. Samtals-
bækur hafa að miklu leyti þróast
upp úr blaðamennskunni, og það
er ekki laust við að þær gjaldi
þess, því að það er ekki talað um
þær af sömu virðingu og
skáldskap, sem að sjálfsögðu
byggir alltaf á einhverjum raun-
veruleika í bland. En ég held að
það sé ekkert auðveldara að
skrifa samtalsbók en skáldverk.
Kannski er það að sumu leyti
erfiðara. Það sker manni auðvit-
að dálítið þröngan stakk, þegar
maður er bara að fjalla um eina
persónu, sem þar að auki er
bráðlifandi. Það er ekki hægt að
endasenda henni út um allar
trissur eftir eigin geðþótta til
þess að gera bókina skemmti-
legri.
En þetta er eins og önnur
bókmenntaiðja að þvi leyti, að
það verður að skapa heild.
Verkið verður að hafa sitt ris og
hnig, upphaf og endi. Það lýtur
nákvæmlega sömu lögmálum og
önnur bókmenntaverk.
En driffjöðrin er sögumaður-
inn sjálfur. Rögnvaldur er
makalaust hispurslaus maður og
hefur gríðarlegan húmor. Hann
getur gert botnlaust grín að
sjálfum sér og hlegið sig í hel.
En hann fer ekki illa með aðra í
sínum húmor. Það er ef til vill
sérstakur eiginleiki hjá Islend-
ingi. Rögnvaldur er sannkall-
Rögnvaldi. Ég finn vafalaust
aðra persónu, sem mér líkar.
Þannig verður það að vera. Ég
get ekki hugsað mér að vaða
beint á bláókunnugt fólk, sem ég
næ svo engu sambandi við.
Stundum lenti ég í slíku í
blaðamennskunni. Það var
hræðilegt. Það er með þetta eins
og Rögnvaldur segir einhvers
staðar. Hann segist ekki spila
verk, sem ekki höfði til hans.
Þau verða að falla honum í geð.
Annað getur hann ekki túlkað.
Það er ekki hægt að skapa neitt
úr því, sem ekki höfðar til
manns. Slíkar tilraunir eru
dæmdar til að missa marks.
En ég trúi því staðfastlega, að
það mannlega í okkur eigi erindi
til annarra, ef það er vel gert.
Mér er illa við þessa trú á
sérhæfingu, sem er að ryðjast
yfir allt og alla. Þessi trú kemur
meðal annars fram í menning-
arfordómum; menningarfordild
og ménningarfyrirlitningu. Fólk
útilokar sig frá vissum hlutum
og hættir að tala saman. Mér
finnst það satt að segja
stórhættulegt. Það eiga allir að
geta talað saman, hvort sem um
er að ræða útróðrakall á Hellu
eða píanista í Reykjavík.
- fj-
Það
eiga
allirað
geta talað
aður lífskúnstner. Annað er ekki
hægt að kalla mann, sem hefur
jafn gaman af tilverunni, þrátt
fyrir öll þau skakkaföll, sem
hann hefur orðið fyrir. Þessar
bækur eru fyrst og fremst per-
sónusaga hans. Ég heyrði þá
gagnrýni á fyrri bókina, að
mönnum þætti hún ekki nógu
fagleg. Sumir virtust óttast það
að þetta væri einhver sérstök
tónlistarbók, en tónlistarfólk
sagði hana vera of litla fagbók
fyrir þess smekk. Auðvitað er
tónlistarferillinn hreyfiaflið í
lífi Rögnvalds, en þessar bækur
eru fyrst og fremst persónusaga
hans. Og Rögnvaldur er að mínu
viti fágætlega skemmtileg per-
sóna. Sjálf er ég ekki tónlistar-
manneskja fyrir tíu aura.
Ég hef verið beðin um að taka
að mér aðra persónu og skila
henni á bók. En ég ætla að
hinkra við. Það er svo mikil
reynsla að eiga svona við eina
persónu í tvær bækur, að ég verð
að hvíla mig. Þetta er einhvers
konar andlegt fyllerí. Maður fær
timburmenn á eftir.
Ég er þó ekki svo alvarlega
haldin, að ég sé orðin kvenútgáfa
af Rögnvaldi. Reyndar stend ég
mig stundum að því að herma
eftir honum. Og það var oft,
þegar við höfðum spjallað saman
og ég var byrjuð að skrifa, að
það vantaði eitt og annað inn í.
Ég samdi það þá bara upp úr
þeim staðreyndum, sem ég vissi.
Og Rögnvaldur fullyrti eftir á,
að einmitt svona hefði hann sagt
mér frá þessu. Þá hló ég oft með
sjálfri mér. Það var gaman að
þessu.
En ég get vel hugsað mér að
halda þessu áfram, þegar ég hef
tekið út mína timburmenn af