Morgunblaðið - 03.02.1980, Side 27

Morgunblaðið - 03.02.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 27 Kristjánsson, íþróttafulltrúi í Reykjavík, í samtali við Mbl. í vikunni. — Það er þó ýmislegt í þátttöku almennings í íþróttum, sem við vitum, engetum ekki reitt fram tölur um. I Reykjavík eru íþróttir stundaðar í um 30 íþrótta- sölum og alls staðar er það sama upp á tengingnum, færri komast að en vilja. Þegar nýtt íþrótta- mannvirki er opnað fyllist það um leið af áhugasömu fólki. — Það er einnig straumur á aðra staði. Við getum nefnt skokk og skautaiðkun á Melavellinum, sífellt fleiri sjást á skokki um allan bæ, skautaiðkun er mikið stunduð á Melavellinum, Tjörn- inni og víðar þegar færi gefst á slíku. Badminton og borðtennis Bláfjöllin heilla marga og þegar flest er í fjöllunum eru langar biðraðir eftir að komast í lyfturn- ar. má nefna og það er hægt að halda lengi áfram, segir Stefán, en við spyrjum hann hverju þakka megi aukinn áhuga á íþróttum hvaða nafni, sem þær nefnast. — Það er fyrst og fremst vax- andi skilningur fólks á nauðsyn þess að iðka einhverja íþrótt, augu fólks eru smám saman að opnast fyrir útiveru og hreyfingu. Ahug- inn er greinilega vaxandi á öllum sviðum íþrótta, bæði keppnis- íþrótta og almenningsíþrótta, og vonandi verður framhald á því, segir Stefán Kristjánsson. -áij. ’amankominn á mótmælafundinum við sovéska sendiráðið. Spjöld fundarmanna báru áletrunina Sovétríkin burt úr Afganistan. Verk Alfreðs Flóka í Djúpinu ALFREÐ Flóki hefur opn- að sýningu á myndum sínpm í Djúpinu, galleríi sem er í kjallara veitinga- staðarins ' Hornsins við Hafnarstræti í Reykjavík, en sömu eigendur reka bæði galleríið og veitinga- staðinn. , A myndinni eru myndlistarmennirnir Al- freð Flóki (t.v.) og Richard Valtingojer. Nýr veitingastaður í Kópavogi NÝR veitingastaður var opnaður í Hamraborg 4 í Kópavogi í gær, laugardag- inn 2. febrúar. Staðurinn, sem ber nafnið Steikhúsið Versölum, er í eigu Jenný- ar Árnadóttur og Bjarna Alfreðssonar. Steikhúsið er innréttað í frönskum Versalastíl og tekur 36 til 44 manns í sæti. Verður þar framreiddur matur ásamt léttu víni kl. 9—21 virka daga en kl. 9—11.30 um helgar. Hluti af veitingasal Steikhússins. Ljósm.: RAX ALLTAF — EFTIR AÐ ÞU HEFUR NOTAÐ ÞAÐ EINU SINNI Það hreinsar, verndar og fægir i sömu yf irferð flesta þá hluti sem tilheyra hús- og heimilishaldi. Svo sem: Stál, tin, messing, aluminium, silfur, gull. Einnig bakaraofna, eldavélar, potta, katla, straujárn, vaska, baðker, gluggarúður og spegla. Setjið Starglanz i votan klút og nuddið bletti og óhreinindi af. Þurrkið síðan og þá sjáið þið muninn. Heildsölubirgðir 0.J0HNS0N & KAABER HF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.