Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
Góðan dag, góðir áheyrendur.
Ég óska yður öllum gleðilegs
nýárs og læt þá ósk og von í ljós,
að þetta nýbyrjaða ár megi
verða þjóð vorri farsælt og bera
með nokkrum hætti eitthvað
gott í skauti sínu oss öllum til
handa. Fullvel veit ég að þessi
dagur sækir misjafnlega að eins
og aðrir, skuggi sorgar og þreng-
inga hvílir yfir mörgu húsi nú
eins og endranær. Stundum
finnst manni að hefðbundin
nýárskveðja geti hljómað hjá-
róma þar sem þannig stendur á.
Þess vildi ég þó óska að nýárs-
dagurinn mætti verða sem flest-
um vonardagur, og þó einkum
þeim sem mest þurfa á uppörvun
að halda, þeim sem í nauðum eru
staddir, í sorgarhúsi, á sjúkra-
beði, í fangavist eða sálarkröm.
Sagt er að tíminn lækni öll sár.
Ekki gerir hann það til fulln-
ustu, en þó er gott að festa sér í
hug þá reynslu sem er jafngömul
mannkyninu, að græðimáttur
tímans er mikill, einkum ef vér
vitandi vits leyfum trú og von að
korria til liðs við hann. Sólin er
enn einu sinni farin að hækka á
lofti.
Mörgum verður það á nýárs-
degi að líta um öxl og renna
augum yfir farinn veg, árið sem
leið. Hvers er að minnast, spyrja
menn, og hver svarar fyrir sig,
ýmist í leyndum hugans eða í
heyranda hljóði í hópi fjölskyldu
og vina. Fyrir mitt leyti vil ég
fyrst og fremst minnast vin-
semdar og trausts sem lands-
menn hafa enn sem fyrr sýnt
konu minni og mér, og fyrir það
þakka ég nú, þegar ég flyt hér
ávarpsorð til þjóðarinnar á
tólfta nýársdeginum í röð.
Þakklátum huga minnist ég
einnig gestrisni og hlýhugar sem
við sannreyndum á liðna árinu í
þremum þjóðlöndum öðrum sem
fulltrúar íslensku þjóðarinnar.
Það hefur verið yfirlagt ráð
okkar að stilla opinberum og
hálfopinberum utanlandsferðum
í hóf, þótt kostur hafi verið á
fleiri en farnar hafa verið. En
svo vildi til að á árinu sem leið
fórum við þrjár slíkar ferðir.
Fyrst til eyjarinnar Manar til
þess að taka þátt í hátíðahöldum
eyjarskeggja vegna þúsund ára
minningar um stofnun þingsins
þar, sem þeir kalla Tynwal, en
það er sama og Þingyöilur á voru
máli. Því næst fórum við í
opinbera heimsókn til Belgíu í
boði konungshjónanna þar og
loks til Noregs í boði háskólans í
Osló og norska vísindafélagsins
vegna minningarhátíðar um
Snorra Sturluson. Vera má að
þessi upptalning þyki óþarfur
fréttalestur, en ég vil ekki láta
fram hjá mér fara það tækifæri
sem ég hef hér til að skýra frá
þeirri miklu vinsemd í garð
Islands sem við hittum hvar-
vetna fyrir, og lifandi áhuga á
högum vorum. Spyrja má að
hvaða gagni slíkar opinberar
heimsóknir séu, og raunar hef ég
oft spurt sjálfan mig að því. Ég
held þó, að ef vér sækjumst í
alvöru eftir vináttu og skilningi
annarra þjóða, þá séu þær gott
framlag tii þess málefnis, góð
landkynning á sinn hátt. Til góðs
vinar liggja gagnvegir segir í
fornum spekimálum, og ef til vill
eru þessi gömlu orð einmitt rétta
svarið við þeirri spurningu sem
ég hreyfði, hvaða gagn væri að
þjóðhöfðingjaheimsóknum landa
í milli.
Vér höfum á nýliðnu ári
minnst tveggja mikilmenna sögu
vorrar. Vér höfum rakið fyrir
oss líf og starf Snorra Sturluson-
ar, af því að nú eru liðnar átta
aldir síðan hann fæddist. Slíkt
var vel við hæfi, því í bókum
Snorra reis íslensk miðalda-
menning hæst, sú sem enn er
þjóðarstolt vort og hefur borið
hróður landsins víða, og í ævi-
sögu og örlögum Snorra speglast
saga þjóðarinnar á afdrifaríkum
tímum og má enn draga lær-
dóma af þeim umbrotum. Þó að
Snorri sé ein af aðalpersónum
öllu til að kanna sögu vora og
endurheimta landsréttindi vor,
þau sem kynslóð Snorra Sturlu-
sonar átti sinn drjúga hlut í að
rann úr höndum þjóðarinnar.
Kjörorð Jóns Sigurðssonar var
Eigi að víkja, og getur þýtt
margt, meðal annars að aldrei
megi láta undan síga í sókn
þjóðarinnar að markmiðum
frelsis og menningar í þessu
landi, á hvaða vettvangi sem er.
Það merkir einnig að ekki skuli
æðrast og þaðan af síður ör-
vænta, þó að eitthvað gefi á
bátinn. Það er vissulega ekki
vanþörf á að brýna þetta fyrir
sér, nú þegar umræða um efna-
hagsmál og baráttan fyrir að
halda í horfi því hagsældarþjóð-
félagi, sem vér viljum hafa,
skyggja svo að ekki verður um
villst, á þau markmið sem í raun
og veru eru öllum æðri. Það væri
barnaskapur að fara hrakyrðum
minni sú setning að í fornöld
væri iandið viði vaxið milli fjalls
og fjöru. Það gerir óskin og
draumurinn um íslenskan skóg.
Vér vitum nú að sá draumur
getur ræst.
Ekki þarf að efa að allir séu
sammála um að gróðurvernd
hvers konar sé landnámsmál,
framtak til að gera landið feg-
urra og betra. Og er þá komið að
sígildu íslensku umhugsunar-
efni, en það er landið sjálft sem
vér byggjum, kostir þess og
ókostir, hvernig það sé sem
lífvænlegur mannabústaður.
Þégar raunsætt er á allt litið,
hvernig það standi undir þeim
kröfum sem til þess verður að
gera, miðað við það líf sem vér
viljum lifa og verðum að lifa. Ef
til vill eru slíkar hugsanir
óvenju áleitnar einmitt nú, þeg-
ar brugðið hefur til kaldari
veðráttu en verið hefur um langt
Samstaða i erfiðleikum
verður að nást með
skynsemi og góðum vilja
Sturlungu og margt sé eftir
honum haft, er víst fátt eða
ekkert gripið beint af vörum
hans annað en tvisvar sinnum
þrjú orð, en þau eru líka gulls
ígildi og merkilega lík því að þau
væru meitluð kjörorð. Út vil ek,
sagði Snorri þegar konungur
bannaði honum för til íslands.
Hví skyldum vér ekki víkka
merkingu þeirra orða: Ég vil
heim til íslands, hvað sem það
kostar, og láta vera einkunnar-
orð í skildi íslendinga. Eigi skal
höggva, sagði Snorri, og í þau
orð getum vér lagt íslenska
fordæmingu á athæfi þeirra
manna sem með sverði vega og
gera sig að svo miklum herrum
að taka líf annarra að geðþótta
sínum. Þær freítir berast nú
dögum oftar úr sumum heims-
hlutum að menn séu gripnir og
leiadir fyrir aftökusveitir eða
lagðir að velli á annan hátt eins
og búfénaður, fyrir engar eða
ósannaðar sakir. Það er sár-
grætilegt að þurfa að minnast
þess við þessi áramót að virð-
ingarleysi fyrir mannslífum og
mannreftindum færist enn í
aukana í heiminum ef nokkuð er.
Litlu fáum vér orkað gegn þeim
ósköpum annað en lýsa sam-
stöðu vorri með þeim sem gegn
slíku vinna, leggja lóð vort á
vogarskálina þegar færi gefst, og
stæla viljann til þátttöku undir
kjarnyrði Snorra: Eigi skal
höggva.
Og vér höfum nýlega minnst
Jóns Sigurðssonar forseta, þegar
öld var liðin frá dánardægri
hans, og minnumst vér hans að
vísu ár hvert, því að hann er
frelsishetjan, sem varði lífi sínu
um þjóðmálabaráttuna frá degi
til dags og þá sem í henni
standa, því að hún er hluti af
lífinu sjálfu og snýst um grund-
vallarskilyrðin fyrir því að þjóð-
in fái búið í landi sínu. En það
væri hörmulegt upp á að horfa,
ef svo ætti að fara að vandamál
og sundurþykkja stigmagni
hvort annað með sífelldri víxl-
verkan, uns allt lendir í úrræða
leysi. Samstaða í erfiðleikum
verður að nást með skynsemi og
góðum vilja, til þess að treysta
þann grundvöll sem allt hvílir á.
Þetta er óumflýjanlegt frum-
atriði, en í hita dagsins og vanda
starfsins má þó aldrei gleymast,
að þótt nauðsynlegt sé, er það
ekki einhlítt eða endanlegt
markmið, heldur frelsi og menn-
ing þjóðarinnar, fagurt mannlíf í'
landinu. Lífið má aldrei verða
brauðstritið eintómt og orða-
skak um það, og landið er ekki
eingöngu auðsuppspretta til þess
að fæða og klæða þjóðina svo
sem best má verða. Það er einnig
ættjörð, móðurmold, föðurland,
það eina sem vér munum nokkru
sinni eignast. Landið og erfðirn-
ar hafa mótað oss og eru sam-
grónar tilfinningalífi voru og
eiga að vera það. Og þjóðfélagið
sem vér höfum komið upp, er
ekki sambærilegt við fyrirtæki,
vel eða illa rekið eftir atvikum.
Það er samfélag um íslenska
menningu, gamlan arf og nýja
sköpun, ætlunarverk íslensku
þjóðarinnar. Þetta má aldrei úr
minni líða, hvort sem árar betur
eða verr á sviði hinna daglegu
veraldlegu þarfa.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
þann hátt á, að helga tiltekin ár
Nýársávarp
forseta
íslands, dr.
Kristjáns
Eldjárn
sérstökum brýnum verkefnum.
Þetta hefur gefist vel og leyst úr
læðingi öfl sem að vísu voru til
en hætti til að blunda og þurftu
þess með að við þeim væri ýtt.
Síðast var það alþjóðaár barns-
ins, barnaárið. Nú hafa norrænu
félögin ákveðið að kalla þetta ár
norræna málaárið, og íslenskir
menn hafa^útnefnt það ár trés-
ins. Hvort tveggja málefnið er
gott, og þarf hvorugt að skyggja
á hitt. Norræna málaárið á að
styrkja samheldni og einingu
norrænu þjóðanna með því að
beina athygli að málum Norður-
landaþjóða, hvernig þau sam-
eina og að hverju leyti þau
sundurskilja þessar þjóðir sem
vilja og eiga að standa saman.
I þessu efni má áreiðanlega
nokkru góðu til leiðar koma. Ar
trésins er á sinn hátt barnaár,
því að íslensk tré mega heita
börn að aldri og vexti. Arið á að
vera brýning um að koma þess-
um börnum til meiri þroska,
vera enn eitt átak í þeirri
viðleitni að láta gróðurinn sækja
á auðnina. Þetta er gamall
óskadraumur og framtíðarnauð-
syn. Af samanlögðum barnalær-
dómi loðir held ég einna fastast í
skeið og þau tíðindi berast að
síðastliðið ár hafi verið eitt hið
jafnkaldasta sem um getur síðan
mælingar á slíku hófust. Og ekki
brást það að sá kuldi sagði
illilega til sín á því ári og kann
þó að draga lengri slóða. Vér
höfum verið á það minnt hvar
vér erum á hnettinum. Það gerði
einnig sá góði maður sem fyrir
allmörgum árum laumaði því að
þjóðinni að ísland væri á mörk-
um hins byggilega heims.
Hversu oft skyldu menn hafa
borið sér þetta spakmæli í munn
síðan? Og þó var það engin ný
speki, og engin speki yfirleitt.
Öll lönd heims eru byggileg
mönnum, ef þar er vatn, gróður
og dýralíf, og það er víðast. Kalt
veðurfar ræður hér engum úr-
slitum. Dómur um það hvort
land er byggilegt eða ekki fer
algjörlega eftir því við hvaða
stig verkmenning á að lifa og
hversu hátt þjóðfélagið stefnir.
Nú er tæknivæðing og vísinda-
þekking tuttugustu aldar komin
til sögu, og vér eigum hlutdeild í
hvoru tveggja. Þetta hefur fært
oss í hendur áður óþekkt vald
yfir nát.túrunni, til að hagnýta
kosti hennar og vinna bug á því
mótdræga, og gjörbreytt öllum
hugmyndum og dómum um hvað
sé byggilegt land og hvað ekki.
Sú sannleiksögn sem þó leyndist
í þeim orðum að ísland væri á
mörkum hins byggilega og
óbyggilega á jörðinni, er nú að
engu orðin, af því að vér ráðum
nú yfir þessum nútíma úrræð-
um. Hið kalda ár 1979, sem illa
lék íslenskan landbúnað og hefði
fyrr á tíð getað valdið harðind-
um og jafnvel hungursneyð, var
Þorbjörg Aradóttir, Jóhanna Steinþórsdóttir og Sigurður Steinþórs-
son í hlutverkum sínum.
Ungmennafélag Gnúp-
verja sýnir Glerdýrin
Eystra-Geldingarholti, 2. jan.
UNGMENNAFÉLAG
Gnúpverja frumsýndi sjón-
leikinn „Glerdýrin" eftir
Tennessee Williams í Ár
nesi sunnudaginn 30. des.
Leikstjóri er Halla Guð-
mundsdóttir í Ásum, er
einnig gerði leikmynd.
Saumaskap og smíði leik-
tjalda önnuðust félagar í
Ungmennafélagi Gnúp-
verja.
Með hlutverkin, sem eru
aðeins fjögur, fóru Þor-
björg Aradóttir, Jóhanna
Steinþórsdóttir, Sigurður
Steinþórsson og Hjalti
Gunnarsson.
Frumsýningargestir tóku
leiknum mjög vel og voru
leikstjóri og leikarar hyllt-
ir í leikslok með langvinnu
lófataki og blómum. Ég
held að það sé allra mál, er
þessa sýningu sáu, að hér
hafí vel til tekist. Leikend-
ur skiluðu vandmeðförnum
hlutverkum vel undir ör-
uggri og ágætri leikstjórn.
Svo og allir aðrir, sem að
þessari sýningu stóðu. Þeg-
ar þannig er að málum
unnið er það ómetanlegt
innlegg til aukins félags- og
menningarlífs.
Næstu sýningar á leikn-
um verða á Hvoli föstu-
dagskvöld kl. 21 og í Ara-
tungu á laugardag á sama
tíma. Síðan er ráðgert að
sýna leikinn víðar á næst-
unni. Jón.