Morgunblaðið - 03.01.1980, Page 29

Morgunblaðið - 03.01.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 Hrönn Pétursdótt- ir — Minningarorð Kveðja frá Ilúsmæðrafé- lagi Reykjavíkur. Fædd 25. júlí 1932. Dáin 21. des. 1979. í dag verður til moldar borin Hrönn Pétursdóttir, formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur, en hún lést 21. des. sl. aðeins 47 ára að aldri. Hrönn var fædd í Reykjavík 25. júlí 1932. Hún ólst upp hjá móður sinni, Agústu Guðmundsdóttur, og stjúpföður sínum, Sigurði Magn- ússyni, í vesturbænum, nánar til- tekið við Hringbraut. Þann 10. júlí 1955 giftist Hrönn eftirlifandi eiginmanni sínum, Gunnari K. Gunnarssyni, og árið 1958 fluttu þau að Sörlaskjóli 92, sem verið hefur heimili þeirra síðan. Það var því með sanni að Hrönn taldi sig borinn og barnfæddan vestur- bæing. Þau Gunnar eignuðust þrjár dætur sem allar eru foreldr- um sínum til mikils sóma. Agústa, fædd ’55, gift Hirti Emilssyni og eiga þau eina dóttur, Hrönn, sem nú er 8 mánaða. Sigrún, fædd ’60, stundar nám í M.R. og Gunnhild- ur, fædd ’67, er því enn í grunn- skóla. Hér fyrr á árum stundaði Hrönn mikið íþróttir, aðallega handbolta en lagði einnig stund á frjálsar íþróttir, skíði og sund. Hún fór ung i K.R. og vann þar margfalda sigra með stöllum sínum í meistaraflokki kvenna í handbolta. Allt til hins síðasta hélt hún mikilli tryggð við sitt gamla íþróttafélag og lagði þar fram krafta sína á ýmsan hátt. Hrönn var mjög mikill íþrótta- maður í eðli sinu og lifði lífi sínu samkvæmt því. Allt frá æsku var Hrönn félags- lynd með afbrigðum enda fór hún fijótlega að láta hin ýmsu félags- mál til sín taka. Hún átti sæti í mörgum nefndum á vegum ýmissa félagasamtaka svo sem hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík, Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna, og síðast en ekki síst Húsmæðrafé- lagi Reykjavíkur. Hún gekk ung í Húsmæðrafélag Reykjavíkur og þar eins og annars staðar fór ekki hjá því að henni yrði fljótlega veitt athygli og falin ýmis trúnaðarstörf. I nokkur ár var Hrönn varaformaður félagsins en formaður þess frá 1975. Við sem unnum með henni getum best um það borið hversu mikill styrk- ur hún var félaginu á allan hátt. Hún var þeim eiginleikum gædd að vera fljót að átta sig á hlutunum, heil í starfi, hreinskilin og laus við alla yfirborðskennd og hræsni. Hún var glaðlynd og sein til reiði. Eg minnist þess aldrei að hafa heyrt hana láta sér um munn fara fúkyrði eða illmæli til nokk- urs manns. Það var fátt sem henni var eins illa við og deilur enda var hún venjulega sú sem gekk á milli og bar klæði á vopnin ef eitthvað bar útaf eins og stundum vill verða þegar sitt sýnist hverjum. Engri manneskju hef ég kynnst sem gat sett ofan í við mann á jafn elskulegan hátt og Hrönn en þannig að maður hlaut að taka tillit til þess sem hún sagði. Hún var gædd óvenju mikilli orku og styrk bæði andlega og líkamlega. Mér er það minnisstætt að fyrir einu og hálfu ári er fyrrverandi formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur og heiðursfélagi þess, Helga Guðnadóttir — Minningarorð Fædd 3.1.1928. Dáin 11.12.1979. I dag, 3. janúar, hefði Helga Guðnadóttir, frænka mín, orðið 52 ára gömul. En hún varð ekki nema 51 árs. Hún dó fyrir aldur fram þann 11. desember sl. Stjúpdóttir Helgu, Agla Marta Marteinsdóttir, og nágranni henn- ar og vinur, Sigurður Markússon, minntust hennar fallega í minn- ingargreinum, sem birtust á út- farardegi hennar þann 18. des. sl. Eg mun því ekki í þessum fáu og síðbúnu minningarorðum rekja æviferil hennar og uppruna. Það hefur áður verið gert. A seinni árum átti ég því láni að fagna að kynnast Helgu. Var hún þá gift Marteini Jónassyni, fram- kvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur, miklum ágætis- manni. Þá hafði ýmislegt á daga hennar drifið. Hún var búin að eignast tvær elskulegar dætur, Elínu og Hafdísi. Marteinn og Helga eignuðust dótturina Jó- hönnu Halldóru, sem ber fallegt svipmót foreldranna. Fermdist hún í vor sem leið. Helga var mjög vel gerð kona, bæði til sálar og líkama. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. Hún var létt í lund, gamansöm og einstaklega laus við allt víl, meira að segja æðraðist hún ekki, þegar henni mátti vera ljóst, að undankomu- leiðir voru að lokast. Komum við hjónin í heimsókn til hennar á spítalann, þegar svo var komið. Var hún þá svo uppörvandi í tali, t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför móöur okkar, tengdmóður og ömmu, SIGRUNAR JÚLÍUSDÓTTUR Garði, Dalvík Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki hand- læknisdeildar Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Garöar Björnsson, Anna Björnsdóttir, Höröur Björnsson, Guöný Rögnvaldsdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Míkael Jóhannesson, Gylfi Björnsson, Elín Skarphóöinsdóttir, barnabörn og aörir aöstandendur. t Þökkum innilega samúö og vináttu við minningarathöfn og útför SIGUROLA BJÖRGVINS JONSSONAR, * fró Hrísey, Áslaug Kristjánsdóttir, María Árnadóttir, Jón Valdimarsson Narfi Björgvinsson, Hanna Hauksdóttir, Teitur Björgvinsson, María Narfadóttir, stjúpsynir, tengdadætur, barnabörn, systkini og fjölskyldur 29 Jónína Guðmundsdóttir, andaðist þá báru konur úr kvennasamtök- um hér í Rvk. kigtu hennar úr kirkju. A þeim sama tíma var Hrönn á sjúkrahúsi og þá þegar var henni kunnugt um að sá sjúkdómur er nú hefur orðið henni að aldurtila hafði búið um sig í líkama hennar. Þrátt fyrir það klæddi hún sig upp úr sjúkrarúmi og mætti til þess að votta hinum látna formanni félagsins virðingu sína og bera hana hinsta spölinn. Ég nefni þetta atvik hér til þess að leggja áherslu á það hve miklum styrk Hrönn bjó yfir, ekki aðeins líkamlega heldur og andlega. Húsmæðrafélag Reykjavíkur kveður nú í dag ástkæran for- mann, vin og félaga. Margs er að minnast og slíkar minningar verða ekki færðar á prent í stuttri kveðju. Ég sem þessar línur rita er þess ekki umkomin að vita eða skilja hvers vegna einum er ætlað að hverfa á braut á miðju ævi- skeiði en öðrum ekki. Það er svo að ég skammast min fyrir að viðurkenna að hún hafði haft hlutverkaskipti við okkur, sem þó komum í heimsóknina með því hugarfari að auka henni bjartsýni og styrk í veikindum hennar. Fórum við því sporlétt af hennar fundi. Og þannig var Helga fram á síðasta dag. Eins og ég gat um áðan, var Helga einnig líkamlega vel á sig komin, þar til hún kenndi veikinda sinna fyrir um einu ári síðan. Fyrr á árum stundaði hún mikið íþrótt- ir og komst í fremstu röð íþrótta- manna í tveimur greinum. Kom til álita að senda hana á Ólympíu- leika en af því varð ekki vegna fjárskorts. Helga og Marteinn reistu sér glæsilegt heimili í Fossvoginum. Þangað var gott að koma, enda heimilið hlýlegt og hjónunum lag- ið að gera gestum til hæfis. Ég og fjölskylda mín vottum eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum Helgu dýpstu sam- úð. Kristinn Ólafsson. margt sem erfitt er að skilja og erfitt að sætta sig við. Góður vinur er genginn, en minningin lifir. Nú eru þau tímamót sem allir kristnir menn leiða hugann að fæðingu þess sem kenndir okkur að trúa á upprisuna og eilíft líf. Megi sú trú verða ástvinum Hrannar styrkur í þungum trega. F.h. Húsmæðrafélags Reykjavíkur Margrét S. Einarsdóttir. Kveðja frá Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík Við fráfall Hrannar Pétursdótt- ur sér Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, á bak einum af sínum virkustu félögum. Hrönn átti sæti í stjórn félagsins um árábil, sat í trúnaðarráði þess, starfaði í nefndum og var fulltrúi félagsins á landsfundum Sjálf- stæðisflokksins og á landsþingum sj álf stæðiskvenna. Það gilti einu hvar í flokks- og félagsstarfi Hrönn skipaði sér hverju sinni, hún var ævinlega þátttakandi af lífi og sál, gerði sér grein fyrir hvar þungamiðja hvers verkefnis var og lagðist þar á málið. Hrönn hafði átt við vanheilsu að stríða og á fyrri hluta ársins 1979 ágerðust veikindin svo, að hún varð að dvelja á sjúkrahúsi uns yfir lauk í þann mund er jóla- hátíðin gekk í garð. Það urðu Hrönn mikil vonbrigði að hún gak ekki setið Landsfund- inn 3.-6. maí sl. eins og hún hafði verið kjörin til frá Hvöt. Hún var bundin sjúkrabeði og varð að láta Vesturbær: Hávallagata. Miðbær. Austurbær: Hverfisgata 4 — 62. sér nægja að fylgjast með úr fjarlægð, en áhugi hennar þá staðfesti öðru fremur hversu ein- lægur sjálfstæðismaður hún var og framgangur sjálfstæðisstefn- unnar henni hjartans mál. Seinasta verkefnið, sem hún tók þátt í hjá Hvöt var dreifing sérstaks bæklings, sem félagið ásamt Landsambandi sjálfstæð- iskvenna gaf út í tilefni Alþjóða- árs barnsins. Hrönn var í hópnum, sem í marsbyrjun annaðist dreif- inguna í Reykjavík og það var skemmtileg reynsla að fara með henni á hvern vinnustaðinn af öðrum, þar sem hún tók fólk tali á léttan og góðlátlegan hátt, skynja hversu vel kynnt hún var og frambærilegur fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Við, sem áttum því að fagna að eiga nána samvinnu við Hrönn, vitum að hún var mannþekkjari og mikilsvirði að styðjast við sjónarmið hennar á mönnum og málefnum. Stundum er sagt til glöggvunar á eiginleikum fólks: „Segðu mér hvernig viðkomandi er í samstarfi og ég skal segja þér hvernig hann er.“ Úr prófraun samstarfs kom Hrönn með ágæt- iseinkunn, eftir hana stendur ófyllt skarð og henni fylgja þakkir félagsmanna í Hvöt. Það er ævinlega sárt að sjá fólki á besta aldri kippt burt frá hálfnuðu starfi, en sársaukinn hlýtur að vera mestur hjá þeim er næstir standa og til þeirra beinum við samhug okkar, með vissunni um að það var í anda Hrannar Pétursdóttur að stækka og stælast við hverja raun. Björg Einarsdóttir. Uthverfi: Árbær I. Karfavogur Selvogsgrunnur Kópavogur: Hlíðavegur II, Hófgerði JRtoirgptttM&Mfr Enskir samtalstímar Enskir úrvals kennarar. Málaskólinn Mímir. S. 10004 — 11109 kl. 2—7 e.h. Uppl. í síma 35408 Hressingarleikfimi kvenna Kennsla hefst aftur mánudaginn 7. janúar í leikfimisal Laugarnesskóla. Fjölbreyttar æfingar — músik — slökun Get bætt við nokkrum konum. Innritun og upplýsingar í síma 33290. Astbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.