Morgunblaðið - 21.12.1979, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
26
Minning: ^
Páll Asmundsson
fv. eimreiðarstjóri
F. 17. apríl 1894.
Dáinn 16. desember 1979.
Þegar okkur bárust þær fréttir,
að afi væri látinn, kom í hug minn
„hann sem var hjá okkur í gær svo
hress og kátur". En hann fékk að
enda sitt lífsskeið á þann hátt er
hann hafði óskað og var að fara í
sína morgungöngu er kallið kom.
Páll var ekki minn rétti afi þó
ég kallaði hann alltaf svo, en hann
fór að búa með föðurömmu minni
er ég var aðeins eins árs en amma
og afi voru bræðrabörn. Margar
stundi átti ég hjá ömmu og afa og
minnist ég sérstaklega áramót-
anna, en þeim eyddi ég hjá þeim
frá því ég man eftir mér, þar til
amma lést fyrir 10 árum. Eg vil
þakka honum hve vel hann reynd-
ist ömmu minni þau ár er þau
bjuggu saman.
Eftir lát hennar bjo hann hjá
syni sínum og tengdadóttur, Guð-
jóni Pálssyni og Asgerði Sófus-
dóttur, að Reynimel 92, en undan-
tekningalítið hefur hann heimsótt
okkur á laugardögum s.l. 10 ár og
er ekki nema tæp vika frá því
hann var hjá okkur síðast. Það
tekur sinn tíma að átta sig á því
að hann komi ekki oftar, en við
vitum að honum líður vel, því Guð
hefur tekið hann til sín. Eg kveð
elsku afa og þakka honum sam-
fylgdina.
Berglind Eyjólfsdóttir.
Sunnudagsmorguninn 16. þ.m.
varð Páll Asmundsson fyrrum
eimreiðarstjóri bráðkvaddur.
Hann var að hefja venjubundna
morgunferð um borgina og hafði
rétt kvatt Guðjón son sinn og hans
fólk, hress og kátur að vanda.
Páll Asmundsson vann allan
sinn starfsdag hjá Reykjavíkur-
höfn. Hann hóf störf hjá verktak-
anum við hafnargerðina, N.C.
Monberg, í marsmánuði 1913 og
hætti störfum í hafnarsmiðjunni
1. janúar 1970 eftir 57 ára starf
hjá sama vinnuveitanda.
Það þótti kostur hér fyrrum ef
menn voru hjúasælir. Þvi láni
hefir Reykjavíkurhöfn átt að
fagna og er Páll ein af síðustu
greinunum sem falla af þeim
styrka stofni, sem lagði grundvöll-
inn að Reykjavíkurhöfn í þess orðs
fyllstu merkinu.
Svo sem kunnugt er voru við
byggingu Reykjavíkurhafnar tek-
in í notkun stórvirkari tæki og
Faðir minn
er látinn.
t
GUNNAR V. GÍSLASON,
frá Papey,
Lovísa Gunnarsdóttir.
t
Systir mín
ANNA JÓHANNSDÓTTIR VALENTI
frá isafirði,
Seljaveg 3,
er látin.
Soffía Jóhannsdóttir.
t
Eiginmaöur minn
HÖGNI EINARSSON,
skósmiður,
Furugrund 30,
andaðist í Borgarspítalanum 20. þ.m.
Fyrir hönd barna okkar og annarra aöstandenda.
■s. Jónborg Sigurðardóttir.
t
Bróðir minn
sóra PÉTUR MAGNÚSSON
frá Vallanesi
andaðist aö heimili si'nu þann 19. þ.m.
Páll Magnússon
t
Móðir okkar
JÓHANNA SVEINSDÓTTIR
lézt aö elliheimilinu Grund 18. þessa mánaöar.
Bergþóra og Fríða Skarphéðinsdætur.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
innheimtumaður,
Nóatúni 26.
lézt 8; desember s.l. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk
hins látna. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö.
Fyrir hönd vandamanna.
Salvör Jónsdóttir,
Guömundur Jón Guömundsson,
Sigurlaug Magnúsdóttir,
Guömundur Halldór.
vélar en áður höfðu tíðkast við
mannvikjagerð hér á landi, má
þar nefna gufuknúna krana, graf-
vél og eimreiðar. Við framkvæmd-
ina var allt fyllingarefni flutt í
járnbrautarvögnum, sem knúnir
voru tveim eimreiðum, þeim einu
sem gengið hafa hér á landi. Var
járnbrautarsporið um 12 km að
lengd og lá annars vegar frá
Öskjuhlíð vestur Mela út á
Granda og hins vegar um Snorra-
braut og Skúlagötu að Ingólfs-
garði. Páll varð þegar í upphafi,
aðeins 19 ára að aldri, aðstoðar-
maður á eimreiðunum og síðan
eimreiðarstjóri og gengdi því
starfi af mikilli samviskusemi eða
eins og segir í umsögn verkfræð-
ings verktakans við verklok: „Han
har under sin tjenestetid vist sig
fuldt ud pálidelig og pápasselig og
udfört sine pligter til fuldkommen
tilfredshed.“
Páll starfaði í hafnarsmiðjunni
er hlé varð á verkefnum járn-
brautarinnar. Hann sá á þessum
tíma um allan rekstur á stálþilj-
um og staurum í bryggjur og
bakka hafnarinnar. Síðustu verk
járnbrautarinnar voru flutningar
vegna framkvæmda við fyllingar
við Austurhöfnina, svo og gerð
Skúlagötu. Síðast mun hún hafa
verið notuð 1928. Eimreiðunum
var lagt og hafði Páll umsjón með
þeim alla tíð. Hann tók sárt að
eimreiðin PIONEER, sem hann
alla tíð hafði haldið gangfærri,
skyldi standa úti, en hún var að
lokinni Reykjavíkursýningunni
1961 flutt á Árbæjarsafnið. Það
gladdi hann því mikið er hún
komst í hús og var hann vakinn og
sofinn við að gera hana sem best
úr garði og vann að því eftir að
hann hætti störfum hjá höfninni.
Páll var fæddur hér í Reykjavík,
sonur hjónanna Ásmundar Ás-
mundssonar sjómanns og skipa-
smiðs ög Vilborgar Rögnvalds-
dóttur. Þau voru fimm systkini,
fjórar systur og Páll. Þrjar systur
Minning:
Fædd 30. október 1917
Dáin 14. desember 1979
í dag er til moldar borin Sigur-
rós Ásta Guðmundsdóttir, Bröttu-
kinn 12, Hafnarfirði. Hún andað-
ist á heimili sínu 14. des. s.l.
Þó sýnt væri að hverju drægi, er
enginn því viðbúinn að sjá á bak
ástvini sínum. Nú er stórt tóma-
rúm á heimilinu, sem ekki verður
fyllt. Eiginmaðurinn, börnin,
tengdabörnin og barnabörnin,
ættingjar og vinir trúa því naum-
ast að hún sé horfin.
En maðurinn með ljáinn spyr
ekki um slíkt. Hann hreif hana
með sér á hljóðlátum degi, af
giftust til Danmerkur og eru
iátnar en eftir lifir Fríða, sem
dvelst á Elliheimilinu að Grund.
Páll kvæntist Maren Jónsdóttur
frá Akranesú f. 19.10.1896, d. 1956.
Börn þeirra urðu fjögur, Kristinn
og Guðjón, báðir starfsmenn
Reykjavíkurhafnar, Páll
skrifstofumaður, látinn, og
Hjördís, er dvelur í Hveragerði.
Páll var minnugur og hélt til
haga mörgum merkum gögnum.
Um starf hans á járnbrautinni
hafa birst blaðagreinar og viðtöl.
Einkum má benda á grein Þorleifs
K. Þorleifssonar í Sögu 1973.
Fyrir hönd Reykjavíkurhafnar
þakka ég gegnum öðlingi störf og
trúmennsku og flyt ættmennum
öllum samúðarkveðjur.
Gunnar B. Guðmundsson.
hennar ástkæra heimili, en þar
vildi hún vera er yfir lyki. Andlát-
ið endurspeglaði vel hennar lífs-
viðhorf. Hún vildi ekki að fyrir sér
væri haft, en var ætíð reiðubúin
að veita öðrum aðstoð, ef einhvers
staðar var þörf.
Hún helgaði heimilinu krafta
sína alla meðan nokkuð var eftir.
Ásta fæddist í Hafnarfirði 30.
okt. 1917 og bjó þar alla sína ævi,
fyrst á æskuheimili sínu með
móður og systkinum, föður sinn
missti hún barn að aldri, og síðan
með eiginmanni sínum Valdimar
Randrup. Þeim varð sex barna
auðið. Þau eru: Guðmundur ókv.,
býr í föðurhúsum, Herbert,
kvæntur Erlu Þorsteinsdóttur,
þau búa í Hafnarfirði, Gunnar
ókv., býr í Hafnarf., Guðrún
Sæunn, gift Árna Halldórssyni,
þau búa í Hafnarf., Valdís, gift
Þórði Hannessyni, þau búa í
Galtanesi, V-Húnavatnssýslu, og
Hafdís, gift Erni Guðmundssyni,
þau búa í Hafnarfirði.
Barnabörnin eru fjögur. Öll
voru þau augasteinar ömmu, þó
eitt þeirra stæði henni næst. Litla
nafna sem fylgdi ömmu hvert sem
farið var.
Árið 1972 kom þessi sólargeisli
inn í líf Ástu heitinnar. Lítil
stúlka sem strax átti æðsta sess í
hug og hjarta ömmu sinnar. Það
duldist engum sem sá þær saman,
að hér voru sannar vinkonur á
ferð, þó aldursmunurinn væri
mikill. Það var sönn gæfa fyrir
þær báðar að eiga þessa stuttu
samleið.
Ásta lita syrgir sárt, en hún
gleymir ekki því sem amma
kenndi henni, og geymir minn-
ingar frá þeirra samvernstundum
eins og dýrar perlur. Fjölskyldan
var afar samrýnd og þar var Ásta
sú þungamiðja sem ætíð var hægt
að treysta á. Hún bar hag annarra
heimilismanna ætíð meir fyrir
brjósti en sinn eiginn. Skaphöfn
hennar var heilsteypt, hún fór
dult með sína hagi og ef á móti
blés var hún sú sterka. Ásta var
sannur vinur vina sinna, það
þekkjum við öll.
Við, sem í dag kveðjum Ástu,
viljum þakka henni allar liðnar
stundir. Sérstakar kveðjur eru frá
hennar stóru fjölskyldu, þar er
vandfyllt í vel skipað sæti. Megi
Guð styðja eftirlifandi eiginmann,
börnin og litlu barnabörnin. Bless-
uð sé minning Ástu. Aðstandendur
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÁSGRÍMSDÓTTIR
Ránargötu 5 A,
lézt í Borgarspítalanum 19. desember.
Einar Júlíusson,
Júlíus Einarsson, Brynja Lárusdóttir
og barnabörn.
Eiginmaöur minn
OLGEIR EGGERTSSON
vólstjóri
Vatnsnesvegi 24, Keflavík
veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 22. desem-
ber kl. 14.
Fyrir hönd vandamanna
Ásta Kristjánsdóttir.
+
Hjartkær moöir mín, tengdamóöir, amma og langamma,
ANNA GUORÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Merkurgötu 2, Hafnarfiröi.
veröur jarösungin föstudaginn 21. desember frá Þjóökirkjunni f
Hafnarfiröi kl. 10.30 f.h.
Hallgeröur Jónsdóttir, Örn Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Eiginmaður minn og faöir okkar
SIGURÐUR KR. ÞORVALDSSON
vólstjóri
Heiöarbraut 5, Akranesi
sem andaöist í Sjúkrahúsi Akraness 13. desember verður
jarösunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 21. desember kl. 1.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness.
Svava Símonardóttir og börn.
+
Innilegustu þakkir til ykkar allra sem auösýnduö okkur samúö og
vináttu vegna andláts og jaröarfarar
HALLDÓRS SIGURBJÖRNSSONAR
Borgarnesi
Anna Jónsdóttir,
Inga Björk Halldórsdóttir, Markús Benjamínsson,
Jenný Svana Halldórsdóttir, Guömundur Finnsson,
Ása Helga Halldórsdóttir, Ingvi Árnason.
Sigurbjörg Halldórsdóttir, Jón Sigurbjörnsson,
Ingunn Einarsdóttir,
Sigurrós Ásta
Guðmundsdóttir