Morgunblaðið - 31.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
21
sta stjórnarkrepp-
minni forsetatíð
rra Kristján Eldjárn:
Forseti íslands tekur á móti formönnum stjórnmálaflokkanna í gær.
Framsókn vill for-
sæti í „Stefaníu“
„MENN samþykktu að hittast og
punkta niður svona það sem við
erum sammála um með þjóðstjórn í
huga. Ég held þó að þjóðstjórn sé
síðasti meirihlutakosturinn og að
menn vilji hana þá cinfaldlcga
frekar en utanþingsstjórn. Ég er þó
engan veginn vissum að af þjóð-
stjórn verði,“ sagði Steingrímur
Hermannsson formaður Framsókn-
arflokksins í samtali við Mbi. i
gærkvöldi.
Mbl. spurði Steingrím, hvernig
aðrir meirihlutakostir litu út af
sjónarhýli Framsóknarflokksins.
Hann sagði: „Við Framsóknarmenn
höfum tjáð okkur reiðubúna til
viðræðna við Alþýðuflokk og Sjálf-
stæðisflokk undir okkar forsæti.
Sumir segja að þetta sé mikil krafa,
að við höfum forystuna. en á það er
að lita, að Alþýðuflokkurinn sleit
síðasta stjórnarsamstarfi og til
þess má rekja það ástand, sem við
nú búum við, og það er ákaflega
fjarri mörgum framsóknar-
mönnum að verðlauna Alþýðu-
flokkinn nú fyrir þetta með þvi að
láta hann hafa forystuna á hendi.“
En slíkar viðræður undir forystu
Sjálfstæðisflokksins?
„Það gildir svipað þar um. Við
eigum nokkuð erfitt með að fara í
slíkar viðræður. Við höfum ekki
gleymt leiftursókninni, þótt svo virð-
ist sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji
helzt gleyma henni sjálfur. En ég
undirstrika að stjórnarsamstarf hlýt-
ur að byggjast á málefnasamstöðu."
Þú hugsar þér þá að verða forsætis-
einbeita
)ðstjórn
og veru kæmi að svo stöddu í veg
fyrir samkomulag flokkanna fjög-
urra, heldur það að mönnum væru
aðrir möguleikar ofar í huga og að
þeir vildu fullvissa sig um þá áður
en þeir væru reiðubúnir til að
einbeita sér að samstjórn allra
flokka. Mbl. spurði Geir, hvort hann
hefði í gær orðið þess var að þessum
mönnum væru enn aðrir möguleikar
en þjóðstjórn ofar í huga og þá
hverjir þeir möguleikar væru.„Það
má vel vera, að svo sé. Ég vil ekki
fullyrða að svo sé ekki,“ svaraði
Geir, en kvaðst ekki vilja tíunda
neitt í þeim efnum.
Mbl. spurði Geir þá um afstöðu
Sjálfstæðisflokksins til þriggja
flokka meirihlutastjórnar eða
tveggja flokka, en hann kvaðst bara
ítreka þá skoðun sína, að menn ættu
að einbeita sér að samstjórn allra
flokka.
ráðherra slíkrar þriggja flokka
stjórnar, ef af yrði?
„Það yrðu engir erfiðleikar með það
hjá mér sjálfum."
Steingrímur sagði að framsókn-
armenn hefðu einnig lýst áhuga á
samstarfi við Alþýðubandalagið og
Sjálfstæðisflokkinn. „Geir hefur hins
vegar sagt, að þótt Sjálfstæðisflokk-
urinn út af fyrir sig útiloki ekki neinn
möguleika, þá telji hann ólíklegt að
sjálfstæðismenn vilji almennt slíkt
stjórnarsamstarf," sagði Steingrím-
ur.
En stjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks?
„Það hefur enginn framsóknar-
maður rætt um hana, en það má segja
að einhverjir hafi talað um alla
hugsanlega möguleika. Og við höfum
jú mikinn áhuga á vinstri stjórn eins
og kunnugt er.“
Er hún til umræðu nú?
„Það eru allir möguleikar í umræð-
unni.“
„VIÐ neitum vafalaust engum
viðræðum, en ef möguleikinn á
samstarfi okkar, framsóknar-
manna og sjálfstæðismanna
kemst á alvarlegt stig, þá tel ég
annað útilokað en að Alþýðu-
flokkurinn hafi forystuna,“ sagði
Benedikt Gröndal formaður Al-
þýðuflokksins í samtali við Mbl. í
gærkvöldi.
Benedikt kvaðst ekki líta á sam-
stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks sem meirihlutastjórn og
varðandi vinstri stjórn kvaðst
Benedikt ekki hafa „séð neitt af
henni" í gær, „þótt einhverjir hafi
verið að tala um pulsuvagnslykt í
Alþingishúsinu. En Alþýðuflokkur-
inn er tilbúinn að hlusta og vill
hlusta á það, ef menn hafa eitthvað
raunhæft fram að færa.“ Um sam-
stjórn Alþýðuflokks, Alþýðubanda-
lags og Sjálfstæðisflokks sagði
Benedikt: „Við höfum lengi sýnt
henni áhuga. Hún var það fyrsta
sem við reyndum eftir kosningasig-
urinn 1978 og ég hygg að við séum
reiðubúnir til þess nú.“
Benedikt sagði að alþýðuflokks-
menn teldu sig myndu standa
ákaflega veikt í stjórn með Fram-
sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki,
ef þeir hefðu ekki sjálfir forystu
hennar með höndum. Að öðrum
kosti myndu flokkarnir tveir geta
ráðið ferðinni án nokkurs tillits til
Alþýðuflokksins, þar sem þeir
þyrftu hans í raun ekki við til að
koma málum fram á Alþingi. Bene-
að hugmyndir um minnihluta-
stjórn kynnu að koma upp.
Minnihlutastjórn er möguleiki,
eins og utanþingsstjórn. En í
ljósi þess sem gerist á næstu
dögum og formenn flokkanna
munu skýra mér frá um eða upp
úr helginni verður ákvörðun um
framhaldið tekin."
Mbl. spurði forsetann, hvort
þetta væri erfiðasta stjórnar-
kreppa á hans forsetaferli. Hann
sagði: „Mér er óhætt að segja
það, já. Það er kannske ekki svo
mjög mikið á mununum. Þetta
hefur verið seinlegt áðúr líka,
bæði 1974 og 1978. Það hefur
ekki farið lengri tími í þetta nú
en var í þau skipti.“
En þú hefur ekki áður gripið
til þess ráðs að mælast til þess
að allir flokksformennirnir
reyndu sameiginlega til þrautar
að mynda meirihlutastjórn?
„Nei. Það hefur ekki komið
fyrir áður í minni forsetatíð."
I fréttatilkynningu forsetans í
gær segir m.a. að það sé
áhyggjuefni, að stjórnarmynd-
unartilraunir skuli ekki enn
hafa borið árangur, og beri
nauðsyn til að við svo búið
standi ekki lengi úr þessu. Og
ennfremur: „Ég tilnefni engan
einstakan til að standa fyrir
viðræðum og könnun í þessu
skyni (að mynda meirihluta-
stjórn, innskot Mbl.), en treysti
því að flokksformennirnir muni
haga vinnubrögðum sínum á
þann veg sem vænlegastur er til
árangurs.
Þar sem tími er orðinn naum-
ur hlýt ég að leggja áherslu á að
flokksformennirnir geti skýrt
mér frá niðurstöðum sínum um
eða strax upp úr næstu helgi.“
dikt kvaðst telja, að það sem fyrst
og fremst hefði valdið því, hversu
harkalega framsóknarmenn brugð-
ust við tilraunum hans til að skapa
grundvöll að samstarfi þeirra og
Sjálfstæðisflokksins, hefði verið
það, að Framsóknarflokkurinn vildi
alls ekki til slíks samstarfs ganga
öðru vísi en að forsætisráðherrann
yrði framsóknarmaður.
Um samstjórn allra flokka sagði
Benedikt, að hann teldi hana
síðasta meirihlutakostinn, en
reyndar væri hún að hans mati sú
líklegasta til að komast á laggirnar.
Sagði Benedikt að í samtölum
flokksformannanna fjögurra í gær
hefðu menn „rætt málin vítt og
breitt, en þó dálítið sérstaklega um
þá möguleika, sem koma við fjög-
urra flokka stjórn, þótt ég reikni
ekki með að menn gangi inn á þetta
fyrr en þeir þá standa andspænis
því, að þjóðstjórn sé eini kosturinn.
En vissulega setur það aukinn
þrýsting á menn, þegar þeim eru
sett ákveðin tímatakmörk, eins og
okkur í dag.“
Mbl. spurði Benedikt þá um
minnihlutastjórn. Hann sagði: „Ég
tel eins og málin standa nú að
þjóðstjórn sé líklegri. Forsetinn
setti það saman, að þótt hann hefði
falið okkur alla tíð umboð til
myndunar meirihlutastjórnar þá
mætti fara saman, ef menn vildu
gera tillögur um minnihlutastjórn.
Það er hins vegar ekki ætlunin að
nota sérstakan tíma til þess að
athuga þá möguleika að þessu
sinni."
Kratar reiðubúnir
í nýsköpunarstjórn
Hefur fært sig
aftur fyrir ljós-
myndavélina
Á FJÖRUR okkar rak sjaldséðan
fugl í vikunni. Farfugl! Maríu
Guðmundsdóttur. í 15 ár var hún
ein af ljósmyndafyrirsætunum á
tindinum i tískuheiminum. sem
þykir ekki svo lítið afrek. því fáar
endast svo lengi þar uppi. Hún
hefur búið undanfarin ár í New
York, en var á leið frá Sviss og
hafði nokkurra daga viðdvöl
heima á Fróni, þegar fréttamaður
Mbl. hitti hana á förnum vegi.
Þar kom í lífi Maríu að hún fór
að hugsa til breytinga á starfi.
Fannst fyrirsætustarfið ekki leng-
ur gefa sér nóg, þótt það sé hátt
launað og veiti mikla tilbreytingu í
ferðalögum um heiminn. Hún væri
búin að fá út úr því það sem hún
vildi. Hún fór því að þreifa fyrir
sér, fyrst með því _ að gerast
umboðsmaður fyrir ljósmyndara
er stunda tískuljósmyndun. En
þegar til lengdar lætur, á ekki við
hana að fást svona mikið við
samninga um peningagreiðslur.
Samt vildi hún halda sig innan
ramma sama fags, þ.e. ljósmynd-
unar og tísku, enda þegar farin að
færa sig aftur fyrir ljósmyndavél-
ina.
Svo vildi til að „Stúdíó", sem
María þekkti vel í þeirri grein,
hafði laust rými og hún byrjaði að
leika sér að því að taka þar
tískumyndir. Og nú er svo komið,
að hún er komin yfir í tískuljós-
myndun, tekur myndir bæði úti á
víðavangi og inni í vinnustofu.
Hún á um 45% í fyrirtækinu og
getur nýtt þar þann tíma, sem hún
vill, fyrir eigin ljósmyndun.
María sagðist halda að hún væri
þarna búin að finna það sem hún
vildi gera áfram. Hún hefur góð
sambönd úr fyrra starfi. En áður
en hún fer að nýta það að ráði,
sagðist hún vilja fá meiri þjálfun
og reynslu og það var einmitt í
þeim tilgangi, sem hún var í Sviss
— að bæta við sig tækni.
- E.Pá.
Við hittum Maríu á förnum vegi i Miðbænum.