Morgunblaðið - 03.01.1980, Page 36

Morgunblaðið - 03.01.1980, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 VlW KAtFINU \\ íð(NÖ^ GRANI QÖSLARI Þjónn. — bjónn! — Ég haó um ommilettu. cins og þér hljótið að muna? Launaha'kkun? — Vcldu þcr tolu hcr milli 1 ok lfi! Ilundurinn yðar cr svo fallcK- ur. — En cr hann grimmur? Alþingi kjósi ríkisstjórn BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í fyrstu jólaþrautinni lá talning tökuslaganna nokkuð bcint við og málið var að tryKgja níunda slaginn. Vestur gaf, austur ok vestur sögðu alltaf pass. Norður S. 82 H. 754 T. ÁK1095 L. 632 Suður S: K754 H.ÁD3 T. DG L. ÁK54 Vestur spilaði út laufdrottningu gegn þrem gröndum. Fyrsti möguleikinn, sem í hug kemur er, að laufin skiptist 3—3 og þegar austur fylgir gefur þú fyrsta slaginn. Líklega spilar vest- ur aftur laufi, sem þú tekur og hafi austur þá ekki fylgt lit verður að taka bæði tígulspilin í blindum svo hægt sé að reyna bæði svíningu í hjarta og spila að spaðakóngnum. En ef austur f.vlgir þegar laufi er spilað öðru sinni breytist spilið mikið. Gera verður ráð fyrir, að vestur eigi ekki færri lauf en austur og gæti allt spilið verið þessu líkt. Norður S. 82 H. 754 T. ÁK1095 L. 632 Vcstur Austur S. Á108 S. DG93 H. KG84 H. 1096 T. 32 T. 8764 L. DG109 L. 87 Suður S. K754 H. ÁD3 T. DG L. ÁK54 I tíglana lætur þú tvo spaða og eitt hjarta af hendinni. Að því loknu tekur þú laufslaginn, sem eftir er og úr því bað fellur ekki fær vestur næsi? slag á lauf og verður síðan að spila ’náiit, sem er þér hagstætt og gefur níi-nda slaginn. COSPER 8129 COSPER Éjí sc þú trúir því okki. cn allt cru þctta fcrminjíarsystur mínar! „Vegna þeirra erfiðleika við stjórnarmyndunarviðræður, sem hér hafa orðið, eins og stundum áður leyfi ég mér að senda nokkr- ar línur, enda er augljóst að slíkir erfiðleikar geta komið fyrir aftur að óbreyttum reglum um stjórn- armyndun. Því spyr ég sem fáfróður ein- staklingur: Væri ekki heppilegra og hag- stæðara að nýkosið Alþingi kysi ríkisstjórn á fundi í sameinuðu þingi með hlutfallskosningu á sama hátt og aðrar nefndir Al- þingis ? I ríkisstjórn þyrfti ekki að kjósa alþingismenn eingöngu heldur mætti — og ekki síður — kjósa aðra þá sem kynnu að bera af öðrum mönnum vegna menntunar og mannkosta, því ríkisstjórn ætti ekki að vera eingöngu stjórnmála- flokkafulltrúar heldur fulltrúar allra þegna þjóðfélagsins. Þá kröfu yrði að gera til allra þeirra sem tækju við kjöri í ríkisstjórn að þeir væru þeim vanda vaxnir að vera þar. Ef þeir óskuðu að hafa sér aðstoðarmann eða ráðunaut þá yrði það á þeirra eigin reikning en ekki ríkissjóðs. Hvað mig snertir þá lít ég á ríkisstjórn fyrst og fremst sem framkvæmdastjórn í nokkuð stóru fyrirtæki á íslenska vísu, sem ber að láta framkvæma það sem aðalfundur, í þessu tilviki Alþingi, ákveður hverju sinni. G.“ • Greiðslur fyrir útvarpsviðtöl „Mig langar til að fjalla um það í nokkrum orðum hvernig er háttað greiðslum ríkisútvarpsins til fólks er kemur fram í viðtölum. Mér skilst að reglan sé sú að komi menn fram vegna starfa sinna í fréttaviðtölum eða þáttum og séu t.d. að fjalla um skoðanir félaga sinna eða fyrirtækja þá komi engar greiðslur til, en séu menn kvaddir í viðtal til að rekja einhverja lífsreynslusögu, fjalla um einhvern fróðleik eða kvaddir til sem sérfræðingar í einhverjum málum þá sé heimilt að greiða þeim fyrir það. í þessu sambandi fyndist mér fróðlegt að vita hvernig farið er með börnin. Þau koma margoft fram í útvarpi við ýmis tækifæri og nú síðast minnumst við senni- lega barnadagsins, þar sáu börnin um lestur og þularstörf og ýmis- legt fleira. Sennilegt þykir mér að þau hafi í því tilviki fengið greiðslu rétt eins og þau hefðu innt af hendi hvert annað starf. Börn koma einnig fram í útvarpi við önnur tækifæri, lesa upp, koma fram í barnatímum og þar fram eftir götunum og væri fróð- legt að heyra um hvernig farið er með slík tilfelli. Börn hafa t.d. komið fram í viðtölum i barnatíma og væri þá ekki óeðlilegt að þau fengju eitt- hvað fyrir sinn snúð þar. Að sjálfsögðu þyrfti það ekki að vera há upphæð, en bók eða einhver gagnlegur hlutur, sem ekki kostar mikið, væri ekki síðra en pen- ingar. Aðalatriðið er fyrir mér að Maigret og vínkaupmaðurinn 9 — Það gætf einlega verið hver sem er. sagði hún og brosti angurvært og algerlega ómót- stæðilega. Það er aragrúi af afbrýðissömum eiginmönnum á sveimi. — Hann hefur kannski feng- ið hótunarbréf? — Það held ég ekki. Hann hafði staðið í sambandi við ýmsa af kunningjum okkar í hópi kvenna, en ég get ekki ímyndað mér hver gæti hafa drepið hann. Þér megið samt ekki láta það sem ég segi gefa yður rangar hugmyndir ... Hann var enginn kvennabósi, þrátt fyrir alit. Og hann var enginn hrotti þótt hann liti hrokagikkslega út. Það kemur yður sjálfsagt á óvart þegar ég segi yður að hann var feiminn maður og það var ekki éizt þess vegna sem hann reyndi að herða sig upp með hrokastæl- um. Ekkert veitti honum meira sjáifstraust en að hann gæti fengið næstum allar konur. — Og þér hafið látið yður þetta vel líka? — í byrjun gætti hann þess að ég kæmist ekki að neinu. Það liðu ár áður en ég uppgötvaði að hann hafði kynmök við ýmsar af vinkonum mínum. Einu sinni kom ég að honum — þá töluðum við lengi saman og það endaði með því að við komumst að samkomulagi — og eftir það vorum við vinir. Skilj- ið þér mig? Samt er þetta mikill míssir fyrir mig. Við vorum vön hvort öðru. Okkur geðjaðist vel hvort að öðru. — Var hann afbrýðissamur? — Hann lét mig algerlega hafa mitt frelsi, en eins og karlmönnum er gjarnt vildi hann helzt ekki vita of mikið. Hvert hefur lik hans verið flutt? — Til krufningar. Ég vildi gjarnan biðja yður að fara þangað á morgun. — Hvar var hann skotinn? — í magann og brjóstið. — Kvaldist hann? — Hann hefur án efa dáið samstundis. — Var Giraffinn vitni að morðinu? — Nei. Hann fór úr húsinu á undan henni. — Hann hefur þá verið al- einn? — Mig langar að biðja yður að gera á morgun lista yfir helztu vinkonur hans og um þær konur, sem þér vitið til að hafa verið ástkonur hans. — Og var það virkilega karl- maður sem skaut hann? — Já, eftir því sem Madame Blanche segir. — Voru dyrnar opnar? — Nei. Hún var að horfa gegnum gægjugatið... Jæja, ég þakka yður fyrir frú Chabut og þér megið trúa því að ég harma að hafa þurft að bera yður þessi sorgartiðindi ... Segið mér annars. Átti eiginmaður yðar aðra fjölskyldu hér í París? — Já, gamlan föður sinn, Desiré. Hann er á niræðisaldri, Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslensku en rekur enn krána sína á Quai de la Tournelle. Hann er ekkju- maður og býr með kvcnmanni sem vinnur hjá honum sem er um fimmtugt. Þegar þeir voru komnir aftur í btlinn sneri Maigret sér að Lapointe og sagði spyrjandi: — Já, og hvað? — Einkennileg kona, ekki satt? Trúðuð þér því sem hún sagði? — Skilyrðislaust. — Hún sýnir ekki merki sorgar. — Það getur komið. Þegar hún gengur til náða nú á eftir er trúlegt að þyrmi yfir hana. Kannskí er vinnustúlkan að gráta, þvi að það er líklcgt að hún hafi einhvern tíma verið með honum. — Hann var hálfbrjálaður, haldið þér það ekki? — Kannski — að vissu leyti að minnsta kosti. Það eru til karlmenn sem þurfa á slíku að halda til að geta haft trú á sjálfum sér. Það var lika það sem konan hans sagði ... Nú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.