Morgunblaðið - 21.12.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 21.12.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 23 er ég vippaði honum inn fyrir borðstokkinn. „Sko,“ sagði ég. „Nei. Hver andskotinn," sagði Guðbergur. „Andskotans," sagði Jökull. „Fiskarnir þekkja færið mitt,“ sagði ég. „Ég er með einn,“ sagði Jökull, varð alvarlegur og byrjaði að hífa inn af ákefð. „Ég fæ ekkert,“ sagði Guðberg- ur. Jökull dró stærðeflis þorsk inn í bátinn, gamlan og grænleitan. „Vá, ekkert smá flykki." Jökull flýtti sér að losa öngulinn úr kjafti fisksins og fleygði færinu út. „Ég er með einn. Nei. Ég missti hann,“ sagði Guðbergur. Skyndilega var kippt snöggt í hjá mér. Ég byrjaði að hífa varlega inn og fann að togað var á móti. „Ertu með lúðu,“ sagði Jökull. „Já, ég held það.“ „Ég fæ bara ufsa,“ sagði Guð- bergur og losaði tvo af færinu. „Svona getur þetta nú verið, strákar mínir.“ Brátt sást glitta í hvítt niðri í djúpinu. í ljós kom að ég hafði húkkað þorsk í sporðinn. Eg blót- aði, strákarnir hlógu. Sólin lækkaði á lofti og ský- hnoðrar urðu rauðir. Skýjabólstr- ar voru yfir Esjunni og aldan brotnaði hér og þar. Fyrir velting var varla stætt í bátnum. Mót- vindurinn hélt ritum á sveimi yfir bátnum. Efst í Gróttu-vitanum glitti í rautt og grænt gler. Mér var kalt á höndunum og gat varla haldið um girnið. Hvít trilla með hárri yfirbyggingu sigldi hjá, á leið inn, hét Svandís og valt mikið. Skipstjórinn var með höfuðið út um glugga. Við veifuðum, hann veifaði á móti. „A ég að sýna honum þorskinn," sagði Jökull. „Já. gerðu það,“ sagði ég. Jökull lyfti stóra þorskinum, karlinn kinkaði kolli. Á tíu mínútna fresti þurfi að ausa, vatnið var blóðlitað. Kalt vatnið skar mig inn í merg og bein. Mátti heyra glamra í tönnum Jóns. „Ég verð að fá einn þorsk,“ sagði Guðbergur. Alda brotnaði rétt hjá á eftir flaut froða á sjónum. Ég hugsaði: — Ef ólagið hefði komið á bátinn, sjór hefði flætt inn og ég hefði ekki haft undan að ausa með þessum litla terpentínubrúsa. Við næstu öldu hefði báturinn sokkið og það er bara eitt björgunarvesti. Mér hefði verið kennt um allt saman. — Ég fann svita spretta fram á enninu. Brátt var sjórinn orðinn rauður út við sjóndeildarhringinn. Jón skalf með hendur í klofi og andardrátturinn var ekkabland- inn. Ufsar flutu í bátnum. Guð- bergur nuddaði handarbökin og Jökull var fölur. Kuldahroll sótti að mér. „Ég er með hann. Ha, ha,“ sagði Guðbergur og vippaði þorski inn- fyrir. „Það er mokveiði hér,“ sagði Jökull. „Strákar, við verðum að fara í land.“ „Helvíti hart að fara í land í mokfiskeríi." „Við erum ekki nógu vel útbún- ir. Sólin er að setjast og við eigum eftir að stíma í land,“ sagði ég og byrjaði að vefja færið upp á spýtustubb. „Ég ætla að veiða einn i viðbót," sagði Jökull. „Nei. Við verðum að fara strax í land. Nonni er á bol innan undir jakkanum." Á landleiðinni var Iens og brun- aði báturinn á undan öldunum, stundum varð ég smeykur og sló af. Jökull og Guðbergur gerðu að aflanum, skoðuðu hvað var innan í fiskmögunum; hálfmelt seiði og sandsíli. Fuglager elti bátinn, grábrúnir og rytjulegir ungmávar. Ég var smeykur um að Jón myndi ekki hafa það af og keyrði upp undir land er við komum inn í Skerjafjörðinn til að komast í logn. Ég reyndi að berja mér til hita eins og ég hafði svo oft séð föður minn gera er við höfðum farið á sjó. „Nonni, viltu ekki berja þér til hita?“ „Nei, nei. Þetta er allt í lagi,“ sagði hann skjálfraddaður. Komið var rökkur og spegluðust götuljósin í Sörlaskjólinu í sjávar- fletinum. Ég drap á vélinni, lyfti skaftinu upp úr, báturinn rann upp í vörina. Við stukkum í land og drógum bátinn á þurrt. Ég var stirður í fótunum. Við settum þorskana í sinnhvern plastpokann, ég veiddi fimm, Jökull þrjá og Guðbergur tvo. Við gáfum Jóni fisk til að fara með heim. Faðir minn kom niður í fjöru á inniskón- um. „Var nokkuð að hafa?“ Jökull sýndi honum stærsta þorskinn. „Jæja, þó það. En er ykkur ekki orðið kalt?“ „Jú,“ sagði Jökull. „Við hefðum veitt miklu meira ef við hefðum ekki þurft að fara í land. Eigum við ekki að fara aftur á morgun, Geiri.“ „Ég veit það ekki. Það er orðið svo kalt í veðri. Fer eftir veðri." „Eigum við þá að fara snemma og hafa nesti með?“ „Þá dugar ekkert minna en síðar nærbuxur, tvennar peysur og gúmmívettlingar" „Ég ætla að vera í úlpu og með vettlinga," sagði Jón. Báturinn var dreginn upp á létta kerru og farið með hann inn í nærliggjandi húsagarð, með hvítri spelagirðingu og birkitrjám. I stofuglugganum var sjónvarps- bjarmi frá sjónvarpi sem enginn var að horfa á. „Við þökkum kærlega fyrir okk- ur,“ sögðu strákarnir og fóru, sumir ætluðu í heitt bað. Ég bar utanborðsmótorinn inn í bílskúr en kom með rauða fötu til baka og græna gúmmívettlinga sem ýldufýla var innan úr. Ég setti vettlingana í fötuna og skorðaði fötuna undir eina þóft- una í bátnum. „Það borgar sig að hafa þetta með næst; svo það gleymist örugg- lega ekki er best að setja það strax um borð,“ sagði ég í hálfum hljóðum. Faðir minn bankaði fingrum á borðstokkinn og flautaði gamalt dægurlag, sposkur á svip. suMmroxuJKiR I SK ÍIJ K)! 'J SKIRK. /17 SI MMKR COS'CEKI I.X SK-ÍlMJTf CHCKC/I Ný f. Manuela Wiesler, flauta'llute Helga Ingólfsdóttir. semball'harpsichord hljómplata Nú er komin i verslanir ný íslensk hljómplata með þeim Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfsdóttir. A þessari plötu sem var hljóðrituð i Skálholtskirkju i nóvember eru verk eftir Bach, Pál P. Pálsson og Leif Þórarinsson. Þær Manuela og Helga hafa leikið saman um árabil og hvarvetna hlotið frábæra gagnrýni. Berlingske Tidende 1978, jeb. „Frábært dúó. . . og þaö var sama hvaö þær léku allt var unaöur í eyra." Morgunblaöiö 1977, Jón Ásgeirsson. Manuela Wiesler og Helga ingólfsdóttir eru frábærir flytjendur og mættu hljómplötuútgefendur huga þar að. Politiken 1978, Flemming Weis. „... Fullkomin samleikur viö gagnkvæma aölögun". Morgunblaöiö 1979, Jón Ásgeirsson.og eru þessir tónleikar meö því eftirtektarveröasta sem gerst hefur í íslensku tónlistarlífi". Dreifing V FALKINN Sími 84670. Svikrúd á sótarströnd Ástar- og ævintýrasaga eftir Linden Grierson Snjólaug Bragadóttir þýddi. Ung stúlka fær þaö óvenjulega verkefni aö smygla mikilvægum skjölum inn í lítiö eyríki í Karíbahafinu og fá þau í hendur uppreisnarforingja, sem hefst þar viö upp í fjöllum. Hér blandast saman ástir og ótrúleg ævintýr. ÖRN&ÖRIYCUR VESTURGÖTU 42, SÍMI 25722 Breidhotts búar Skáldsaga eftir Guöjón Albertsson Sagan gerist í Breiöholtsbyggö í Reykjavík. Hún lýsir í skáldskaparformi lífsháttum, sambúöarvandamálum og neyslu venjum Breiöhyltinga, en er auövitaö lýsing á íslandi samtímans í smækkaöri mynd. ÖRN&ÖRLVGUR VESTURGÖTU 42, SÍMI25722

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.