Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
33
félk í
fréttum
Iþróttamaður áratugarins
+ FYRIR skömmu tilkynnti AP
— fréttastofan — Associated
Press í New York — að hún
hefði kjörið Muhammad Ali
iþróttamann áratugarins sem
er að kveðja. Frægðarljómi var
yfir nafni hans þegar á ára-
tugnum milli ’60 og’70. Það var
á þessum áratug sem hann vann
gullið á ólympíuleikunum. Við
lok þessa ártugar var hann
orðinn heimsmeistari. En þá
var heimsmeistaratitillinn frá
honum tekinn og hann i útlegð
sem hnefaleikamaður, vegna
þess að hann neitaði að gegna
herþjónustu. Við lok áratugar-
ins ’70 hafði hann dregið sig í
hlé eftir að hafa unnið heims-
meistaratitilinn aftur, ekki
einu sinni heldur tvisvar. Hann
var þá sá sem mest var skrifað
um i blöðunum og mest rætt um
manna á meðal — og umdeild-
astur. Hann var allt að því
jafningi konunga og stjórn-
málamanna. Sumum þótti hann
mestur meðal smælingjanna, en
öðrum þótti hann kjaftfor og
hortugur.
Það má geta þess um leið, að
fyrir skömmu lýsti Ali fullum
stuðningi við endurkjör Jimmy
Carters við forsetakosningarn-
ar i Bandaríkjunum á næsta
hausti. Hann hafði bætt því við.
er hann lýsti stuðningi sinum
yfir, að svo gæti farið að hann
sjálfan myndi hugsanlega
langa til þess einhvern góðan
veðurdag að takast á hendur
starf Jimmy Carters!
Og þetta er nýjasta myndin sem
við eigum af „Mikilmenninu"
eins og hann komst sjálfur eitt
sinn að orði um sjálfan sig. —
Hann var fyrir skömmu austur
á Indlandi og þá heilsaði hann
að sjálfsögðu upp á sjálfa Ind-
iru Gandhi. — Og hér er hann
að undirbúa sig undir að heilsa
Indiru með kossi á heimili
hennar í New Delhi.
Forseta-
efni
+ UM sama leyti og Carter
forseti Bandaríkjanna vann
mikinn yfirburðasigur yfir
flokksbróður sinum Edward
Kennedy við prófkosningar i
Iowafylki, vakti kosninga-
sigur þess manns í þvi sama
fylki athygli, er hann náði
sömu hundraðstölu við kjör
forsetaefnis Repúblikana-
flokksins og forsetaefnið
Ronaid Reagan.
Þessi maður er George
Bush, sem var eitt sinn
yfirmaður CIA. Þykir aug-
ljóst mál að hann muni veita
Ronald Reagan mjög harða
keppni við val forsetaefnis
repúblikana.
Rekinn heim
+ FÖR brezka bítilsins og tónlistarmannsins Paul
McCartneys til Tokyó varð engin frægðarför fyrir
hann, sem kunnugt er af fréttum. Þessi mynd er tekin
af honum er japanskir lögreglumenn brjóta honum
leið gegnum mannþröngina fyrir utan aðalstöðvar
Tókyólögreglunnar, er ákveðið var að reka hann úr
landi á stundinni að heita má og sleppa honum við
fangelsisdóm. Yfir honum vofði áralangt fangelsi,
fyrir að smygla marijuana, er hann kom til
borgarinnar í tónleikaför 16. janúar sl.
Morgun
haninn
Það er Ijúft að vakna á morgnana í
skólann og vinnuna, við tónlist eða
hringingu í morgunhananum frá
Philips.
Hann getur líka séð um að svæfa
ykkur á kvöldin með útvarpinu og
slekkur síðan á sér þegar þið eruð
sofnuð.
Morgunhaninn er fallegt tæki, sem er
til prýðis á náttborðinu, þar að aut^i
gengur hann alveg hljóðlaust.
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 *- 15655
Að þessu sinni verður
hin góðkunna
Bryndís Schram
sælkeri kvöldsins í
Blómasal fimmtudag-
inn 31. janúar.
Bryndís hefur lengi
haft áhuga á góðri mat-
argerð, hefur ánægju af
að búa til mat og ræða
um hann, og snæða
hann.
Bryndís mælir með gómsætum en einföldum
réttum og velur þennan matseðil fyrir sælkera-
borðhald:
------ Matseðill:-------------
Menu
Avocado
(Avocado nature)
MavinerxcÖ smálúða
(Sole marinée)
Kjúhlingnr að hcetti kínverja
(Poulet a la maniere chinoise)
Ferskir áveoctir i vinsósn
(Compot de fruits frais)
Matur tramreiddur íra kl. 19.
Sigurður Guðmundsson leikur á orgelið.
Borðapantanir hjá veitingastjóra í símum 22-2-21 og 22-3-22.
Pantið tímanlega.
Sælkerar, njótið kvöldsins með Bryndísi í
Blómasal.
Verið velkomin,
HÚTEL
LOFTLEIÐIR
cMeniL