Morgunblaðið - 21.12.1979, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
Guðmundur G. Þórarinsson:
Röng frétt
M or i>' unblaösin s
1981
febr./mars 35%
maí/júní 29%
ágúst/sept. 24%
nóv./des. 20%
árslok 19%
RönK frétt
Morgunblaðsins
í meðfylgjandi frétt á baksíðu
Morgunblaðsins, sem birtist þ. 18.
des. s.l., koma fram mjög rangar
upplýsingar um mat Þjóðhags-
stofnunar á efnahagstillögum
Framsóknarflokksins.
Það hefur vafalaust skaðað
íslendinga á undanförnum árum,
hve umræður um efnahagsmál eru
óvandaðar.
Eðlilega er ágreiningur um,
hvernig leysa skuli efnahagsvand-
ann. Þá er nauðsynlegt, að ein-
angra ágreininginn og skýra, í
hverju hann liggur, þannig að
fóikið í landinu geti gert upp hug
sinn um hvaða leið það vill velja.
Vandinn er vissulega nógu stór,
þó sterkir fjölmiðlar eins og Morg-
unblaðið búi ekki til rangar tölur
og birti þær. Frétt Morgunblaðs-
ins er enn meira villandi, vegna
þess að hún er birt sem nánast
yfirlýsing þjóðhagsstofnunar.
Umsöfín Þjóð-
haK«stofnunar
Sennilega er það einsdæmi, að
stjórnmálaflokkur hafi lagt fram
tillögur í efnahagsmálum eins og
Framsóknarflokkurinn nú, sem
unnt er að fá Þjóðhagsstofnun og
láta reikna áætlað verðbólgustig
ársfjórðung fyrir ársfjórðung
ásamt áhrifum á atvinnustig og
viðskiptajöfnuð.
Tillögur Framsóknarflokksins
eru það ítarlegar, að þetta er
hægt.
Þjóðhagsstofnun hefur ýmsar
athugasemdir við þessar tillögur.
Sumpart vegna þess, að þeir þurfa
að fá nánari skýringar og sumpart
vegna þess, að um leiðir er alltaf
einhver ágreiningur.
Það breytir ekki því, að mat
Þjóðhagsstofnunar er, að tillög-
urnar séu framkvæmanlegar, þær
gangi upp og nái að mestu tilætl-
uðum árangri.
Allt er þetta þó með fyrirvara
um að ekki komi óvænt áföll
erlendis frá. Jafnframt búa löndin
í kringum okkur við vaxandi
verðbólguvanda, sem þýðir hækk-
un á innflutningsverði og gerir
aðhaldssama stjórn verðlagsmála
erfiðari.
Niðurstöður
Tillögur Framsóknarmanna
marka stefnu í ríkisfjármálum,
fjárfestingarmálum og peninga-
og lánamálum og Þjóðhagsstofnun
leggur mat á þá stefnumörkun, en
ekki er ástæða til að rekja það hér.
I verðlagsmálum leggja Fram-
sóknarmenn til að bundnar verði
hámarkshækkanir á verði vöru og
þjónustu, þannig að þær fari ekki
fram úr:
1980 8% 1. mars
7% l.júní
6% 1. sept.
5% 1. des.
Leitað verði samkomulags við
launþega um að launabreytingar
fylgi sömu hámörkum og grunn-
kaupshækkanir verði ekki árið
1980.
Hámörk verðbreytinga 1981
verði:
1981 4% 1. mars
4% l.júní
3% 1. sept.
3% l.des.
Þjóðhagsstofnun reiknar sig þá
til eftirfarandi niðurstöðu út frá
hinum ýmsu talnastærðum í
stefnumörkun Framsóknarflokks-
Með þessum aðgerðum telur
Þjóðhagsstofnun, að kaupmáttur
kauptaxta skerðist um 5—6% 1980
og 3% 1981 frá því sem nú er.
Verði hins vegar 1% bætt með
t.d. skattalækkunum, verði skerð-
ingin 4—5% 1980 eða eins og
Þjóðhagsstofnun segir orðrétt:
„því sem næst jafnt og versnandi
viðskiptakjör af völdum olíu-
verðshækkunarinnar skerða
þjóðartekjur árin 1979 og 1980.“
Síðan segir Þjóðhagsstofnun:
„Einnig má benda á, að með
þessu móti héldist kaupmáttur
Þjóðhagsstofnun.
Tillögur Framsóknar
þýða 40—45% yerð-
hóleru í ársbyrjun 1981
bólgu
A.m.k. 10% skerðing kaupmáttar
búi/.t ' ií>. :*A
:»f> t
TIU.Ota’K |«rr «n. • '
: ..(nahaKsniálun.. ,
j nrflokkurinn hnfur h.ir
viftræðum b«-im. s»-n-
vfir um stjórnarmymli
hafa í f‘»r moft s,‘r . r',, "(V
/erftMlllu á fyrri hluta ;«rs I.»>«»•
Þetta er niðurstafta athugana
, Þiofthagsstofnun hefur t.«-rt a
,. .laf
stumla
mlun. murnlu
uiiogum framsóknarn.anna.
framt k.-mur |»aj fram ' K
ma'.i Þj«*ftha|£sst«»fnunar.
mámilli ársins l!W m««l «£
hóluan fnrii nihur i .11; . t > ”
ha-kkun yrhi n verMmo >«S«I»«~
'i'rj Kn miltal' 'i'1 af' n,:kkr'
ar ha’kkunir yrlta á innnuln.nas-
l'.IM
verfti. sem
tclja
vrftur orunRt. or
,|ift. aft i.llngur Kram-
sóknarfl-kksint n.umlu Wilin
4.1 1» skiTi’iif.iíur á k.."l;
I ............... .!.->.-0>~
! ,.r ski-röir.ií kau|tinat»ar untin
! eins litil "U hmrsanlew't
■ sumir U'lja. aft tiU«n£ur fr;
| armanna J.yfti aUt a« I * .
| ingu kaupmáttar á^K'Ssu timabib
ikn-
skerft-
Verðbólga
verður1980
febr./mars
maí/júní
ágúst/sept.
nóv./des.
árslok
hækkun frá
fyrra ári
63-64%
59-61%
51-53%
40-41%
37-38%
Vonir um vinstri
Yfirlýsing
Alþýðubandalag:
stjórn orðnar að engu
HÉR FER á eftir yfirlýsing Alþýðubandalagsins, sem lögð var fram á 8. viðræðufundi vinstri flokkanna í
stjórnarmyndunarviðræðum þeirra. Yfirlýsingin var lögð fram í fyrrakvöld, 19. desember:
nálægt því stigi, sem er á síðasta
ársfjórðungi í ár.“
í tillögum framsóknarmanna
er hins vegar gert ráð fyrir að
bæta 2% í stað 1% eins og
Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir.
Jafnframt gera tillögur fram-
sóknarmanna ráð fyrir sérstökum
aðgerðum til þess að vernda hag
þeirra lægstlaunuðu.
Um stöðuna núna segir Þjóð-
hagsstofnun síðan orðrétt:
„Óumflýjanlegt er, að nokkur
kjaraskerðing verði við þessar
aðstæður, ef það á að takast að
halda í senn jafnvægi í utanríkis-
viðskiptum, því framkvæmda-
stigi, sem stefnt er að (ekki síst í
orkuframkvæmdum) og snuðru-
lausum rekstri atvinnuveganna.
um leið og úr vcrðbólgunni er
dregið, á næstu tveimur árum.“
Síðar segir í umsögn Þjóð-
hagsstofunnar orðrétt: „í heild
virðist, sem þær tillögur, sem hér
eru til umræðu, ættu að ná
viðunandi árangri á árinu 1980
bæði að því er varðar atvinnustig
og viðskiptajöfnuð."
Lokaorð
Frétt Morgunblaðsins um að
verðbólga samkvæmt tillögum
Framsóknarflokksins verði 40—
45% í ársbyrjun 1981 er röng. Mat
Þjóðhagsstofnunar er, að verð-
bólgan verði þá 35—36%.
Verðbólgan verður komin niður
í 30% í apríl 1981 í stað ársloka
1980, eins og tillögurnar gerðu ráð
fyrir. Þriggja mánaða seinkun er
mest vegna þess, að tillögurnar
gerðu upphaflega ráð fyrir aðgerð-
um fyrir 1. des. 1979.
um þetta segir Þjóðhagsstofnun
orðrétt: „En eitt er víst, að
miklum örðugleikum er bundið
að ná verðbólgunni niður í það,
sem sett er sem markmið tillagn-
anna á skemmri tíma en hér er
reiknað með.“
Af ýmsum ástæðum, sem of
langt mál yrði að rekja, er hættu-
legt að fara hraðar.
Nauðsynlegt er að fram komi,
að verðbólgan verður að líkindum
60% í árslok 1980, ef ekkert er að
gert.
Frétt Morgunblaðsins um að
a.m.k. 10% skerðingu kaupmáttar
er líka röng.
4—5% skerðing kaupmáttar
yrði á árinu 1980 á hærri laun.
Lægstu laun verða varin.
Arið 1981 er mun óljósara, en í
umsögn Þjóðhagsstofnunar er tal-
ið, að með ýmsum aðgerðum megi
halda í horfinu með kaupmátt
milli áranna 1980 og 1981.
Framsóknarmenn vinna nú að
endurbótum á tillögum sínum,
með tilliti til athugasemda Þjóð-
hagsstofnunar og umræðna í efna-
hagsmálanefnd flokksins.
Ljóst er, að engin leið er auðveld
í baráttunni við verðbólguna. Að-
stæður í þjóðfélaginu eru á stöð-
ugri hreyfingu og stefnumörkun
getur aldrei orðið endanleg í eitt
skipti fyrir öll, heldur þarf stöðugt
að hafa hönd á plógnum.
Framsóknarmenn binda miklar
vonir við þessar tillögur sínar.
Forsenda þess að þær verði að
gagni er þó, að samstaða náist um
þær.
18. des. 1979
Guðm. G. Þórarinsson.
Stjórnarmyndunarviðræður
Framsóknarflokks, Alþýðubanda-
lags og Alþýðuflokks hafa nú staðið
yfir í tæpar tvær vikur og hafa
verið haldnir sjö viðræðufundir.
Snemma í þessum viðræðum
lagði Alþýðubandalagið fram yfirlit
yfir fjölmörg stefnumarkandi atr-
iði, sem óhjákvæmilegt er, að vænt-
anlegir samstarfsflokkar ræði og
taki afstöðu til. Nokkrar tilögur
Alþýðubandalagsins um efnahags-
og kjaramál hafa verið til umræðu
á viðræðufundum, en hins vegar
hafa ekki fengist umræður um
mörg önnur atriði, sem Alþýðu-
bandalagið hefur gert tiilögur um.
Framsóknarflokkurinn hefur
einnig lagt fram tillögur um nokkr-
ar aðgerðir í efnahagsmálum til að
draga úr verðbólgu. Það sem ein-
kennir þessar tillögur er einkum
það, að reynt er að leysa verðbólgu-
vandann á kostnað launafólks, m.a.
láglaunafólks. Flest bendir til þess,
að framkvæmd þessara tillagna
myndi Ieiða til mjög verulegrar
kjaraskerðingar á næstu tveimur
árum, en hins vegar myndi verð-
bólga lækka lítið frá því sem verið
hefur.
Alþýðubandalagið hefur þegar
hafnað þessum tillögum á fyrri
viðræðufundum, og telur þvert á
móti óhjákvæmilegt, að efnahags-
aðgerðir næstu ríkisstjórnar miðist
við það, að kaupmáttur lægri launa
verði nokkuð aukinn frá því sem nú
er, tekjutrygging elli- og örorkulíf-
eyris verði hækkuð og almenn laun
verði verðtryggð.
Því miður verður ekki séð, að
þokast hafi verulega í samkomu-
lagsátt á viðræðufundum flokk-
anna. Athyglisvert er, að þegar
sjöunda viðræðufundinum lauk
hafði Alþýðuflokkurinn enn ekki
lagt fram neinar formlegar tillögur
af sinni hálfu í þessum viðræðum.
Hins vegar hefur komið æ betur í
ljós, eftir því sem lengra hefur iiðið
frá kosningum, að Alþýðuflokkur-
inn starfar áfram í nánu bandalagi
við Sjálfstæðisflokkinn, eins og var
fyrir kosningar.
Við forsetakjör á Alþingi beitti
Alþýðuflokkurinn sér fyrir því, að
Sjálfstæðisflokkurinn hlyti forsefa
sameinaðs Alþingis en hafnaði
samstarfi við Framsóknarflokk og
Alþýðubandalag um forseta- og
nefndakjör. Síðan kaus Alþýðu-
flokkurinn sjálfstæðismann sem
forseta neðri deildar. Alþýðuflokk-
urinn kaus með Sjálfstæðisflokkn-
um til einnar þýðingarmestu nefnd-
ar Alþingis, fjárveitinganefndar, til
þess að koma í veg fyrir, að tveir
Alþýðubandalagsmenn næðu kosn-
ingu í nefndina. Síðan hefur Al-
þýðuflokkurinn samið við Sjálf-
stæðisflokkinn um formennsku í
fjárveitinganefnd og þannig mynd-
að meiri hluta með honum í þessari
nefnd.
Alþýðuflokkurinn hefur einnig
gert samkomulag við Sjálfstæðis-
flokkinn um aðra þýðingarmestu
starfsnefnd Alþingis, utanríkis-
málanefnd. Þar kaus Alþýðuflokk-
urinn formann Sjálfstæðisflokks-
ins, Geir Hallgrímsson formann
nefndarinnar.
Alþýðuflokkurinn hefur þegar
tryggt Sjálfstæðisflokknum sterka
aðstöðu til áhrifa, við meðferð mála
á Alþingi, jafnt á sviði fjármála
sem utanríkismála og fyrirfram
skapað þær aðstæður sem mjög
myndu torvelda störf vinstri stjórn-
ar.
Flest bendir til þess, að Alþýðu-
flokkurinn miði gerðir sínar við það
að framlengja líf eigin minni hluta
stjórnar, sem mynduð var með
atbeina Sjálfstæðisflokksins. Þessir
tveir flokkar, Alþýðufiokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn, bera enn
alla ábyrgð á því stjórnleysi, sem
ríkt hefur frá því að Alþýðuflokkur-
inn rauf vinstristjórnina í okt. s.l.
Það er skoðun Alþýðubandalags-
ins, að með afstöðu sinni til nefnda-
kosninga og trúnaðarstarfa á Al-
þingi hafi Alþýðuflokkurinn sýnt
það berlega, að flokkurinn vill ekki
vinstri stjórn og gerir allt sem hann
getur til að torvelda vinstra sam-
starf á Alþingi. Kosningabandalag
Alþýðuflokksins við Sjálfstæðis-
flokkinn á Alþingi í miðjum um-
ræðum um vinstri stjórn hlýtur að
gera vonir manna um vinstri
stjórnarmyndun að engu. Alþýðu-
flokkurinn hefur þegar sýnt það í
verki, að hann vill ekki vinstrasam-
starf. En formaður Framsóknar-
flokksins, sem falið hefur verið að
reyna stjórnarmyndun verður að
meta og ákveða, hvort viðræðum
verði haldið áfram.