Morgunblaðið - 03.01.1980, Side 30

Morgunblaðið - 03.01.1980, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 30 Sjómannsminning: Jón Guðfinnson frá Bolungavík Fæddur 11. september 1911. Dáinn 15. desember 1979. Þegar mér barst fréttin um andlát Jóns Guðfinnssonar fann ég til söknuðar þess manns, sem misst hefur duglegan starfsmann og góðan vinnufélaga. Jón fæddist að Litlabæ í Skötu- firði 11. september 1911. Hann hóf ungur sjóróðra og var síðan skip- stjóri í Bolungarvík þar til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1951. Þar stundaði hann áfram sjó- mennsku á togurum til ársins 1962. Árið 1965 réðst hann í vinnu til föður míns, Ámunda Sigurðsson- ar. Ég var á þessum árum sumar- vinnumaður í Málmsteypunni og ég man svo vel að faðir minn hafði oft orð á því, hve lánsamur hann hafi verið að fá slíkan mann sem Jón í vinnu. Er ég síðar tók við stjórn fyrirtækisins, fann ég hversu sönn þessi orð föður míns voru. Það er mikið lán aö taka við fyrirtæki, sem einungis er skipað úrvalsmönnum, og því erfitt að fylla það skarð, sem nú hefur verið höggvið í þennan hóp. Við Jón áttum síðustu árin margar góðar samverustundir við deigluna og bar þar oft margt á góma. Það var fróðlegt fyrir ungan mann að heyra Jón segja frá lífsreynslu sinni, ekki síst frá fyrri árum, er lífsbaráttan var hörð, og oft sagði hann okkur vinnufélögunum sögur frá sjómannsárum sínum. Jón gekk eigi heill til skógar síðustu árin. Hann var hjarta- sjúklingur, og við sem með honum störfuðum í Málmsteypu Ámunda Sigurðssonar vissum, að sjúkdóm- urinn ágerðist mjög þó hann léti ekki á því bera. Hann vann vinnu sína af sama dugnaði, samvisku- semi og ósérhlífni sem alheill væri fram til síðasta dags. Um leið og við vinnufélagarnir þökkum samfylgdina, sendum við eftirlifandi eiginkonu hans, Þor- gerði Einarsdóttur, Einari syni þeirra og öðrum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur í sorg þeirra. Blessuð sé minning Jóns Guð- finnssonar. Jón Örn Ámundason. Jón Guðfinnsson, formaður og skipstjóri í Bolungavík um þriggja áratuga skeið og síðan togarasjó- maður í Reykjavík lézt 15. des- ember s.l., 68 ára að aldri. Gamla Bolungavík, með götu- troðningum, verþúðum og bátum á kambinum, er horfin undir nýja byggð. Framandi fólk gengur þar um götur og spyr okkur gömlu Bolvíkingana hvað við heitum og hvaðan við séum ef okkur ber að garði á æskustöðvunum. Eina sem eftir er af gömlu Bolungavík eru nokkrir aldraðir kunningjar, og flestir þeirra í Reykjavík, en þeir hverfa nú einn af öðrum. Það setur að okkur söknuð, sem eftir erum en vorum í sama báti og þeir sem eru nú að hverfa. Með þeim hverjum og einum fækkar þeim sem hugsa eins og við sjálfir og muna liðna tíma með okkur. Þegar ég var unglingur í Bol- ungavík var Jón Guðfinnsson þar í fremstu röð formanna, ungur maður og djarfur. Það lék ævin- týraljómi um mestu sjósóknarana í augum okkar unglinganna í plássinu. Við fylgdumst af lífi og sál með sjósókninni og áttum engan heitari draum en að líkjast þessum mönnum. Jón Guðfinnsson hagaði sjó- sókninni öðru vísi en flestir aðrir. Það fóru nokkrir fleiri legur en hann, en hann reri ævinlega út, stundaði ekki grynnstu miðin, lagði helzt ekki innaf Kví. Kleifin, Kögurinn og niður á Hlíðarnar og Björgin voru hans aðal útmið; á þau dýpstu er um 5 tíma stím frá Bolungavík á vélbátum þessa tíma ef róið var vestarlega. Það var langróið þetta á 8 tonna báti í svartasta skammdeginu. Jón á Einari Hálfdáns kom því oft seint af sjónum, og má nærri geta að það hafi oft valdið áhyggjum þeim sem áttu vandamenn um borð. Á þessum tíma, þegar ekkert samband var hægt að hafa við bátana, beið fólk í verstöðvum allt í kringum landið eftir ljósi af hafi þegar veður skullu á og bátar urðu seint fyrir að ná landi. Bátunum heima var fagnað hverjum og einum, eftir því sem þeir komu að í vondum veðrum. Það var einum færra að óttast um. Þegar það kom fyrir, sem ekki var ótítt, að allir væru komnir að fyrir góðri stundu og búnir að hífa uppá kamb nema einn bátur, þá fóru menn að gerast þöglir. Sjómenn- irnir stóðu í hópum ofarlega á Brjótnum en konur og unglingar stóðu gjarnan í skjóli við yztu húsin og gægðust fyrir horn. Hríðin og veðurofsinn blindaði fljótt sjónina og eftir örskots- stund var maður farinn að sjá ljós fram um allt Djúp og varð að snúa sér undan og hvíla augun. Það var horft út að Ófæru, þar átti ljósið að sjást fyrst þótt verið gæti að báturinn kæmi dýpra uppá Vík- ina. Þegar svo ljósið sást, barst fregnin frá húsi til húss. Stálpaðir strákar tóku þá sprett niður á Brjót. Óttinn var horfinn og nú var það orðið ævintýri og spenn- andi að fylgjast með þegar þessi síðbúna fleyta kom að landi. Á leiðinni inn Buginn sást ekkert nema toppljós á sífelldri hreyf- ingu og ekki sjálfur báturinn fyrri en hann skauzt fyrir Brjótshornið á hvítum öldufaldi, á því andar- taki náði fremsta ljósið á Brjótn- um að varpa á hann birtu. Þegar aldan við Brjótshornið reið undan bátnum var snúið upp með Brjótn- um og menn þá úr allri hættu, ef hann var ekki útnorðan en þá lagði foráttu brim upp á Víkina með veðrinu. í augum okkar ungl- inganna voru það ævintýramenn og hetjur sem komu þarna af hafi. Þeir voru alhlífaðir, bundið var yfir alla lóðabala, klakabrynja á stögum og rórhúsi og báturinn þungur af fiski og ís. En fyrir mönnunum sjálfum var þetta ekk- ert ævintýri, engin hetjudáð, held- ur lífsbaráttan, brauðstritið fyrir sjálfum sér og fjölskyldum sínum. Sjómennska var Jóni Guð- finnssyni í blóð borin og þannig var um þá alla Guðfinnssyni frá Hvítanesi, þótt undarlegt sé, þar sem þeir voru af prestaættum í aðra ætt en húnvetnskum bænd- um í hina. Þrír þeirra lærðu til skipstjórnar og lögðu sjómennsk- una fyrir sig og það hefði Einar Guðfinnsson eflaust gert líka, hann var byrjaður formennsku, ef hann hefði ekki verið svo heppinn að vanta sigiingatíma, þegar hann lærði sjómannafræði hjá Ingimar Bjarnasyni í Hnífsdal. Jón Guðfinnsson fæddist 11. september 1911 að Litlabæ í Skötufirði og var yngstur barna (þeirra sem lifðu) hjónanna Guð- finns Einarssonar og Halldóru Jóhannsdóttur, sem bjuggu í Litiabæ. Einar, bróðir Jóns, hefur sagt sögu sína á bók og eru þar sögð deili á foreldrum Jóns og systkinum og er óþarft að hafa um það önnur orð hér, en þau, að það stóð gott fólk að Jóni í báðar ættir, þjóðfrægt fólk margt í föðurættina en gott búandfólk í hina. Jón ólst upp til 8 ára aldurs í Litlabæ, en fluttist þá með fjöl- skyldunni útí Tjaldtanga og þar var hann í fóreldrahúsum, þar til faðir hans fórst haustið 1920, en þá áfram með móður sinni þar til vorið 1925, að þau mæðgin fluttust til Bolungarvíkur í sama mund og Einar Guðfinnsson settist þar að. Strax eftir ferminguna fór Jón að vinna hjá bróður sínum í búðinni við afgreiðslustörf og var hann fyrsti búðarmaður Einars. Um haustið 1925 fór hann í læri innað Eyri í Seyðisfirði að búa sig undir Flensborgarskóla og var á Eyri um veturinn en strax um vorið tók hann aftur til starfa í versluninni og þar var hann um sumarið, nema brá sér einn túr hjálpar- kokkur á togara í skjóli Guðmund- ar bróður síns. Á Flensborg var Jón svo veturinn 1927 en þá er ekki meira frá ævistarfinu að segja utan sjómenhskunnar fram á miðjan sextugs aldur. Hugur hans stóð strax í æsku til sjó- mennsku og hann kynntist henni snemma eins og aðrir unglingar flestir vestra. Þeir sóttu, Litlabæj- armenn, í Skötufjörðinn, sem var oft fullur af þorski eða síld, og frá Tjaldtanganum stunduðu þeir einnig róðra vor og haust en í Bolungavík á vetrum. Jón varð formaður 16 ára gamall á litlum vélbáti, sem Sörli var kallaöur, en næst tók hann bát sem hét Fram, 5 tonna bátur. Á þeim báti fékk Jón orð á sig fyrir djarfa sókn og þar kom honum að góðu haldi, að hann var laginn við vélar, en formennirnir í Víkinni voru oftast vélamenn sjálfir. Vélin í Fram litla mun hafa verið farin að láta sig og var til þess tekið, hversu vel Jóni gekk að haida henni gangandi og sækja fast og á borð við hina, sem betri áttu skipakostinn. Um hríð gerði Jón hlé á formennsk- unni og var vélamaður á Tóta, báti þeirra Einars og Kristjáns Krist- jánssonar (Afla-Kitta) sem var formaður á Tóta, en 1932 varð Jón aftur formaður og þá á báti, sem Einar hét og jafnan nefndur Einar litli eftir að Einar Hálfdáns kom haustið 1934. Sá bátur, sem bar nafn tengdaföður Jóns, var smíð- aður úti í Noregi, en um smíðina hafði Einar samið í Noregsför sinni 1934 ásr.mt smíði á öðrum samskonar báti, sem Karmöy hét og er það sögufrægur bátur, vegna þess að hann keyptu þeir Olsen og Syre á ísafirði og er hann fyrsti rækjubáturinn hérlendis, þótt þeir félagar hafi fyrr gert tilraun til rækjuveiða sem ekki varð fram- hald á um skeið. Jón var úti fNoregi um sumarið til að fylgjast með smíði bátanna og reyndust þeir báðir hinar beztu fleytur, þótt annað lag væri á þeim en Falsbátunum sem Falur Jakobsson og synir hans smíðuðu fyrir Bolungavíkinga og höfðu þá í huga við smíðina, að bátana þurfti að setja í hverjum róðri, lögðu áherzlu á að þeir væru létt viðaðir, miklir til endanna og flytu því snemma, og kjölhællinn sveigður aðeins upp á við, svo að þeir rynnu vel á hlunna. Hællinn var helzti krappur á Einari Hálfdáns og botninn náði styttra aftur en á Falsbátunum og hann flaut því seinna en þeir. En því nefni ég þetta, að það var mikið atriði í sjósókninni í Bol- ungavík að ofansetningur gengi vel og það gat verið undir lagni skipshafnar komið og þá einkum formanns að leggja fyrir, hvort róður næðist eða ekki, auk þess sem menn vildu gjarnan verða fyrstir til að koma línu sinni í sjó og fá fyrir hana pláss á þeim miðum, sem þeir kusu að leggja á. Jón Guðfinnsson var jafnan með úrvalsmannskap og sjálfur manna lagnastur við að leggja fyrir sem við önnur verk, og gekk honum ekki verr en öðrum, það ég muni, að setja niður bát sinn, þótt hann Sonur minn og bróöir okkar t lézt 31. desember. GUDJON AOALBJÖRNSSON, Skólavöröustíg 24 A Þorbjörg Grímsdóttir og systkini hins látna. t Móðir mín og tengdamóðir SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Akurgerði 31 er látin. Jón Þór Þórhallsson, Hrefna Beckmann. Maöurinn minn + VIGNIR ANDRESSON, íþróttakennari er látinn. Þórunn Jónsdóttir. + Móöir okkar ÞURÍDUR VILHJÁLMSDÓTTIR, frá Svalbarði í Þistílfírði andaöist að morgni nýársdags. Börnin. + Móðir mín GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, frá Botnum, Sundlaugarvegi 24 lést í Borgarspítalanum á nýársdag. Jarðarförin auglýst síðar. Eyjólfur Eyjólfsson. Elsku litla dóttir okkar + ANNA SÓLVEIG, lést 30. desember. Bólstaðarhlíð 28 Elínborg Jónsdóttir, Jón Tryggvason. + SIGURÐUR JÓNSSON, verkfræóingur andaöist aðfararnótt 31. desember. Fyrir hönd vandamanna. Ragna Ragnarsdóttir. + Faöir okkar KARL JÓNSSON, lœknír, Túngötu 3 er látinn. Fyrir hönd vandamanna Finnur Jónsson, Leifur Jónsson. + Eiginmaöur minn KRISTINN SIGMUNDSSON, frá Hamraendum, Glaöheimum 10, Reykjavík andaöist í Borgarspítala þriöjudaginn 1. janúar. Karólína Kolbeinsdóttir. + Unnusta mín og móöir okkar MARGRÉT SVEINSÍNA ÁSTVALDSDÓTTIR, Laufvangi 1, Hafnarfirði sem lést af slysförum 15. desember sl. verður jarösungin frá Bessastaöakirkju föstudaginn 4. janúar kl. 2 e.h. Ingólfur Sveinsson og dætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.