Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1980 49 R í ESJU- JÖKULINN gengið var upp í skálann kvöldið áður. Ferðin gekk sæmilega og var leiðangurinn kominn á jeppunum upp að Esjufjöllum um klukkan 10. Var nú áð til klukkan 11 og þá haldið af stað heim á leið og var leiðangurinn um 3 klst. og 20 mínútur niður að jökulröndinni, um 21 km. leið. Þorsteinn Sigurbergsson sagði að erfiðasti kafli leiðarinnar hefði verið eitt haftið á milli jökul- sprungna. Þar sagði hann, að hjólbarðarnir hefðu hreinlega staðið út af haftinu og þar þurfti að lyfta öðrum jeppanum upp að aftan með tjakk og síðan að ýta til hliðar ofan af tjakknum svo að jeppinn sneri rétt við næsta hafti. — Sannkallaður tröllavegur, sagði Þorsteinn. Þe'ss má geta, að Þorsteinn fór ásamt fleirum nokkru áður akandi á jeppa í Mávabyggðir, sem eru um 5 km austar í jöklinum. Sagði hann, að sú ferð hefði einungis verið möguleg vegna þess hve lítill snjór hefði verið á þessu svæði. Ferðin í Mávabyggðir tók um það bil 5 klukkustundir fram og til baka. Þau sem fóru ásamt Þor- steini Sigurbergssyni í Esjufjöll voru þau Geir Ágústsson, Unnur Óskarsdóttir og Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Þau þrjú síðast- nefndu eru úr Reykjavík, en Þorsteinn frá Höfn. — Einar. Lagt af stað fótgangandi í skála Jöklarannsóknafélagsins til að kanna ökuleiðina, sem farin var á bifreiðunum daginn eftir. Fellsfjall í baksýn. Geir Ágústsson, annar ökumannanna í leiðangrinum, á miðju jökulsprungusvæðinu. Nota þurfti tjakk til að lyfta bílunum og snúa þegar leiö var sem torfærust. í baksýn er nyrzti hluti Fellsfjalls hægra megin og ber það í Veöurárdalsfjall, sem er á miðri myndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.