Morgunblaðið - 31.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 Veiðisvæðið er nú úti af Horni GÓÐ loðnuveiði var i fyrrinótt, en veiðisvæðið var mun vestar heldur en dagana á undan. eða norðaustur af Horni, en áður hafði afli fengizt allt austur undir Kolheinsey. Mikil loðna er á miðunum að sögn skipstjór- anna og er hún á stóru svæði. Heildaraflinn er nú orðinn tæp- lega 140 þúsund lestir. Eftirtalin skip hafa tilkynnt um afla síðan á þriðjudagskvöld: ÞRIÐJUDAGUR: Arnarnes 100. Örn 550. Skarðsvík 500. Samtals á mióvikudaK: 12 skip með 5370 lestir. MIÐVIKUDAGUR: Skírnir 440, Fífill 580. óskar Halldórsson 390. Náttíari 520. Gísli Árni 630. Jón Finnsson 560. SæbjörK 580. óli Óskars 1300, Súlan 750, Ilrafn 630. Kap II 670. Þórður Jónasson 480, Víkinjíur 1350, ísleifur 440. Hafrún 630, Ársæll 440. Albert 530. Gijíja 600. Harpa 620, Hjarni Ólafsson 1150, Ljósfari 550, Júpiter 1250, Guðmundur 840. Samtals til klukkan 18 á þriðjudag: 23 skip með 15.930. Flugvél Frakkans á ísafjarðarflugvelli, þar sem hún hefur staðið óvarin fyrir vatni og vindum síðan óhappið varð þar í fyrra. Hún er af gerðinni Cessna 310. Ljósm. Mbl. Úlfar. Hin örlagaríka ferð kveikti flugáhugann EINS og menn vafalaust muna varð sá atburður á ísafjarðar- flugvelli í júli í fyrrasumar að margmilljóneri frá Frakklandi varð leiður á að bíða eftir flugmanninum sínum og ákvað að leggja af stað í flugferð án hans. Ferðalagið endaði með ósköpum, þar sem maðurinn kunni ekkert á flugvél. Ók maðurinn vélinni rakleitt á flugstöðina á ísafjarðarflug- velli og stórskemmdi vélina. Þessi stutta en sögulega ferð virðist hafa kveikt flugáhuga hjá Frakkanum, því að hann mun hafa í hyggju að koma hingað til lands til að læra á flugvél. Umrædda vél á maður- inn reyndar sjálfur, því hann greiddi hana út í hönd fljótlega eftir að óhappið varð. Hefur flugvélin síðan verið á ísafjarð- arflugvelli en hún verður innan skamms flutt til Reykjavíkur, þar sem gert verður við hana, að sögn fyrri eiganda vélarinnar, Sverris Þóroddssonar. Frakkinn, sem er 47 ára gam- all bókaútgefandi og listaverka- sali hyggst sem fyrr segir læra flug hér á landi, og þá væntan- lega í sumar. Hann mun hafa í hyggju að nota vélina til ýmissa ferðalaga, m.a. í ferð til Hima- layafjalla, sem hann ráðgerir. Æskulýðssamtök sameinast um fordæmingu á innrás Sovétmanna í Afganistan MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi samþykkt: Sérhvert ríki hefur rétt til þess að ráða málum sínum sjálft án íhlutun- ar og hernaðarafskipta annarra ríkja. Neðangreind samtök fordæma sérhverja íhlutun í málefni smá- þjóða. Neðangreind samtök ungs fólks fordæma innrás Sovétríkjanna í Afg- anistan. Innrásin er gerð í anda heimsvaldastefnu, sem felur í sér freklegt brot gegn öllum hugmynd- um um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og alþjóðasamþykktum um að þjóðir heims skuli virða frelsi og fullveldi hver annarrar, svo sem sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hernaðarafskipti Sovétríkjanna í Afganistan verður að skoða sem beina útþensiustefnu risaveldisins á kostnað sjálfstæðrar smáþjóðar. Heimsvaldastefna Sovétríkjanna er bein ógnun við heimsfriðinn. Við fordæmum beitingu Sovétríkj- anna á hervaldi til kúgunar ná- grannúríkja sinna og krefjumst þess, að Sovétríkin láti þegar af stríðs- rekstri sínum gegn Afganistan, dragi herlið sitt til baka og virði framvegis sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða. Samband ungra sjálfstæðismanna — Riningarsamtök Kommúnista — Kommúnistaflokkur íslands — Sam- band ungra framsóknarmanna — Samband ungra jafnaðarmanna — Vaka, Félag lýðræðissinnaðra stúd- enta. 3. viðræðufundur ASÍ og VSÍ: Matthildur Kvaran Matthíasson látin MATTIIILDUR Kvaran Matthías- son lézt í Reykjavík 27. þ.m. Hún var fædd í Winnipeg árið 1889, dóttir Einars Hjörleifssonar Kvarans skálds, sem þá var rit- stjóri vestan hafs, og Gíslínu Gísla- dóttur konu hans. Matthildur var elzt barna þeirra sem upp komust, og lifði þeirra lengst. Hún giftist árið 1908 Ara Arnalds, síðar sýslu- manni og bæjarfógeta, og áttu þau þrjá syni, þá Sigurð, útgefanda, Einar, fyrrv. hæstaréttardómara og Þorstein, fyrrv. forstj. Bæjarútg. Reykjavíkur. Matthildur og Ari slitu samvistum og giftist hún síðar Magnúsi stórkaupm. Matthíassyni, Jockumssonar skálds. Hann lézt árið 1963. Matthildur stundaði fyrr á árum píanókennslu hér í bænum, en síðar tók hún að sér kennslu í ýmsum greinum, en þó einkum íslenzku, og hafa margir kunnir menntamenn þjóðarinnar notið tilsagnar hennar í þeim efnum á yngri árum. Frá fundi íslenzku ólympiunefndarinnar i gær. Ákvörðun Ólympíunefndarinnar í gær: Island verður með í Moskvu ÍSLENZKA Ólympíuneíndin varð einhuga um það á fundi í gær að halda áfram af fullum krafti undirbún- ingi fyrir þátttöku í Sumar-Ólympíuleikunum, sem haldnir verða í Moskvu í sumar. Þetta þýðir í raun, að íslenzkir íþróttamenn verða að öllu óbreyttu þátttak- endur í leikunum, að sögn Gísla Halldórssonar for- manns nefndarinnar. Gísli sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að allir nefnd- armenn hefðu tékið til máls á fundinum í gær og lýst sig sam- þykka því að halda áfram undir- búningsstarfinu af fullum krafti. Sagði Gísli að það hefði komið fram í máli manna að ekki væri hægt að vinna gegn Olympíuhug- sjóninni með því að skerast úr leik og heimurinn myndi síður en svo batna ef leikarnir yrðu ekki hald- nir. Þá hefði sú skoðun einnig komið fram, að ekki væri rétt að brjóta niður það mikla starf, sem unnið hefur verið að uppbyggingu íþróttanna. Á öllum tímum væru viðsjár í heiminum og forðast bæri að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Gísli tók það fram að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð ef tilefni yrði til, svo sem ef einhverj- ir meiri háttar atburðir gerast eða meirihluti þjóða hættir við þátt- töku í leikunum í Moskvu. Á fundinum í gær var einnig rætt um fjármögnun vegna þátt- töku íslendinga á leikunum, en reiknað er með því að 6 keppendur og 4 fararstjórar og þjálfarar fari á vetrarleikana í Lake Placid og 12 keppendur og 8 fararstjórar og þjálfarar fari á sumarleikana í Moskvu. Kostnaður vegna þátttöku íslands í leikunum er áætlaður 35 milljónir króna. Tveir viðræðu- hópar settir á f ót Sex keppendur valdir á Vetrar- olympíuleikana Á FUNDI íslenzku ólympiunefndar- innar í gær voru sex skíðamenn valdir til þátttöku í vetrarleikunum, sem hefjast í Lake Placid í Banda- ríkjunum í næsta mánuöi. Steinunn Sæmundsdóttir Reykjavík, mun keppa í svigi og stórsvigi kvenna og Sigurður Jónsson, ísafirði, og Björn Olgeirsson, Húsavík, í svigi og stórsvigi karla. í göngu munu keppa Haukur Sigurðsson, 01- afsfirði, Þröstur Jóhannesson, Isa- firði, og Ingólfur Jónsson, Reykjavík. Fararstjórar verða Sæmundur Ósk- arsson og Haukur Viktorsson en þjálfarar Guðmundur Söderin í alpa- greinum og Kurt Ekroos í norrænum, en þjálfararnir eru báðir sænskir. ÞRIÐJI viðræðufundur Alþýðu- sambands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands var hald- inn í gær og stóð í hálfa klukku- stund. Á fundinum varð sam- komulag um að setja á fót tvo viðræðuhópa. sem ræða skyldu ákveðnar kröfur ASÍ, nánar til- tekið kröfu nr. 1, nr. 8 og kröfu nr. 18. Fyrri viðræðuhópurinn skal fjalla um innheimtu í sjúkra- og orlofssjóði stéttarfélaga og breyt- ingar á lögum um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysatilfella. Síðari viðræðuhópur- inn fjallar um lög um atvinnuleys- istryggingar og breytingar á þeim, sem er félagsmálakrafa ASÍ nr. 1. Viðræðunefnd Alþýðusam- bandsins fór fram á, að skipaðir Þorsteinn Gislason Þorsteinn ein- róma endurkjör- inn formaður SR Á FYRSTA fundi nýkjörinnar stjórnar Síldarverksmiðja ríkis- ins síðastliðinn þriðjudag var Þorsteinn Gíslason einróma end- urkjörinn formaður SR til næstu þriggja ára. Alþingi kýs fimm menn í stjórn- ina og eru þeir Þorsteinn Gíslason Reykjavík (D), Einar B. Ingvars- son Reykjavík (D), Jón Kjartans- son Reykjavík (B), Sigurður Hlöð- versson Siglufirði (G) og Hall- steinn Friðþjófsson Seyðisfirði (A). Júlíus Stefánsson, Reykjavík situr í stjórninni tilnefndur af LÍÚ og Guðmundur M. Jónsson, Akranesi, frá Sjómannasambandi íslands. yrðu viðræðuhópar um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og um aðstæður farandverkafólks, en vinnuveitendur voru ekki reiðu- búnir til slíkra viðræðna. Ákveðið var, að næsti viðræðu- fundur aðila yrði fimmtudaginn 7. febrúar, klukkan 10, og verður hann haldinn í húsi VSÍ við Garðastræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.