Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 23 Langt verkfall í stáliðnaði Breta? London. 2. janúar. AP. VERKFALLSVERÐIR tóku sér í dag stöðu við stálver um allt Bretland við upphaf fyrsta allsherjarverkfalls yfir 100,000 stálverkamanna á Bretlandi í 54 ár. Verði ekki af samningum innan skamms tíma kynni það að hafa í för með sér að British Leyland-bifreiðaverksmiðj- urnar, umfangsmikil niðursuða matvæla og annar meiriháttar iðnaður stöðvist innan örfárra vikna. Sir Charles Villers, yfirmaður brezku stálverksmiðjanna, sagði í dag að enn væru dyrnar opnar fyrir samningum, en varaði við að frekar mætti búast við löngu verkfalli en stuttu. Deilan stendur um laun og ber nokkuð á milli. Vinnuveitandinn hefur boðið hækkanir er nema um sex af hundraði og bónus fyrir framleiðni, en samtök verkamann- anna hafa krafist 16% hækkunar launa, en meðaltekjur stálverka- manns á viku eru 75 sterlings- pund, eða um 70 þúsund krónur. Af hálfu verksmiðjanna hefur verið skýrt frá því að íþyngja verði skattgreiðendum ef samið verður um meiri hækkanir en sex af hundraði, en verksmiðjurnar, sem eru ríkisreknar, eru reknar með gífurlegum halla og hafa þær fengið af almannafé um fjóra milljarða sterlingspunda, eða sem næst fjögur þúsund milljörðum króna, síðustu sex árin. Pietro Nenni Nenni ítalskri nýlendusveit í Libýu. Hann var þá settur í fangelsi í fyrsta sinn, en var oft síðar hnepptur í fangelsi. I þetta sinn var klefafélagi hans Benito Mussolini. Hann var fæddur í Faenna í Mið-Ítalíu árið 1891. Hann varð mjög eindreginn andstæðingur fas- ismans á Ítalíu að loknu fyrra stríði og hann hélt síðar til Spánar og tók þátt í borgarastyrjöldinni og barðist gegn Franco. í heimsstyrjöldinni síðari varð hann einhver þekktasti andstæðingur nazista og fasista og lét mjög að sér kveða og þótti vinna hin mestu dirfskuverk í þágu mál- staðar þess sem hann trúði á. Hann varð utanríkisráðherra Italíu 1946. Hann stýrði Sósíalista- flokknum í tuttugu ár og hafði þá látinn gefur viðvörun Tyrkland: Herinn Ankara 2. jan. AP. YFIRMAÐUR herráðs Tyrk- lands, Kenan Evren hershöfðingi, og yfirmenn flughers, flota og landhers birtu i dag mjög ein- dregna viðvörun til stjórnmála- flokka landsins. Þar er hvatt til að þeir geri allt til þess að berjast gegn pólitískum hryðjuverka- Salisbury, 2. janúar. AP. LEIÐTOGAR svartra skæruliða kröfðust í dag meiri tíma til að tilkynna sína menn til sérstakra stöðva í landinu, en sam- kvæmt vopnahléssam- komulaginu rennur tím- inn út á miðnætti á föstu- dag nk. Síðdegis í dag höfðu aðeins 4.500 skæruliðar skilað sér á stöðvarn- ar, en talið er að skæruliðarnir séu um 15.000, og sumir höfðu áætlað að þeir væru allt að 30.000. Háttsettur maður í röðum skæruliða sagði að erfiðlega hefði gengið að koma fregnum um vopnahléið til skæruliða, og „ef landsstjórinn veitir okkur ekki frest er hann óvinur okkar". Skýrt var frá því í röðum skæruliða að Nkomo og Mugabe myndu snúa til Rhódesíu um næstu helgi, Mugabe á laugardag og Nkomo á sunnudag. Vopnahlésráðið í Rhódesíu var 42 f órust í eldsvoða Chapais, Qucbcc, 2. janúar. AP. UNGUR maður situr í varðhaldi grunaður um að vera valdur að eldsvoða er a.m.k. 42 létu lifið i. Sást til mannsins, sem er 21 árs, þar sem hann var að fikta með vindlingakveikjara við jólatré í inn- gangi samkomuhúss þar sem um 350 manns voru samankomnir á gaml- árskvöldsfagnaði. Sjónarvottar sögðu að skyndilega hefði tréð orðið alelda og eldur fljótt borist um húsið sem var mjög skreytt birkigreinum. í eldsvoðanum misstu þrjátíu börn foreldra sína og ein fjölskylda missti fimm ættmenni. Flestir hinna látnu urðu innlyksa við útgöngudyr í einum enda hússins. Sjónarvottur skýrði frá að hann hefði séð mann bjarga fjölmörgum út um glugga á eldhúsi hússins en siðan orðið eldin- um að bráð. hreyfingum og aðskilnaðarsam- tökum. Er litið svo á af hálfu stjórnmálafréttaritara að ekki felist í þessari yfirlýsingu aðvör- un um íhlutun hersins, en hins vegar sé ekki hægt að útiloka að herinn hugsi sér til hreyfings i framtíðinni ef þessi „undirbún- ings-viðvörun“ beri ekki þann kvatt saman til fundar í dag í fyrsta sinn vegna óaldar sem ríkir í landinu í kjölfar vopnahlésins, en ofbeldisverk eru þar tíð. Þá voru friðargæslusveitir kallaðar út í fyrsta skipti í dag vegna árásar á búgarð. árangur sem til sé ætlast. Yfirlýs- ingin var afhent Fahri Koruturk forseta landsins. í yfirlýsingu sinni sagði Evren að í viðræðum sínum við yfirmenn hersins hefði komið fram að und- anförnu, að mikið þætti við liggja að stjórnmálaflokkarnir gerðu eitthvað raunhæft í málinu til að stemma stigu við þeim pólitísku hryðju- og skemmdarverkum, sem væru að heita mætti daglegt brauð í Tyrklandi og hefðu verið um langa hríð. Liti herinn þetta mjög alvarlegum augum. Þessum ásökunum er ekki beint einvörðungu gegn Demirel forsæt- isráðherra sem nýlega hefur tekið aftur við starfi forsætisráðherra, heldur eru allir stjórnmálaflokkar hvattir til að leggja lóð sitt á vogarskálarnar, enda verði það ekki liðið að menn fótum troði það frelsi sem stjórnarskráin veiti og syngi sumir alþjóðasöng kommún- ista í stað tyrkneska þjóðsöngsins. Rómaborg, 2. jan. AP. PIETRO NENNI, einn þekktasti leiðtogi Sósíalistaflokksins á Ítalíu. lézt árla nýársdags á heimili sínu. Banamein hans var hjartaslag. Hann varð 88 ára gamall. Nenni þótti sérstaklega litríkur stjórn- málamaður og í nærfellt sjötiu ár hefur hann verið tengdur öllum meiriháttar atburðum í ítalskri sögu. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum tvítugur að aldri með því að skipu- leggja verkfall sem beindist gegn 1959 — Alaska verður ríki í Bandaríkjunum. 1777 — Orrustan um Princeton. 1521 — Marteinn Lúther bann- færður. Afmæli. Marcus Tullius Cicero, rómverskur stjórnmálaleiðtogi og rithöfundur (106 f. Kr. — 43 f. Kr.) — Clement Attlee, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1883—1967) — Herbert Morrison, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1883—1951). Andlát. George Monck, hermað- ur, 1670 — Joseph Joffre, hermaður, 1931. nána samvinnu við kommúnista- flokk landsins og fékk Stalínverð- launin á þessum árum. Eftir að leiðir þessara aðila skildu við innrás Sovétríkjanna í Ungverjalandi 1956 tók hann þátt í því ásamt með kristilegum demókrötum að mynda þá mið-vinstristjórn sem var síðan við völd á Ítalíu 1962 til 1976. Hann gegndi embættum aðstoðarforsætis- ráðherra í þremur ríkisstjórnum Aldo Moros, var utanríkisráðherra hjá Mariano Rumor og hann var skipaður senator til æviloka af Ítalíuforseta 1970. Innlent. 1903 Landvarnarflokk- ur stofnaður — 1597 Heklugos hefst — 1875 Stórfelld eldgos í Dyngjufjöllum valda miklu tjóni — 1969 Verksmiðja eyðileggst og önnur skemmist í stórbruna á Akureyri — 1898 f. Pálmi Hann- esson. Orð dagsins. Við Höfum alltaf nógu mikinn tíma ef við aðeins viljum nota hann rétt — Johann Wolfgang von Goethe, þýzkt skáld (1749-1832). Kosið á Indlandi í dag: Verða kosningarnar stórsigur Indiru? Nýja Delhi. 2. janúar. INDIRA Gandhi fyrrver- andi forsætisráðherra Indlands mun ná völdum á nýjan leik og vinna meiri háttar sigur í þing- kosningunum sem fram fara á Indlandi á morg- un, miðvikudag, segir í niðurstöðum skoðana- könnunar sem var birt í Nýju Delhi fyrir hclgina. Könnun þessi var birt í viku- ritinu India Today sem kemur út í Delhi og þar segir að Kongress- flokkur I muni fá 291 þingmann af 528 í neðri deild indverska þingsins, og þar með meirihluta. Þetta er í fyrsta skipti sem Indiru Gandhi hefur verið spáð meirihluta, en öllum hefur borið saman um, að hún myndi vinna mikinn sigur en skorta nokkuð á að hún fengi meirihluta. Voru ýmsir stjórnmálasérfræðingar á því að Janata-flokkurinn — eða það brot hans sem býður fram undir því nafni og undir forystu Jagivans Rams — myndi ef til vill ganga til samstarfs við hana, þótt Ram hafi þvertekið fyrir það í kosningabaráttunni. Könnun þessi var gerð fyrir tveimur vikum og er ekki nein- um getum að því leitt hvernig hinum tveimur aðalkeppinaut- um hennar, Ram og Charan Singh, muni reiða af. Blaðið byggði á samtölum við 8.441 kjósanda í 35 kjördæmum í þrettán af 22 fylkjum Indlands. í könnuninni er sagt að öll sólar- merki bendi til þess að Gandhi fái allt að 80 prósentum í Rae Bareli, kjördæmi sínu, og Sanjay sonur hennar, umdeildur í meira lagi, muni vinna mikinn per- sónulegan sigur í sínu kjördæmi. Indira Gandhi hefur undan- farnar vikur þeytzt um Indland þvert og endilangt og haldið margar kosningaræður á hverj- um degi. Hún hefur þar viður- kennt að sér hafi á árum áður orðið á nokkur mistök, en of- sóknir þær sem hún og fjöl- skylda hennar hafi sætt ekki verið í neinu eðlilegu hlutfalli við yfirsjónir hennar. Hún hefur heitið að koma efnahag landsins á réttan kjöl og reyna að ráða bót á því ófremdarástandi sem ríkt hefur á Indlandi síðan í kosningunum 1977 þegar Janata- bandalagið var myndað til að koma henni frá völdum. Þar hefur lengst af verið hver höndin upp á móti annarri og var svo komið að það hafði klofnað í fjórar fylkingar. Jagivan Ram og Charan Singh hafa báðir verið hressir og baráttuglaðir í kosningabarátt- unni og spáð sínum flokkum meirihluta, en það er með ólíkindum að slíkt verði. Á kjörskrá eru um 360 milljónir manna. Á ýmsum stöðum hefur komið til óeirða í kosningabar- áttunni og um áramótin var til dæmis einn frambjóðandi Kommúnistaflokks Indlands sem er hlynntur Sovétríkjunum — skotinn til bana á ferðalagi. Alls munu um tólf manns hafa látið lífið í óeirðum og hermdar- verkum, sem rekja má til kosn- inganna. Indira Gandhi Sanjay Gandhi Jagivan Ram Charan Singh Skæruliðar í Rhódesíu: Biðja um frest Þetta gerðist 3. janúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.