Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 38
38 Þórsarar l»ÓR sigraði á jólamóti Ak- ureyrar i handknattleik. sigraði KA 33—26 i eldfjör- ugum og góðum leik. Þór hefur ekkert gengið í 2. deiidinni það sem af er vetrinum. Pálmi Pálmason. fyrrum landsliðsmaður úr Fram, lék með liðinu að þessu sinni og var allt annað að sjá til liðsins. Stjörnuhlaup FH FH-ingar gangast fyrir öðru Stjörnuhlaupi vetrarins 12. janúar næstkomandi. Hefst hlaupið klukkan 14 við Lækjarskólann og verður vegalengdin í karlaflokki rúmir fimm kílómetrar, en tveir í kvennaflokki. Bún- ingsaðstaða verður í Lækj- arskólanum. íslandsmót fatlaðra í lyftingum ÍSLANDSMÓT í lyftingum fatlaðra fer fram í Sjón- varpssal laugardaginn 12. janúar 1980. Keppt verður i eftirtöld- um þyngdarflokkum: 52 kg, 56 kg, 60 kg, 67,5 kg, 82,5 kg, 90 kg og yfir 90 kg. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í öllum þyngdar- flokkum á íslandsmóti fatl- aðra. Lyftingasamband íslands hefur tekið að sér að annast um framkvæmd mótsins í samstarfi við íþróttafrétta- ritara Sjónvarpsins. Þátttökutilkynningar þurfa að sendast lþrótta- sambandi fatlaðra, íþrótta- miðstöðinni, Laugardal, Box 864, eigi siðar en 7. janúar n.k. Kvikmyndir frá Olympíu- leikunum KVIKMYNDASÝNING verður í MÍR-salnum, Laugavegi 178, laugardag- inn 5. janúar ki. 15. Sýndar verða nokkrar stuttar, sov- éskar frétta- og heimilda- kvikmyndir, sem gerðar hafa verið á undanförnum mánuðum og misserum í tilefni Olympíuleikanna 1980, en sumarleikarnir verða sem kunnugt er háðir í Moskvu og nokkrum öðr- um borgum Sovétrikjanna í júli-mánuði n.k. í myndun- um er greint frá margvísleg- um undirbúningsfram- kvæmdum, staðháttum. keppnisaðstöðu o.s.frv. Skýringar með kvikmynd- unum eru á norsku og ensku. Aðgangur að kvik- myndasýningunni í MlR-salnum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Aöalfundur hjá BFH AÐALFUNDUR Badminton- félags Hafnarfjarðar fer íram í veitingahúsinu Gafl- inn laugardaginn 5. janúar. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 Knattspyrnudeildin velti 75 milljónum Sextíu þúsund áhorfendur sáu leiki Vals í sumar — Ég TEL að íþróttahreyfingin væri betur á vegi stödd ef menn hefðu þá meginreglu að gefa ekki Framarar fá liðsauka FRAMARAR eru ef að likum lætur að fá til liðs við sig nýjan Bandarikjamann til að styrkja körfuliðið, en sem kunnugt er, hætti John Johnson að leika með Fram laust fyrir áramótin. Léku Framarar tvo leiki i úrvalsdeild- inni án Bandarikjamanns og töp- uðu báðum. Er staða liðsins i deildinni eigi góð. Nýi maðurinn er 19 ára gamall bróðir Danny Shous og kemur hingað til lands á vegum Bob Starr. Er kappinn að sögn afar snjall, enda mun liði Fram ekki veita af. Kðrluknattlelkur l....... .... —......a kost á sér í nefndir og ráð nema í 3 til 4 ár i senn, sagði Pétur Sveinbjarnarson fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Vals er Mbl. spjallaði lítillega við hann en Pétur hefur nú nýverið látið af störfum sem formaður knattspyrnudeildarinnar og skil- að mjög góðu og athyglisverðu starfi af sér. í nýútkominni skýrslu knattspyrnudcildarinnar má sjá að deildin velti 74,7 milljónum króna á síðasta ári, og gjöld hennar voru 69,8 milljónir. At- hyglisvert hversu ein knatt- spyrnudeild veltir miklu fjár- magni þegar samanburður er gerður á heildarveltu ÍSÍ. Og í ljósi þess að þau 17 sérsambönd sem þar starfa eru styrkt um aðeins rúmlega 20 milljónir á ári. Hagnaður deildarinnar var á árinu tæpar 5 milljónir króna. Það er athyglisvert að knattspyrnu- deildin greiðir ÍBR og KRR hærri skatta en sem nemur styrkveit- ingu. Valsmenn greiddu Reykja- víkurborg um 5 milljónir króna í vallarleigu á árinu sem var að líða. Leiktekjur Vals á árinu voru 47.2 milljónir en aðrar tekjur 27,4 milljónir. Þjálfarakostnaður var 14.2 milljónir. Tekjur Vals af Evrópukeppninni síðastliðið ár voru 21 milljón en kostnaður 17,1 milljón. Það er mjög athyglisvert að knattspyrnudeild Vals á nú í varasjóði sem var myndaður fyrir um þremur árum rúmar 40 millj- ónir króna. Var hann fyrst og fremst stofnaður með það í huga að taka á móti áföllum sem kynnu að verða vegna þátttöku í Evrópu- mótum. Aðsóknarmet: Aðsókn að leikjum Vals síðast- liðið ár var með eindæmum. Alls greiddu 60 þúsund manns að- gangseyri að leikjum Vals. Og er það nýtt aðsóknarmet að íslensk- um íþróttum almennt. Sé miðað við félagslið. Valur vann 15 titla á árinu og hlutu tvo íslandsmeist- ara í 3. flokki og 4. flokki. Meistaraflokkur Vals hefur leikið alla úrslitaleiki í bikarkeppni KSÍ síðastliðin 4 ár. Nýkjörinn for- maður knattspyrnudeildar Vals er Jón Gunnar Zoéga. - þr. • Pétur Sveinbjarnarson, fráfar- andi formaður knattspyrnudeild- ar Vals, telur að íþróttahreyfing- in á íslandi væri betur á vegi stödd ef forráðamenn nefnda og ráða sætu ekki lengur en í 3 til 4 ár í senn, en ekki i áratugi eins og tiðkast all viða og sjá má ef grannt er skoðað. Engin breyting á toppnum Úrslitin ráðin á botninum? Vegna veðurs var mörgum leikjum frestað i ensku deildar- keppninni á nýársdag. M.a. var frestað leikjum Liverpool og Manchester Utd. Engin breyting varð því á stöðu tveggja efstu liðanna. Á laugardaginn fór hins vegar fram heil umferð í deild- arkeppninni. Liverpool og Manchester Utd. unnu þar sem fyrri daginn örugga sigra þó við erfiða mótherja væri að etja. Liverpool yfirspilaði WBA á úti- velli og mörkin hefðu getað orðið mun fleiri en þau tvö sem Dave Johnson skoraði. MU tók Arsenal í bakaríið á Old Trafford og þar hefðu úrslitin hæglega getað orð- ið 5—7 núll miðað við gang leiksins. En leikmenn MU létu sér þrjú nægja. Gordon McQueen, Joe Jordan og Sammy Mcllroy skoruðu mörk liðsins. Úrslit leikja á laugardaginn urðu þessi: Brighton — Man.City 4—1 Bristol C — Aston Villa 1—3 Cr.Palace — Middlesbr. 1—2 Everton — Derby ' 1—1 Ipswich — Wolves 1—0 Leeds — Norwich 2—2 Southampton — Bolton 2—0 Tottenham — Stoke 1—0 Stórsigur Brighton kom nokkuð á óvart, Ray Clarke skoraði tvívegis fyrir liðið og þeir Peter Ward og Gerry Ryan sitt markið hvor, en eina mark City skoraði Stuart Lee. Garry Shaw var á skotskónum fyrir lið sitt, Aston Villa, en hann skoraði öll mörk liðsins gegn Bristol City, sem svaraði aðeins með vítaspyrnu Gerry Gow. Palace tapaði óvænt heima gegn Boro, Gerry Francis skoraði eina mark CP, en sigurmörk Boro skoruðu Graeme Hedley og Mark Hodgeson. Ipswich hélt sigur- göngu sinni áfram og sigraði Úlfana með marki Terry Butcher og John Pratt skoraði eina markið í leik Tottenham og Stoke. Andy King skoraði mark Ever- ton gegn Derby sem náð hafði forystunni með marki Roger Da- vis. Bolton átti aldrei glætu gegn Southampton og 2—0 var með minnsta móti. Phil Boyer og Dave Peach skorðuðu mörk liðsins. Og Norwich gerði sitt þriðja jafntefli í röð á Elland Road í Leeds, þar sem Kevin Bond og Alan Taylor jöfnuðu mörk þeirra Kevin Hird og Ray Hankin. Úrslit í 2. og 3. deild á laugardaginn urðu þessi: Birmingham — Cardiff 2—1 Fulham — Sunderland 0—1 Leicester —QPR 2—0 Newcastle — Charlton 2—0 N.County — Burnley 2—3 Oldham — West Ham fr. Orient — Luton 2—2 Shrewsbury — Bristol R. 3—1 Swansea — Preston 1—0 Watford — Cambridge 0—0 Wrexham — Chelsea 2—0 • Ipswich gengur vel þessa dag- ana, ekki síst vegna frammistöðu Hollendinganna Franz Thijssen (mynd) og Arnold Milhren. 3. deild Brentford — Swindon 1—3 Chester — Blackpool 1—0 Colchester — Rotherham 1—1 Mansfield — Exeter 1—1 Millwall — Gillingham 2—0 Oxford — Hull 3—0 Plymouth — Chesterfield 1—0 Reading — Barnsley 7—0 Sheffield Utd. — Grimsby 1—1 Southend — Wimbledon 1—3 Sem fyrr segir, var mörgum leikjum frestað á fyrsta degi nýja ársins, í fyrstu deild leikjum Stoke og Liverpool, Man. Utd. og Bolton, Tottenham og Wolves og Aston Villa gegn Man. City. En eftirfar- andi leikir fóru fram: Bristol C — Brighton 2—2 Everton — Nott.Forest 1—0 Leeds — Derby 1—0 Coventry — Middlesbr. 2—0 Ipswich — WBA 4—0 Cr.Palace — Norwich 0—0 Southampton — Arsenal 0—1 Brighton hélt áfram stigasöfn- un sinni, en liðið var heppið gegn BC. Það var sjálfsmark Dave Rodgers sem færði Brighton ann- að stigið í leiknum. Aður hafði Gerry Gow skorað tvívegis úr vítaspyrnum fyrir BC, en Ray Clarke svaraði fyrir Brighton. Brian Kidd skoraði sigurmark Everton í verðskulduðum sigri gegn Nottingham Forest og Kevin Hird skoraði sigurmark Leeds gegn Derby á elleftu stundu. Og það var Willy Young sem skoraði sigurmark Arsenal gegn South- ampton. Ipswich var lið dagsins að þessu sinni, malaði WBA mélinu smærra. Tvö mörk í hvorum hálfleik, Paul Mariner og Johp Wark í þeim fyrri og Russel Osman og Franz Thijssen í þeim síðari. Coventry átti einnig góðan dag, lagði Boro að velli með mörkum Andy Blair og Garry Gillespie. Þá var ekkert skorað í leik Palace og Norwich og var hvorugt liðið hinu fremra. Helstu leikir í 2. deild voru þessir: Birmingham — QPR 2—1 Luton — Chelsea 3—3 Leicester — Bristol R. 3—0 Newcastle — Sunderland 3—1 Arcie gamli Gemmel skoraði sigurmark Birmingham gegn QPR. Þá má geta þess að gamli enski landsliðsmiðherjinn Stuart Pearson var á skotskónum fyrir West Ham gegn Orient. WH sigraði 4—0 á útivelli og skoraði Pearson tvö af mörkum liðsins. í. DEILD Uverpuol 22 14 6 2 49:14 34 Manch. lltd. 23 13 6 4 36:16 32 Araenal 24 9 10 5 28:19 28 Southamptun 24 11 4 9 3fi:29 26 Norwich City 24 8 10 6 37:33 2fi Aston Villa 22 8 9 5 27:22 25 Ipswich Town 24 11 3 10 33:30 25 I Middlesbroutrh 23 10 5 8 24:21 25 I l.oeds llnited 24 8 9 7 28:30 25 | Notth. Forest 23 10 4 9 33:29 24 | Crystal Palace 23 7 10 6 25:24 24 Coventry 24 11 2 11 37:42 24 Wolverh. 22 9 5 8 26:29 23 Tottenham 23 9 5 9 29:35 23 Everton 24 6 10 8 29:30 22 Manch. City 23 9 4 10 25:35 22 W. Bromwich 23 fi 8 9 31:32 20 Brixhton 23 7 6 10 31:36 20 Stoke City 23 fi 7 10 26:31 19 Bristol City 24 5 8 11 20:23 18 Dcrby County 24 fi 4 11 22:25 16 Bolton 23 1 9 13 16:40 11 2. DEILD Newcastic 24 13 7 4 39 24 33 I.uton Town 24 11 9 1 43 27 31 Chelsea 24 14 3 7 40 28 31 Lciceater 24 11 8 5 40 27 30 Birminxham 23 12 5 6 31 23 29 Sunderland 21 11 5 8 34 29 27 Wrcxham 24 12 3 9:730 25 27 West Ilam 22 12 2 8 29 22 26 (Juecn’s P.R. 23 10 5 8 42 29 25 Swansea 24 10 1 10 26 32 24 Preston 24 6 11 7 30 28 23 Orient 23 7 9 7 28 36 23 Notts County 24 7 8 9 32 30 22 ('ardiff 24 8 5 11 22 31 21 Cambrittde 24 5 10 9 31 33 20 Shrewsbury 24 8 3 13 32 34 19 Oldham 22 6 7 9 22 26 19 Watford 23 6 7 10 18 25 19 Burnley 24 5 8 11 28 43 18 I Hristol Kovers 23 6 5 12 32 41 17 Charlton 23 5 7 11 21 40 17 Kulham 22 6 3 13 23 40 15 'i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.