Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980
Æskulýðsstarf þjóð
kirkjunnar 20 ára
NÚ ERU 20 ár liðin síðan þjóð-
kirkjan fékk sinn fyrsta æsku-
lýðsfulltrúa, var það sr. ólafur
SKúlason, dómprófastur. Síðar
hafa þeir sr. Jón Bjarman, fanga-
prestur, sr. Hjalti Guðmundsson,
dómkirkjuprestur, sr. Bernharð-
ur Guðmundsson, fréttafulltrúi,
sr. Guðjón Guðjónsson, sem nú er
prestur í Svíþjóð, og sr. Þorvald-
ur Karl Helgason, prestur í
Njarðvíkum, gegnt starfinu. Nú-
verandi æskulýðsfulltrúi er sera
Ingólfur Guðmundsson, áður
lektor við Kennaraháskólann.
Hrefna Tynes hefur starfað við
æskulýðsstarf kirkjunnar síðustu
tíu árin.
Heimild fékkst til að ráða að-
stoðaræskulýðsfulltrúa 1971.
Gegndi fyrstur því starfi Guð-
mundur Einarsson, nú fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar, þá Jóhannes Tómas-
son, blaðamaður, og síðan 1977
Stína Gísladóttir BA.
1977 fékkst heimild til að ráða
annan aðstoðaræskulýðsfulltrúa
með Norðurland sem aðalstarfs-
vettvang. Fyrstur gegndi því Jó-
hann Baldursson, nú kennari á
Akureyri, og síðan Oddur Al-
bertsson, sem sérmenntast hefur í
Svíþjóð til safnaðarstarfs.
Æskulýðsstarfið hefur haft
töluverða útgáfu með höndum. Má
þar nefna fermingarkver tvenn,
fræðsluefni fyrir sunnudagaskóla,
söngkver með nótum og hjálpar-
gögn fyrir æskulýðshópa af ýmsu
tagi.
(Fréttabréf biskupsstofu).
AKAI
Nauðungaruppboð
sem auglýst var Í32., 34. og 36. tölublaöi Lögbirtingablaös-
ins 1979, á Skeifu v/Nýbýlaveg, þinglýstri eign Kristínar
Viggósdóttur, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 29.
janúar 1980 kl. 11:00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
<p
símanúmer
Æ'
ITSTJ0RN OG
CVDIEOmFIIR'
iisiamiRiriui i yrun.
10100
IIRIÝ^INRAR-
Mif U L I WflSmíUífiilla
22480
lCrDCIAI^
Mrianciiia
83033
NNtNtHtHHNIIIINNNNHWHNN
ísraelska
flugfélagið E1A1
að rétta úr
hlutunum ?
texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
grátt silfur saman og gripu hvert
tækjfæri til að hafa í frammi
skemmdarverk gegn flugfélaginu
á allan handa máta, hafa nú
undirritað samninga við stjórn
fyrirtækisins, þar sem þeir fallast
á tímbundnar launalækkanir og
nemur lækkunin allt að 40 pró-
sentum. Þá hafa flugmenn skrifað
undir það að fara nú sjálfir að
borga tekjuskatt af launum
sínum, en fram til þessa hefur E1
AL greitt lungann af sköttum
þeirra. Upphæð sú, sem starfsfólki
hefur verið greidd í erlendum
gjaldeyri, hefur verið lækkuð og
ýms hlunnindi flugliða afnumin,
ýmist um tíma eða fyrir fullt og
allt.
Þetta hljómar allfurðulega og
þegar að því er hugað hvað varð til
að breyta þessu verður málið enn
sérstæðara. Það er sum sé einn
maður, Avraham Shavitz, sem
FRÁ margslungnum vanda
Flugleiða hefur verið sagt í blöð-
um og ekki ætlunin að fara út í
það hér, hvernig það mál allt er
vaxið.
ísraelska flugfélagið EL AL
hefur iðulega verið nefnt sem
hliðstæða Flugleiða vegna erfið-
leika þess og hefur enda staðið á
barmi gjaldþrots um langa hríð. Á
síðustu mánuðum hefur marg-
sinnis komið til tals að hætta
rekstri þess endanlega. Loks var
svo komið, að fjármálaráðherra
Israels, Yigael Hurvitz, gaf
síðasta frestinn. Ef lausn yrði ekki
fundin á málefnum fyrirtækisins
fyrir ákveðinn dag væri ekkert um
annað að ræða en að menn
pökkuðu saman. Þóttust nú menn
sjá sína sæng uppreidda og hörm-
uðu margir þessi fyrirsjáanlegu
málalok og þótti sem það væri
stórkostlegur hnekkir þjóðarstolti
ísraela að geta ekki sigrast á
þessum vandamálum þótt marg-
brotin og mikil væru.
Nokkru áður hafði nýr fram-
kvæmdastjóri verið ráðinn til E1
AL, Avraham Shavit, þekktur
iðnrekandi, og höfðu verið bundn-
ar vonir við að honum tækist að
aðhafast eitthvað það sem til
lausnar mætti verða.
Áður en að því er vikið er þó
rétt að rekja nokkuð aðdraganda
málsins.
Fyrir fáeinum árum hafði EL
AL á sér frábært orð sem traust
og merkt flugfélag. Þjónusta þess
var í sérflokki bæði á jörðu niðri
og í vélunum, ekki skeikaði
mínutu í áætlunum auk þess sem
öryggisgæzla um borð í vélunum
var með sérstökum brag og mjög
svo lofsverðum.
Nú er rétt að taka það fram í
leiðinni, að ég hef margsinnis
síðustu árin flogið með þessu
félagi og aldrei orðið vör við annað
en þetta gengi öldungis prýðilega
fyrir sig, að minnsta kosti það sem
að farþegum sneri.
En hvað um það, vandamálin
hafa hrannast upp. Þjónustan
hefur versnað, óstundvísi er sögð
landlæg, slaknað hefur á öryggis-
ráðstöfunum, hin margumrædda
„opna stefna", sem rakin er til
Carters, hefur komið illa við EL
AL sem fleiri flugfélög. Gríðar-
legar olíuverðshækkanir hafa
komið óþyrmilega niður á því og
síðast en ekki sízt hafa svo
himinhá laun flugmanna verið
töluverður baggi. Aukin heldur
hefur verið mjög alvarlegur og
vaxandi rígur milli hinna ýmsu
starfsstétta þess og vinnumórall-
inn innan fyrirtækisins stöðugt
farið versnandi. Hafi einn starfs-
hópur kríað fram launahækkun
hefur sá hinn næsti farið snarlega
í verkfall til að knýja fram ögn
meira og svo koll af kolli.
Það ',efur nú gerzt, að EL AL
virðist "tla að klöngrast yfir
v.: . n- Starfsmenn EL AL,
sc~. fyrir fáeinum vikum eltu
þakka má að þessum árangri er
náð. Og til að gefa hugmyndir um
hvaða upphæðir er þarna um að
tefla má nefna, að flugáhafnir
afsala sér samtals sjö milljónum
dollara, þar af féllst starfsfólkið á
að lána EL AL um tíma þrjár
milljónir þeirra, en hitt verður
endurgreitt samkvæmt samkomu-
lagi.
Israelar eru mjög hreyknir af
því hversu þarna hefur til tekizt.
Þeir segja að ekki hafi fyrr í
þrjátíu ára sögu Israels verið
gerður kjarasamningur um launa-
lækkun. Þetta hafi tekizt vegna
þess að sjálfsvirðing þeirra hafi
boðið þeim að hlaupa undir bagga
þegar í óefni var komið, fórnar-
lund og sjálfboðaliðshugsjónin
sem margir héldu að væri að dvína
með ísraelum hafi þarna komið
fram í sinni ljúfustu mynd. Samt
verður ekki komist hjá því að
segja upp um eitt þúsund starfs-
mönnum og munu þeir hætta þann
1. apríl
Víkur nú loks að Avrahams
þætti Shavit forstjóra í þessu
máli. Þegar hann tók við bjuggust
flestir við að hann hefði reist sér
hurðarás um öxl með því að ætla
sér að rétta við hag fyrirtækisins.
Tap EL A1 var yfir 50 milljónir
dollara á sl. ári og var búizt við að
það færi yfir 70 milljónir á þessu
ári og var það vægilega áætluð
tala. Shavit kvaðst ætla að gera
viðamiklar breytingar. Hann til-
kynnti samstundis ýmiss konar
samdráttaraðgerðir, boðaði launa-
lækkun og fjölda uppsagna. „Þetta
Nýr forstjóri
þess, Avraham
Shavit, „talaði
starfsliðið í kaf“
og fékk það til að
fallast á tíma-
bundnar launa-
lækkanir
sem nema allt
að 40 prósentum