Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 37 inni á nýju ári. Hér er mat þeirra á ástandinu í f jórum heimshornum Þá var öldin önnur — Brezhnev býðst til að faðma Carter skömmu áður en þeir undirrituðu samkomulagið um SALT II í Vínarborg í júní síöastliönum. Nú gerist sovéski leiðtoginn hrumur og þar með valdaminni aö ýmsra dómi. Carter hefur beðið Öldungadeild Bandaríkjaþings aö s|á á frest bollaleggingum sínum um staðfestingu SALT-sáttmálans. — SJÁ: „Sovétríkin" hér í oþnunni. A-EVRÓPA [ Verðbólga, kreppa, orku- skortur — og „neikvæður hugsunarháttur fólksins ' GIEREK — „Við lofum engum sældardög- um...“ Bandamenn Sovétríkjanna í Austur-Evrópu eiga von á að 1980 reynist erfitt ár. Kommúnista- stjórnirnar hafa orðið að viður- kenna að verðbólga, kreppa og orkuskortur hafa áhrif í þeirra löndum þrátt fyrir sósíalismann eins og annars staðar í heiminum. Ungverjum hefur verið sagt að vænta ekki of mikils á árinu og Pólverjum að vandamál ársins 1979 sé aðeins byrjun meiri erfið- leika. Austur-Þjóðverjum hefur verið sagt að í framtíðinni þurfi að vinna meira, framleiða meira og finna nýja markaði til að halda við sömu lífskjörum. Búlgarar berjast við að láta enda ná saman, eins og aðrar þjóðir Austur- Evrópu, en þar hækkuðu vörur mjög á síðasta ári þegar hætt var við niðurgreiðslur sem höfðu hald^ ið verðbólgu niðri í mörg ár. í Rúmeníu er á döfinni mjög hörð stefna í orkumálum til að hægt verði að standa við áætlun um öra iðnvæðingu landsins fyrir 1985. „Við lofum engum sældardögum eða augljósum árangri," sagði formaður kommúnistaflokksins í Póllandi, Edward Gierek, í ræðu og bætti við að á nýja árinu þyrfti fólk að leggja sig allt fram og jafnvel færa fórnir. Hugmyndir tékknesku stjórnar- innar um meira frelsi í landinu voru gerðar að engu þegar So- vétríkin réðust inn í landið 1968. Þá urðu mikil mannaskipti í forystuliði landsins en búist er við að á nýja árinu verði haldið áfram baráttu leiðtoga landsins til að bæta forystusveitina. í skýrslu miðstjórnar flokksins sem var birt nýlega sagði að verkafólk og annar almenningur kvartaði sár- an yfir efnahagsástandinu og þá helzt yfir því, að valdmenn gætu ekki einu sinni séð til þess að nóg væri til af tannkremi, eldspýtum og salti. Stjórnvöld í Tékkóslóvakíu, Austur-Þýzkalandi og Rúmeníu ætla að endurskoða úthlutun að- ildarskírteina að Kommúnista- flokknum á árinu. Allir flokks- menn eiga að skila kortum sínum en aðeins þeir sem þykja þess verðir fá ný í staðinn. Því er borið við í öllum löndunum að á erfið- leikatímum sé nauðsynlegt að betrumbæta flokksforystuna. Gripið er til þessara ráðstafana að sumu leyti vegna óróleika stjórnmálamanna í Austantjalds- löndunum yfir „neikvæðum hugs- unarhætti fólksins", eins og Piotr Jaroszewicz forseti Póllands kall- aði það. Hann sagði að vandi í efnahagsmálum hefði leitt til „gagnrýni á ríkisstjórnir yfirleitt en þó sérstaklega á stjórn þeirra á efnahagsmálum". Vestrænir sendiráðsstarfsmenn í Tékkóslóvakíu sögðu að áhyggjur stjórnmálamanna af óánægju al- mennings með horfur í efna- hagsmálum ættu þátt í þrenging- um andófsmanna í landinu árið 1979. Stuttu eftir ræðu Jaroszew- icz var sagt frá handtöku pólsku lögreglunnar á andófsmönnum þegar þeir voru við undirbúning mótmælaaðgerða af því að níu ár voru liðin frá uppreisn vegna verðhækkana á matvörum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.