Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 36

Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 k’Arr/NU ' <r> Ég heí mikið verið að hugsa í kvöld, og komist að þeirri niðurstöðu að giftast aldrei! Eftir kortinu að dæma erum við strandaglópar á smáeyjunni Aldrei þessa köntuðu osta — Mörgæsaeyjan. ógerlegt að flytja þá! A framabraut án minnimáttarkenndar Borist hefur svar frá fulltrúum Samtaka kvenna á framabraut við bréfi er birtist hjá Velvakanda sl. föstudag 25. jan. undir fyrirsögn- inni Fellur grundvallarreglan í skuggann: „Heiðruðu konur með jafnrétt- iskennd. Undanfarna daga hafa margar konur og karlar með jafnréttis- kennd haft samband við okkur S.K.F. og er það ánægjulegt að geta ráðgast við fólk um menn og málefni sem þetta. Þó virðist okkur að meginmál- inu sé ýtt til hliðar í skrifum ykkar í Velvakanda 25.1. ’80, í umfjöllun um 10 atriði sem S.K.F. fjallaði um á fundi sínum meir sér til gamans í upphafi, — en sem varð þó aðeins kveikjan að fram- haldinu sem varð alvörumál, — það er samstaða kvenna. Það er því sjálfsagt að láta ykkur í té upplýsingar, nánast fundargerð í smáatriðum til að taka af allan vafa um meginatriði málefnis okkar. 1) Hvað snertir aldurinn 50—60 ár, var rökstuðningur á bak við þá samþykkt hagsmunalegs eðlis, eða að sá einstaklingur sem kosinn væri í forsetastól og sæti jafnvel ekki nema eitt kjörtímabil, — já þá eru konur í S.K.F. það hagsýn- ar að þeim fannst óþarfi að greiða lífeyri í lengri tíma en þörf er á. Hvað snertir líffæramismun, — því okkur skilst að það sé það sem þið eigið við en ekki líffræðilegan eins og greinin segir, þá er það órannsakað mál hver sá mismun- ur er. Þó er eitt víst að ef kárlmenn gengju yfirleitt í gegn- um líffæralegt breytingaskeið en ekki bara sálarlegt, þá væri ef- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I dag reyna lesendur sig í vörn í sæti suðurs. Eftir að vestur, sem er gjafari, opnar á einu grandi, 16—18 p., hækkar austur í þrjú. Norður spilar út hjartasexu. Spil austurs og suðurs eru þessi. Austur S. ÁDG H. G52 T. D9643 S. 10852 H. 94 T. KG10 L. G752 Sagnhafi lætur gosann frá blindum, og hann fær slaginn en sjálfur lætur vestur sjöuna. Síðan spilar vestur lágum tígli frá blind- um, gosi og ás en norður lætur áttuna. Aftur tígull, hjartaþristur frá norðri, lágt úr blindum og suður fær á tíuna. Þú ert með spil suðurs og tekur nú við. Hvaða spili ætlar þú að spila nú — og hvaða möguleika á vörnin? Þegar makker lét hjartaþristinn í síðasta slag var það auðvitað til að sýna lélegan lit. Hefði hann áhuga á, að þú spilaðir hjarta myndi hann örugglega láta spaða eða lauf, lit, sem hann hefði ekki áhuga á. Og ekki þýðir, að búast við slögum á spaða þannig, að greini- lega verða þrír slagir að fást á lauf. Eigi norður laufás eða kóng fimmta er nóg að spila lágu. En spil sagnhafa og norðurs gætu verið þessu lík. Norður S. 743 H. D10863 T. 8 L. Á1042 Vestur S. K96 H. ÁK7 T. Á752 L. K86 Nú má sjá, að laufgosinn er eina spilið, sem hnekkir samningnum. Sagnhafi getur ekki tekið nema átta slagi áður þú kemst aftur inn á tígul, spilar aftur laufi og fimm slagir verða öruggir. Lesendur ættu sjálfir að athuga hvað skeður sé spilað lágu laufi í fjórða slag. Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islensku 33 ur áfram að leggja tólið jafn- skjótt á hef ég enga möguleika tii að átta mig á þvi. Né heldur von um að hafa uppi á honum. Það tekst því aðeins að hann segi of mikið eða sýni einhverja ógætni. — Hvað sagði hann? — Það sama og í morgun, að Chabut hefði verið þorpari. Það hlutu reyndar að vera margir i kunningja- og sam- starfsmannahópi Chabutshjón- anna sem höfðu þessa skoðun. Hann virtist hafa iagt sig i líma við að vekja andúð hjá fólki, bæði með framkomu sinni við konur og svo hvernig hann hafði niðurlægt starfsfólk sitt. Það var engu líkara en hann fengi eitthvað út úr þvi að ögra fólki og vekja reiði þess, en fram til síðasta miðvikudags hafði enginn að þvi er virtist gert neitt i þvi að fá hann til að breyta sér. Hafði aldrei neinn gefið honum löðrung? Hafði enginn afbrýðisamur eigin- maður lamið hann? Framkoma hans var svo ófyr- irleitin og hann var svo merki- kertaiegur með sig að það var engu iikara en hann reyndi að fara eins langt og hann gat. Samt sem áður var einhver karlmaður — að því er Madame Blance hélt fram — sem að lokum hafði fengið nóg. Hafði beðið eftir honum fyrir utan gleðihúsið í Rue Fortuny. Sá maður hiaut að hafa þyngri ástæður en fiestir aðrir til að hata hann, þvi að með því að drepa hann hafði hann teflt lifi sínu eða frelsi í tvisýnu. Átti hann að leita i kunn- ingjahópnum? Upplýsingar þær sem Lapointe hafði afiað virtust ekki bitastæðar á neinn hátt. Og það bar ekki á þvi að neinn þessara manna hirti um ótrún- að eiginkvenna sinna. Var morðinginn í hópi starfs- liðsins á Quai de Charenton? Eða á Avenuc de I’Opera? Og siðast en ekki sízt. Var morð-, inginn maðurinn sem nú hafði i hringt til hans tvívegis til að segja þá skoðun sína að Chabut hefði verið þorpari og skepna? — Ertu búinn með iistann? — Þar voru einnig Philippe Borderel og ástkona hans. Hann er leiklistargagnrýnandi og þau voru á generalprufu þetta kvöld. Svo var það arki- tektinn Trouard og hann snæddi kvöldverð á Lipp með þekktum verktaka. Maigret vissi að ótal margir höfðu haft fulla ástæðu til að hafa horn í síðu Chabuts. Það hefði því þurft að yfirheyra tugi manna og það var auðvitað ógerningur og því var hugur hans bundinn við óþekktaj manninn i simanum sem kunni! að vera sá hinn sami og hann hafði séð fyrir utan um morg- uninn. — Vitið þér hvenær á að jarða hann? — Þegar ég fór frá frúnni voru að koma til hennar menn frá kirkjugörðunum. Það væri kannski ekki svo galið að við skryppum þangað. Skömmu síðar lögðu þeir af stað til Place de Vosges. Dyrnar á fyrstu hæð voru í hálfa gátt, þcir gengu inn og fundu reyk- elsislykt ieggja á móti þeim. Oscar Chabut hafði verið lagður í kistu en lokið var ekki á. Fullorðin kona, svartklædd. kraup við kistuna og ung hjón stóðu við hana. Kertaljósin vörpuðu blaktandi birtu á and- lit hins látna. Hver gat þessi gamla svart- klædda kona verið? Móðir frú Chabuts? Það var mögulegt, já, kannski trúlegast. Og unga fólkið? Þau virtust hálfvand- ræðaleg og eftir að hafa gert krossmark yfir kistuna gengu þau hægt út úr herberginu. Maigret gerði einnig kross- mark yfir hinum iátna. Og meira að segja i dauðanum var Oscar Chabut tiikomumikill að sjá. Andlitsdrættir voru grófir, en ekki íegurð firrtir. Þegar Maigret og Lapointe voru á leið út mættu þeir frú Chabut í ganginum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.