Morgunblaðið - 21.12.1979, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
vorur
í glæsilegu
úrvali
Herrar!
hér kemur jólagjöfin,
handa eiginkonunni, unnustunni
eöa dótturinni. Þaö er stóllinn
Femina!
fæst í Skeifunni,
Smiöjuvegi 6, Kópavogi.
VERIÐ
VELKOMIN
Starmix
ryksugan hefur
þessakosti
— þægileg í vinnu
— fallega hönnuð
— mikinn sogkraft
— stillanlegan sogkraft
— ljós, sem gefur til kynna, þegar skipta þarf um poka
— dregur inn í sig snúruna
— geymir rörin i sér sjálfri
— mismunandi eiginleikar eftir gerðum
Hinar ýmsu gerðir Starmix ryksugunnar hafa flesta
eða alla þessarra kosta — og jafnvel fleiri kosti.
Starmix ryksugan er nefnilega til í ýmsum útgáfum
við flestra hæfi.
Starmix hefur reynst frábærlega vel hérlendis, enda er
hún ein vinsælasta ryksugan á íslandi.
Fullkomin viðhalds- og varahlutapjónusta.
VERSUUNIN
PFAFF
Skólavöróustig 1-3 Bergstaóastræti 7 Simi 26788
Frystikista
og isskápur
FRYSTIKISTA og ísskápur nota
um 30% af raforku heimilisins og
jafnvel enn meira ef ekki er gætt
hagsýni í notkun þeirra. Hér á
eftir fara nokkur húsráð um
hagkvæma notkun þessara
tveggja heimilistækja.
1. Hæfilegt hitastig í frystikistu
er -18°C. Við hverja gráðu
sem hitinn er lækkaður um-
fram þetta eykst orkunotkun-
in verulega. Við -25°C er hún
40% meiri en við -18°C.
2. Hæfilegt hitastig í ísskáp er
+5°c. Lægra hitastig leiðir til
aukinnar rafmagnsnotkunar.
Kaupið hitamæli og fylgist
með hitastiginu í ísskápnum
og frystikistunni.
3. Hafið frystikistuna í eins
köldu herbergi og mögulegt er.
Við hverja gráðu sem herberg-
ishitastigið er lækkað minnk-
ar orkunotkunin um allt að
5%.
4. Komið frystikistu og ísskáp
þannig fyrir að loft eigi greið-
an aðgang að bakhliðum
þeirra. Ef ísskápur er inn-
byggður í innréttingu verður
að gera sérstakar ráðstafanir
til að tryggja eðlilega loft-
ræstingu.
5. Hreinsið ló, kusk og önnur
óhreinindi sem safnast fyrir á
varmaskiptibúnaðinum á bak-
hlið tækjanna ekki sjaidnar en
tvisvar á ári.
6. Gætið þess að hurðir séu vel
þéttar og haldið þeim ekki
opnum lengur en brýn nauð-
syn krefur.
7. Hrímmyndun í frystikistu og
frystihólfi ísskápsins eykur
orkunotkunina verulega.
Nauðsynlegt er því að þíða
hrímið reglulega og fylgja
leiðbeiningum framleiðanda
þar um. ísskápinn ætti að
afhríma ekki sjaldnar en
hálfsmánaðarlega.
8. Látið fryst matvæli þiðna í
ísskápnum. Við það sparast
orka, auk þess sem matvaran
verður betri.
8. Meðalstór frystikista notar
um 750 kWh af rafmagni á ári,
hvort sem hún er full eða tóm.
Ef ekki er gætt hagkvæmni í
rekstri eykst orkunotkunin
verulega.
10. Gætið þess að frystikista og
ísskápur séu jarðtengd.
Almenn öryggisatriði
1. Gerið aldrei við vartappa. Það
stofnar lífi og eignum í hættu.
2. Lélegar eða gallaðar raf-
magnssnúrur geta valdið raf-
losti og brunatjóni. Látið end-
urnýja þær.
3. Lausataugar (snúrur) eiga að
liggja lausar. Þær má ekki
festa með spennum eða nöglum.
4. Takið ávallt í klóna, en ekki í
snúruna, þegar hún er tekin úr
sambandi.
5. Óheimilt er að nota fjöltengla
af þeirri gerð sem sitja í
tenglinum. Færanlegir fjöl-
tenglar, þ.p. snúrur með 2—4
tengium (tenglabretti) fást í
raftækjaverslunum.
6. Stærri tæki, t.d. rafmagnsofna,
ætti ekki að tengja í fjöltengil,
heldur beint við veggtengil.