Morgunblaðið - 03.01.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
ÁRAMÓTABRENNUR — Alls voru 22 áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld
og tók Kristinn ljósmyndari Mbl. þessa mynd við eina þeirra.
Svartsýnir og óttumst
enn frekari uppsagnir
- segir formaður Flugvirkjafélagsins
MEÐAL þeirra starfsmanna
Flugleiða er sagt hefur verið upp
eru 32 félagar í Flugvirkjafélagi
íslands, þ.e. 16 flugvélstjórar og
16 flugvirkjar. Mbl. ræddi í gær
við Einar Guðmundsson formann
Flugvirkjafélagsins og spurði um
viðbrögð félagsins við uppsögnum
Flugleiða.
— Ekki er hægt að segja annað
en menn séu svartsýnir og óttist
jafnvel frekari uppsagnir, en
tíminn sker úr um það. Nú þegar
fyrir dyrum standa samningar við
Luxemborgarmenn er ekki að vita
nema að starfsemi Flugleiða fari
algjörlega í hendurnar á erlendum
aðilum. En við skiljum vart hvers
vegna svo miklar uppsagnir þurfa
að koma til, við höfum t.d. margoft
bent á að færa mætti verulega
mikla viðhalds- og eftirlitsvinnu
Þrettándahátíð
í íþróttahöll-
inni á Selfossi
ÞRETTÁNDAHÁTÍÐ verður
haldin í íþróttahöllinni á Selfossi
6. janúar n.k. og er hún til
styrktar ungum Selfyssingi, sem
fyrir nokkrum árum slasaðist
það alvarlega í bílslysi að hann
hefur þurft að dvelja á sjúkra-
húsum síðan.
Þeir sem koma fram á hátíðinni
sem hefst klukkan 22.00 eru m.a.
Brimkló, Halli og Laddi,
HLH-flokkurinn, Mánar, Rut Reg-
inalds og Strengjasveitin.
Forsala aðgöngumiða er þegar
hafin á nokkrum stöðum, m.a. á
Selfossi, í útibúum Kaupfélags
Árnesinga í Hveragerði, Eyrar-
bakka og Stokkseyri og loks í
Hljómplötuverzluninni Skífunni í
Reykjavík. Allir sem koma fram
gefa sitt framlag.
Rúður brotnar
í sex verzlunum
Á NÝÁRSNÓTT voru brotnar
rúður í sex verzlunum við Fella-
garða í Breiðholti og er hér um
geysimikið tjón að ræða.
Voru unglingar þarna að verki.
Þá var farið inn í bókaverzlunina
Emblu, sem er í verzlanasamstæð-
unni og stolið þaðan einhverju af
bókum.
hingað heim og skapa þannig vinnu
fyrir mun fleiri flugvirkja en nú er.
Aðspurður um starfsaldur flug-
vélstjóranna sagði Einar að elsti
maður í starfi er sagt hefði verið
upp ætti að baki 30 ára feril og
hafa allir flugvélstjórarnir er sagt
var upp starfað á DC-8 vélum.
Meðal flugvirkja væri starfsaldur-
inn heldur lægri, en þeir hafa
unnið við allar flugvélategundir
Flugleiða . Ekki kvað Einar sér-
stakar viðræður fyrirhugaðar milli
flugvirkja og Flugleiða, en þeir
myndu þó reyna að grafast nánar
fyrir um ástæður þessara upp-
sagna. Taldi hann að fremur hefði
átt að leita verkefna fyrir DC-8
þotuna erlendis en selja hana og fá
heldur samþykkta ríkisábyrgð eða
framlag til rekstrar félagsins. Að-
spurður um atvinnumöguleika er-
lendis sagði Einar m.a.:
— Við vitum að talsvert miklir
atvinnumöguleikar eru erlendis
fyrir flugmenn, flugvirkja og flug-
vélstjóra, en við erum Islendingar
og viljum búa hér og því mætti t.d.
minna á það sem einhver sagði að
ef við hefðum viljað flytja til
útlanda værum við löngu farnir!
En málið er heldur ekki svo einfalt,
taka verður með í reikninginn
hversu margir aðrir missa atvinnu
sína vegna samdráttar Flugleiða,
tollverðir, starfsmenn Fríhafnar-
innar o.fl. og kemur þetta þannig
niður á þjóðarheildinni.
Tvennt slas-
ast í hörð-
um árekstri
ALLHARÐUR árekstur varð á
Vesturlandsvegi við Hulduhóla
um klukkan 20.30 í gærkvöldi og
lentu saman lítill fólksbíll og
langferðabíll. Ökumaður smá-
bílsins og farþegi voru fluttir á
slysadeild og reyndust meiðsl öku-
mannsins smávægileg, en farþeg-
inn handleggsbrotnaði og hlaut
sár og brot í andliti.
Smábíllinn var mjög illa farinn
eftir áreksturinn, en litlar
skemmdir urðu á langferðabíln-
Fjalakötíurinn:
„Tvöfalt sjálfsmorð44
Fjalaköttur-
inn sýnir í kvöld,
fimmtudagskvöld
kl. 21, á laugar-
daginn kl. 17
og á sunnudag-
inn kl. 17,19.30 og
22 i Tjarnarbíói
myndina „Dou-
ble Suicide“, Tvö-
falt sjálfsmorð, eft-
ir Masahiro
Shinoda.
Myndin er
japönsk frá árinu
1968. Aðalhlut-
verkin eru leikin
af Kichiemon
Nakamura og
Shima Iwashita.
Þessi mynd er úr
kvikmyndinni
„Tvöfalt sjálfs-
morð“ sem Fjala-
kötturinn tekur
til sýningar i
kvöld.
19
P. Stefánsson og
Hekla hf. samein-
ast á nýjan leik
Óhjákvæmilegt að segja upp 14—16
starfsmönnum við sameininguna —
Áætluð sala fyrirtækjanna nam
um 7 milljörðum króna árið 1979
FYRIRTÆKIN Hekla h/f og P. Stefánsson h/f sem rekin hafa verið
undanfarin ár i eigu sömu aðila hafa nú verið sameinuð og tekur
Hekla h/f við öllum rekstri fyrirtækjanna að því er segir í
fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist. í tilkynningunni segir
ennfremur að breyttar aðstæður á bifreiðamarkaðnum, verðbólga
og stöðugt aukinn kostnaður við rekstur fyrirtækja og annarrar
atvinnustarfsemi valdi því, að nú sé nauðsynlegt að sameina rekstur
fyrirtækjanna á nýjan leik. en þau voru rekin saman fram til ársins
1973 þegar heppilegt þótti að skipta þeim. Þá segir að ekki verði hjá
því komist að segja upp 12—14 starfsmönnum P. Stefánsson h/f og
2 starfsmönnum Heklu h/f vegna sameiningarinnar. Fréttatilkynn-
ing Heklu h/f fer hér á eftir:
Frá og með 1. janúar 1980 verða
fyrirtækin P. Stefánsson h/f og
Hekla h/f sameinuð og frá þeim
tíma tekur Hekla h/f við öllum
rekstri er hingað til hefur farið
fram á vegum P. Stefánsson h/f.
Þessi tvö fyrirtæki hafa verið í
eigu sömu aðila um árabil og
lengst af var ekki um að ræða
sjálfstæðan rekstur á vegum P.
Stefánsson h/f. Árið 1973 var hins
vegar talið hagkvæmt að P. Stef-
ánsson h/f hæfi sjálfstæðan
rekstur og hefur fyrirtækið rekið
bifreiðainnflutning, varahluta-
sölu og viðgerðarþjónustu síðan.
Breyttar aðstæður á bifreiða-
markaðnum, verðbólga og stöðugt
aukinn kostnaður við rekst.ur
fyrirtækja og annarrar atvinnu-
starfsemi valda því, að nú er
nauðsynlegt að sameina rekstur
þessara tveggja fyrirtækja á ný.
Vegna þessara breytinga verður
ekki hjá því komizt að segja upp
12—14 starfsmönnum P. Stef-
ánsson h/f og 2 starfsmönnum
Heklu h/f. Stjórnendur Heklu h/f
munu gera það sem í þeirra valdi
stendur til þess að tryggja þeim
starfsmönnum fyrirtækjanna,
sem sagt hefur verið upp störfum
með samningsbundnum fyrirvara
atvinnu. Hér er um hæft starfs-
fólk að ræða, sem rækt hefur
störf sín af samvizkusemi og
ræktarsemi við fyrirtækin.
Við sameininguna leggst niður
öll starfsemi, er hingað til hefur
farið fram í húsakynnum P.
Stefánsson h/f að Hverfisgötu 103
og flyzt hún smám saman í
starfsstöð Heklu h/f að Laugavegi
170—172. Helztu breytingar, sem
eru samfara sameiningu fyrir-
tækjanna eru þessar:
1. Bifreiðasala
Frá 1. janúar 1980 verður sala
nýrra bifreiða á vegum Heklu h/f
eingöngu í bifreiðasal fyrirtækis-
ins að Laugavegi 170—172. Verða
þar til sölu nýjar Volkswagen og
Audi bifreiðar svo og bifreiðar frá
japanska fyrirtækinu Mitsubishi
Motor Corporation af tegundinni
Galant, Lancer og Colt. Einnig
verða þar á boðstólum nýjar
bifreiðar frá brezka fyrirtækinu
British Leyland af gerðunum
Morris og Rover. Frá sama tíma
fer sala notaðra bifreiða fram í
bifreiðasal fyrirtækisins að
Síðumúla 33, Reykjavík (áður
sýningarsalur P. Stefánsson h/f).
2. Bifreiða-
varahlutir
Frá 1. janúar 1980 flyzt sala
varahluta í Mitsubishi bifreiðar í
varahlutaverzlun Heklu h/f, að
Laugavegi 170—172, en varahlutir
í bifreiðar frá British Leyland
verða enn um sinn seldir að
Hverfisgötu 103. Stefnt er að því
að afgreiðsla þeirra varahluta
hefjist að Laugavegi 170—172 eigi
síðar en 1. marz 1980.
3. Bifreiða-
verkstæði
Nú þegar eða frá 1. janúar 1980
flytjast viðgerðir á bifreiðum frá
Mitsubishi að Laugavegi 170—
172. Viðgerðir á bifreiðum frá
British Leyland munu flytjast
þangað eigi síðar en 1. marz 1980.
Þar til fara þær viðgerðir fram
eins og hingað til að Hverfisgötu
103. Samkvæmt þessu mun nokk-
ur tími líða þar til sameining
rekstrar þessara tveggja fyrir-
tækja hefur farið fram. Það er
von Heklu h/f að hinir fjölmörgu
viðskiptavinir fyrirtækjanna
verði fyrir sem minnstum óþæg-
indum af þessum sökum.
Forstjóri Heklu h/f er Ingi-
mundur Sigfússon, en fram-
kvæmdastjórar þeir Agnar Frið-
riksson (fjármál), Árni Bjarnason
(VW-Audi, British Leyland, heim-
ilistæki), Lýður Björnsson (hjól-
barðadeild, skrifstofustjórn), Sig-
fús Sigfússon (Mitsubishi bifreið-
ar, notaðar bifreiðar) og Sverrir
Sigfússon (véladeild).
Starfsmannafjöldi Heklu h/f
verður um 120 manns. Áætluð
sala fyrirtækjanna, er nú hafa
verið sameinuð, nam um 7 millj-
örðum króna á árinu 1979.
Sótt um stækkun
útvarpshússins
RÍKISÚTVARPIÐ hefur sótt um
leyfi til byggingarnefndar Reykja-
vikur til að breyta og stækka
fyrirhugaða byggingu sína á lóð
við Hvassaleiti og hefur stækkun-
arbeiðninni verið vísað til umsagn-
ar skipulagsnefndar.
Að sögn Karls Guðmundssonar
verkfræðings, byggingarstjóra
verksins, er hér um að ræða stækk-
un þar sem í ráði er að hýsa
sjónvarpið í því húsnæði sem út-
varpið átti eingöngu að hafa afnot
af í fyrsta áfanga hússins, sem er
um þriðjungur af endanlegri stærð
hússins. Nemur stækkunin rúmum
4.400 rúmmetrum eða um 1000
fermetrum að sögn Karls, en hug-
myndin er jafnframt sú að eftir því
sem húsið verður byggt og starf-
semi útvarps og sjónvarps krefji
flytjist sjónvarpið í þann hluta
hússins, sem því hefur frá upphafi
verið ætlaður staður. Karl Guð-
mundsson sagði að teikningar að
fyrirhuguðum breytingum væru hjá
byggingarnefnd og væri miðað að
því af hálfu útvarpsins að hægt
verði að bjóða út uppsteypu hússins
á næsta vori verði fjármagn útveg-
að af yfirvöldum.