Morgunblaðið - 03.01.1980, Síða 40
á ritstjórn og skrifstofu:
10100
]IUrgunl>!flbiÍ>
Síminn á afgreiðslunni er
83033
2M«r0unt>Int>it>
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
Póstræningiim
enn ófundinn
PÓSTRÆNINGINN í Sandgerði var ófundinn, þegar
Morgunblaðið hafði tal af Rannsóknarlögreglu ríkisins
soint í gærkvöldi, en hún annast rannsókn málsins
ásamt lögreglunni í Keflavík.
Rániö var framið í pósthúsinu í
Sandgerði laust eftir klukkan 8.30 í
(rærmorgun. Ræninginn réðst að
póstmeistaranum Unni Þorsteins-
•dóttur og veitti henni höfuðhögg svo
hún hlaut heilahristing og missti
meðvitund.'Síðan tók ræninginn lykl-
ana af Unni, opnaði peningaskáp
pósthússins og haföi á brott með sér
tæplega 400 Jrúsund krónur í pening-
um. Meira var af peningum í skápn-
um, svo og ávísanir, en ræninginn lét
það liggja óhreyft.
Unnur hefur aðeins getað gefið
takmarkaða lýsingu á ræningjanum,
sem var karlmaður. Hans er nú ákaft
leitað.
Fyrir tæpu ári var framið póstrán
í Sandgerði. Þá var Unni ógnað og
hún neydd til að opna peningaskáp-
inn fyrir ræningjanum, sem tók
þaðan 488 þúsund krónur. Það mál
hefur ekki verið upplýst. Sá mögu-
leiki er fyrir hendi að mati lögregl-
unnar að sami maður hafi verið að
verki í bæði skiptin.
Sjá «Enn er framiö póstrán í
Sandgerði“ á bls. 3.
I.jósm. Kristján.
í þessum peningakassa voru fjármunir þeir, scm póstræninginn í
Sandgerði hafði á brott með sér, tæplega 400 þúsund krónur.
Viðræður Geirs
halda áfram
GEIR HALLGRMSSON formað-
ur Sjálfstæðisflokksins hélt
áfram yfir áramótin viðræðum
sinum við forystumenn í stjórn-
málum og atvinnuiifi til þess að
kanna moguleika á myndun nýrr-
ar ríkisstjórnar. Ilann hefur m.a.
rætt við áhrifamenn í Alþýðu-
bandalaginu.
JtlorgntibZabft
Frá 1. janúar 1980 kostar
mánaðaráskrift Morgunblaðs-
ins kr. í.500.00 og eintakið í
lausasölu kr. 230.00. Grunn-
verð auglýsinga verður kr.
2.700.00 pr. dálksentimetra.
Geir Hallgrímsson varðist í gær
allra frétta af viðræðum sínum, en
hann tók sérstaklega fram að
hann vonaðist til þess, að í ljós
myndi koma um það leyti er þing
kæmi saman, hvort stjórnarmynd-
unartilraunir hans tækjust eða
ekki. Alþingi kemur saman að öllu
forfallalausu hinn 8. janúar
næstkomandi.
Viðræður Geirs Hallgrímssonar
hafa í raun ekki útilokað neitt
stjórnarmynstur enn. Þær hafa
heldur ekki gefið neina þá
vísbendingu, sem gefið hefur
ástæðu til að settar yrðu upp
viðræðunefndir flokka í milli.
Siðustu minútur ársins í Vestmannaeyjum. Ljósmynd MU.: Sigurgelr
011 launþegasamtök landsins meö lausa samninga:
Misjafnlega gengur
að móta kröfugerðina
ÖLL helztu launþegasamtök landsins
hafa lausa samninga frá og með
áramótum. Mótun krafna launþega-
samtakanna hefur þ<'> gengið mis-
jafnlega og hafa sum þegar lagt
kröfur sínar fram en önnur ekki.
Alþýðusamband tslands hefur enn
ekki fullmótað kröfur sínar og verð-
ur það ekki gert fyrr en á kjaramála-
ráðstefnu sambandsins. sem haldin
verður hinn 11. janúar næstkomandi.
Næstkomandi laugardag, 5. janúar.
verður sérstök ráðstefna Verka-
mannasambands íslands, þar sem
rætt verður um, hvort endurskoða
beri kjaramálastefnuna frá Akureyri
eða ekki. Mun mótun krafna ASÍ
fara eftir niðurstöðu ráðstefnu VMSÍ
og i raun, hvort sámstaða næst um
sameiginlegar kröfur ASÍ.
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja samþykkti hinn 28. nóvember
síðastliðinn launakröfu fyrir banda-
lagið. Krafa bandalagsins er allt frá
18% og upp í 39% miðað við gildandi
Iaunatöflu BSRB. Þá hefur Bandalag
háskólamanna einnig lagt fram launa-
kröfur sínar, þar sem krafizt er
„samninganna í gildi”, þ.e.a.s., að laun
hækki sem nemur kjaraskerðingu frá
því er síðasti kjarasamningur var
gerður. Skerðingin nemur 16,7% og
þyrftu laun að hækka nú um 20,1%,
sem er krafan, sem bandalagið leggur
fram í þrennu lagi, 9% frá 1. nóvem-
ber 1979, 5% frá 1. maí 1980 og 5% frá
1. nóvember 1980.
Sjómenn munu einnig vera með
lausa samninga, en kjarasamningur
þeirra var settur síðastliðið sumar
með lögum vinstri stjórnarinnar um
bann við verkfalli yfirmanna á far-
skipum. Þeim samningi hafa bæði
yfir- og undirmenn sagt upp og er t.d.
Sjómannafélag Reykjavíkur með í
undirbúningi um þessar mundir alls-
herjaratkvæðagreiðslu um heimild til
vinnustöðvunar „þegar þurfa þykir"
eins og það er orðað í fréttatilkynn-
ingu frá félaginu dagsettri 19. des-
ember síðastliðinn.
Þá er þess að geta, að yfirnefnd
Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur
enn ekki ákveðið fiskverð, sem er
nátengt launamálum sjómanna. Yfir-
nefndin varð sammála um það rétt
fyrir jól, að óska eftir því við
stjórnvöld, að heimiluð yrði frestun til
að ákveða fiskverð til 7. janúar, en
lögum samkvæmt átti verðið að liggja
fyrir 1. janúar.
Ríkisstjórnin heimil-
aði þessa frestun á aðfangadag. Við
fiskverðsákvörðun gera sjómenn
ítrustu kröfur ti’. kauphækkunar.
Ákvörðun mín
stendur
- segir Albert
„ÁKVÖRÐUN mín stendur óbreytt,
og ég mun gefa kost á mér eins og
ég hef áður tilkynnt,“ sagði Albert
Guðmundsson, alþingismaöur og
borgarfulltrúi.
Albert sagði að undirbúningur að
framboðinu myndi væntanlega hefj-
ast innan tíðar. Albert sagði fram-
boð sitt til forsetaembættis ekki
óbreytt
Guðmundsson
hafa áhrif á störf sín. Hann myndi
halda áfram, fram að kosningunum
að vinna að málum, sem hann hefði
starfað að og verið trúað fyrir.
Morgunblaðið spurði í gær nokkra
aðila, sem orðaðir hafa verið við
forsetaframboð. Aðeins Albert gaf
jákvætt svar, en svör annarra eru
birt á miðsíðu blaðsins í dag.
Flugleiðum
að flugfélagi
Verður DC-10 þotan seld?
FLUGLEIÐUM hefur verið boðin I Sigurður Helgason forstjóri
aðild að flugfélagi er Luxemborg- Flugleiða tjáði Mbl. í gær að
armenn hugleiða nú að stofna til fulltrúar Luxemborgarmanna
að annast flug á langleiðum, en væru væntanlegir til íslands
félag þeirra, Luxair, annast ein- bráðlega til að fjalla um þessi
göngu flug á stuttum flugleiðum. I mál, en þau væru aðeins á
boðin aðild
i Luxemborg
umræðustigi.
Aðspurður um rekstrarörðug-
leika Flugleiða sagði Sigurður að
sótt hefði verið um niðurfellingu
lendingargjalda í Luxemborg og
Keflavík, en svör hafa ekki fengist
enn. Nema lendingargjöld í Kefla-
vík á einu ári kringum 3—4
hundruð milljónum króna. Sigurð-
ur var spurður hvort til umræðu
hefði komið að selja DC-10 þotu
félagsins og kvað hann ekki hafa
verið tekna ákvörðun um það, en
allar leiðir hefðu verið ræddar og
skoðaðar.
Sjá viðtal við Sigurð Helga-
son á bls. 23.
Albert Guðmundsson