Morgunblaðið - 31.01.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
Magnús Erlendsson bæjarfulltrúi, Seltjarnarnesi:
Aö undanförnu hafa orðið um-
ræður, einkanlega í Morgunblað-
inu, um þá ákvörðun nokkurra
bæjarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu að veita íbúðaeigendum afslátt
af fasteignagjöldum, svo og þá
ákvörðun Seltjarnarnesbæjar að
veitá skattgreiðendum bæjarins
10% afslátt af útsvörum. Það sem
vekur fyrst athygli þegar litið er á
hvaða bæjarfélög eiga hér hlut að
máli, er sú óhrekjanlega stað-
reynd, að þeim er öllum stjórnað
annaðhvort af hreinum meirihluta
Sjálfstæðisflokksins í viðkomandi
bæjarstjórn, eða samstarfi sjálf-
stæðismanna við aðila, samanber
Hafnarfjarðarbæ. Hér erum við
þegar í upphafi komin að grund-
valiaratriðum þessa máls, annars
vegar stjórnun sjálfstæðismanna
og hins vegar svo dæmi séu tekin,
Reykjavík og Kópavogur, þar sem
sósíalistar og aðrir vinstri menn
halda um stjórnvölinn.
Grundvallar-
stefna Sjálf-
stæðisflokksins
Sú skoðun hefur verið afar
útbreidd meðal alls almennings á
liðnum árum, að þótt stjórnmála-
flokkarnir boði ákveðnar stefnur
fyrir hverjar kosningar, reynist
framkvæmdin þá er upp er staðið
eftir kosningar nánast „sami
grauturinn í sömu skál“: Hvað
viðvíkur stjórnun landsmála, er
vart hægt að gagnrýna ofangreint
almenningsálit, þegar haft er í
huga, að hér hafa nær undantekn-
ingalaust setið samsteypustjórnir
ólíkra flokka, og málamiðlanir því
setið í öndvegi. En grundvallar-
stefna Sjálfstæðisflokksins er
hins vegar skýr og ótvíræð, sú að
styrkja frjálst framtak, sam-
keppni og eignarrétt einstakl-
ingsins, minnug þess að einstakl-
ingarnir hafa verið, eru og munu
alla daga verða kraftmesti afl-
gjafi allra framfara. í þeim
bæjarfélögum þar sem sjálfstæð-
ismenn hafa hreinan meirihluta,
hafa menn viijað framfylgja þess-
um grundvallarstefnuatriðum
flokksins, ekki aðeins með mál-
skrúði og loforðaræðum fyrir
kosningar, heldur og í reynd í
verki og framkvæmd eftir kosn-
ingar, trúir sínum lífsskoðunum,
þeim sannindum að hið opinbera.
hvort heldur cr ríkið eða sveitar-
félogin, eru fyrir cinstaklinginn,
en ekki einstaklingurinn fyrir
hið opinbera.
Skattlagning
komin út í öfgar
Á Vesturlöndum hefur hvar-
vetna orðið vart sömu þróunar á
undanförnum árum og áratugum,
og keyrt hefur um þverbak sér í
lagi meðal frændþjóðanna á hin-
um norðurlöndunum stóraukin
skattlagning á allan almenning.
Hér á landi hafa sömu meinin náð
að festa rætur. Skattlagning er
komin út í öfgar. Opinber rekstur
þenst út samkvæmt lögmáli Park-
insons. Alltaf er hægt að finna
nýjar þarfir, raunverulegar sem
ímyndaðar. Hemlakerfi rekstrar-
reikninga í fyrirtækjum verkar
ekki hjá hinu opinbera — það á
alltaf hæga undankomuleið —
skattahækkanir — fleiri skatta —
hærri skatta — meiri skatta.
Þannig verður til sjálfvirkur víta-
hringur, sem verður uggvænlegri
með hverju árinu sem líður. Hér
verður að spyrna við fótum, taka
upp nýja stjórnunarhætti.
Skatta-
stefna
nokkurra
bæjarfélaga
„Gott er að telja peninga
úr pyngju annars“
Isl. málsháttur.
Magnús Erlendsson
Stefna Seltjarnar-
neskaupstaðar
Eigi skal undra þó það komi
mörgum spánskt fyrir sjónir, að
til eru opinberir aðilar, sem telja
sér skylt og nauðsynlegt að hafa
einhvern hemil á fjáröflun sinni.
Þeir reyna eftir beztu getu að fara
sparlega með fé almennings og
nýta það sem bezt. Þannig hefur
stefnan verið hjá 'ráðandi meiri-
hluta sjálfstæðismanna í Sel-
tjarnarnesbæ um langt árabil. Þar
hefur kröftunum ekki verið dreift
á möhg hálfkláruð verkefni í senn,
heldur hafa þau verið tekin með
eins konar áhlaupi, eitt verkefni í
senn. Þannig hafa verið byggðir
skólar, barnaskóli og gagnfræða-
skóli, og þessir skólar báðir hafa
þá sérstöðu að vera einsetnir,
nokkuð sem ekki er hvarvetna að
finna hjá öðrum bæjarfélögum.
Þannig hefur verið byggt íþrótta-
hús, félagsheimili, og á þessu ári
verður tekinn í notkun nýr tón-
listarskóli, og framundan bíður á
næsta ári nýtt bæjarbókasafn,
harnaheimili og sundlaug sem
hafist verður handa við þegar á
yfirstandandi ári. Vegleg heilsu-
gæzlustöð er þegar risin og vænt-
anlega tekin í notkun að einhverju
leyti á nýbyrjuðu ári, sú fram-
kvæmd er að mestu fjármögnuð af
ríkinu. Miðað við íbúafjölda er
Seltjarnarnes betur sett á þessum
sviðum en mörg önnur bæjarfélög.
Myndarlega hefur verið staðið að
hverju átaki, en þess gætt um leið
að spara fé með ströngu eftirliti
og hæfilega miklum bygginga-
hraða. Óþarfi er að taka það fram,
sem flestir vita, að Seltjarnarnes
er flestra bæjarfélaga fljótast til
að leggja varanlegar götur og
gangstéttir um bæinn. Hitt vita
líklega færri, að bærinn hefur sína
eigin hitaveitu eftir að borað var
fyrir heitu vatni innan bæjar-
markanna fyrir rúmum áratug, og
jafnframt er um eina ódýrustu
hitaveitu landsins að ræða, og
ekki íþyngir starfsmannafjöldi
hitaveitunnar þeirri stofnun,
reyndar geta þeir vart orðið
færri, því aðeins einn fastur
starfsmaður starfar við hitaveitu
bæjarins.
Alltaf er hægt að krefjast og
segja, að þörf sé fyrir meiri
opinbera þjónustu. En það eru
gömul sannindi og þó sífellt fersk,
að ekki verður allt gert í einu. Þeir
sem gefa sig til opinberra stjórn-
sýslustarfa, hvort heldur er til
Alþingis eðá bæjarstjórna, mega
aldrei láta stjórnast af þrýstihóp-
um, sem því miður er alltof
algengt, heldur aðeins af eigin
sannfæringu — og engu öðru.
Seltjarnarnesbær hefur hemil á
nýjum verkefnum, hafandi fyrst
og fremst í huga skattþol íbúanna
sem bæinn byggja og hins vegar
þá almennu ofsköttun sem nú
tröllríður þjóðfélaginu öllu. Sel-
tjarnarnesbær hefur í huga hina
þolinmóðu og skilvísu skattgreið-
endur, sem staðið hafa undir
miklum framkvæmdum og rekstri
bæjarins. Þeim hefur bærinn vilja
ívilja með því að veita 10% afslátt
af útsvari og 20% afslátt af
fasteignagjaldi. Þetta eru tveir
langsamlega mikilvægustu tekju-
stofnar hvers bæjarfélags. Annars
vegar er um fiatan brúttóskatt að
ræða, hins vegar tvísköttun, sem
að vísu er almennt notað erlendis.
Fyrst eru menn skattlagðir fyrir
að hafa tekjur. Síðan geta þeir
valið um, hvort þeir sólundi ein-
hverju af afganginum eða festi
það í fasteign. Velji þeir síðari
leiðina, sem því miður virðist hin
eina örugga í óðaverðbólguþjóðfé
lagi sem okkar, er þeim refsað
með árlegu fasteignagjaldi. Þeir
menn, sem greiða hátt útsvar og
hátt fasteignagjald, eru flestir í
þeim hópi, sem með miklum dugn-
aði hafa lyft sjálfum sér og þjóð
sinni úr fátækt til bjargálna.
Þessum hinum sömu vill Seltjarn-
arnesbær þakka með því að veita
þeim bæði afslátt af útsvörum og
fasteignagjöldum, með öðrum orð-
um, auka rauntekjur einstakl-
inganna. hjálpa þeim til að
hjálpa sér sjálfir, styrkja ein-
staklinginn í því hálf-sósíalist-
iska þjóðfélagi sem ísland er
orðið í dag.
Óbreytanlegt
náttúrulögmál?
í grein, sem birtist í Morgun-
blaðinu þann 22. janúar s.l., víkur
greinarhöfundur Leó Löve, að
þessum málum og segir þar m.a.:
„Þegar bæjarfélag getur veitt af-
slátt af tekjustofnum sínum hlýt-
ur það að vera vegna þess að
bæjarfélagið telur sig ekki þurfa
allt það fé, sem til boða stendur.“
Hér er um mikinn misskilning að
ræða. Öll bæjarfélög geta vissu-
lega nýtt allt það fé sem til boða
stendur, en bæjarfulltrúar mega
aldrei og eiga aldrei að hugsa
aðeins um sjóði annars aðila
málsins, þ.e.a.s. bæjarkassann,
heldur ekki síður og reyndar fyrst
og fremst um sjóði einstaklingsins
sem skattana á að gjalda. Svo
yfirþyrmandi doði er kominn yfir
flesta skattgreiðendur þessa lands
vegna síaukinna skatta um ára-
tuga skeið, að menn eru farnir að
álíta það næstum óbreytanlegt
náttúrulögmál, og eiga því erfitt
með attrúa því að til séu bæjarfé-
lög sem setja einstaklinginn ofar
kerfinu. Enda segir fyrrnefndur
greinarhöfundur ennfremur: „Ég
trúi því að minnsta kosti ekki, að
tilgangurinn sé að létta „skatt-
píningunni" af borgurunum".
Vissulega er manninum vorkunn
þó að hann eigi erfitt með að trúa
— það hefur verið margra reynsla
gegnum aldanna rás. Sú er þó
raunin svart á hvítu hvað viðvíkur
stefnu bæjaryfirvalda á Seltjarn
arnesi. Hins vegar eru hugleið-
ingar greinarhöfundar að mörgu
leyti athyglisverðar og rétt að
athuga þær gaumgæfilega.
Hvað með önnur
bæjarfélög?
Eins og sagði í upphafi þessa
greinarstúfs, er það íhugunarefni
fyrir skattborgara almennt, að
það eru aðeins þau bæjarfélög sem
sjálfstæðismenn stjórna, sem gefa
afslátt af opinberum gjöldum. Það
eitt segir ákveðna sögu og lær-
dómsríka. Jafnframt heyrist sú
skoðun oftlega, að ekki sé nema
eðlilegt að bæjarfélög sem Sel-
tjarnarnes geti gefið afslátt af
opinberum gjöldum, þar sem bæj-
arfélagið njóti margvíslegrar
þjónustu frá „stóra bróður", þ.e.
a.s. Reykjavíkurborg. Þessi rök
falla um sjálf sig, þar sem bærinn
greiöir íullu verði fyrir alla
þjónustu sem fyrirtaeki höfuð-
borgarinnar veita, og sú þjónusta
er, því báðum aðilum afar hag-
stæð. Sem dæmi má geta þess, að
á yfirstandandi ári mun Seltjarn-
arnes greiða fyrir akstur S.V.R.
um 30 milljónir króna. En — það
eru fleiri bæjarfélög sem njóta og
kaupa ýmsa þjónustu frá höfuð-
borginni, þar á meðal annar
stærsti kaupstaður landsins,
Kópavogskaupstaður. Hafandi
þau sannindi í huga, ætti ekkert
að vera því til fyrirstöðu að
bæjaryfirvöld í þeim ágæta bæ
gæfu og sínum skattborgurum
afslátt af opinberum gjöldum.
Slíkt gerist ekki og verður hver og
einn að geta sér til um ástæður
þess, þótt ef til vill séu þær
nærtækar, minnug þess sem sagt
var í upphafi þessa greinarkorns
um stefnu sjálfstæðismanna ann-
ars vegar og stefnu vinstri flokk-
anna hins vegar. Sá sem þetta
ritar hefur þó þann rökstudda
grun, að ástæður séu fyrst og
fremst viljaskortur — þeim vilja
sem er öllum mikilvægari — að
leiða einstaklinginn til öndvegis í
þjóðfélaginu — vilji er allt sem
þarf.