Morgunblaðið - 03.01.1980, Side 28

Morgunblaðið - 03.01.1980, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 28 Þorsteinn Haraldsson, nemi: Frjálst útvarp? Oft hefur verið rætt um útvarp- ið í lesendadálkum blaðanna og fela umræður oftast í sér gagnrýni á það efni, sem þar er flutt. Ríkisútvarpið og sjónvarpið hafa það framyfir önnur fyrirtæki og stofnanir, að þau eru vernduð með lögum gegn allri samkeppni. Það er með öllu óeðlilegt að útvarps- rekstur hefur ekki verið gefinn frjáls. Með sinni einokunaraðstöðu þarf ríkisútvarpið ekki að óttast neina samkeppni af nokkru tagi sem þýðir að því er ekki veitt aðhald að neinu marki, enda er íslenska ríkisútvarpið staðnað í efnisvali og þáttagerð. Þarf í því máii ekki að gera annað en að vitna í skoðanakönnun sem fyrir- tækið Hagvangur gekkst fyrir, en í niðurstöðu þeirrar könnunar kom í ljós, að ýmsir þættir eru í ríkisútvarpinu sem fólk er löngu hætt að hlusta á. Þetta er óarð- bært út frá því sjónarmiði að ríkisútvarpið er þá hætt að senda frá sér þætti sem fólk hefur áhuga á. Ilvað segja útvarpslögin? í útvarpslögum er tekið fram að það sé skylda útvarpsins að kanna hug hlustenda en útvarpið virðist sýnilega ekki taka mark á slíkum könnunum því ekki hafa verið gerðar neinar stórvægilegar breytingar á dagskrá þess. Hvað er átt við með frjálsum útvarpsrekstri? Með frjálsu útvarpi er verið að tala um að leyfa einstaklingum að spreyta sig á útvarpsrekstri. Hér er átt við litlar staðbundnar stöðvar sem eru ódýrar í uppbygg- ingu. Hver stöð næði einungis að senda út yfir visst afmarkað svæði. Þessar útvarpsstöðvar myndu hafa fréttaþætti, en vegna þess hversu dýrt er að vinna góða fréttaþætti, gætu stöðvarnar ekki lagt út í það sjálfar og kæmi þá íslenska ríkisútvarpið fram sem nokkurs konar söluaðili gagnvart frjálsu útvarpsstöðvunum á til- búnu fréttaefni. Með frjálsu útvarpsstöðvunum gæfist fólki kostur á að spreyta sig á þáttagerð, en það er vitað mál að meðal okkar íslendinga eru margir hæfileikamenn sem ekki hafa fengið tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Frjálsu útvarpsstöðvarnar gætu einnig gefið afskekktum byggðar- lögum tækifæri til að reka slíka stöð sem þjónaði eingöngu við- komandi byggðarlagi. Öryggistæki í hættuástandi! Stöðvarnar gætu einnig orðið mikilvægt öryggistæki ef hættu- ástand skapaðist. Það er ekki treystandi að hafa eingöngu ríkis- útvarpið og nægir þar að nefna þegar opinberir starfsmenn fóru í verkfall 1977 en þá lokaði bæði hljóðvarp og sjónvarp og bjó þjóðin við algjört þjónustuleysi, sem kom þúsundum manna mjög illa og þá sérstaklega fólki sem bjó í afskekktum landshlutum. Ritfrelsi Guðmundur H. Garðarsson (S) flutti tillögu ásamt Ólafi G. Ein- arssyni (S), Friðriki Sophussyni (S) og ALbert Guðmundssyni (S) um breytingu á útvarpslögum og í greinargerð þeirrar tillögu segir meðal annars: „Stjórnarskrá íslands felur í sér að fullt tján- ingarfrelsi skuli ríkja í landinu. Hefur svo verið að því er hið prentaða mál varðar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti, en þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Er tjáningarfrelsi? Akvæði íslenskra laga um tján- ingarfrelsi eru í samræmi við vestrænar lýðræðisreglur. En þó hefur ísland dregist aftur úr á einu sviði og beinlínis lagt hömlur á tjáningarfrelsið umfram það, sem þekkist í öðrum lýðræðisríkj- um. Er það í sambandi við rekstur hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva í eigu annarra en ríkisins. T.d. í Bandaríkjunum er mikið um litlar útvarpsstöðvar en út- varpa ýmiss konar efni. Hægt er að Velja á milli fjölda útvarps- stöðva sem þá gjarnan sérhæfa sig í einhvers konar þáttagerð, t.d. stöðvar sem flytja ýmiss konar hljómlist, fræðsluþætti, skemmti- þætti, fréttaþætti eða jafnvel trúarlega hljómlist og þætti. Þetta skipulag hefur reynst vel þar í landi. Yrði ríkisútvarpið lagt niður? Ef til vill segja sumir: „íslenska ríkisútvarpið fer á hausinn því að það myndi ekki þola samkeppnina við stöðvarnar." Þetta er hinn mesti misskilningur. Ríkisútvarpið hefur viðamikið dreifikerfi og nær að senda út um allt land. Samkvæmt áðurgreindu frumvarpi yrðu frjálsu stöðvarnar staðbundnar, þ.e.a.s. þær gætu aðeins útvarpað um lítið takmark- að svæði. Með því að leyfa frjálsan út- varpsrekstur væri kominn grundvöllur fyrir ríkisútvarpið að breyta að einhverju leyti rekstr- arformi sínu. Má þar t.d. nefna ýmiss konar fræðsluþætti þannig að útvarpið væri hægt að nota til kennslu, samánber skólaútvarp. Ríkisútvarpið gæti þannig haft geysilegt fræðslugildi. Einnig það sem ég minnist á áður í greininni, að útvarpið ynni að gerð frétta- þátta sem síðan yrðu seldir út- varpsstöðvunum. Eru daghlöð hættuleg? Hér í Reykjavík eru fimm dagblöð ásamt fjöldanum öllum af tímaritum sem koma út vikulega eða mánaðarlega. Ekki eru nein höft á prentfrelsi og hafa dagblöð- in fyllilega staðið sig í stykkinu og nú á seinni árum hefur mikill fjöldi að fólki skrifað í blöðin um hin ýmsu mál og má í því sambandi nefna lesendasíður síðdegisblaðanna. Ég held að fæstir hafi gert sér raunverulega grein fyrir því hvað frjáls blaða- og tímaritaútgáfa hefur haft mikil áhrif á menning- arlíf þjóðarinnar. Varla eru þeir margir sem vildu að hér væri aðeins eitt dagblað útgefið af ríkisvaldinu. Er engum treystandi? Það er mín skoðun, að treysta beri einstaklingnum til orðs og athafna og honum verði gert kleift að spreyta sig á rekstri staðbund- inna útvarpsstöðvar. En það yrði að setja lög og reglugerðir þannig að komið yrði í veg fyrir að fjársterkir aðilar eða hagsmunahópar gætu rekið út- varpsstöð í þröngum eða annar- legum tilgangi. Ég myndi telja að meiri hætta væri búin af því sterka valdakerfi sem íslenska ríkiskerfið er orðið og allt það valdakerfi sem er í kringum hið opinbera. Eflum félagsskapinn Fyrir nokkru var haldinn fjöl- mennur fundur um undirbúning að stofnun félags áhugamanna um frjálsan útvarpsrekstur og var þar kosinn undurbúningsnefnd til þess að vinna að framgangi þessa máls. Þeir sem hafa áhuga á frjálsum útvarpsrekstri eru eindregið hvattir til þess að ganga í félagið og sýna með því samstöðu. Ég vil skora á þá, sem ekki hafa myndað sér skoðun um málið, að kynna sér það á hlutlausan hátt. Sýnum samstöðu og vinnum að framgangi þessa máls en það gerum við best með því að ganga í félagið og færa hugmyndir okkar til almennings. Þorsteinn Haraldsson. I Io f chi 1 a-.I ón as Jónas Jónasson frá Hofdölum: HOFDALA JÓNAS. 454 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Akureyri, 1979. ÞESSARAR bókar var getið með- al hinna söluhæstu fyrir jólin. Skiljanlegt er það. Hofdala-Jónas, sem inniheldur sjálfsævisögu, frásöguþætti og bundið mál, er í tölu minnisstæðari bóka. Merkust er sjálfsævisagan sem mest fer líka fyrir. Þættirnir eru greina- góðir og skemmtilegir. Bundna málið er þar á móti minnst í spunnið. Hagmæltur hefur Jónas að vísu verið. Einnig vel heima í eldri kveðskap. En hann fer um of troðna slóð í kveðskapnum svo kvæði hans verða mörg almenns eðlis, of miklar eftirlíkingar af því sem menn af hans kynslóð settu saman við hátíðleg tækifæri. Best sýnist mér það sem Jónas orti til Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON gamans. Það sýnir að hann hefði getað betur, miklu betur, ef að- stæður hans hefðu orðið aðrar. Sjálfsævisagan nær aðeins yfir bernsku- og æskuár Jónasar. Þar lýsir hann uppeldi og lifnaðar- háttum í Skagafirði á níunda og tíunda tug liðinnar aldar. Jónas fæddist fyrir réttum hundrað ár- um, eða 1879, og var farinn að vinna fyrir mat sínum — sem smali — innan við tíu ára aldur. Ekki veit ég hvaða orð væru höfð um slíkt nú, en þá þótti það síst tiltökumál. Lífið var hart, atlæti misjafnt og viðmót fullorðinna við börn oft miskunnarlaust. Það fór eftir lundarfari barnanna hversu þau þoldu vistir af því tagi sem Jónas lýsir. Sjálfur hefur hann verið svo tápmikill og léttur í lund að áföllunum sló ekki inn eins og hjá ýmsum öðrum sem höfðu svipaða sögu að segja heldur hristi hann af sér drunga og leiðíndi hvað sem á móti blés. Atvinnuháttum lýsir Jónas gerla. Margir hafa áður lýst sams konar vinnubrögðum og veit ég ekki hvort lýsingar Jónasar bæta nokkru við það. Skemmtilegastar og merkilegastar eru lýsingar Jón- asar á ýmsum blöndhlíðingum á uppvaxtarárum hans. Bæði hefur hann tekið vel eftir og eins verið stálminnugur þannig að áratugum síðar — þegar hann setti saman þessar endurminningar, virðist hvaðeina hafa staðið honum Ijós- lifandi fyrir hugskotssjónum eins og það hefði gerst í gær. Þó börn skilji ekki mannlífið sama skilningi og fullorðnir eru þau að vissu leyti næmari á fólk, kosti þess og galla. Fólk það, sem Jónas kynntist í bernsku, var af ýmsu tagi og hefur hann gert sér skýra grein fyrir kjörum þess. Enginn staður var þá nema heim- ilið, þar hlutu því allir að deila kjörum, jafnt fjölskyldufólk og einhleypingar. Þarna kömur því við sögu, auk vinnumanna og vinnukvenna, húsmennskufólk sem þá var á hverju strái; nokkurs konar leigjendur sem voru frjáls- ari ferða sinna og meira sjálfs sín en vinnufólkið en eigi að síður háð -því heimili sem það studdist við. Efnahagur var misjafn, en þeir sem höfðu yfrið nóg til hnífs og skeiðar munu þá hafa talist efna- menn. Það höfðu ekki allir. For- eldrar Jónasar munu hafa verið í fátækara lagi. Þó þurfti drengur- inn ekki að þola skort. Hins vegar naut hann einskis fram yfir brýn- ustu nauðþurftir. Og til að upp- fylla þær varð að vinna eins og kraftar leyfðu. Þannig var lífið. Bóklestur var einn sá munaður sem Jónas þráði en fór að mestu leyti á mis við. En svo heitt þráði hann og þeir bræður bækur til lestrar að þeir gátu jafnvel leikið smábrellu til þess eins að verða sér út um lítils háttar lesefni. Ekki urðu þó minningar Jónasar um bækur allar bjartar. Faðir hans átti Guðbrandsbiblíu, hvorki meira né minna, hafði erft hana einn gripa eftir sinn föður. í galsa og hugsunarleysi tóku þeir bræð- urnir eitt sinn upp á því að klippa út úr henni upphafsstafina skrautlegu og annað ornament. Strax og leikurinn var afstaðinn rann upp fyrir Jónasi hvílík heimskupör þeir hefðu framið. Eftir það veittist honum erfitt að bægja frá sér iðruninni vegna þessa verknaðar. En þar fór það eintakið því faðir Jónasar vildi ekki láta bókina lifa svo limlesta og brenndi hana. Jónas segir gerla frá leikfélög- um sínum. Og þó saga hans nái naumast til fullorðinsára getur hann þess oft hvað úr þeim varð síðar meir. Flestir urðu bændur og sveitafólk. En sumir, og ekki allfáir, hurfu til Ameríku. Þá stóðu Vesturheimsferðir sem hæst. Umtalsgóður er Jónas yfir- leitt og fellir ekki harða dóma yfir innræti fólks. Hins vegar hnýtir Að bera í Norman Vincent Peale: BJARTSÝNI LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Baldvin Kristjánsson íslenzkaði. Örn og Örlygur Reykjavík 1979 ÞETTA er sjötta bókin, sem.gam- all og góður vinur minn frá Isafjarðarárum mínum, Baldvin Kristjánsson, hefur íslenzkað eftir Norman Vincent Peale um eitt og sama efni, sem sé það, hve bjart- sýni, grundvölluð á kristinni trú, sé mikilvægur bjargvættur gegn svo að segja hvers konar andleg- um og líkamlegum erfiðleikum. Enga af þeim fimm bókum, sem út hafa komið á undan þessari, hef ég lesið, enda ekki talið mig þurfa þess. Nú hefur þýðandinn sent mér bókina Bjartsýni léttir þér lífið, og hef ég þegar lesið hana. Ég sé á hlífðarkápunni útdrátt úr lofgerð þessara sjö manna um þær bækur þessa höfundar, sem út komu 1965—’75: Séra Magnúsar Runólfssonar, séra Sigurðar Ein- Jónas Jónasson írá Ilofdölum hann gjarna við smáumsögn um gáfnafar hvers og eins. Sýnilega hefur hann laðast að þeim sem voru gæddir hæfileika til að segja frá. Sagnaskemmtun var þá í heiðri höfð. Þegar fólkið hvíldi sig arssonar í Holti, Halldórs Krist- jánssonar frá Kirkjubóli. Péturs Sigurðssonar erindreka, Ólafs Ól- afssonar kristniboða, Andrésar Kristjánssonar ritdómara og séra Eiríks prófasts og þjóðgarðsvarð- ar. Það sýnist svo vera að bera í bakkafullan lækinn að bæta við, en þar eð mér var send bókin til Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN umsagnar, get ég hennar hér með. Margir erlendir menn hafa lofað þessa og aðrar bækur Peales og vitnað um þau miklu bætandi áhrif, sem þær hafi haft á ekki aðeins andlega, heldur og líkam- lega heilsu þeirra, en auðvitað eru svo til menn, sem eru svo djúpt sokknir í víl og volæði, að þeir hafa sig ekki í að lesa slíkar smástund á engjum að afloknum málsverði kom fyrir að einn sagði frá en aðrir hlýddu á. Allt slíkt festi Jónas sér í minni og endur- segir hér fáeinar slíkar smásögur. Þegar við lesum nú um lífið fyrir tæpum hundrað árum eins og Jónas frá Hofdölum lýsir því í þessari ævisögu hlýtur okkur að þykja það hafa verið bæði erfitt og fábreytt. En þeir, sem þá lifðu, sýnast hafa notið þess furðanlega. Þeir þekktu ekki annað. Þetta fólk erfiðaði myrkranna á milli. En það átti líka sínar ánægjustundir. Þrátt fyrir fáskrúðuga menntun skilaði kynslcð Jónasar af sér drjúgu ævistarfi — á andlega sviðinu ekki síður en hinu efnis- lega — eins og þessi bók vitnar raunar gerst um. Hannes Pétursson og Krist- mundur Bjarnason bjuggu þessa bók undir prentun og ritar Krist- mundur inngang þar sem hann segir frá Jónasi og ritstörfum hans. Erlendur Jónsson bækur, hvað þá að láta sér segjast við lestur þeirra. Um mig er það að segja, að jafnvel þegar óttinn var mestur út af kjarnorkuvopn- unum sagði ég við sjálfan mig: Það er tilgangslaust fyrir þig að gera þér rellu út af þessu. Þú veizt raunar að ef kjarnorkustyrjöld brýzt út þá ferst íslenzka þjóðin eins og að líkindum flestar þjóðir heims. En þú hefur engin minnstu skilyrði til að koma í veg fyrir þann voða og veizt, að „eitt sinn skal hver deyja“. En einn er sá ótti, sem hvorki dr. Norman Vincent Peale né aðrir bjartsýnismenn fá frá mér bægt. Það er óttinn við að íslenzkir stjórnmálamenn hafi ekki dáð og dug til þeirra aðgerða, sem meðal skammsýnna kjósenda kunna að verða óvinsælar í bili, en fá komið því til leiðar, að íslendingar glati ekki einungis fjárhagslegu sjálf- stæði sínu, heldur líka því stjórn- málalega. Guðmundur Gíslason Ilagalín. bakkaf ullan lækinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.