Morgunblaðið - 20.01.1980, Page 1
Sunnudagur
20. janúar
Bls. 33—64
Með örfáum undantekning-
um klæðast kínverskar
konur ólögulegum jökk-
um og pokalegum síðbux-
um, og venjulega virðist hvort tveggja
vera a.m.k. tveimur númerum of stórt.
Þessum klæðnaði virðist beinlínis ætlað
að fæla frá þá, sem kynnu að vilja
nálgast þær í vafasömum hugleiðingum,
og yfirleitt verður ekki betur séð en
öllum klæðnaði Iandsmanna sé ætlað það
hlutverk eitt að skýla nekt þeirra, og það
svo kirfilega að flkur eru allar hnepptar
upp í háls, ermar ná langleiðina fram á
fingurgóma og þeir hartnær tveir millj-
arðar buxnaskálma, sem prýða leggi
þessarar þjóðar, ná niður fyrir efri
brúnina á skónum.
Allt sem snertir ástir og kynlíf er
feimnismál. Þegar maður kyssir konu
jafngildir það bónorði og kynmök fyrir
hjónabandið koma ekki til greina. 28 ára
gömul kona kom nýlega að máli við
móður sína, miður sín, viku áður en hún
ætlaði að giftast manninum, sem hún
elskaði afar heitt. Hann hafði gert sig
líklegan til að kyssa hana og hún kom
ekki auga á aðra lausn á vandamálinu en
þá að slíta trúlofuninni. En meður því að
móðirin var skynsöm og vel menntuð
kona tókst henni að telja dótturinni
hughvarf um leið og hún útskýrði fyrir
henni staðreyndir lífsins.
Greinarhöfundur innti 27 ára gamla
leiðsögukonu sína í Shanghai eftir því
hvaða hugmyndir hún hefði gert sér um
æskilega kosti þess manns, sem hún gæti
hugsað sér að giftast. „Ég hef aldrei
hugleitt neitt slíkt,“ svaraði hún um leið
og fát kom á hana og hún greip fyrir
munninn, sem í Kína er augljóst feimnis-
merki. „Mig langar ekkert til að dansa,
fara út með karlmönnum eða horfa á
sjónvarp. Ég vil heldur vera heima og
lesa og fræðast áður en ég fer að sofa. Ég
fer á fætur á hverjum morgni klukkan
sex til að skokka.“
Rótgróin hefð
Margir útlendingar telja þessa blygð-
unarsemi bera vott um „sjarmerandi"
sakleysi og heilbrigðan hugsunarhátt.
Ymsir telja þetta meira að segja merki
um að Kínverjar hafa náð svo miklum
siðferðisþroska að þeir séu hreinlega
hafnir yfir að sinna hinum „óæðri
hvötum", og eigi hin göfuga „hugsun
Maós“ formanns þar ekki minnstan þátt
Þessi almenna siðprýði Kínverja er þó
ekki öll þar sem hún sýnist. Þegár
skyggnzt er undir yfirborðið koma í ljós
alls konar vandamál, sem bæling þessa
eðlisþáttar mannlegs lífs hefur í för með
sér. Nauðganir færast stöðgut í vöxt, og
eitt og annað bendir til þess að ungt fólk
muni á næstu árum slíta sig úr þessum
viðjum og hafi ekki síður áhuga á
rómantík og því sem henni fylgir en
jafnaldrar í öðrum löndum. Er ekki
fjarri lagi að ætla að í uppsiglingu sé ný
„menningarbylting" í Kína, — bylting
gegn alræðisvaldi og miðstýringu einka-
lífsins í þágu „framleiðni og hagsmuna
heildarinnar".
Sú afstaða Kínverja til kynferðismála,
sem hér hefur verið lýst, er ekki nýtt
fyrirbæri, eins og margir virðast halda,
og sannarlega er hún ekki afleiðing af
Ekki alls fyrir löngu varð fertugur deildarstjóri í kínverska íþróttaráðuneytinu
uppvís að því að eiga vingott við konu, sem ekki var eiginkona hans. Maðurinn var
kvæntur og tveggja barna faðir, og hafði fram að þessu verið vel látinn, enda dæmigerður
mektarborgari á kínverska vísu, einn af þeim fáu, sem inngöngu fá í kommúnistaflokk-
inn, eljusamur í bezta lagi og hefði gengið vel að feta sig upp eftir mannvirðingastig-
anum í hinu opinbera embættiskerfi.
Á Vesturlöndum hefði vinnufélögum slíks manns ekki orðið mikið fyrir þvi að
afsaka breytni af þessu tagi. Eiginkona hans hefði að likindum óskað eftir skilnaði, eða
a.m.k. velt þeim möguleika fyrir sér.
í Kína var litið á málið sem afbrot. Fyrstu viðbrögð mannsins, sem varð ber að
þessari hneisu, voru tilraun til að hlífa fjölskyldu sinni við yfirvofandi skömm. Rétt hjá
íþróttaráðuneytinu í Peking liggur aðaljárnbrautin um borgina. Kvöld eitt. að loknum
vinnudegi, gekk hinn bersyndugi embættismaður að teinunum, þar sem hann lagðist
niður og mætti örlögum sinum. í samræmi við viðtekna siðvenju var birt yfirlýsing
þar sem atvik málsins voru nákvæmlega rakin. Skjalinu var dreift til allra starfsmanna
ráðuneytisins. Síðan var ástkona hins látna manns kölluð fyrir opinberan fund, þar sem
hún var látin svara til saka. Ekki bætti það um fyrir henni að hún var gift, en
fundurinn stóð lengi yfir og var hún harðlega gagnrýnd og auðmýkt.
Þessi sorgarsaga er dæmi um eitt leyndardómsfyllsta svið daglegs lífs í Kína, — það
sem snertir viðhorfin til kynlífs. Stjórnvöld láta sér fátt mannlegt óviðkomandi og
stuðla mjög að fræðslu og upplýsingu almennings um hin margvíslegu efni, nánast allt
nema kynlíf. í menningarbyltingunni var hugtakið ást fordæmt sem ímynduð og
úrkynjuð smáborgaraleg firra.
Það er ekki almennt háttalag elskenda í Kína að leiðast á opinberum stöðum, en færist
þó í vöxt.
„hugsun Maós,“ eða valdatöku kommún-
ista í landinu 1949. Frá fornu fari hafa
Kínverjar litið svo á að ástamál séu ekki
annað en hluti af miklu stærra og
mikilvægara máli, sem sé hjönabandinu.
Sú þjóðfélagsstofnun sé langtum mikil-
vægari en svo að hún geti talizt einkamál
tveggja aðila, þar komi fleira til, svo sem
hagsmunir fjölmargra ættingja og í
víðtækari skilningi þorpsins, byggðar-
lagsins, landshlutans og þjóðarinnar. Því
skipti meginmáli að búa tryggilega um
hnútana og það sé svo vandasamt verk,
að tveimur ungum manneskjum sé ekki
fyrir því treystandi. Það kemur því í hlut
foreldranna að sjá velferð afkvæmanna
borgið, m.a. með hinni flóknustu samn-
ingagerð, og áður var algengt að brúður
hefði aldrei litið brúðguma sinn augum
fyrr en hún var flutt til heimilis
tilvonandi tengdaforeldra þar sem brúð-
kaup var haldið.
En þegar þetta var höfðu Kínverjar
enn ekki fengið þá viktoríönsku hug-
mynd, að kynlíf væri syndsamlegt. Kyn-
hvötin var eins og hver annar eðlisþáttur
mannsins, eins náttúruleg þörf, eins og
það að vilja seðja hungur sitt. Konfúsí-
usar-spekingurinn Mancius skilgreindi
kynhvötina, sem náttúrulega þörf, sem
fullnægja þyrfti við réttar aðstæður á
viðeigandi tíma. Segja má, að Kínverjar
hafi um aldir skipulagt kynferðismál
fremur en að þeir hafi bælt niður slíkar
hvatir með þjóðinni. Vændi var ekki
fordæmt sem óhæfa, heldur var það
viðurkennt sem einn þáttur þjóðlífsins. í
bókmenntum Kínverja er rómantík ekki
veigamikill þáttur, gagnstætt því sem er
í vestrænni menningu, en klám var hins
vegar háþróuð list, sem bæði konur og
karlar höfðu miklar mætur á. „Gullna
lótusblómið" heitir gömul kínversk
skáldsaga, en þar er að finna hispurs-
lausar og afar greinargóðar lýsingar á
kvennamálum auðugs kaupmanns, sem
er svo atorkusamur á því sviði að hann
ofreynir sig að lokum og bíður bana af.
Þetta óþvingaða viðhorf til kynferðis-
mála háfa íbúar Formósu og Hong Kong
að verulegu leyti enn þann dag í dag.
Sóðaskapur
Ekki einasta hafa kínverskir kommún-
istar komið því á að hagsmunir heildar-
innar skuli settir ofar einstaklings-
bundnum „duttlungum" varðandi ásta-
mál, heldur virðast þeir hafa upprætt þá
skoðun með þjóðinni, að kynlíf sé ekki
syndsamlegt. I staðinn hefur verið tekin
upp einstrengingsleg skírlífisstefna, sem
óhjákvæmilega hlaut að leiða til þving-
unar og bælingar. Ástir og kynlíf
samræmast ekki byltingarhugsjóninni
og eru ekki samboðin hinum hugprúðu
hjörtum, sem slá í takt og taka kipp við
tilhugsunina um viðreisn og uppbygginu
hins nýja Kína.
Þegar kínverskir fjölmiðlar minnast á
mál, sem snerta náin kynni karla og
kvenna utan hjónabands, er orðalagið
ávallt á þessa leið: „þátttaka í sóðalegum
tengslum karla og kvenna“ eða „ósiðlegt
samband karla og kvenna". Jafnvel
hlutlaust orðalag eins og „að hafa
samband" særir siðferðiskennd margra
Kínverja. Greinarhöfundur spurði vin-
konu sína, sem er í kommúnistaflokkn-
um, hvað henni fyndist um þetta orða-
samband. „Þú ættir ekki að tala svona,"