Morgunblaðið - 31.01.1980, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
Mannleg
úrhrök
Leikklúbbur Skagastrandar:
Gísl
eftir Brendan Behan.
Þýðandi: Jónas Arnason.
Leikstjóri: Ragnhildur
Steingrímsdóttir.
Ragnhildur Steingrímsdóttir
mun hafa leikstýrt sjötíu verk-
um víða um land, en einkum
hefur hún helgað áhugaleikfé-
lögum krafta sína. Ég minnist
þess ekki að hafa orðið vitni að
öðru en góðum vinnubrögðum af
hennar hálfu. Það er því
Leikklúbbi Skagastrandar
ávinningur að fá að njóta leið-
sagnar hennar, enda kemur á
daginn að þrátt fyrir viðvanings-
brag leikenda er sýning Gísls um
margt athyglisverð. Eitt verð ég
þó að segja, að ég held að
sýningin héfði notið þess að vera
töluvert stytt. Að leika þetta
langa verk í upprunalegri gerð;
er þolraun óvönum leikurum og
hefði auðveldlega mátt fella ým-
is atriði niður.
Þegar um áhugaleikara er að
raeða er erfitt að gera upp á milli
þeirra. Ólafur Bernódusson lék
Pat, vandmeðfarið hlutverk, en
tókst að sýna okkur þessa
óvenjulegu manngerð í skoplegu
ljósi þótt nokkuð skorti á festu.
Elín Njálsdóttir komst vel frá
hlutverki Meg. Magnús B. Jóns-
son leikur hermanninn unga,
Leslie, og gerir úr honum eðli-
legan og hrekklausan ungan
mann. Birna Blöndal leikur Miss
Gilchrist og er ég ekki frá því að
Behan hefði sjálfur verið hinn
ánægðasti með túlkun hennar,
enda var honum mikið í mun að
sýna kristilega hræsni. Guð-
mundur H. Sigurðsson er yfir-
drifinn í hlutverki Rio Ritu, en
fékk góðan hljómgrunn hjá
áhorfendum. Laglega túlkað
hlutverk var Grace prinsessa
Gunnars Benónýssonar. Bernó-
Lelkllsl
eítir JÓHANN
HJÁLMARSSON
dus Ólafsson lék Monsjúr eftir-
minnilega. Sama er að segja um
Hallbjörn Hjartarson í hlutverki
mr. Mulleday. Þeir Bernódus og
Hallbjörn voru ásamt Birnu
stjörnur kvöldsins. Aðrir sem
þátt áttu í ósvikinni stemmn-
ingu kvöldsins voru Bjarnhildur
Sigurðardóttir, Guðbjörg Vigg-
ósdóttir, Lárus Ægir
Guðmundsson, Hallveig Ingi-
marsdóttir, Einar S. Helgason,
Rúnar Loftsson og Hjörtur S.
Guðmundsson.
Brendan Behan (1923—1964)
þekkti af eigin raun baráttu íra
gegn Englendingum. Hann var
aðeins sextán ára þegar hann
var fyrst handtekinn með
sprengjuefni í fórum sínum.
Behan eyddi sjö árum ævi sinnar
í fangelsi. Hann ólst upp í
fátækrahverfi í Dublin. Eftir að
hann sneri sér að ritstörfum
1951 vakti hann mikla athygli
fyrir drykkjuskap sinn og óhefl-
aða framkomu. Enginn efaðist
þó um listræna hæfileika hans. í
verkum sínum deilir hann á
mörg heilög goð, en þau eru
yljuð kímni og landar hans fá
ekki síður á baukinn en Englend-
ingar. Allt þetta einkennir Gísl
sem var frumsýnt 1958. Þar er
lýst dapurlegum örlögum ungs
manns sem dæmdur er til að
verða fórðarlamb þjóðernislegra
átaka. Fólkið í Gísl er hvorki
verra né betra en almennt gerist
þótt það sé fulltrúar úrhraka
mannfélagsins.
Þýðing Jónasar Árnasonar á
Gísl er lifandi texti, söngvarnir
fjölmörgu minna á margt það
sem hann hefur sjálfur borið á
borð í leikritum sínum sem eins
og kunnugt er eru vinsælt við-
fangsefni áhugaleikfélaga.
Sýning Leikklúbbs Skaga-
strandar fór fram í Félagsheim-
ili Seltjarnarness.
Patrick
Ferguson
THE OBSERVER
Hvað sem gerast
kann í veröldinni yfir-
leitt á þessu ári, þarf
það að vera þó nokkuð
mikilvægt til að
skyggja á forseta-
kosningarnar í
Bandaríkjunum. Sér-
stæðasti þáttur þeirra
kosninga er hinn langi
aðdragandi, þ.e. for-
kosningarnar, for-
valsfundirnir, og
landsfundirnir. Hér
gerir fréttamaður
Observer grein fyrir
þessu flókna máli.
Carter og kjósendurnir
Líflegasti kosninga-
slagur veraldar
Þegar Bandaríkjamenn ganga
að kjörborðinu fyrsta þriðjudag
eftir fyrsta mánúdag í nóvember
fjórða hvert ár, eru þeir sam-
kvæmt ströngustu stjórnar-
skrárlegri merkingu að velja
kjörmenn síns ríkis á kjör-
mannasamkomuna, sem kýs for-
setann fyrsta mánudag eftir
annan miðvikudag í desember.
Jafnvel þá eru úrslitin ekki
opinber fyrr en forseti öldunga-
deildarinnar, (sem er fráfarandi
varaforseti), lýsir þeim þann 6.
janúar. Ef enginn frambjóðandi
fær hreinan meirihluta atkvæða,
sker fulltrúadeildin úr, en það
hefur ekki gerst síðan árið 1825.
Þannig verður maðurinn, sem
sver embættiseiðinn þann 20.
janúar 1981, sá eini sem uppi
stendur eftir baráttu sem staðið
hefur yfir í meira en heilt ár.
Baráttan hjá Brown, Carter og
Kennedy; Baker, Bush, Connally
og Reagan hófst löngu fyrir
síðustu áramót. Á kosningaári
kemur vel fram hversu sterk
ítök ríkjaskiptingin á í þjóðinni.
Sérhvert ríki setur sínar eigin
relgur um hvernig borgararnir
geta tekið þátt í forvali fram-
bjóðenda.
Fyrsta meiriháttar prófraunin
var í mið-vestur ríkinu Iowa, þar
sem Carter fór sem kunnugt er
með sigur af hólmi í flokki
demókrata. Eins og í forkosning-
um í öðrum ríkjum var þar
ákveðið hvernig fulltrúar ríkis-
ins munu greiða atkvæði á
landsfundum flokkanna í sumar.
Hvorki Iowa né New Hamp-
shire, þar sem fyrstu meirihátt-
ar forkosningarnar fara fram
þann 26. febrúar, sendá svo
marga fulltrúa á landsfundina
að þau séu mikilvæg þess vegna,
en á þessu stigi kosningabarátt-
unnar geta niðurstöður þar haft
úrslitaáhrif á velgengni fram-
bjóðenda.
Góð byrjun Jimmy Carters í
Iowa 1976 var upphafið að með-
byr sem nægði honum til endan-
legs sigur, þótt hann yrði undir í
nokkrum kosningum á seinni
stigum baráttunnar. Á þessu ári,
þurfti hann að verja stöðu sína
gegn áskorendunum Ted Kenn-
edy og Jerry Brown.
Forkosningar verða haldnar í
36 ríkjum á þessu ári. Vegna
hins mikla kjósendafjölda bein-
ist athyglin helst að Kaliforníu,
New York, Illinois, Pennsylv-
aníu, Ohio og Texas, en jafnvel
fjarlæg landsvæði eins og Puerto
Rico, Meyjareyjar (Virgin Is-
lands) og Guam, sem ekki eru
ríki í sambandinu, senda full-
trúa á landsfundinn, og þeim
þarf að sinna.
I kjölfar hins stormasama
landsfundar í Chicago 1968, sem
kenndur var við „flokkseigend-
urna“, hafa demókratar sífellt
verið að endurbæta félagslög sín
og kosningabaráttan á þessu ári
kann að verða mjög ólík jafnvel
þeirri, sem háð var 1976.
Hlutfallskosningar gera fram-
bjóðendum mun erfiðara fyrir að
tryggja sér yfirgnæfandi fjöldá
fulltrúa fyrir landsfundinn, en
það var mögulegt meðan þær
reglur giltu í þessu ríkjum, að
sigurvegarinn fékk alla full-
trúana. Þá eru einnig nýjar
reglur um val fulltrúa, sem
tryggja eiga konum og minni-
hlutahópum sína fulltrúa.
Innan flokksins vonast menn
til að auka lýðræði á landsfund-
inum, sem hefur einkennst af
ringulreið og sviðsettum atburð-
um. En sennilega hverfa ekki
furðulegir siðir, sem Banda-
ríkjamenn viðhafa í sambandi
við kosningar, ýkjukenndar til-
nefningarræður, skipulögð
„óundirbúin“ fagnaðarlæti um
allan fundarsal og hátíðlegt og
stundum spennandi nafnakall
ríkjanna.
Þann 14. júlí halda repú-
blíkanar landsfund í Detroit,
demókratar koma saman í New
York borg þann 11. ágúst. í
fyrstu viku september er kosn-
ingábarátta hafin fyrir alvöru
og frambjóðendurnir þurfa að
þeytast um landið hvíldarlítið
með heila lest pólitískra aðstoð-
armanna, ræðuskrifara, rann-
sóknarmanna, blaðamanna og
annarra fylgifiska.
Kosningadagurinn 1980 verður
4. nóvember. í kosningunum
1976 var kosningaþátttakan að-
eins 53.3 af hundraði.
Bandaríkjamönnum finnst þeir
kannske fá fullmikið af stjórn-
málum.
Kosningasérfræðingur, sem ég
talaði við, ræddi um vaxandi
áhyggjur margra áhugamanna
um stjórnmál af því hversu löng
kosningabaráttan er. Hann seg-
ir, að í raun sé því svo varið, að
af fjögurra ára kjörtímabili for-
setans sé aðeins eitt ár, sem
nýtist til virkrar stjórnunar,
fyrsta árið fari í að ná tökum á
embættinu og síðari tvö árin fari
í að berjast fyrir endurkjöri.
Uppi er hreyfing fyrir því að
breyta stjórnarskránni á þann
veg að forsetinn verði kjörinn til
6 ára, en að kjörtímabilinu loknu
megi ekki endurkjósa hann, í
stað þess að nú má hann sitja
tvö fjögurra ára kjörtímabil.