Morgunblaðið - 03.01.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 03.01.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 230 kr. eintakið. Ákvörðun dr. Kristjáns Eldjárns Þorgeirssyni. Myndin er tekin við afhendingu rithöfundastyrksins á gamlársdag. Ljósm.: Emiiia Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, hefur skýrt frá þeirri óbifanlegu ákvörðun sinni, að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í sumar, þegar þriðja kjörtímabil hans rennur út. Á þessari stundu er ekki tilefni til að gera úttekt á nær því 12 ára farsælum ferli dr. Kristjáns í virðulegasta embætti þjóðarinnar. Hann á enn eftir að gegna þungum ábyrgðarskyldum við þær erfiðu stjórnmálaaðstæður, sem nú ríkja, þegar ekki hefur tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi um stjórn landsins. Að því má leiða rök, að forsetaembættið sé þess eðlis, að ekki eigi að koma til átaka um menn til setu í því nema brýnar ástæður krefjist. Það sé skylda þess, sem kjöri tekur, að sitja meðan heilsa og kraftar leyfa. En þessi krafa er ósanngjörn, því að hún sviptir þann, sem embættið skipar, frelsi til að ráða eigin högum og snúa sér að áhugamálum sínum og lifa eðlilegu fjölskyldulífi á ný í fullu fjöri. Vilji menn hafa órjúfarilega festu í þjóðhöfðingjaembættinu verða þeir að taka upp arfbundið vald eins og tíðkast í konungdæmum. í áramótaávarpi sínu lýsti dr. Kristján Eldjárn ákvörðun sinni með þessum orðum: „Langt er nú liðið á þriðja kjörtímabil mitt. Það er áreiðanlega á vitorði flestra, að ég hef fyrir alllöngu gert það upp við sjálfan mig að bjóða mig ekki oftar fram til að gegna embætti forseta íslands. Fyrir nokkrum mánuðum skýrði ég forsætisráðherra sem þá var, frá ákvörðun minni, svo og formönnum allra stjórnmála- flokka, enn fremur nýlega núverandi ríkisstjórn. Og nú skýri ég yður öllum frá þessu opinberlega, staðfesti það sem fáum mun koma á óvart. Ég neita því ekki að ég hefði óskað að sitthvað hefði verið í fastari skorðum í þjóðlífinu, nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa. En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi. Ýmsar persónulegar ástæður valda því að ég æski þess ekki að lengja þennan tíma, þótt ég ætti þess kost.“ Forseti Islands hefur ríkum skyldum að gegna á pólitískum úrslitatímum, eins og nú ríkja. Hann veitir stjórnmálamönnunum umboð til að leita fyrir sér um möguleika á stjórnarmyndun og forsetinn getur einnig beitt sér fyrir því með afskiptum sínum að sættir takist milli stjórnmálaforingja. Ákvörðun dr. Kristjáns Eldjárns breytir engu um frumkvæðisrétt hans og vald í þessu efni. Hún brýnir stjórnmálamennina í nauðsyn þess að leita varanlegrar lausnar á ágreiningi sínum, því að varla verður efnt til nýrra þingkosninga á sama ári og kjörinn er forseti. Forsetakosningar hafa tvisvar farið fram meðal landsmanna allra síðan lýðveldið var stofnað. Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn 1952 og Kristján Eldjárn 1968, en fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var kosinn af sameinuðu Alþingi á Þingvöllum 17. júní 1944. Bæði 1952 og 1968 urðu allsnörp átök í forsetakosningunum. Menn skipuðust í fylkingar án tillits til flokksbanda og frambjóðendur lögðu á það áherslu, að þeir styddust ekki við einstaka stjórnmálaflokka. í kosningunum um forseta á þessu ári verður vafalaust sami háttur á hafður. Frambjóðendur munu snúa sér beint til kjósenda en ekki bera fyrir sig stjórnmálaflokka, þótt enginn þurfi að efast um skoðanir þeirra. Þetta er hin eðlilega aðferð í svo persónubundnum kosningum. Reynslan hefur sýnt, að jafnan hefur á örskömmum tíma náðst þjóðareining um þann, sem kjöri náði, þrátt fyrir kosningaátök. Á forsetaembættið eða meðferð þess valds, sem því fylgir, hefur aldrei fallið neinn sá skuggi, sem dregið hefur úr sameiningarafli þess. Auðvitað getur menn greint á um einstakar gjörðir forseta eins og annarra, því að enginn er óskeikull. En fátt er nauðsynlegra í þjóðmálum nú um stundir en efla virðingu allra fyrir þeim stofnunum, sem falið hefur verið æðsta vald í landstjórninni. Dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra hafa gegnt vandasömum störfum sínum af þeirri höfðinglegu hófsemd og alúð, sem vekur bæði traust og virðingu. Þess vegna harma menn ákvörðun þeirra, en skilja jafnframt að fyrir henni eru gild rök, sem ber að virða. Ása Sólveig og Þorgeir Þorgeirsson hlutu rit- höfundastyrk útvarpsins RITHÖFUNDASJÓÐUR ríkisút- varpsins veitti að venju sinn árlega styrk í Þjóðminjasafninu á gaml- ársdag, og var það 24. styrkveiting sjóðsins síðan 1956 og hafa 53 skáld og rithöfundar notið þeirra styrkja. Að þessu sinni komu til úthlutunar tvær milijónir króna, sem sjóðstjórnin ákvað að skipta milli tveggja rithöfunda, milljón i hvors hlut. Styrkinn hlutu Ása Sólveig og Þorgeir Þorgeirsson. Jónas Kristjánsson, formaður sjóð- stjórnar, afhenti þeim rithöfunda- styrkinn, að viðstöddum forseta íslands, menntamálaráðherra og fleiri gestum. Ása Sólveig sagði í stuttu spjalli við fréttamann Mbl. að viðurkenn- ingin gleddi sig mest, og auðvitað væri gott að fá slíka fjárhæð. Hún vonaðist til að geta ferðast fyrir það fé og séð sig um á komanda sumri. Leikrit eftir Ásu Sólveigu, Gæfu- smiður, var flutt í útvarpinu á sl. ári, og hún sagði að svo vildi til að hún væri nú byrjuð að vinna að leitriti sem hentaði fyrir útvarp og væntanlega verður tilbúið til flutn- ings á þessu ári. En nýlega hefur Ása Sólveig, sem kunnugt er, sent frá sér skáldsöguna „Treg í taumi". Þorgeir Þorgeirsson svaraði því til í hálfkæringi að hann mundi líklega helst nota styrkinn til að láta gera við tennurnar í sér. í Þjóðleikhúsinu er byrjað að æfa leikritið Smalastúlkan og útlagarnir eftir Sigurð Guðmundsson, sem Þorgeir hefur umskrifað. — Leik- húsið er annað í dag og með aðra möguleika, útskýrði Þorgeir. En þetta leikrit Sigurðar hefur aldrei áður verið sýnt.' Þorgeir hefur verið mikið í snertingu við Sigurð Guð- mundsson og það sem honum við- kemur. En hann hefur verið að skrifa skáldsögu, upp úr heimildum frá 19. öld, sem að einhverju leyti er unnin upp úr sögu Sigurðar Guð- mundssonar. Hversu mikið kvaðst hann ekki vita á þessari stundu. En hann hefur notað gögn um Sigurð og kringum hann. Sögunni hugðist hann koma út í hitteðfyrra og aftur á sl. ári og kvaðst nú vonast til að ljúka henni á árinu, sem er að byrja. Boðskapur bókmenntanna í ræðu sinni við afhendingu rit- höfundastyrksins fjallaði Jónas Kristjánsson um boðskapinn sem bókmenntirnar flytja og sagði m.a.: „Allar bókmenntir hafa einhvern boðskap að flytja, eða að minnsta kosti eitthvert ætlunarverk. Sum skáldverk gleðja okkur og kæta, önnur vekja okkur harm í hjarta; en þau hafa líka sitt góða ætlunarverk, þau eiga að hreinsa okkur í eldi þjáninganna eins og Aristóteles talar um, vekja samúð okkar og meðaumkun, kenna okkur að þjást með hörmungafólkinu. Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða, og kenna til í stormum sinna tíða, segir Stefán skáldbóndi í Alberta. Ef skoða skyldi íslenskar bók- menntir frá þessu sjónarmiði, hyggja að meginstraumum í boð- skap þeirra,, þá ætla ég að þeim mætti skipta í þrjá aðalflokka eða tímaskeið. Boðskapar eða prédikun- ar gætir að sjálfsögðu misjafnlega mikið í einstökum verkum, og sum verk falla algerlega utan við aðal- flokkana. Skrifletur okkar og bókmenning kom með kristinni trú, og það fer því eftir málefnum að sá boðskapur sem mest gætir í bókmenntum okkar fyrir öndverðu, og síðan um margra alda skeið, er kristilegur trúar- og siðaboðskapur. Stundum er um að ræða bein trúarrit: prédik- anir og bænir, kaþólsk dýrlingaljóð og lúterska sálma. En jafnvel í fornsögum okkar, sem gerast á heiðnum tíma, er hálfdulinn kristi- legur undirstraumur. Á öndverðri 19. öld kom róm- antíska hreyfingin í bókmenntum, og með henni hugsjón um endur- heimt eða endurreisn hins forna sjálfstæðis. Nú tóku skáldin að yrkja lofsöngva um náttúru lands- ins og hetjur þjóðarsögunnar. Segja má að þessi þjóðlegi þáttur bók- menntanna sé ekki enn með öllu útafdauður, þótt liðið sé hátt á aðra Flugeldum fyrir um 700 þúsund stolið AÐFARANÓTT gamlársdags var brotizt inn í flugcldasölu íþrótta- félagsins Leiknis við Vesturberg og stolið flugeldum að söluverð- mæti um 700 þúsund krónur. Nokkrir piltar reyndust vera þarna að verki og náðist í þá áður en þeir höfðu sent alla flugeldana á loft og komst því mikið af þeim til skila aftur. öld síðan Bjarni Thorarensen hóf að yrkja sín rómantísku ættjarðarljóð. Þetta kemur nú helst fram sem opinskár eða táknrænn andróður gegn bandaríska setuliðinu í Keflavík. Skoðanir eru nokkuð skiptar um það hvert gagn dátar þessir geri okkur meðan tórir á friðartýrunni í okkar heimshluta, og jafnvel álitamál hvort þeir mundu færa okkur blessun ef styrjöld stórþjóða færi að geisa í kringum okkur. En ekki er þá Keflavíkurliðið með öllu gagnslaust úr því að það viðheldur nokkurri íslenskri þjóð- erniskennd og vekur skáldin til þjóðlegra yrkinga. Þriðja og síðasta meginhreyfing íslenskra bókmennta kom upp á síðara hluta 19. aldar með svokall- aðri raunsæisstefnu eða realisma. Helsti boðberi hennar á Norður- löndum og mikill áhrifavaldur hér á landi, beint og óbeint, var Daninn Georg Brandes. Nú skyldu bók- menntirnar vera „þjóðfélagslegar", skáld og rithöfundar áttu að brjóta til mergjar vandamál samtímans, stinga á meinsemdum, opna glugga og hleypa inn hreinu lofti. Vitanlega er ekki í bókmenntum óslitinn ferill frá raunsæisstefnu 19. aldar til vorra daga, en þar var upphafið, þar liggja rætur margra þeirra hreyf- inga sem nú leiða rithöfunda og rýnendur um víða veröld. Enn lengra að baki er sú sælutíð þegar menn gátu skrifað bækur sínar án meðvitundar um ákveðna stefnu, ákveðinn tilgang, þegar menn gátu lesið skáldrit sér til skemmtunar eða fróðleiks án þess að gera sér rellu af boðskapnum — nema þá rétt einstaka sinnum. Nú ætlast menn til þess eða vænta þess að allar bækur séu pólitískar. Nálega við hverja línu spyrja menn sjálfa sig: Hvert er manneskjan að fara? Hvaða áróður býr nú á bak við þetta? Og ef áróðurinn er ekki á réttu línunni þá er bókin vegin og léttvæg fundin. En hitt er þó algengara, sem betur fer, að menn leiti jórturs við sitt hæfi og hvort falli vel að öðru, lesmál og lesandi. — Og eldri bókmenntir svo sem Islendingasögur, sem ritaðar voru mörgum öldum áður en „bók- menntaboðskapurinn“ og „þjóðfé- lagsrýnin“ var fundin upp, þær hljóta nú að lúta valdi kennisetn- inganna. Þær eru ekki lengur heim- ildir um íslenskt mannlíf á 10. og 11. öld, heldur endurspeglun þjóðfé- lagsihs á þeim tíma er þær voru færðar í letur, á 13. og 14. öld — jafnvel áróðursrit í mannlífsbaráttu ritunartímans.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.